Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Hvernig virkar reiðin?

Hvernig virkar reiði fólks frá líffræðilegu sjónarhorni?

Reiðin er tilfinningalegt ástand og eins og aðrar tilfinningar á hún upptök sín í svokölluðu randkerfi heilans (limbic system). Randkerfið tilheyrir að hluta þeim hluta heilans sem er gamall í þróunarsögunni og þess vegna svipaður og í fjölmörgum dýrum. En til kerfisins teljast einnig svæði í heilaberkinum, sem liggur yst og er um leið nýjasti hluti spendýraheilans. Í heilaberkinum stjórnast m.a. sjálfsvitund og hömlur á tilfinningar og hvatvísi. Heilabörkurinn er mun þróaðri í mönnum en öðrum spendýrum og hann vantar alveg í margar minna þróaðar dýrategundir. Heilaskannanir hafa sýnt hvaða heilastöðvar virkjast þegar fólk reiðist. Þetta eru þær stöðvar í heilaberkinum sem túlka tilfinningaskyn, m.a. með samanburði við minnisstöðvar, svo og ýmsar stöðvar í ennisblaðinu þar sem ákvarðani Lesa meira

Greinalisti

Þurfa öll dýr á svefni að halda?

Allar lífverur skiptast á hvíld og virkni á hverju dægri. Þessi líffræðilegi taktur fylgir að jafnaði ljósi og myrkri dægursins og stýrist af innri líffræðilegri klukku. Liðdýr eins og skordýr og sporðdrekar eru einföldustu dýrin sem vitað er að hvílist með svefni. Fái þessi dýr ekki hvíld dregur verulega úr virkni þeirra og getu. Hjá þeim er þó ekki um að ræða djúpan svefn eins og hjá spendýru Lesa meira

Til hvers höfum við tvær nasir?

Spendýr eru ekki ein um að hafa tvær nasir, heldur gildir það líka um flest önnur dýr, svo sem fiska, froskdýr, skriðdýr og fugla. Meðal ástæðnanna er sú að lyktarskynið verður betra þegar inngangar fyrir ilmefni eru tveir. Á mörgum dýrum er talsvert bil á milli nasanna og þar með aukast líkur á að greina lykt í nágrenninu og ákvarða úr hvaða átt hún berst. Tvær nasir eru líka betri en ein að því Lesa meira

Köttur sem lýsir í myrkri

Líffræði Nú er hægt að fá sér kött sem lýsir í myrkri. Suður-kóreskir vísindamenn hafa klónað tvo ketti og bætt í þá geni sem veldur sjálflýsandi, rauðleitum bjarma í myrkri. Vísindamennirnir tóku húðfrumur úr hvítum, tyrkneskum angóraketti og einangruðu genið sem kóðar fyrir sjálflýsandi prótíninu. Að þessu loknu var frumukjörnunum komið fyrir í eggfrumum 11 læðna. Tveimur mánuðum síðar fæddu Lesa meira

Gulir bananar verða bláir

Líffræði Þroskaðir bananar eru einu ávextirnir sem verða bláir í útfjólubláu ljósi. Þessi óvenjulegi litur myndast í samhengi við þroskun banananna, þegar klórófýl í hýðinu brotnar niður og leysir úr læðingi efni sem vísindamennirnir hafa gefið heitið FCC-katabólít. Þetta kynni að vera stór hluti skýringarinnar á því að bananar skuli vera svo miklu lengur að ná fullum þroska en aðrir ávextir, að Lesa meira

Smásæ dýr með sérstæða lífhæfni

Þótt hjóldýr í flokknum Bdelloidea séu aðeins örfáir millimetrar hafa þau þróað sérstæða hæfni sem hefur dugað þeim til að lifa af í 30 milljón ár. Þegar hjóldýrið verður fyrir árás banvæns svampsníkjudýrs þornar það alveg upp og vindurinn feykir því síðan burt. Þegar hjóldýrið lendir svo einhvern tíma síðar í fersku vatni, vaknar það aftur til lífsins og tekur til þar sem frá var horfið fyrir upp Lesa meira

Ofursvelti dýranna

Fyrir flest dýr er lífið jafnvægisdans þar sem skiptast á tímabil allsnægta og hungurs. Þess betur sem dýrin geta þolað svelti, því meiri líkur eru á að þau geti lifað af. Sum dýr eru sannkallaðir meistarar á þessu sviði, meðan önnur geta vart lifað af einn matarlausan dag. Skilvirkur orkusparnaður er lykillinn til að lifa af langvarandi sult. Til að spara lífsnauðsynlega orku lækka dýrin ekki Lesa meira

Taugaboð eru hljóðbylgjur

Samkvæmt tveimur vísindamönnum við Háskólann í Kaupmannahöfn eru taugaboð ekki rafboð heldur hljóðbylgjur sem fara um taugarnar. Kenningin útskýrir í fyrsta sinn hvers vegna svæfing virkar deyfandi. Þetta er afar umdeild kenning, en sífellt leggja fleiri læknar og líffræðingar lag sitt við hana. Í öllum kennslubókum – allt frá grunnskóla til háskóla – segir að taugar eigi samskipti með spennumu Lesa meira

Útgáfa 1.0 úreltist fyrir 10.000 árum

Áður fyrr söfnuðum við rótum, ávöxtum og hnetum, eltum uppi margs konar bráð og veiddum fisk. Endrum og sinnum stálum við hræi frá stóru rándýrunum. Nú höldum við leiðar okkar vopnaðir kreditkortum í kæliborðum stórmarkaðanna. Fyrir ekki svo löngu síðan fengum við ofgnótt af fersku lofti og hreyfingu. Nú til dags sitja flest okkar kyrr fyrir framan tölvu marga tíma dagsins. Líkamar okkar sem m Lesa meira

Froskar og körtur hafa mök í tunglskini

Víða um heim virðast froskar og körtur helst kjósa kynmök í tunglskini. Það er Rachel Grant hjá breska Open University-háskólanum sem hefur uppgötvað þetta. Atferlið hefur verið staðfest á Ítalíu, Englandi og Wales og þar að auki á Jövu. Því verður að teljast sennilegt að sama gildi um froska og körtur alls staðar í heiminum. Lesa meira

Af hverju þróuðu fuglarnir gogg?

Rétt eins og spendýr eru fuglar komnir af skriðdýrum sem höfðu komið sér upp kjálkum og tönnum. Um 150 milljón ára steingervingar af Archaeopteryx lithographica hafa bæði tennur og fjaðrir, en þessi skepna er frá upphafi þróunar fugla. En síðan hefur þróunin beinst að því að auka flughæfnina sem mest. Þáttur í þessu ferli var að létta líkamann alls staðar þar sem þess var kostur. Kjálkar og Lesa meira

220 milljón ár - og enn í toppformi

Krókódílar leyndust undir eyðimerkursandinum. Sahara geymir steingervinga af furðulegustu krókódílategundum. Háfættir krókódílar með fæturna lóðrétt undan líkamanum eins og spendýr er ein þeirra tegunda sem líkist hreint ekki þeim krókódílum sem við þekkjum nú á dögum. Frá 1997 hefur teymi vísindamanna leitt af bandaríska steingervingafræðingnum Paul Serrano rannsakað þessi sérkennilegu dýr og h Lesa meira

Óþekkt dýr leynast undir ferðamannaeyju

Þegar líffræðingar leggja upp í leit að nýjum dýrategundum er vinsæl ferðamannaeyja yfirleitt ekki fyrsti staðurinn sem þeim dettur í hug. En það mætti kannski taka til endurskoðunar, a.m.k. ef aðstæður kynnu að vera eitthvað svipaðar og á eyjunni Lanzarote. Þar hafa vísindamenn, m.a. hjá dýralæknaháskólanum í Hannover, uppgötvað áður óþekkta tegund hellakrabba. Þessi smávaxna skepna hefur fengið Lesa meira

Vísindamenn skapa nýjar vaxtarræktarmýs

Læknisfræði Árið 1997 tókst bandarískum vísindamönnum að rækta mús sem var tvöfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Nú hafa sömu vísindamennirnir við John Hopkins-háskólann ræktað mús sem er fjórfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Í báðum tilvikum voru mýsnar ræktaðar án þess gens sem kóðar fyrir prótíninu mýóstatín en það dregur úr vöðvavexti. Til viðbótar var svo músin sem ræktuð var 2007 þannig Lesa meira

Hvernig andar kjúklingur í eggi?

Kjúklingurinn andar ekki gegnum gogginn fyrr en rétt áður en hann klekst úr egginu. Þegar unginn er fullþroskaður goggar hann fyrst gat á himnuna innan við skurnina og andar að sér lofti úr litlum loftvasa í egginu. Því næst hamrar hann sig í gegnum skurnina sjálfa. Fóstrið hefur þó þörf fyrir súrefni allan tímann sem þroskinn tekur og það er skurnin sem sér fóstrinu fyrir súrefni. Eggskurn má Lesa meira

Öldrunargen fundið í gömlum músum

Vísindamenn hafa nú stigið stórt skref nær lyfjum sem gætu lengt ævina og jafnframt tryggt okkur aukna lífsorku og dregið úr öldrunarsjúkdómum. Hópur vísindamanna undir forystu Colins Selman, hjá Aberdeenháskóla í Skotlandi, hefur einangrað genið S6K1 sem gegnir mikilvægu hlutverki varðandi öldrun – alla vega í tilraunamúsum. Með því að ala upp genabreyttar mýs, án þessa gens, geta vísindamennirn Lesa meira

Ranafiskar gefa rafmagnsstuð

Í Kongófljóti eru ýmsar tegundir af ætt ranafiska og eiga fyrir bragðið á hættu að para sig þvert á tegundir. En á þessum vanda hafa fiskarnir fundið sér lausn. Til að hrygnan geti valið sér maka af réttri tegund myndar hængurinn vægt rafstuð í sporðinum. Hver tegund hefur sitt eigið afbrigði sem laðar að hrygnur af sömu tegund. Breski atferlislíffræðingurinn Philline Feulner við Sheffield-h Lesa meira

Geta tré fengið krabbamein?

Tré geta fengið ýmsar tegundir krabba vegna sýkinga af völdum baktería, sveppa og skordýra. Margar skordýralirfur geta sýkt laufblöð þannig að þau mynda æxli þar sem lirfurnar hreiðra um sig. Þetta gera lirfurnar með því að gefa frá sér efni sem virka á plöntuna eins og vaxtarhormón. Plöntuvefurinn vex og myndar æxli sem veitir lirfunni skjól fyrir rándýrum meðan hún vex og skaffar henni æti um Lesa meira

Slanga með haus á báðum endum

Líffræðingar hafa uppgötvað áður óþekkta tækni hjá sæslöngunni Hydrophis pachycercos. Slangan narrar óvini sína með því að láta líta svo út sem hún hafi haus á báðum endum. Litur á halanum líkist höfðinu og þegar halinn er hreyfður á sama hátt er blekkingin þar með fullkomnuð. Og, jú, hausinn er á neðri endanum hér á myndinni." Lesa meira

Græn innrás

Fæðingin hófst árið 1963 og var bæði langvinn og átakamikil. Í rúm þrjú og hálft ár vall glóandi hraun upp úr jörðinni og til himins steig kílómetra há súla af kolsvörtum reyk. En í júní 1967 lauk eldgosinu. Ísland hafði eignast nýja eyju. Hún var bæði nakin og lífvana, og því gripu fræðimenn þennan einstaka möguleika fegins hendi til að fylgjast með hvernig líf nemur nýtt land. Þessi nýja eyj Lesa meira

Komododrekinn með fullkomna bittækni

Líffræði Komododrekinn er stærsta eðla á jarðarkringlunni og ógnvekjandi rándýr sem lagt getur jafnvel stóra bráð að velli. Nú sýna hins vegar nýjar rannsóknir við háskólann í Nýja Suður-Wales að bitstyrkur eðlunnar er ekki mikill. Ef styrkur bitsins væri allt sem máli skipti, væri þessi eðla illa sett og gæti þá aðeins lagt að velli smærri dýr, en ekki t.d. kýr eða geitur. Höfuðkúpa eðlunnar er Lesa meira

Komið að leikslokum!

Tony Wu áttar sig á að hann er vitni að einstökum atburði um leið og búrhvalurinn syndir framhjá honum. Gríðarstór kjaftur hvalsins er opinn og í gininu sjást leifarnar af níu metra löngum risakolkrabba. Tony er gamalreyndur sjávarlífsljósmyndari en hefur samt aldrei séð myndir af neinu í líkingu við þetta. Hann bítur í vörina á sér til að fullvissa sig um að hann nái góðum myndum. Hann bíður þes Lesa meira

Ógnvekjandi sýrubað

Prófaðu að setja krítarmola ofan í væga sýru, t.d. edik. Það líður ekki á löngu þar til krítin leysist upp. Ekki ósvipaðar aðstæður gætu komið upp í heimshöfunum og bitnað á lífverum sem byggja upp beinagrindur eða skeljar úr kalki, ef ekki tekst að draga hratt úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Höfin drekka í sig a.m.k. fjórðung losunarinnar á ári hverju og þá myndast kolsýra sem veldur þ Lesa meira

Uppsölulyf bjargar litlum pokadýrum

Lífshættulegar matarvenjur setja nú pokamörðinn í Norðaustur-Ástralíu í mikla hættu. Þessi dýr eiga til að éta eitraða tegund froskdýra, svonefndar sykurreyrkörtur. Svo eitruð er tegundin að ein karta dugar til að drepa pokamörð. En nú veita menn tegundinni aðstoð. Vísindamenn hjá Sydneyháskóla hafa kennt 30 pokamörðum að forðast sykurreyrkörturnar. Þeir fönguðu pokamerðina og gáfu þeim litla ska Lesa meira

Bakteríur fletja sig út til að komast áfram

Bakteríur hafa hina undraverðustu hæfileika og nú hafa vísindamenn við tækniháskólann í Delft í Hollandi uppgötvað hæfni sem kom þeim á óvart. Sívalar bakteríur, svo sem E. coli og B. subtilis geta flatt sig út þegar þær þurfa að komast um þrengsli. Bakteríurnar eru yfirleitt um 1 míkrómetri í þvermál en í rannsóknastofunni gátu þær komist í gegnum rifu sem aðeins var hálfur míkrómetri. Væri rifan Lesa meira

Draga dauðir kakkalakkar aðra kakkalakka til sín?

Kakkalakkar eru stór hópur skordýra og alls hefur verið lýst meira en 3.500 tegundum. Þessi dýr hafa skapað sér óvinsældir með því að eyðileggja mat og valda óþægilegri lykt í híbýlum manna. Þau skordýr sem eru félagsverur nota iðulega ilmefni til tjáskipta. Efnin kallast ferómón og þau valda ákveðnum viðbrögðum hjá öðrum einstaklingum sömu tegundar. Á svipaðan hátt og hormón stýra ýmissi líkam Lesa meira

Gen útdauðs pokaúlfs endurlífguð í músarfóstri

Líffræði Ástralskt músarfóstur hefur nú markað spor sín á spjöld sögunnar. Í þessu fóstri er nefnilega erfðaefni úr pokaúlfi, eða svonefndum Tasmaníutígri. Tegundin er löngu útdauð og þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum hefur tekist að fá gen úr útdauðri tegund til að „virka“ í annarri tegund. Erfðaefni var tekið úr þremur 100 ára gömlum Tasmaníutígrum sem geymdir voru í spíra í Viktoríus Lesa meira

Líffræðingar vilja flytja til lífverur jarðar

Jörðin hefur orðið fyrir hitaslagi og skipan náttúrunnar er í óreiðu. Rísandi hitastig og gjörbreytt úrkoma hefur þegar útrýmt fjölmörgum tegundum. Jafnframt hefur hnattræn hlýnun leyst úr læðingi umfangsmikinn tilflutning dýra og plöntutegunda frá því á síðustu ísöld. Ótal tegundir halda nú í átt til pólanna eða upp í fjöll í meiri hæðir. Líffræðingum er hins vegar ljóst að fjöldi tegunda getur e Lesa meira

Nýklaktir kjúklingar kunna að telja

Hugtakið „hænuhaus“ ber að nota af öllu meiri virðingu en gert hefur verið. Þetta sýna tilraunir sem dýraatferlisfræðingurinn Lucia Regolin, hjá háskólanum í Padova á Ítalíu, hefur gert á nýklöktum kjúklingum. Regolin og félagar hennar notuðu tvo nákvæmlega eins pappírsskerma og plasthulstur af þeirri gerð sem er að finna í „kindereggjum“. Við hylkin voru límdar snúrur þannig að þau mátti flytj Lesa meira

Þangplöntur drepa kóralla

Ofur venjulegt sjávarþang á sinn þátt í auknum erfiðleikum kóralrifja í Kyrrahafi og Karabíuhafi. Vísindamenn hjá Georgia-tæknistofnuninni í Bandaríkjunum hafa rannsakað þangplöntur og kóralla sem algeng eru kringum Fiji-eyjar og undan strönd Panama og komist að raun um að 70% þangplantnanna framleiða eiturefni sem drepa kórallana. Sum kóraldýr drepast á tveim dögum, en önnur hjara upp í 20 daga. Lesa meira

Verur af öðrum heimi

Frá árinu 2000 hefur þýska rannsóknarskipið Polarstern sem tilheyrir Alfred Wegner-stofnuninni í Brimarhöfn verið einn ötulasti þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni, Census of Marine Life. Meira en 2.000 sérfræðingar frá ríflega 80 löndum hafa tekið þátt í tilraun til að lýsa dýralífi heimshafanna og svara fjórum einföldum en ákaflega mikilvægum spurningum: Hversu margar tegundir finnast, h Lesa meira

Sérstakur vökvi heldur bráðinni

Líffræði Svonefndir kerberar, blóm sem lifa á smádýrum, gefa frá sér slím sem heldur bráðinni æ fastar eftir því sem hún brýst meira um. Þetta sýnir ný frönsk rannsókn. Kerberar hafa fram að þessu ekki verið taldir beita beinum aðgerðum við dýraveiðar. Þessi blóm laða til sín bráðina með sætum blómasafa en barmur og innri hliðar bikarsins eru hálir og t.d. ef fluga sest, rennur hún niður í ens Lesa meira

Sérkennileg sædýr við suðurskautið

Líffræði Ástralskir líffræðingar eru nú komnir úr leiðangri þar sem þeir fundu mörg sérkennileg og í sumum tilvikum stórvaxin dýr á sjávarbotni við Suðurskautslandið. Á 1.500 metra dýpi rákust þeir m.a. á sæköngulær á stærð við matardiska. Ein merkilegasta lífveran var áður óþekkt tegund svonefndra konupunga, sem helst líkist glerblómi. Stærðin er reyndar þekkt fyrirbrigði við Suðurskautslandi Lesa meira

Lyktarslóð hindrar skyldleikaræktun

Með góðu þefskyni má afla mikilla upplýsinga um umhverfið og katta-lemúrar kunna að nýta sér það. Líffræðingar hjá Dukeháskóla í Norðu-Karólínu í Bandaríkjunum hafa nýlega uppgötvað að dýrin þekkja ættingja sína á lyktinni. Flest hryggdýr eru fær um að þekkja nánustu ættingja sína. Þetta hefur m.a. þann kost að koma í veg fyrir skyldleikaræktun, en hún leiðir oftast til þess að draga úr lífsmögul Lesa meira

Maurar fjölga sér með klónun

Maurategundin Mycocepturus smithii hefur komið vísindamönnum á óvart. Nýjar DNA-rannsóknir sýna annars vegar að allir maurarnir eru kvenkyns, hins vegar að þeir fjölga sér án nokkurra kynmaka. Allir maurar í hópnum eru sem sé klón – erfðafræðilegar eftirhermur af drottningunni, sem öllu ræður. Þetta eru niðurstöður rannsókna á maurum á Amasónsvæðinu. Anna Himler hjá Arizona-háskóla stýrði rann Lesa meira

Líffræðingar róa lífróður til að bjarga viðkvæmum bryndrekanum

Gífurlegur fjöldi styrjuhrygna í Kaspíahafi leitar upp árnar í átt að bestu hrygningarstöðunum. Þær eru útþandar af eggjum sem þær nú hrygna í klösum sem fljóta um á árbotninum. Fyrr en varir er aragrúi af hængum mættur á svæðið og þeir frjóvga eggin með því að sprauta svili sínu yfir þau. Að viku liðinni hafa frjóvguð eggin svo breyst í litlar styrjur sem synda sjálfar um. Þannig var þessu að Lesa meira

Af hverju hafa svo mörg dýr tvö augu?

Tvö augu hafa a.m.k. fjóra kosti umfram aðeins eitt stakt auga. Í fyrsta lagi hefur dýrið auga til vara, ef annað augað skyldi eyðileggjast. Í öðru lagi verður sjónsviðið víðara. Eineygt fólk hefur 150 gráðu lárétt sjónarhorn en með tvö augu náum við 180 gráðum. Hjá mörgum fuglum eru augun á hliðunum og þeir ná því að sjá nánast allan hringinn án þess að snúa höfðinu. Í þriðja lagi veita tvö samhl Lesa meira

Náttúruval getur átt sér stað á leifturhraða

Þegar við virðum fyrir okkur lífið umhverfis okkur leikur enginn vafi á að tegundirnar hafa lagað sig að umhverfi sínu. Í riti sínu, Uppruni tegundanna, lýsti Charles Darwin (1809-1882) því hvernig allar mögulegar aðstæður, allt frá útbreiðslumynstri dýra og jurta, útdauðra tegunda, og yfir í þróun furðulegs hegðunarmynsturs, eigi rætur að rekja til ofur einfaldrar starfsemi, sem nefnist náttúruva Lesa meira

Könguló spinnur af útsjónarsemi

Líffræði Köngulóarvefir eru iðulega gerðir af mikilli útsjónarsemi og sumar tegundir leggja að auki mikla vinnu í mynstur og aðrar skreytingar. Það hefur fram að þessu verið óljóst hvers vegna köngulærnar spinna slík mynstur sem óneitanlega gera vefina mun sýnilegri en ella. En nú hafa vísindamenn á Taívan fundið hugsanlega skýringu. Í skógsvæði einu á Taívan settu vísindamennirnir upp tökuvél Lesa meira

Kom hænan á undan egginu?

Eggið kom á undan hænunni. Svo mikið er alveg víst. Fyrstu eggin eða svipuð fyrirbæri hafa að líkindum orðið til með fyrstu fjölfrumungunum fyrir um milljarði ára. Fyrstu fuglseggjunum verptu svo fyrstu fuglarnir löngu síðar, eða fyrir svo sem 150 – 155 milljónum ára. En hænsnfuglar komu enn síðar fram. Líffræðingar eru reyndar ekki vissir en telja að þeir fyrstu hafi orðið til fyrir nálægt 70 mil Lesa meira

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Kría vegur ekki öllu meira en 125 grömm, en á engu að síður langflugsmet fuglanna. Svo langt flýgur þessi fugl á ævinni að það samsvarar þremur ferðum til tunglsins og heim aftur. Krían flytur sig milli heimskautasvæðanna í norðri og suðri á vorin og haustin. Á 30 ára meðalævi verða þetta samtals 2,4 milljónir km, segja nú norður-evrópskir vísindamenn, sem settu á 60 kríur örsmáa senda, sem aðe Lesa meira

Flugnahöfðingjar

Með flugum skal flugur uppræta. Þetta er hugmyndafræðin að baki sérstakri mexíkóskri verksmiðju í bænum Tuxtla Gutiérrez. Frá árinu 1976 hafa þar klakist út 354 milljarðar amerískra snigilflugna sem liður í tilraun til að uppræta stofn villtra flugna sömu tegundar. Latneskt heiti flugnanna er Cochliomyia hominivorax og úti í náttúrunni klekjast lirfurnar í opnum sárum lifandi dýra og þaðan liggur Lesa meira

Inúítar hafa innri hita

Þú ert það sem þú borðar. Þannig hljómar vel þekkt slagorð sem á að vara okkur við óhollum lifnaðarháttum. Ekki síst feitum mat. En á tungu inúíta yrði merkingin allt önnur. Ný rannsókn sýnir nefnilega að feitmeti skiptir öllu máli fyrir getu inúíta til að ekki aðeins lifa af heldur enn fremur dafna ágætlega í fjandsamlegu umhverfi hins myrka og kalda norðurs. Í hefðbundinni menningu inúíta er Lesa meira

Hvernig taka sveppir til sín næringu?

Frá sjónarhóli líffræðinnar mynda sveppir fylkingu út af fyrir sig, rétt eins og dýr, plöntur og bakteríur. Þeir aðgreinast frá bakteríum með því að hafa erfðamassa sinn í frumukjarna, frá dýrum með því að hafa frumuvegg og frá plöntum með því að frumuveggurinn er úr kítíni en ekki sellulósa. Öfugt við plöntur, en eins og dýr, er engin blaðgræna í sveppum þannig að þeir geta ekki stundað ljóstillí Lesa meira

Bjarnmaurar lifa af tvær vikur í geimnum

Líffræði Svonefndir bjarnmaurar eru ekki aðeins í hópi allra minnstu fjölfrumunga, á bilinu 0,5 – 1,25 mm að lengd, heldur einnig meðal þeirra harðgerðustu. Nú hafa vísindamennirnir fært sönnur á að þessar smáskepnur þola geimgeislun sem öðrum lífverum er banvæn. Þessum smásæju dýrum var pakkað í sérstakan geymi sem sendur var út í geim með rússneska geimfarinu Foton. Eftir að út í geiminn var ko Lesa meira

Froskar verja sig með klóm

Líffræði Þau rándýr í Mið-Afríku sem leggja sér froska til munns, mega stundum gera ráð fyrir óvæntri ógn. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að 11 undirtegundir af ættunum Astylosternus, Tricobatracus og Scotobleps geta varið sig með klóm sem í nauðvörn er stungið út í gegnum húðina. Það er hópur vísindamanna við Harvard-háskóla sem rannsakað hefur þessa froska, en þeir þykja m.a. mikið lostæti Lesa meira

Í náttúrunni úir og grúir af blekkingum og svikum

Fölsk augu reka óvini á flótta Oxytenis fiðrildi • Oxytenis Þegar lirfu Oxytenis fiðrildisins í Mið-Ameríku er ógnað þenur hún upp framhluta búksins, sem þá líkist slönguhaus, og vaggar til hliðanna. Þessi fölsku augu eru afar raunveruleg á að líta, með augasteinum, lithimnu og meira að segja litlum, hvítum bletti, sem minnir á ljósendurkast. Þessi ógnarmynd er þó einungis gabb, því lirfan er að Lesa meira

Eru eineggja tvíburar líka til í dýraríkinu?

Börn jafnt sem afkvæmi dýra eru tvíburar þegar þau fæðast tvö í einu. Eineggja tvíburnar hafa þróast úr sama frjóvgaða egginu, sem þá hefur skipt sér í tvennt mjög snemma. Tvíeggja tvíburar þróast hins vegar úr tveimur frjóvguðum eggjum. Tvíburafæðingar eru vel þekktar í dýraríkinu, t.d. kemur fyrir að hryssur kasti tveimur folöldum, en þetta eru sjaldnast eineggja tvíburar, þótt það geti komið Lesa meira

Af hverju eru kettir með aflöng sjáöldur?

Sjáaldrið er op sem gegnir því hlutverki að stilla hversu miklu ljósmagni er hleypt inn í gegnum augað og að nethimnunni á bak við það. Í mjög björtu ljósi lokast sjáaldrið næstum alveg til að koma í veg fyrir að augað skaddist af of miklu ljósi, en í myrkri opnast það eins mikið og hægt er, til að það litla ljós sem greina má, nái alla leið að hinum ljósnæmu frumum nethimnunnar. Húskötturinn e Lesa meira

Hve margar flugur eru í býkúpu?

Í býkúpu geta verið allt frá nokkur þúsund flugum upp í um 90.000. Og býflugurnar eru eljusamar. Til að safna 1 kg af hunangi þurfa þær að heimsækja 6 milljón blóm og fljúga alls 200.000 km í 25 ferðum á dag. Búið þarf að eiga um 15 kg af hunangi í vetrarforða. Lesa meira

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Öll hryggdýr sem lifa á landi eru vissulega komin frá fiskum sem þróuðu útlimi og námu land fyrir meira en 360 milljón árum. Skordýr eiga sér þó aðra sögu. Hjá skordýrum situr stoðkerfið utan á. Þetta eru svonefnd liðdýr og skiptist líkami þeirra í þrjá hluta, rétt eins og þau hafa ætíð sex fætur. Þegar hryggdýrin gengu á land voru önnur lífsform þegar þar til staðar. Plönturnar komu fyrir næst Lesa meira

Slöngustjörnuþéttbýli á neðansjávartindi

Líffræði Hópur sjávarlíffræðinga frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu hefur nú uppgötvað neðansjávarfjall á Macquarie-hryggnum suður af Nýja-Sjálandi. Þarna er nánast eingöngu að finna svonefndar slöngustjörnur sem eru náskyldar krossfiskum. Dýrin skipta milljónum á þessu litla svæði. Það er óvenjulegt að finna svo mikið af slöngustjörnum á neðansjávarfjöllum þar sem kórallar eru yfirleitt meira áberand Lesa meira

Af hverju sitja köngulær í miðjum vefnum?

Allar köngulær sem spinna vefi til að fanga bráð, eru meðal tiltölulega fárra dýrategunda sem veiða bráð sína í gildru. Algengast er að sjá kringlulaga köngulóarvefi. Þegar könguló hefur lokið við kringlulaga vef, bíður hún þess að skordýr festist í honum. Sumar tegundir fela sig utan við netið, jafnvel í sérstökum felustað sem þær hafa spunnið í þeim tilgangi. Úr felustað sínum fylgist könguló Lesa meira

Eðlulappir lengjast í vörn gegn maurum

Græneðlutegund sem lifir í suðausturhluta Bandaríkjanna er nú lýsandi dæmi um það hversu hröð þróunin getur orðið í dýraríkinu. Upp úr 1930 barst suður-ameríski eldmaurinn til Bandaríkjanna og á innan við 80 árum hafa afturfætur á eðlum, sem hafa búsetu á sömu svæðum og maurarnir, lengst og mælast nú 5% lengri en á eðlum á mauralausum svæðum. Þetta sýnir rannsókn gerð af Tracy Lee Langkilde, pr Lesa meira

Köngulær kela líka

Líffræði Sumar köngulær láta vel að móður sinni og systkinum og halda þannig nánu sambandi. Þetta hafa bandarískir vísindamenn við Cornell-háskóla nú uppgötvað. Vísindamennirnir rannsökuðu tvær tegundir, Phrynus marginemaculatus, sem er algeng í Flórída og svo miklu stórvaxnari tegund, Damon diadema, sem lifir í Tansaníu og Kenýu. Báðar tegundirnar eru svonefndar fálmaraköngulær sem eru frábru Lesa meira

Brynvarða perlusnekkjan

Helsta ógn perlusnekkjunnar eru varnir hennar. Skel dýrsins er nefnilega vinsæll minjagripur og því einnig mikilvæg tekjulind fátækra sjómanna á búsvæði þess. Tegundin er nú ofveidd og því hyggst sjávarlíffræðingurinn Andrew Dunstan safna gögnum um bágborið ástand stofnsins í von um að friða megi perlusnekkjuna. Dunstan hefur frá árinu 1998 starfað við lítið kóralrif kennt við Osprey skammt un Lesa meira

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Tilgangurinn með hita- og kuldaskyni er fyrst og fremst að viðhalda stöðugum líkamshita. Þegar heilanum berast stöðugt upplýsingar frá hitanæmum taugafrumum, notar hann þessar upplýsingar til að stýra blóðflæði til húðarinnar, efnaskipta og ýmislegs annars sem hefur þýðingu fyrir hitajafnvægið. Eitt af því sem heilinn getur haft áhrif á er hegðun okkar. Þegar við förum út í snjóinn í bol og Lesa meira

Getur ljóstillífun orðið á nóttunni?

Sólskinið er ákveðið form orku. Til að plöntur geti nýtt þessa orku í ljóstillífun þarf bylgjulengd ljóssins að vera á bilinu 400 – 700 nm. Þetta bil hefur verið nefnt PAR (Photosynthetically Active Radiation). Styrkur ljóssins þarf líka að vera nægur til að litaflögur plöntunnar nái að drekka í sig orkuna. Styrkurinn er mældur sem fjöldi ljóseinda sem skella á ákveðnum fleti innan ákveðins tímara Lesa meira

Af hverju verpa hænur svona mörgum eggjum?

Flestir hænsnfuglar verpa mörgum eggjum á varptímanum. Sumar tegundir kornhænsna verpa allt að 30 eggjum í hreiðrið. Aðrar tegundir láta sér nægja færri egg en verpa oftar á ári. Rannsóknir á eggjastokkum tamdra hæna sýna að þær geta verpt mörg þúsund eggjum á ævinni. Það er þó sjaldgæft, þar eð hænur eru yfirleitt ekki látnar lifa svo lengi. Rétt eins og aðrir fuglar bregðast hænsfuglar við eg Lesa meira

Lífverurnar hrista upp í heimshöfunum

Sjávardýr gegna mikilvægu aukahlutverki sem mönnum hefur lengi yfirsést. Hreyfingar marglyttna, svifs, átu, fiska, hvala og annarra sjávardýra valda miklum blöndunaráhrifum í sjónum. Það eru eðlisfræðingar við Tæknistofnun Kaliforníu sem hafa nú sýnt fram á þetta. Með því að setja skaðlaust, grænt blek vatn með litlum marglyttum, tókst vísindamönnunum í fyrsta sinn að vekja athygli á þeim áhrif Lesa meira

Svarta ekkjan á að spinna gull

Líffræði Silkiþræðir köngulóa eru meðal sterkustu efna í veröldinni. Nú hefur vísindamönnum við Kaliforníuháskóla í Riverside að einangra gen sem kóða fyrir tveimur próteinum í þræði svörtu ekkjunnar. Þessi tvö prótein hafa afgerandi þýðingu varðandi styrk þráðarins og til lengri tíma litið má nýta þessa uppgötvun til að framleiða slíkan þráð í formi gerviefnis. Þessa fjöldaframleiddu þræði má Lesa meira

Prestur uppgötvaði leynilíf plantnanna

Joseph Priestley (1733-1804) var atorkusamur maður. Þessi Englendingur var prestur og rithöfundur en hafði auk þess brennandi áhuga á hvers kyns vísindum. Hann er m.a. þekktur fyrir að hafa fundið upp strokleður og fyrir að sýna fram á að grafít geti leitt straum. Hann varð líka fyrstur til að lýsa eiginleikum eitraðra lofttegunda svo sem ammoníaks, brennisteinstvísýrings, brennisteinsvetnis og ko Lesa meira

Simpansar hafa betra minni en menn

Líffræði Ungir simpansar hafa betra minni en háskólastúdentar. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Prímatarannsóknastofnun Kyoto-háskóla. Þrjár simpansamæður með unga sína tóku þátt í tilrauninni en níu háskólastúdentar voru fulltrúar mannkynsins. Þar eð allir simpansarnir réðu við tölurnar 1 - 9 voru í tilrauninni lagðar fyrir ýmsar þrautir á tölvuskjá og í öllum tilvikum þurfti að muna röð Lesa meira

Geta bakteríur veikst?

Bakteríur geta vissulega veikst. Rétt eins og hjá mannfólkinu getur t.d. streita eða stökkbreytingar í genum valdið veikindum. Hátt hitastig veldur bakteríunum streitu og getur í versta falli dregið þær til dauða. Þetta nýtum við okkur þegar við sjóðum t.d. óhreina klúta eða þegar skurðlækningatæki eru sótthreinsuð með suðu. En verði hitastigið ekki allt of hátt geta sumar bakteríur lifað af m Lesa meira

Könguló felur sig í eyðimerkursandi

Ísraelskir líffræðingar hafa fundið áður óþekkta könguló sem fengið hefur nafnið Cerbalus aravensis. Fæturnir ná yfir 14 sm þvermál og því skyldi maður ætla að köngulóin væri auðséð. En hún hefst við í holum í eyðimerkusandinum og dulbýr opið með heimatilbúinni loku úr samanlímdum sandkornum. Lesa meira

Fölir kórallar finna fæðu

Líffræði Þegar sjávarhitinn hækkar deyja þörungarnir og kóraldýrin missa þar með lífsviðurværi sitt. Þegar þetta gerist missa kórallarnir lit sinn og fölna. Þess vegna hafa vísindamennirnir lengi talið föla kóralla annað hvort vera dauða eða deyjandi. En nú kemur í ljós að a.m.k. ein tegund kóraldýra hefur getað fundið sér alveg nýja fæðu. Líffræðingar við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum hafa upp Lesa meira

Hvaða dýr er besti grafarinn?

Heimurinn er fullur af dýrum sem grafa sig í jörð. Nefna má moldvörpur, beltisdýr, ánamaðka, kínverska krabba og körtur sem grafa sig í jörð. Mörg þessara dýra teljast meindýr og valda umtalsverðum skaða og þau geta mörg grafið á ótrúlegum hraða. Jarðvegurinn er góður felustaður og í honum er víða að finna næringarríkar rætur og jafnvel önnur dýr sem eru vel æt. Það þarf því engan að undra að m Lesa meira

Stefnumót við styggan risa íshafsins

Þarna! Magnús bendir í norðurátt. Hann hefur komið auga á blástur rostungs, en á sjónum er nokkur bræla. Gúmmíbáturinn skoppar á öldunum og við getum varla greint útblástur rostungsins frá hvítfyssandi öldutoppunum. Þetta er gamalt karldýr sem liggur í yfirborðinu og andar þar. Einungis höfuðið er sjáanlegt, en við heyrum greinilega til hans úr nokkurra metra fjarlægð þegar hann fnæsir loftinu Lesa meira

Ljóshærðir hundar eru árásargjarnari

Líffræði Lélegur brandari, gæti maður haldið, en nýjar rannsóknir sýna reyndar að háralitur hunds hefur afgerandi þýðingu varðanda árásargirnina. Spænskir vísindamenn hafa gert persónuleikapróf á 51 hundi - öllum enskum - af völdum kynstofnum og í mismunandi litum, allt frá ljósum og flekkóttum til alsvartra hunda. Allir hundarnir voru greindir á hvolpsaldri. Þannig var gengið úr skugga um að eðl Lesa meira

Klísturbaktería notar ofurlím

Líffræði Vísindamennirnir sem rannsökuðu bakteríuna þurftu að beita afli sem svarar til um 800 kg á fersentimetra til að rífa hana lausa og þar með er þetta lím hið sterkasta sem til er í náttúrunni. Nú hyggjast menn reyna að líkja eftir þessu lími, sem virkar jafnt á vott sem þurrt yfirborð. Gerviefnisútgáfa límsins gæti t.d. komið að góðum notum á sviði verkfræði og læknisfræði. Lesa meira

Hvernig æxlast marglyttur?

Marglyttur eru ekki sérlega færar sundskepnur og blási öflugur vindur eða straumar eru sterkir, eiga þær ekki annars kost en láta berast með. En í kyrru vatni geta þær þó vel flutt sig til af eigin rammleik. Vegna takmarkaðrar sundgetu ásamt þeim vana að synda í sömu stefnu með tilliti til ljóss, vinds og straums, hafa marglyttur tilhneigingu til að safnast fyrir á sama svæði. Mökunin gerist vi Lesa meira

Bakteríur í gullgerð

Líffræði Það hefur lengi verið ráðgáta, hvernig þau örsmáu gullkorn sem finnast í jarðvegi og árfarvegum, eru tilkomin. Nú telja jarðfræðingar við ástralska stofnun, sem heitir því langa nafni “Cooperative Research Center for Landscape Environments and Mineral Exploration”, sig hafa fundið ummerki þess að gullkornin gætu verið komin úr bakteríum. Á gullkornunum fundu vísindamennirnir örþunnt l Lesa meira

Geta köngulær starfað saman?

Af næstum 40.000 þekktum tegundum köngulóa eru ríflega 20 tegundir þar sem karl- og kvendýr lifa saman í stórum hópum, jafnvel þúsundum saman. Sumar afrískar og asískar tegundir af ættinni Stegodyphus eru þeirrar gerðar að dýrin geta lifað saman og gera í sameiningu stóran, þrívíðan vef og sjá sameiginlega um viðhald hans. Slíkur vefur getur umlukið heilt tré. Þessar köngulær sjá sameiginlega u Lesa meira

Nýtist einhver matur 100%?

Er til einhver matur sem líkaminn getur nýtt alveg þannig að maður þurfi ekki á klósettið? Það er reyndar til matur sem meltingarfærin geta nýtt sér að fullu. Þetta gildir t.d. um mat geimfara. En jafnvel þótt maður leggi sér ekki annað til munns, verður eftir sem áður nauðsynlegt að fara á salernið. Þurrefni í saur er nefnilega ekki matarafgangur nema að einum þriðja. Afgangurinn er samsettur úr Lesa meira

Plönturíki heims varðveitt í fræbanka

Líffræði Árið 2008 á norski fræbankinn að vera tilbúinn. Byggingaframkvæmdir eru þegar komnar á fullt á Svalbarða þar sem ætlunin er að varðveita þrjár milljónir plöntutegunda í formi fræja. Tilgangurinn er að eiga varaforða af fræjum ef t.d. náttúruhamfarir eða loftslagsbreytingar skyldu útrýma einhverjum tegundum. Fræbankinn verður byggður inn í fjall á eynni Spitzbergen og staðurinn var val Lesa meira

Kóralfiskar vísa letingjunum frá

Líffræði Til hvers að éta bragðvond sníkjudýr þegar nóg er af sætu slími? Þetta virðist einfalt val en málið er þó ekki svo einfalt, því þótt fægifiskunum þyki gott það sykurríka slím sem verndar hreistur sumra kóralfiska, leyfist þeim ekki að éta það nema þeir hreinsi jafnframt í burtu sníkjudýrin. Kóralfiskarnir fylgjast nefnilega vel með afköstum einstakra fægifiska meðan þeir hreinsa aðra Lesa meira

Hafið er fullt af óþekktu lífi

Árþúsundum saman hefur fjölbreytni náttúrunnar bæði komið mönnum á óvart og vakið hrifningu. Forn-Grikkirnir Aristóteles og Teófrast reyndu að setja saman endanlega lista yfir þau dýr og plöntur sem til væru í heiminum, en urðu að viðurkenna að áður óþekktar tegundir bættust jafnharðan við. Þetta hefur ekkert breyst. Í hvert sinn sem menn hafa gert tilraun til að áætla heildarfjölda dýrategunda he Lesa meira

Rotta gengur aftur í fjöllum Laos

Líffræði Þetta nagdýr er á stærð við íkorna og því var fyrst lýst vísindalega árið 2005, en sú lýsing var gerð á grundvelli steingervinga og vísindamenn töldu yfirleitt að þessi rottutegund hefði dáið út fyrir um 11 milljón árum. Áður hefur verið farið í leiðangra um Suðaustur-Asíu til að ganga úr skugga um hvort þetta dýr væri í rauninni útdautt, eða bara svona óhemju sjaldgæft. En Redfield er f Lesa meira

Svartir vængir bæta kynlífið

Líffræði Jafnvel eftir að kvensvalan hefur valið sér maka fyrir varptímann, er eins gott fyrir karlinn að halda sér vel til. Víxlspor í kynlífinu eru algeng meðal þessara fugla og sé fiður karlfuglsins ekki í toppstandi, getur hann átt á hættu að þurfa að ala önn fyrir fjölda unga sem hann á ekkert í. Það eru vísindamenn við Cornell-háskóla í New York sem nú hafa sýnt fram á þetta með því að lita Lesa meira

Ný tegund blanda tveggja annarra

Líffræði Nýuppgötvuð tegund fiðrilda, Heliconus heurippa í Mið-Ameríku, má með sanni kallast líffræðilegt undur. Tegundin reynist sem sé vera blendingur tveggja annarra fiðrildategunda á svæðinu. Þetta er afar sjaldgæft fyrirbrigði í þróunarsögunni, enda eru blendingar tveggja aðskilinna tegunda yfirleitt ófrjó, eins og t.d. múldýr sem eru afkvæmi hests og asna. Nýjar tegundir myndast yfirleitt Lesa meira

Leikur höfrunga menningarvottur

Líffræði Með því að fylgjast með leik höfrunga hefur sálfræðingurinn Stan Kuczaj komist að þeirri niðurstöðu að þessi skynsömu sjávardýr búi yfir eins konar menningu sem þau kenni afkomendum sínum. Eftir margra ára rannsóknir hefur Kuczaj og sá hópur vísindamanna sem hann stýrir skjalfest að höfrungarnir gera leiki sína smám saman flóknari, hugsanlega í þeim tilgangi að læra meira af þeim. “Þe Lesa meira

Sníkjulirfur tæla karlkyns býflugur

Líffræði Tveir líffræðingar við Kaliforníuháskóla í San Francisco í Bandaríkjunum hafa nú uppgötvað að lirfur bjöllunnar Meloe franciscanus hafa með sér samstarf til að draga karlkyns býflugur á tálar. Atferlið hefst þannig að kvenbjallan verpir eggjum sínum við rót ákveðinnar plöntu. Um leið og lirfurnar hafa klakist þjappa þær sér saman og skríða því næst í einum klumpi upp eftir jurtinni. Þega Lesa meira

Kafbátur uppgötvar loðhumar

Líffræði Bandarískir sjávarlíffræðingar hafa nú með dvergkafbátnum Alvin uppgötvað áður óþekkta, ljósa humartegund með löng, ljós hár á klónum. Þessi sérkennilega lífvera fannst á 2.300 metra dýpi um 1.500 km suður af Páskaeyju. Humarinn hélt sig hér í grennd við hitauppsprettu á hafsbotni, svonefndan svartstrók. Enn er ekki vitað til hvers dýrið notar hárin, en vísindamennirnir geta sér þess Lesa meira

Ný músategund með útstæð augu

Líffræði Allt fram á síðasta haust stóðu vísindamennirnir í þeirri meiningu að þeir þekktu allar tegundir spendýra í Evrópu. En þá tilkynnti Thomas Cucci við Durham-háskóla á Englandi að hann hefði uppgötvað nýja músategund á Kýpur. Tegundina kallar hann Mus cyprianos. Músin er að því leyti ólík öðrum evrópskum músum að eyrun eru lengri, höfuðið stærra og augu og tennur eru meira áberandi. Fornl Lesa meira

Af hverju herma páfagaukar eftir?

Þótt vísindamennirnir hafi ekki á reiðum höndum neina endanlega skýringu, á þetta fyrirbrigði að líkindum rætur að rekja til þess náttúrulögmáls sem sér til þess að fuglar læra að syngja og gefa frá sér hljóð tegundar sinnar. Flestir fuglar hafa meðfædda eiginleika sem ákvarða hljóð þeirra en læra þó fyrir alvöru með því að hlusta á foreldra sína og líkja eftir hljóðum þeirra. En hin villta nát Lesa meira

Planta étur mús

Líffræði Starfsfólk grasagarðsins í Lyon gerði nýlega merkilega uppgötvun. Þegar starfsmenn litu niður í blóm kjötætuplöntunnar Nepenthes trunctata, blasti við þeim hálfmelt mús. Samkvæmt fræðibókum er einmitt þessi tegund reyndar fær um að melta lítil spendýr og fugla. Í blómum hennar er nefnilega að finna sýrur og ensím sem geta leyst upp lítil dýr. Dýraát plöntunnar hefur þó ekki áður fengist Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.