Menn og dýr veikjast stundum, en hvernig er þessu háttað hjá bakteríum? Geta þær veikst?
Bakteríur geta vissulega veikst. Rétt eins og hjá mannfólkinu getur t.d. streita eða stökkbreytingar í genum valdið veikindum. Hátt hitastig veldur bakteríunum streitu og getur í versta falli dregið þær til dauða. Þetta nýtum við okkur þegar við sjóðum t.d. óhreina klúta eða þegar skurðlækningatæki eru sótthreinsuð með suðu. En verði hitastigið ekki allt of hátt geta sumar bakteríur lifað af með því að mynda sérstök prótín sem koma í veg fyrir að önnur prótín bakteríunnar eyðileggist af völdum hitans. Þær bakteríur sem eiga auðveldast með að mynda þessi prótín lifa af og erfðavísar þeirra ganga áfram til næstu kynslóða. Bakteríur geta líka orðið fyrir veirusýkingum, rétt eins og við veikjumst af inflúensu. Svonefndar gerilætur eru veirur sem nota bakteríur til að fjölga sér. Inni í Lesa meira
Hljóð sem maður heyrir í 25 metra fjarlægð, heyrir hundur í 250 metra fjarlægð. Heyrn hundsins nær líka yfir stærra tíðnisvið. Ungt fólk heyrir hljóð upp í 20.000 sveiflur á sekúndu en hundar greina allt upp í 50.000 sveiflur. Lesa meira
Allar lífverur skiptast á hvíld og virkni á hverju dægri. Þessi líffræðilegi taktur fylgir að jafnaði ljósi og myrkri dægursins og stýrist af innri líffræðilegri klukku. Liðdýr eins og skordýr og sporðdrekar eru einföldustu dýrin sem vitað er að hvílist með svefni. Fái þessi dýr ekki hvíld dregur verulega úr virkni þeirra og getu. Hjá þeim er þó ekki um að ræða djúpan svefn eins og hjá spendýru Lesa meira
Þessi segllaga kló er af minnstu ráneðlu sem leifar hafa fundist af í Norður-Ameríku. Steingervingurinn fannst í Kanada. Forneðlan hefur fengið heitið Hesperonychus elizabethae og hún þykir líkjast mjög smærri útgáfu af ráneðlunni Velocipractor. Steingervingurinn er um 75 milljóna ára og vísindamennirnir telja sig geta ályktað að skepnan hafi gengið á tveimur fótum, vegið um 1,9 kg og verið um 50 Lesa meira
Efnafræðingar við Ríkisháskólann í Oregon hafa nú fyrir tilviljun skapað nýtt, blátt litarefni. Þetta getur komið að góðu haldi, því góð, ódýr og eitrunarlaus blá litarefni eru fáséð. Í tilraun þar sem manganoxíði, sem er svart að lit, var blandað við önnur efni og blandan svo hituð, tók ein blandan á sig fagurbláan lit vegna myndunar sérstakra kristalla. Lesa meira
Yfirleitt tengjum við hreyfigetu aðeins við menn og dýr. En plöntur eru alls ekki jafn hreyfingarlausar og halda mætti, þótt þær séu vissulega bundnar jörðinni með rótum sínum og hafi ekki vöðva til að hreyfa sig. Venjulegur vöxtur stafar af frumuskiptingu og vaxtarhreyfingin verður þá ekki aftur tekin. En sumar plöntur búa yfir hæfni til hreyfinga sem þær geta snúið aftur í upphafsstöðu. Þessar h Lesa meira
Sumar fiðrildalirfur auka þyngd sína um 2.700 sinnum miðað við þá þyngd sem þær höfðu er þær komu úr eggi. Ef nýfædd manneskja yxi með sama hætti myndi hún fullorðin vega næstum 10 tonn. " Lesa meira
Þegar tappinn skýst úr kampavínsflösku gerist það á um 40 km hraða. Þetta er mælinganiðurstaða þýsks prófessors, Friedrichs Balck. Þrýstingur í kampavínsflösku er um 2,5 loftþyngdir. Lesa meira
Ísraelskir líffræðingar hafa fundið áður óþekkta könguló sem fengið hefur nafnið Cerbalus aravensis. Fæturnir ná yfir 14 sm þvermál og því skyldi maður ætla að köngulóin væri auðséð. En hún hefst við í holum í eyðimerkusandinum og dulbýr opið með heimatilbúinni loku úr samanlímdum sandkornum. Lesa meira
Maurinn er vinnufíkill í margbrotnu samfélagi sem minnir um margt á heim manna. Með þróaða félagsgerð, skilvirka verkskiptingu, heilsugæslu, mikið hreinlæti, sorphreinsun, nágrannaerjur og mikla umhyggju fyrir afkomendum. Sumar maurategundir stunda hátæknivæddan landbúnað með meindýravörnum og áburðargjöf, meðan aðrar halda þræla eða nýta sér meistaranám við að ala upp unga maura. Hin Lesa meira
Vísindamenn hafa lengi velt fyrir sér hvort fiskar finni sársauka og um leið óbeint hvort þeir hafi aðrar tilfinningar. Fiskar eru almennt ágætlega búnir skilningarvitum, sem gera þeim fært að skynja bæði efnasamsetningu og aðrar aðstæður í vatninu. Rétt eins og menn hafa þeir sjón, heyrn og bæði lyktar- og bragðskyn. Að auki hafa þeir skilningarvit sem eru okkur alveg framandi, svo sem rák á h Lesa meira
Það er ekki daglegur viðburður að vísindamenn uppggötvi stór hryggdýr sem áður voru óþekkt. En í fjalllendinu Sierra Madre á norðurhluta Filippseyja hafa bandarískir líffræðingar fundið tveggja metra langa varan-eðlu, sem íbúar á svæðinu þekkja að vísu ágætlega, en hefur verið vísindamönnum allsendis ókunnug. Þessi eðla er talsvert frábrugðin skyldum tegundum í grenndinni, stór og sterkleg og með Lesa meira
Hvorki svart né hvítt eru í rauninni litir í sömu merkingu og rautt, blátt, grænt og gult. Ljós er í rauninni rafsegulbylgjur og þegar augað nemur ljósbylgju, túlkar það bylgjulengdina sem ákveðinn lit. Þannig sjáum við rafsegulbylgjur með 700 nanómetra tíðni sem rauðan lit, en talsvert styttri bylgjulengd, 450 nanómetra, skynjum við sem blátt. En berist auganu jöfn blanda allra bylgjulengda, t Lesa meira
Hugtakið „hænuhaus“ ber að nota af öllu meiri virðingu en gert hefur verið. Þetta sýna tilraunir sem dýraatferlisfræðingurinn Lucia Regolin, hjá háskólanum í Padova á Ítalíu, hefur gert á nýklöktum kjúklingum. Regolin og félagar hennar notuðu tvo nákvæmlega eins pappírsskerma og plasthulstur af þeirri gerð sem er að finna í „kindereggjum“. Við hylkin voru límdar snúrur þannig að þau mátti flytj Lesa meira
Í Kína hafa nú verið grafnar upp allmargar næstum heilar beinagrindur af áður óþekktri flugeðlu sem uppi hefur verið fyrir um 160 milljónum ára. Eðlurnar fundust í Liaoning-héraði af steingervingafræðingum, m.a. hjá kínversku jarðfræðivísindaakademíunni í Beijing og hafa fengið tegundarheitið Darwinopterus modularis. Flugeðlur, eða petrosaurus-eðlur, voru náskyldar öðrum forneðlum og lifðu fyrir Lesa meira
Marglyttur eru 94-98% vatn og að fráteknum fáeinum söltum, einkum súlfati, sem marglytturnar losa sig við, er vatnið í þeim alveg jafn salt og vatnið í hafinu. Það er sem sagt ekki til neins að drekka úr marglyttum, sé maður vatnslaus á hafi úti. Um það gildir hið sama og að drekka sjó. Marglyttur og önnur holdýr eiga í vandræðum með að halda sér nógu hátt í vatninu. Í líkamanum eru engir vöðva Lesa meira
Allir vökvar gufa upp og hversu hratt það gerist ræðst af þrýstingi og hitastigi. Þegar hitastigið verður svo hátt að svonefndur gufuþrýstingur vökvans er jafn þrýstingi umhverfisins myndast loftbólur í vökvanum sem stíga upp til yfirborðs og yfirgefa vökvann. Vökvinn sýður þá. Falli þrýstingur umhverfisins þurfa gasbólurnar ekki jafn mikinn þrýsting til að losna úr vökvanum. Setji maður vatns Lesa meira
Hitastig inni í kjarna stærstu stjarnanna getur orðið margir milljarðar stiga, en þegar talað er um hitastig stjarna er reyndar yfirleitt átt við yfirborðshitann. Og á yfirborðinu er hitametið um 200.000 gráður sem er um 35-faldur yfirborðshiti sólarinnar. Hin heita stjarna HD62166 er hvítur dvergur sem vegna hás hitastigs skín 250-falt bjartar en sólin. Hvítur dvergur myndast þegar stjarna á b Lesa meira
Allar dýrategundir reyna að eignast sem flest lífvænleg afkvæmi. Yfirleitt er það fæðuframboð og rými sem setur því takmörk hve mörgum afkvæmum er unnt að koma á legg. Tegundirnar hafa tekist á við slík vandamál með mismunandi leiðum til að fjölga sér. Sumar tegundir verja aðeins skömmum tíma og lítilli orku í uppeldi og geta því eignast hlutfallslega fleiri afkvæmi. Fórnarkostnaðurinn við þess Lesa meira
Fyrir skemmstu fundu jarðfræðingar áður óþekkt steinefni í serbneskri námu. Það var sent til Náttúrusögusafnsins í London þar sem efnasamsetningin var greind og í ljós kom að efnið var gert úr natríum, litíum, bóri, sílíkati og hýdroxíði. Þetta er einmitt nákvæmlega formúlan fyrir hinu merkilega efni, kryptoníti, sem unnið gat bug á teiknimyndahetjunni Súpermann. Í raunveruleikanum fékk efnið heit Lesa meira
Sauðnaut (moskusuxi) er eitt af einkennisdýrum heimsskautsins. Um árþúsundir hefur það lifað á mörkum þess sem menn telja mögulegt fyrir lifandi verur. Í fimbulkulda og með takmarkaðan aðgang að æti. Sauðnaut eru að jafnaði um 2 metrar á lengd, allt að 1,5 metri á herðakamb og fullorðnir tarfar geta vegið meira en 400 kg. Feldur þeirra er afar grófur og langhærður og hjá gömlum dýrum dregst ha Lesa meira
Górillur hafa sérstöðu meðal núlifandi prímata, bæði hvað varðar stærð og styrk og sérhæfingu í grænmetisfæði. Fullvaxinn karlapi getur orðið 200 kg en apynjur eru um helmingi léttari. Górillur lifa nánast einvörðungu á plöntufæði, svo sem berki, blöðum, rótum, brumhnöppum og ávöxtum. Öfugt við simpansa éta górillur ekki stærri dýr en maura. Þótt sumir af uppáhaldsplöntuhlutum þessara apa séu p Lesa meira
Ástæða þess að villtar plöntur umlykja fræ sín sætum ávöxtum, er sú að með því laða þau til sín dýr sem borða ávöxtinn og dreifa síðan fræjunum. Fræ verður til eftir frjóvgun og hefur því ekki nákvæmlega sömu erfðavísa og móðurplantan. Plöntur geta þó einnig fjölgað sér á annan hátt. Jarðarberjaplöntur senda frá sér útskot sem skjóta rótum í grennd við móðurplöntuna og kartöfluplöntur senda frá Lesa meira
Þetta hefur aldrei verið gert áður. Fyrst boruðu vísindamenn á Andrill-borpallinum holu í gegnum 84 metra ís á hinni risavöxnu fljótandi íshellu, Ross-íshellunni, á Suðurskautslandinu. Síðan var borpallinum komið fyrir í vatni af bráðnum ís svo hann myndi haldast fastur í sömu hæð meðan íshellan reis og féll með sjávarföllunum. Borstrengnum var sökkt hægt niður gegnum 850 metra sjó meðan íshelluna Lesa meira
Fyrir 395 milljón árum skildu allmörg dýr eftir sig spor á ströndinni á landsvæði sem nú er í Póllandi. Sporin hafa nú nýlega verið hreinsuð upp af pólskum og sænskum steingervingafræðingum, m.a. frá háskólunum í Varsjá og Uppsölum. Vísindamennirnir segja þetta elstu ummerki sem fundist hafa um ferfætlinga á landi. Sporinu eru 18 milljónum ára eldri en þeir steingervingar hryggdýra með fjóra útlim Lesa meira
Sæanímónur teljast vissulega dýr og ástæðan er sú að þær búa yfir margvíslegum eiginleikum sem þekkt eru meðal dýra en ekki plantna. Þótt fullvaxnar sæanímónur séu kyrrar á sama stað mest alla ævina, geta þær flestar flutt sig úr stað og lirfurnar geta lagt að baki talsverða vegalengd áður en þær setjast um kyrrt og hefja fullorðinstilveru sína. Á þessum tíma verður mikil breyting á dýrunum og þau Lesa meira
Sjálfsíkveikja getur orðið mjög snögglega, t.d. þegar fosfór kemst í snertingu við súrefnið í loftinu. Oftast tekur þetta þó lengri tíma og er afleiðing óheppilegrar blöndu efnaferla og of mikillar einangrunar. Þannig getur eldur kviknað í klút sem er gegnvotur af olíu. Þegar olían gengur í efnasamband við súrefnið í loftinu myndast hitaorka og þar eð klúturinn sjálfur virkar sem einangrun lokast Lesa meira
Fyrir flest dýr er lífið jafnvægisdans þar sem skiptast á tímabil allsnægta og hungurs. Þess betur sem dýrin geta þolað svelti, því meiri líkur eru á að þau geti lifað af. Sum dýr eru sannkallaðir meistarar á þessu sviði, meðan önnur geta vart lifað af einn matarlausan dag. Skilvirkur orkusparnaður er lykillinn til að lifa af langvarandi sult. Til að spara lífsnauðsynlega orku lækka dýrin ekki Lesa meira
Samkvæmt tveimur vísindamönnum við Háskólann í Kaupmannahöfn eru taugaboð ekki rafboð heldur hljóðbylgjur sem fara um taugarnar. Kenningin útskýrir í fyrsta sinn hvers vegna svæfing virkar deyfandi. Þetta er afar umdeild kenning, en sífellt leggja fleiri læknar og líffræðingar lag sitt við hana. Í öllum kennslubókum – allt frá grunnskóla til háskóla – segir að taugar eigi samskipti með spennumu Lesa meira
Kvenfuglar ástralskrar finkutegundar kjósa sér helst maka með sama höfuðlit og kerlurnar bera sjálfar. Með því móti næst heppilegast samræmi erfðavísa. Hafi karlfuglinn annan höfuðlit bitnar lakari samsetning genanna einkum á kvenkyns ungum, en 80% þeirra verða skammlífir. Kerlurnar geta þó látið krók koma á móti bragði. Þegar þær velja sér maka með annan höfuðlit, geta þær sem sé eignast fleiri k Lesa meira
Fyrir áratug voru ekki eftir nema um 50 dýr af gíraffastofninum í Vestur-Afríku. En í samvinnu yfirvalda í Níger og samtakanna „Giraffe Conservation Foundation“ hefur tekist að snúa þróuninni við. Nú eru gíraffarnir orðnir um 200 og öll dýrin er að finna á svæði skammt frá höfuðborginni Niamey. Þessir gíraffar verða að teljast mjög sérstakir því dýr af þessum stofni eru hvergi til í dýragörðum. Lesa meira
Áður fyrr söfnuðum við rótum, ávöxtum og hnetum, eltum uppi margs konar bráð og veiddum fisk. Endrum og sinnum stálum við hræi frá stóru rándýrunum. Nú höldum við leiðar okkar vopnaðir kreditkortum í kæliborðum stórmarkaðanna. Fyrir ekki svo löngu síðan fengum við ofgnótt af fersku lofti og hreyfingu. Nú til dags sitja flest okkar kyrr fyrir framan tölvu marga tíma dagsins. Líkamar okkar sem m Lesa meira
Það vakti mikla ólgu þegar Dýragarðurinn í Lundúnum seldi árið 1882 stóran afríkanskan fíl, Jumbo, til Barnum & Baley Circus í BNA. Þúsundir barna sendu mótmælabréf, en án árangurs og fíll hélt yfir hafið. 10.000 dölum fátækari auglýstu sirkuseigendurnir þennan vinsæla fíl á plakötum og tíu dögum síðar höfðu þeir rakað saman 30.000 dölum. Jumbo var dáður og elskaður. Nafn hans birtist á spil Lesa meira
Hjá mannfólkinu eru það estrógen og testósterón sem ákvarða hvort brjóst eða barkakýli taka að þroskast hjá unglingum. Þvert gegn langri og „öruggri“ vitneskju um að kynhormónin ráði kyni allra hryggdýra, afhjúpa vísindamenn nú að þetta gildi ekki um fugla. Á grundvelli sjaldséðs fyrirbrigðis – kjúklings sem kemur úr egginu að hálfu hani og að hálfu hæna – sýna þeir fram á að kyn frumunnar ákvarði Lesa meira
Franska byltingin hófst árið 1789 og meðan á henni stóð komu fram ákveðnar óskir um nýja staðla, einnig á sviði náttúruvísinda. Árið 1791 ákvað Akademía vísindanna að taka upp samræmda mælikvarða fyrir mál og vog og komu sér saman um að skilgreina einn metra sem einn tugmilljónasta hluta af fjarlægðinni frá miðbaug til annars pólsins. Þessi fjarlægð var þó ekki nákvæmlega þekkt og því var ákveð Lesa meira
Þótt hjóldýr í flokknum Bdelloidea séu aðeins örfáir millimetrar hafa þau þróað sérstæða hæfni sem hefur dugað þeim til að lifa af í 30 milljón ár. Þegar hjóldýrið verður fyrir árás banvæns svampsníkjudýrs þornar það alveg upp og vindurinn feykir því síðan burt. Þegar hjóldýrið lendir svo einhvern tíma síðar í fersku vatni, vaknar það aftur til lífsins og tekur til þar sem frá var horfið fyrir upp Lesa meira
Gúrkur 14. hæð, tómatar 15. hæð og salat 16. hæð. Þannig getur skiltið við lyftuna komið til með að líta út ef bandarískur prófessor nær að raungera þær áætlanir sem hann og nemendur hans hafa þróað. Hugmynd þeirra felst nefnilega í að rækta nytjajurtir í 30 hæða háhýsum. "Vertical Farming", eða lóðréttur landbúnaður eins og þeir nefna aðferðina, felur í sér möguleika á að umbylta framleiðs Lesa meira
Það er erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess að hvalir, sem virðast fullkomlega heilbrigðir, stranda og drepast þá yfirleitt. Oft synda þeir beint upp í fjöru aftur eftir að tekist hefur að bjarga þeim. Af þeim gögnum sem skráð hafa verið um strandaða hvali er vitað að tannhvalir synda mun oftar í strand en skíðishvalir. Hvalir sem yfirleitt halda sig úti á rúmsjó og hafa þar af leiðandi e Lesa meira
Ofur venjulegt sjávarþang á sinn þátt í auknum erfiðleikum kóralrifja í Kyrrahafi og Karabíuhafi. Vísindamenn hjá Georgia-tæknistofnuninni í Bandaríkjunum hafa rannsakað þangplöntur og kóralla sem algeng eru kringum Fiji-eyjar og undan strönd Panama og komist að raun um að 70% þangplantnanna framleiða eiturefni sem drepa kórallana. Sum kóraldýr drepast á tveim dögum, en önnur hjara upp í 20 daga. Lesa meira
Á varptímanum geta karlsvanir verið mjög á varðbergi gagnvart öllu því sem þeir telja geta ógnað hreiðri sínu og ungum. Karlinn blæs sig þá út og hvæsir illilega. Hvort heldur íslenski svanurinn eða t.d. náfrændi hans, hnúðsvanur nágrannalandanna, getur í þessum stellingum orðið býsna ógnvænlegur, jafnvel í augum manna, og atferlið hrekur andstæðinginn yfirleitt á brott. Svanir hafa vissulega ráði Lesa meira
Árið 1904 var Ansonia-byggingin í New York opnuð. Hér var 17 hæða hótel og flottheitin meiri en áður höfðu sést. Í anddyrinu var stærðar gosbrunnur þar sem selir voru á sundi og gestir gátu fengið mat framreiddan á herbergjum sínum. Sérvitur auðmaður, William Earl Dodge Stokes, teiknaði hótelið. Meðal hugmynda hans var sú, að bjóða upp á alveg ferskar afurðir. Á þakinu var því eins konar örbýli Lesa meira
Elfting gæti hafa verið á matseðlinum hjá eðlum af ættinni Hadrosaurus í síðari hluta krítartímans, fyrir um 67 milljón árum. Þetta segja nú vísindamenn við Leicesterháskóla í Englandi, en þeir hafa rannsakað kjálkasteingerving frá Kanada í rafeindasmásjá. Greining leiðir í ljós fíngerðar rispur, líklega eftir sandkorn. Það bendir til að dýrið hafi étið plöntur sem bíta þurfti alveg upp úr jörðinn Lesa meira
Spunakirtlar köngulóa eru afar öflugar efnaverksmiðjur. Hér er fljótandi prótínum breytt í sterkar trefjar. Að auki fer þetta fram við lágt hitastig, undir litlum þrýstingi og vatn er notað sem leysiefni. Trefjarnar verða yfirleitt léttar, teygjanlegar og sterkar. Þráðinn má strekkja um 40% án þess að hann slitni og togþolið er um fimmfalt á við stál. Köngulóarþráður er sem sé alveg einstakt e Lesa meira
Evrasía Meira en helmingur meginlandsins var stundum á tímaskeiðinu pleistósen hulið ís. Loftslagið var miklu kaldara og þurrara en nú á dögum þrátt fyrir að víðsvegar væri að finna mikil vötn. Gróðurfar var sem er nú á steppum og skógar algengir á suðlægari slóðum. Milli ísaldanna uxu þó jafnvel skógar á norðlægari svæðum. Loðfíll Mennirnir réðu niðurlögum risafílanna Stærð: Loðfílar voru Lesa meira
Hér vantar meginmál Lesa meira
Í hópi forneðlanna, sem dóu út fyrir 65 milljónum ára, voru margar risavaxnar tegundir á landi. En mörg önnur dýr voru þá einnig mun stórvaxnari en núlifandi afkomendur þeirra eða ættingjar. Hér má t.d. nefna risaletidýrið, Megatherium, sem gat orðið sex metra langt og rölti um graslendi í Suður-Ameríku allt þar til fyrir um 11.000 árum, eða risabjörninn, Arctodus simus, sem var allt upp í tonn Lesa meira
Framtíðarhorfur eru kristaltærar að mati jarðfræðingsins Arthurs Thompson, sem hefur starfað við olíuiðnað í heilan mannsaldur. Á alþjóðlegri ráðstefnu í Austurríki á síðasta ári orðaði hann bjartsýnt mat sitt svo: „Eftir tvo áratugi mun 10 – 15% af náttúrugasi á heimsvísu vera unnið úr metanhýdrötum og iðnaðurinn mun velta árlega meira en 200 milljörðum dala.“ Metanhýdröt samanstanda af náttúr Lesa meira
Tisza-fljótið rennur löturhægt yfir gresjur Ungverjalands í átt til Síberíu en ár hvert kviknar líf í ánni þegar þúsundir dægurflugna hefja sig til flugs frá ánni. Stærsta dægurflugan í Evrópu, Palingenia longicauda, hefur lifað sem gyðla á árbotninum í tvö til þrjú ár. Nú sveimar urmull af flugunum um í stóru geri en sumar þeirra hafa tyllt sér á trén á árbakkanum. Bæði kynin eru önnum kafin, því Lesa meira
Líffræði Ungir simpansar hafa betra minni en háskólastúdentar. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Prímatarannsóknastofnun Kyoto-háskóla. Þrjár simpansamæður með unga sína tóku þátt í tilrauninni en níu háskólastúdentar voru fulltrúar mannkynsins. Þar eð allir simpansarnir réðu við tölurnar 1 - 9 voru í tilrauninni lagðar fyrir ýmsar þrautir á tölvuskjá og í öllum tilvikum þurfti að muna röð Lesa meira
Jörðin er með hjartslátt sem með 15 milljón ára millibili sendir afar öfluga kvikustrauma upp undir háhitasvæði í jarðskorpunni. Þetta sýnir ný umdeild jarðfræðirannsókn frá Noregi. Rolf Mjelde við háskólann í Björgvin og Jan Inge Faleide við Oslóarháskóla hafa nýtt skjálftamælingar til að meta þykkt hafsbotnsins milli Íslands og Grænlands. Ísland liggur á Mið-Atlantshafshryggnum, sem er eldvi Lesa meira
Með góðu þefskyni má afla mikilla upplýsinga um umhverfið og katta-lemúrar kunna að nýta sér það. Líffræðingar hjá Dukeháskóla í Norðu-Karólínu í Bandaríkjunum hafa nýlega uppgötvað að dýrin þekkja ættingja sína á lyktinni. Flest hryggdýr eru fær um að þekkja nánustu ættingja sína. Þetta hefur m.a. þann kost að koma í veg fyrir skyldleikaræktun, en hún leiðir oftast til þess að draga úr lífsmögul Lesa meira
Demantar eru harðasta efni sem finna má í náttúrunni, en þeir eru þó ekki lengur harðasta efni sem til er. Harka efna er gjarnan mæld á Mohs-kvarða, sem byggður er á steinefnum sem er að finna í náttúrunni. Hér er steinefnið talk skilgreint með hörkustig 1 en demantur með hörkustig 10. Öllum öðrum efnum er svo raðað á þennan kvarða eftir getunni til að rispa í yfirborð annarra efna. Efni með hörku Lesa meira
Steingervingafræði Í kolanámu í Kólumbíu hefur nú fundist steingervingur af 13 metra langri slöngu sem talið er að hafi vegið ríflega 1,1 tonn. Að uppgötvunninni stóðu m.a. vísindamenn við Toronto-háskóla og slangan er sú stærsta sem nokkru sinni hefur fundist. Hryggjarliðirnir hafa verið yfir 300 talsins og þeir stærstu stærri en mannshnefi. Steingervingurinn er 58-60 milljón ára gamall og fanns Lesa meira
Sirkusfíllinn Mighty Mary tróð einn gæslumanna sinna til bana úti á miðri götu í Tennessee árið 1916. Óttasleginn múgurinn krafðist hefnda og ekki var um annað að ræða en að taka Mary af lífi. Sirkusstjórinn setti keðju um háls skepnunnar og hífði hana upp í krana. Keðjan gaf sig en aftakan heppnaðist í annarri tilraun. Lesa meira
Læknisfræði Árið 1997 tókst bandarískum vísindamönnum að rækta mús sem var tvöfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Nú hafa sömu vísindamennirnir við John Hopkins-háskólann ræktað mús sem er fjórfalt vöðvameiri en venjulegar mýs. Í báðum tilvikum voru mýsnar ræktaðar án þess gens sem kóðar fyrir prótíninu mýóstatín en það dregur úr vöðvavexti. Til viðbótar var svo músin sem ræktuð var 2007 þannig Lesa meira
Í ferðum sínum til Filippseyja hafa grasafræðingar frá Cambridge-háskóla uppgötvað nýja kjötætuplöntu af könnuberaætt eða Nepentheceae. Plantan er óvenju stór miðað við aðra könnubera, en trektin, sem er full af vökva og jurtin notar sem gildru fyrir skordýr og önnur smádýr, er allt að 30 sm há og þvermálið getur orðið 16 sm. Þetta er þannig stærsti könnuberi sem fundist hefur í 150 ár. Plantan Lesa meira
Helsta ógn perlusnekkjunnar eru varnir hennar. Skel dýrsins er nefnilega vinsæll minjagripur og því einnig mikilvæg tekjulind fátækra sjómanna á búsvæði þess. Tegundin er nú ofveidd og því hyggst sjávarlíffræðingurinn Andrew Dunstan safna gögnum um bágborið ástand stofnsins í von um að friða megi perlusnekkjuna. Dunstan hefur frá árinu 1998 starfað við lítið kóralrif kennt við Osprey skammt un Lesa meira
Kínverskir vísindamenn hafa uppgötvað að bygging krónublaða rósarinnar gerir henni kleift að halda í raka. Yfirborðið minnir nokkuð á eggjabakka í lögun og heldur vatnsdropum kyrrum, jafvel á fleti sem snýr niður. Uppgötvunina má nýta til að skapa efni sem myndar öfluga viðloðun við raka. Lesa meira
Þegar slöngur færa sig á ójöfnu undirlagi nýta þær klappir og greinar til viðspyrnu. Hitt hefur verið nokkur ráðgáta hvernig þær flytji sig til á jafnsléttu. En úr því hafa tilraunir með snáka, gerðar við Georgia-tæknistofnunina og New York-háskóla, nú skorið. Forystumaður þessara tilrauna, David Hu, deyfði snákana og prófaði því næst núningsmótstöðuna þegar hann dró þá í ýmsar áttir. Í ljós ko Lesa meira
Kría vegur ekki öllu meira en 125 grömm, en á engu að síður langflugsmet fuglanna. Svo langt flýgur þessi fugl á ævinni að það samsvarar þremur ferðum til tunglsins og heim aftur. Krían flytur sig milli heimskautasvæðanna í norðri og suðri á vorin og haustin. Á 30 ára meðalævi verða þetta samtals 2,4 milljónir km, segja nú norður-evrópskir vísindamenn, sem settu á 60 kríur örsmáa senda, sem aðe Lesa meira
Jarðfræði Á Suðurskautslandinu hafa bandarískir vísindamenn nú uppgötvað alveg óþekkta vatnsveröld. Á um kílómetra dýpi undir ís og snjó á svæði sem kallast „Íshillan“ á vesturhluta meginlandsins leynast vatnsmikil fljót og stöðuvötn sem fyllast og tæmast á ótrúlega skömmum tíma. Og það voru reyndar einmitt þessar hröðu breytingar sem urðu til þess að vísindamennirnir urðu vatnsins varir. Það Lesa meira
Hláturgas (N2O) er ein öflugasta gróðurhúsalofttegund sem þekkist. Hingað til hafa vísindamenn talið að hláturgas myndaðist lífrænt þegar bakteríur brjóta niður lífrænt efni í sjó eða jarðvegi. En nú hafa bandarískir vísindamenn sér til undrunar uppgötvað að hláturgas getur einnig myndast í sjálfstæðu efnaferli. Þetta „kemíska“ hláturgas fundu vísindamennirnir þegar þeir rannsökuðu afar salt st Lesa meira
Þetta er nokkuð misjafnt eftir stofnum en góðar mjólkurkýr geta gefið af sér 30 lítra á dag, eða allt að 10.000 lítra á ári. Ef við gerum ráð fyrir 5 mjólkurglösum úr lítranum, fyllir góð mjólkurkýr sem sagt 150 glös á dag og kýrin sér þá um 75 manns fyrir hinum ráðlögðu tveimur glösum á dag. Lesa meira
Það má ferðast heila 2.000 km frá Venesúela til suðurhluta Perú án þess að fara yfir einn einasta veg. Hálfa vegu á þessu einstaka svæði er að finna þjóðgarðinn Yasuní í Ekvador, einn af markverðustu stöðum heims. Árið 2010, sem SÞ tileinkuðu líffræðilegum fjölbreytileika, var varla hafið þegar stórt alþjóðlegt rannsóknarteymi afhjúpaði að Yasuní er að líkindum tegundaríkasti staður jarðar. Þar er Lesa meira
Þótt unnið sé af miklum metnaði að byggingu sólknúinna flugvéla er ekki líklegt að þær muni í fyrirsjáanlegri framtíð leysa af hólmi þær þotur og skrúfuvélar sem nú eru notaðar í farþegaflugi. Til þess er sólfangaratæknin einfaldlega enn ekki nógu þróuð. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að hjá svissneska fyrirtækinu Solar Impulse vinni menn nú að þróun sólknúinnar og mannaðrar flugvélar sem ætlunin Lesa meira
Steingervingafræði Skammt frá þorpinu Illeret við Turkana-vatn í Norður-Kenya hefur lítill hópur forsögulegra frummanna á göngu skilið eftir sig meira en 30 fótspor í steinrunnum leir. Sporin eru frá mikilsverðu tímabili í þróunarsögunni – þegar ætt manna, Homo, var að þróast og leggja undir sig landið á tveimur fótum. Hvaða tegund frummanna hefur verið hér á ferð er ógerlegt að segja með neinn Lesa meira
Vísindamenn hafa nú stigið stórt skref nær lyfjum sem gætu lengt ævina og jafnframt tryggt okkur aukna lífsorku og dregið úr öldrunarsjúkdómum. Hópur vísindamanna undir forystu Colins Selman, hjá Aberdeenháskóla í Skotlandi, hefur einangrað genið S6K1 sem gegnir mikilvægu hlutverki varðandi öldrun – alla vega í tilraunamúsum. Með því að ala upp genabreyttar mýs, án þessa gens, geta vísindamennirn Lesa meira
Líffræði Ástralskt músarfóstur hefur nú markað spor sín á spjöld sögunnar. Í þessu fóstri er nefnilega erfðaefni úr pokaúlfi, eða svonefndum Tasmaníutígri. Tegundin er löngu útdauð og þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum hefur tekist að fá gen úr útdauðri tegund til að „virka“ í annarri tegund. Erfðaefni var tekið úr þremur 100 ára gömlum Tasmaníutígrum sem geymdir voru í spíra í Viktoríus Lesa meira
Þegar Mary Anning (1799 – 1847) var aðeins tólf ára gömul fann hún beinagrind af merkilegu sjávarskrímsli – næstum 6 metra löngu kvikindi sem líktist krókódíl og lá varðveitt í setlögum austan við litla suðurenska þorpið Lyme Regis. Þetta reyndist fyrsta fullkomna beinagrind af fiskeðlu – eða ictyosaurus – sem hafði fundist og kynnti heim risaeðlanna fyrir fræðimönnum. Fundurinn var upphaf á e Lesa meira
125 milljón ára forneðla sem fundist hefur í Kína varpar alveg nýju ljósi á drottningu risaeðlanna, grameðluna, eða Tyrannosaurus rex, sem var óhugnanlega stórvaxin kjötæta. Steingervingafræðingurinn Paul Sereno, ásamt kínverskum kollegum sínum, hefur nú afhjúpað næstum alheila vasaútgáfu af grameðlu. Þessi eðla er greinilega forveri Tyrannousaurus rex og hefur fengið heitið Raptorex kriegsteini. Lesa meira
Logi getur virst einkar efniskenndur bæði vegna hitans og útlitsins og það þarf því ekki að undra þótt forn-grískir náttúruheimspekingar teldu eldinn meðal hinna fjögurra grundvallar- eða frumefna, eins og loft, vatn og jörð. Og þeir voru heldur ekki á alrangri braut þegar þeir skiptu þessum frumefnum í létt og þung, en eldurinn og loftið töldust til fyrrnefnda flokksins. Eldurinn er nefnilega í r Lesa meira
Meðal stangveiðimanna eru skiptar skoðanir á því hvort fiskar bíti frekar á agnið í rigningu eða eftir hana, enda reynsla þeirra misjöfn. Trúlegast er að þetta fari eftir því hvar verið er að veiða, því rigningin getur haft mismunandi áhrif. Sums staðar getur mikið regn leitt til þess að jarðvegur skolist út í vatnið, sem þá verður gruggugt og veldur því að fiskurinn sér síður beituna á öngli v Lesa meira
Árið 1827 varð efnafræðingurinn John Walker fyrstur til að selja hinar hefðbundnu strokeldspýtur. Það reyndist þó erfiðleikum bundið að fá logann stöðugan og á sumum eldspýtum kviknaði með talsverðri sprengingu. Lyktin minnti auk þess á brunnar rakettur og eldspýturnar voru seldar undir nafninu „Lucifers“. Lesa meira
Að meðaltali lifir aðeins þriðja hvert dýr af að vera sleppt lausu eftir uppeldi undir umsjá manna. Þetta sýnir alveg ný rannsókn sem vísindamenn við Exeter-háskóla á Englandi hafa nú lagt fram. Í þessari rannsókn fylgdust vísindamennirnir með alls 45 dýrum, m.a. tígrisdýrum, úlfum, björnum og otrum sem var sleppt út í náttúruna. Aðeins 30% þeirra lifðu þetta stóra stökk af. Í meira en helmingi Lesa meira
Fjólublá sæt kartafla, einnig þekkt sem Batat, er meðhöndluð til að hamla gegn krabba. Það eru vísindamennirnir Ted Carey og Soyoung Lim við Kansas State University sem hafa betrumbætt kartöfluna, sem inniheldur mikið magn af efninu anthocyanín. Það fyrirbyggir krabbamein en virkar einnig gegn hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og offitu. Vísindamennirnir bættu anthocyanín þegar kartaflan v Lesa meira
Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekktar ormategundir í hafdjúpunum. Þessir ormar kasta hluta líkamans sem sprengju í átt að rándýrum. Hinir einstæðu swima-ormar fundust á meira 1.900 metra dýpi, en þar ríkir algert myrkur. Hinar örsmáu sprengjur sem ormurinn kastar, gefa skyndilega frá sér grænt ljós þegar þeim er sleppt. Vísindamennirnir álíta þetta þróað gabb og rándýrinu ætlað að e Lesa meira
Snjór myndast í úrkomuskýjum þar sem frostið er oftast á bilinu -5 til -20 gráður. Í skýjunum eru örsmáar ísagnir sem frosið hafa utan um enn smærri rykkorn og svo litlir, mjög kaldir vatnsdropar. Ísagnirnar mynda ískristalla þegar vatnsdroparnir sundrast smám saman og vatnsgufan frýs. Þannig fá snjókristallarnir sitt einkennandi, sexhyrnda byggingarlag. Snjókristallar geta tekið á sig margv Lesa meira
Líffræði Þroskaðir bananar eru einu ávextirnir sem verða bláir í útfjólubláu ljósi. Þessi óvenjulegi litur myndast í samhengi við þroskun banananna, þegar klórófýl í hýðinu brotnar niður og leysir úr læðingi efni sem vísindamennirnir hafa gefið heitið FCC-katabólít. Þetta kynni að vera stór hluti skýringarinnar á því að bananar skuli vera svo miklu lengur að ná fullum þroska en aðrir ávextir, að Lesa meira
Þegar líffræðingar leggja upp í leit að nýjum dýrategundum er vinsæl ferðamannaeyja yfirleitt ekki fyrsti staðurinn sem þeim dettur í hug. En það mætti kannski taka til endurskoðunar, a.m.k. ef aðstæður kynnu að vera eitthvað svipaðar og á eyjunni Lanzarote. Þar hafa vísindamenn, m.a. hjá dýralæknaháskólanum í Hannover, uppgötvað áður óþekkta tegund hellakrabba. Þessi smávaxna skepna hefur fengið Lesa meira
Vissulega væri afar heppilegt að koma sólarorkuverum fyrir í eyðimörkum. Með því að þekja aðeins 4% af öllum eyðimerkursvæðum heims með sólföngurum mætti fræðilega séð fullnægja allri orkuþörf heimsins. Það er fyrst og fremst kostnaðurinn sem veldur því að enn skuli ekki risin stór sólarorkuver t.d. í Sahara-eyðimörkinni. Slík orkuver eru mjög dýr og að auki þarf að leiða orkuna langa leið til not Lesa meira
Vel varðveittur steingervingur sannar nú að hinn ógnvænlegi hvítháfur er kominn af makóháfinum, en sú tegund lifir enn. Þetta segja vísindamenn hjá Náttúruminjasafni Flórída. Líffræðingar hafa hingað til ekki vitað með vissu hvort hvítháfurinn væri afkomandi makóháfsins eða hins útdauða megalódons sem varð um 20 metra langur og stærsti ránfiskur sem nokkru sinni hefur farið um heimshöfin. M.a. Lesa meira
Breski læknirinn Edward Jenner tryggði sér sess í mannkynssögunni þegar honum tókst að gera fólk ónæmt fyrir bólusótt með bóluefni árið 1796. En reyndar hafði hann vakið athygli þegar árið 1788 og þá á allt öðru sviði – þegar hann afhjúpaði atferli gauksunga. Náttúrufræðingar hafa alltaf haft áhuga á gauknum þar eð hann verpir eggjum sínum í hreiður annarra fugla. Lengi var talið að foreldrar g Lesa meira
Steingervingafræði Í Brasilíu hafa vísindamenn nú grafið upp steingerving af um 80 milljón ára gömlum krókódíl sem lifað hefur á landi. Þetta forsögulega dýr hefur fengið nafnið Montealtosuchus arrudacamopsi. Það líktist eðlum og var 1,7 metrar að lengd. Öfugt við krókódíla nútímans voru útlimirnir langir en að öðru leyti svipaði þeim mjög til fóta á krókódílum nútímans. Steingervingafræðingar Lesa meira
Fellibyljir geta valdið mikilli eyðileggingu, en líka komið í veg fyrir slíkt. Þetta er álit bandarískra vísindamanna hjá Carnegie-vísindastofnuninni, en þeir hafa lengi rannsakað ástæður þess að ekki verða fleiri öflugir jarðskjálftar á ákveðnu svæði við Taívan, þar sem jarðvirkni er mikil. Með afar næmum skynjurum neðanjarðar mældu vísindamennirnir 20 litla og hættulausa skjálfta sem stóðu al Lesa meira
Með því að blanda dálitlum leir og örlitlu af lífrænu bindiefni út í vatn hafa vísindamenn nú skapað alveg nýtt efni sem mögulega gæti komið í staðinn fyrir sumar gerðir plasts. Þótt efnið sé bæði sterkt og stíft, getur það sjálft gert við ákomur sem það verður fyrir og unnt er að framleiða það við stofuhita – og það er að 96% úr hreinu vatni. Þar með er það efnafræðilega hlutlaust og með því að b Lesa meira
Þú ert það sem þú borðar. Þannig hljómar vel þekkt slagorð sem á að vara okkur við óhollum lifnaðarháttum. Ekki síst feitum mat. En á tungu inúíta yrði merkingin allt önnur. Ný rannsókn sýnir nefnilega að feitmeti skiptir öllu máli fyrir getu inúíta til að ekki aðeins lifa af heldur enn fremur dafna ágætlega í fjandsamlegu umhverfi hins myrka og kalda norðurs. Í hefðbundinni menningu inúíta er Lesa meira
Krókódílar leyndust undir eyðimerkursandinum. Sahara geymir steingervinga af furðulegustu krókódílategundum. Háfættir krókódílar með fæturna lóðrétt undan líkamanum eins og spendýr er ein þeirra tegunda sem líkist hreint ekki þeim krókódílum sem við þekkjum nú á dögum. Frá 1997 hefur teymi vísindamanna leitt af bandaríska steingervingafræðingnum Paul Serrano rannsakað þessi sérkennilegu dýr og h Lesa meira
Þegar við virðum fyrir okkur lífið umhverfis okkur leikur enginn vafi á að tegundirnar hafa lagað sig að umhverfi sínu. Í riti sínu, Uppruni tegundanna, lýsti Charles Darwin (1809-1882) því hvernig allar mögulegar aðstæður, allt frá útbreiðslumynstri dýra og jurta, útdauðra tegunda, og yfir í þróun furðulegs hegðunarmynsturs, eigi rætur að rekja til ofur einfaldrar starfsemi, sem nefnist náttúruva Lesa meira
Oddaflug dregur umtalsvert úr loftmótstöðu og þar af leiðandi eyða fuglarnir minni orku og komast þess vegna lengra án þess að þreytast. Þegar loftið yfirgefur vængi fuglanna myndast nefnilega uppstreymi loftsins fyrir aftan hvern fugl og því reynist flugið honum auðveldara. Hver fugl flýgur fyrir vikið eilítið hærra en sá fyrir framan og þeim mun aftar sem fuglarnir eru í oddaflugi, því auðveldar Lesa meira
Líffræði Svonefndir bjarnmaurar eru ekki aðeins í hópi allra minnstu fjölfrumunga, á bilinu 0,5 – 1,25 mm að lengd, heldur einnig meðal þeirra harðgerðustu. Nú hafa vísindamennirnir fært sönnur á að þessar smáskepnur þola geimgeislun sem öðrum lífverum er banvæn. Þessum smásæju dýrum var pakkað í sérstakan geymi sem sendur var út í geim með rússneska geimfarinu Foton. Eftir að út í geiminn var ko Lesa meira
Með nýrri aðferð til að meta fjölda tegunda hafa líffræðingar, m.a. hjá Museo Nacional de Ciencias Naturales á Spáni, nú komist að þeirri niðurstöðu að froskategundir séu um tvöfalt fleiri á eyjunni Madagaskar, undan strönd Afríku, en þær 244 sem þekktar eru. Aðferðin fólst í samanburði á erfðaþáttum, líkamsvexti og hljóðum þeirra tegunda sem þegar er vitað um á eyjunni. M.a. erfðagreindu vísin Lesa meira
Tony Wu áttar sig á að hann er vitni að einstökum atburði um leið og búrhvalurinn syndir framhjá honum. Gríðarstór kjaftur hvalsins er opinn og í gininu sjást leifarnar af níu metra löngum risakolkrabba. Tony er gamalreyndur sjávarlífsljósmyndari en hefur samt aldrei séð myndir af neinu í líkingu við þetta. Hann bítur í vörina á sér til að fullvissa sig um að hann nái góðum myndum. Hann bíður þes Lesa meira
Líffræði Ástralskir líffræðingar eru nú komnir úr leiðangri þar sem þeir fundu mörg sérkennileg og í sumum tilvikum stórvaxin dýr á sjávarbotni við Suðurskautslandið. Á 1.500 metra dýpi rákust þeir m.a. á sæköngulær á stærð við matardiska. Ein merkilegasta lífveran var áður óþekkt tegund svonefndra konupunga, sem helst líkist glerblómi. Stærðin er reyndar þekkt fyrirbrigði við Suðurskautslandi Lesa meira
Nýsjálenski fuglinn Takahe, litríkur ættingi bleshænsna, hlýtur að vera einhver lífseigasti meðlimur fugla. Hann á í öllu falli met sem sú dýrategund er oftast hefur verið talin útdauð og enduruppgötvast. Þrisvar sinnum hafa vísindin þurft að breyta stöðu fuglsins, sem enn er talinn meðal heimsins fágætustu fugla. Lesa meira
Fram til 1960 var Aralvatn um 68.000 ferkílómetrar, eða á stærð við Írland. Nú er þetta stóra stöðuvatn í Mið-Asíu ekki nema svipur hjá sjón og það má ljóslega sjá á gervihnattamyndum. Upphaflega runnu tvö fljót í Aralvatn, en eftir að farið var að veita úr þeim vatni til bómullarræktunar á eyðimerkurlandi, hefur vatnið minnkað ár frá ári. 1987 skiptist vatnið í tvennt og nú hefur suðurhlutinn enn Lesa meira
Veðurfræði Þótt loftslag í Sahara sé skraufaþurrt, kemur það - þótt ótrúlegt sé - ekki í veg fyrir að oft myndist öflug þrumuveður yfir sunnanverðri eyðimörkinni. Að þessu hafa vísindamenn við Utah-háskóla nú komist á grundvelli mælinga frá bandarísk-japanska gervihnettinum TRMM (Tropical Rainfall Measuring Mission Satellite), sem hefur vaktað öll þrumuveður á jörðinni á tímabilinu frá 1988 – 200 Lesa meira
Strúturinn er stærstur núlifandi fugla og verpir líka stærstu eggjunum. Að meðaltali eru strútsegg 13x15 sm að stærð og vega 1,5 kg. Kalkrík skurnin er um 20% af heildarþyngd eggsins. Kvenfuglinn verpir 4-8 eggjum í senn, en þótt þau séu stór, er hvert egg þó ekki nema um 1,4% af líkamsþyngd fuglsins. Hinn smávaxni kiwi-fugl verpir til samanburðar eggjum sem eru um 25% af líkamsþyngdinni. Skurn Lesa meira
Franska byltingin sneri samfélaginu á haus. Lúðvík 16. konungur var settur af 10. ágúst 1792 og tæpum hálfum öðrum mánuði síðar var fyrsta lýðveldinu komið á fót. Sá dagur, 22. september, varð svo dagur nr. 1 í nýju tímatali sem þingið tók upp í október 1793. Byltingartímatalið átti að verða tákn nýrra tíma í Frakklandi. Vissulega var árinu áfram skipt í 12 mánuði, en að öllu öðru leyti var gre Lesa meira
Í rótum plantna er oft mikil næring og þær hafa því vakið sérstaka athygli dýra sem lifa á plöntufæði. Til að verjast ágangi dýra hafa sumar plöntur komið sér upp eiturefnum í rótunum. Það eru þó alls ekki allir rótarávextir sem innihalda efni sem ætluð eru til að halda svöngum dýrum í hæfilegri fjarlægð. Gott dæmi er rauðrófan, en litur hennar stafar frá andoxunarefni sem auðveldar plöntunni að t Lesa meira
Vegna árangursríkrar ræktunar er framtíðin bjartari fyrir íberíska köttinn los. Þessi u.þ.b. 1 metra langi og 15 kg þungi köttur var við það að verða fyrsta kattardýrið sem varð útdautt frá því sverðtígurinn hvarf fyrir 10.000 árum. Einungis 150 villt dýr eru nú til, en árið 1900 voru þau um 100.000. Lesa meira
Hvaðan komum við? Menn hafa alltaf verið hugfangnir af þessari spurningu og með uppgötvun Ardis hafa vísindamenn komist einu skrefi nær svarinu. „Þetta er það sem við höfum komist næst því að finna síðasta sameiginlega forföður manna og simpansa,“ segir steingervingafræðingurinn Tim White sem er einn af forystumönnum Mið-Awash-verkefnisins, sem nú hefur verið unnið að í næstum 20 ár. Verkefnið d Lesa meira
Það er ekki vitað hvers vegna húð ísbjarna er svört undir hvítum feldinum. Um margra ára skeið héldu vísindamenn að þessi svarta húð drykki í sig útfjólubláa sólargeisla sem næðu í gegnum gagnsæ hár í feldinum og héldi þannig hita á dýrunum í heimskautafrostinu. En þessari kenningu hefur nú verið hafnað. Rannsóknir á ísbjarnarhárum hafa nefnilega sýnt að aðeins örlítið brot af geislum sólar nær í Lesa meira
Bæði menn og dýr eiga á hættu að meðgöngu ljúki fyrir eðlilegan tíma. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessu, svo sem fæðuskortur eða kuldi, en líka eiturefni, sjúkdómar eða jafnvel erfðagallar. Þegar afkvæmi fæðast svo vanburða að þau geta ekki lifað utan legsins er talað um fósturlát, en í flestum tilvikum birtast engin sýnileg ummerki um endalok meðgöngunnar. Mjög ung fóstur leysast einfaldleg Lesa meira
Lítill fingurköggull úr nýfundnum steingervingi styður þá kenningu að fuglar séu komnir af forneðlum. Beinið er úr eðlu sem verið hefur keimlík strúti og kallast Limusaurus inextricabilis og sýnir að þumalfingurinn hefur verið að hverfa. Í vængjum fugla er ekkert bein samsvarandi þumli, heldur aðeins vísifingri, löngutöng og baugfingri."" Lesa meira
Fæðingin hófst árið 1963 og var bæði langvinn og átakamikil. Í rúm þrjú og hálft ár vall glóandi hraun upp úr jörðinni og til himins steig kílómetra há súla af kolsvörtum reyk. En í júní 1967 lauk eldgosinu. Ísland hafði eignast nýja eyju. Hún var bæði nakin og lífvana, og því gripu fræðimenn þennan einstaka möguleika fegins hendi til að fylgjast með hvernig líf nemur nýtt land. Þessi nýja eyj Lesa meira
Það er komið fram í miðjan apríl og friður og spekt ríkja í hreiðri húsfinkunnar. Foreldrarnir væntanlegu eru önnum kafnir, – hann er upptekinn af því að ala önn fyrir makanum og hún vermir eggin sex í hreiðrinu. Þetta er þriðji dagurinn sem parið annast eggin. Karlfuglinn staðnæmist á brún hreiðursins og flýtir sér að fóðra móðurina. Síðan fljúga báðir fuglarnir í burt í leit að fæðu og hálfri mí Lesa meira
Joseph Priestley (1733-1804) var atorkusamur maður. Þessi Englendingur var prestur og rithöfundur en hafði auk þess brennandi áhuga á hvers kyns vísindum. Hann er m.a. þekktur fyrir að hafa fundið upp strokleður og fyrir að sýna fram á að grafít geti leitt straum. Hann varð líka fyrstur til að lýsa eiginleikum eitraðra lofttegunda svo sem ammoníaks, brennisteinstvísýrings, brennisteinsvetnis og ko Lesa meira
Á myndum af geimskipum og gervihnöttum má sjá að yst er þunn himna úr ekta gulli. Þetta er vissulega falleg sjón en gull er dýrt og er hér einungis notað vegna þess hve góða hitaeinangrun það veitir. Eitt erfiðasta vandamálið við smíði geimskipa og gervihnatta er að koma í veg fyrir ofhitnun í glóandi sólskininu úti í geimnum. Og hér kemur gullþynnan að góðu haldi. Úti í geimnum verður geimf Lesa meira
Sum fyrirbrigði á sviði eðlisfræði, efnafræði og líffræði gerast svo hratt að háhraðamyndavélar ná ekki að fanga þau á mynd. Þetta gildir t.d. um smásæja strauma vökva í lifandi frumum og virkni taugafrumna. Nú hafa verkfræðingar hjá Kaliforníuháskóla smíðað háhraðamyndavél sem nær um 6,1 milljón mynda á sekúndu. Í myndavélinni er notuð leysitækni, en ekki svonefnd CCD-eining, sem fangar myndir í Lesa meira
Risastór loftsteinn, um 2 km í þvermál gæti hafa skollið til jarðar fyrir um 146 milljón árum, þar sem nú er Lýðveldið Kongó. Þetta segja vísindamenn við Padovaháskóla á Ítalíu eftir athuganir á nákvæmum gervihnattamyndum frá bandaríska fyrirtækinu TerraMetrics Inc. Á myndunum má grein hring, sem er 46 km í þvermál þar sem hann er breiðastur. Svæðið kallast Wembo-Nyama og í hringnum rís yfirbor Lesa meira
Teflon er vörumerki og heitið nær yfir ýmis plastefni sem eiga það sameiginlegt að auk kolefnisfrumeinda er í þeim frumefnið flúor. Í tefloni má segja að langar kolefniskeðjur séu innpakkaðar í flúor. Efnabinding kolefnis og flúors er svo sterk að segja má að teflon verði ekki fyrir áhrifum af öðrum efnum eða geti myndað efnasambönd við þau. Til viðbótar er teflon svo afar slétt efni. Teflon er Lesa meira
Á sama tíma ár hvert myndast furðulegt fyrirbæri á landamærum Kirgistan, Kasakstan og Kína en um er að ræða Merzbacher lónið sem myndast úr leysingavatni frá jökli sem kallast Inylchek. Þegar lónið nær hámarki sínu tæmist það skyndilega og meira en 250 rúmmetrar vatns streyma úr því á örfáum dögum. Vatnið rennur undir ísstíflu, sem haldið hafði lóninu í skefjum, og streymir frá jökulsporðinum. Vat Lesa meira
Fíllinn tók peningana mína og lét mig hafa þá aftur, hann tók af mér hattinn, opnaði fyrir mig dyr og kom svo kurteislega fram að ég vildi óska að ég hefði hann fyrir þjón.“ Þannig lýsti Byron lávarður kynnum sínum af fílnum Chunee í London 1813. Þessi sviðsvani karlfíll var aðalstjarna í fjölleikahúsi og yfirveguð og vinaleg framkoma hans ásamt greindarlegu atferli, varð þess valdandi að hann Lesa meira
Saltið í Dauðahafinu berst með ánni Jórdan sem rennur út í hafið. Þó svo að vatnið í ánni sé ferskvatn felur það engu að síður í sér örlítið af salti. Þar sem Dauðahafið hefur ekkert frárennsli en glatar einungis vatni úr sér gegnum uppgufun, safnast saltið smátt og smátt fyrir. Það vatn sem gufar upp er nánast hreint vatn og skilur saltið eftir sig í hafinu. Ástæða þess að salt er að finna í á Lesa meira
Kjarnorkusprengja losar ótrúlega orku á mettíma. Orkan hitar loftið á sprengistaðnum svo gífurlega að það verður miklu þynnra en loftið í kring. Hin heita loftsúla stígur beint til himins, rétt eins og reykur í reykháfi. Hitasúlan fer upp í gegnum allt veðrahvolfið og dregur með sér jarðveg, ryk, reyk og sitthvað af öllu því sem beinlínis verður að ösku og dufti í sprengingunni. Af þessu leiðir að Lesa meira
Maurategundin Mycocepturus smithii hefur komið vísindamönnum á óvart. Nýjar DNA-rannsóknir sýna annars vegar að allir maurarnir eru kvenkyns, hins vegar að þeir fjölga sér án nokkurra kynmaka. Allir maurar í hópnum eru sem sé klón – erfðafræðilegar eftirhermur af drottningunni, sem öllu ræður. Þetta eru niðurstöður rannsókna á maurum á Amasónsvæðinu. Anna Himler hjá Arizona-háskóla stýrði rann Lesa meira
Jörðin hefur orðið fyrir hitaslagi og skipan náttúrunnar er í óreiðu. Rísandi hitastig og gjörbreytt úrkoma hefur þegar útrýmt fjölmörgum tegundum. Jafnframt hefur hnattræn hlýnun leyst úr læðingi umfangsmikinn tilflutning dýra og plöntutegunda frá því á síðustu ísöld. Ótal tegundir halda nú í átt til pólanna eða upp í fjöll í meiri hæðir. Líffræðingum er hins vegar ljóst að fjöldi tegunda getur e Lesa meira
Reyndar hefur kampavín bæði meiri og hraðari áhrif en önnur vín með sama áfengisinnihaldi. Þetta sönnuðu breskir læknar í tilraun árið 2003, þegar þeir létu 12 þátttakendur drekka hálfa flösku af kampavíni, ýmist freyðandi eða ekki freyðandi á 20 mínútum. Áfengismagn í blóði jókst nokkru hraðar hjá þeim sem drukku freyðivínið, en það sem búið var að hræra alla kolsýru úr. Framan af samsvaraði m Lesa meira
Það hefur verið sannað með tilraunum á gerlum, ormum, músum og nú síðast öpum, að lífverur lifa lengur á kaloríusnauðu fæði. Bandarískir vísindamenn við Wisconsin-Madison-háskólann hafa fylgst með 76 rhesusöpum og mataræði þeirra í 20 ár á fullorðinsaldri, en þessir apar verða um 27 ára undir vernd manna. Helmingur apanna fékk hefðbundna fæðu en hinn helmingurinn 30% minna af kaloríum. Eftir 20 Lesa meira
Sjávardýr gegna mikilvægu aukahlutverki sem mönnum hefur lengi yfirsést. Hreyfingar marglyttna, svifs, átu, fiska, hvala og annarra sjávardýra valda miklum blöndunaráhrifum í sjónum. Það eru eðlisfræðingar við Tæknistofnun Kaliforníu sem hafa nú sýnt fram á þetta. Með því að setja skaðlaust, grænt blek vatn með litlum marglyttum, tókst vísindamönnunum í fyrsta sinn að vekja athygli á þeim áhrif Lesa meira
Flestir prímatafræðingar álíta neglurnar hafa þróast samhliða gripfærni handanna. Neglurnar styðja og verja fingurgómana en gera okkur jafnframt fært að klóra okkur. Fætur og tær mannsins hafa vissulega ekki lengur neina gripfærni, svo löngu eftir að maðurinn tók að ganga uppréttur, en engu að síður veita táneglurnar tánum bæði nokkurn stuðning og vernd. Allir prímatar hafa eina eða fleiri flat Lesa meira
Eplið og rósin tilheyra reyndar sömu plöntuættinni, nefnilega rósaætt, sem á latínu kallast Rosaceae. Þetta er stór ætt og henni tilheyra 3-4 þúsund tegundir, ýmist jurtir, runnar eða tré. Auk rósa og epla má t.d. nefna jarðarber og kirsuber. Þótt allar þessar plöntur virðist afar ólíkar hver annarri, hafa þær ákveðin sameiginleg einkenni, sem grasafræðingar leggja áherslu á þegar þeir ákvarða Lesa meira
Fiður fugla þarf að veita góða flughæfni og vernda líkamann t.d. gegn kulda. En liturinn skiptir líka máli, bæði sem felulitur og sem skilaboð til annarra fugla sömu tegundar, svo og til annarra dýra. Rétt eins og maðurinn – en fæst önnur spendýr – treysta fuglar mest á sjónina og þess vegna eru fjaðrir þeirra einmitt oft mjög litskrúðugar. Liturinn í flestum fjöðrum skapast af litarefnum sem m Lesa meira
Líffræði Nú er hægt að fá sér kött sem lýsir í myrkri. Suður-kóreskir vísindamenn hafa klónað tvo ketti og bætt í þá geni sem veldur sjálflýsandi, rauðleitum bjarma í myrkri. Vísindamennirnir tóku húðfrumur úr hvítum, tyrkneskum angóraketti og einangruðu genið sem kóðar fyrir sjálflýsandi prótíninu. Að þessu loknu var frumukjörnunum komið fyrir í eggfrumum 11 læðna. Tveimur mánuðum síðar fæddu Lesa meira
Aldrei fyrr hefur jafn mikill eyðimerkursandur fokið í loft upp frá því að manneskjan hóf fyrir um 150 árum fyrir alvöru að vinna og nýta auðlindir á eyðimerkursvæðum. Sandurinn feykist upp með vindi og fellur m.a. niður yfir snæviþakin fjöll. Þegar fjöllin hyljast dökku efninu bráðnar snjóhulan hraðar er vora tekur. Í Colorado, BNA, hafa fræðimenn t.d. séð hvernig 12 sandfoksstormar á einu ári se Lesa meira
Tíminn stendur í stað á Socotra. Allar götur frá því að eyjan losnaði frá meginlandi Afríku fyrir 30 milljón árum, líkt og gerðist með Galapagos eyjar í Kyrrahafinu, hefur eyjan verið í eins konar tímalegu tómarúmi og henni mátt eiginlega líkja við rannsóknarstofu í þróunfræðilegum rannsóknum. Alls 37 hundraðshlutar af þeim 825 plöntutegundum sem lifa á eynni eru hvergi til annars staðar og sömu s Lesa meira
Margt fólk hefur á tilfinningunni að smávaxnir hundar séu árásargjarnari en þeir sem stærri eru. Ný rannsókn á fjölmörgum kynþáttum hunda sýnir nú að nokkuð er til í þessu. Smávaxin og miðlungsstór hundakyn sýna fremur af sér árásargirni. Vísindamenn telja ástæðuna þá að við eigum auðveldara með að umbera og taka á litlum hundum ef þeir sýna tennurnar. Það myndi á hinn bóginn valda miklum erfiðlei Lesa meira
Skyndilega heyrir Hugh St. Lawrence í rennandi vatni fyrir neðan sig. Hann getur ekki séð hvað veldur hljóðinu. En eitt er hann viss um: vatn í slíku magni er annað hvort foss eða fljót og hann verður afar spenntur. Þessi reyndi hellakönnuður er ásamt þremur kollegum sínum í ensk-malasíska Mulu Caves 2009 Expedition að rannsaka White Rock Cave sem er eitt af stærri hellakerfum Clearwater á nor Lesa meira
Dýr með stóran heila þurfa undantekningarlaust að hvílast og sofa reglubundið. Þetta getur verið vandasamt fyrir hvali, sem eins og öll önnur spendýr þurfa að anda að sér lofti. Hvalir hafa þó dregið úr þörf sinni fyrir að anda með því að þróa þann hæfileika að geta haldið niðri í sér andanum í allt að tvo tíma, en það gerir þeim kleift að kafa mjög djúpt eftir fæðu. Þekking vísindamanna á svef Lesa meira
Líffræðingar hafa uppgötvað áður óþekkta tækni hjá sæslöngunni Hydrophis pachycercos. Slangan narrar óvini sína með því að láta líta svo út sem hún hafi haus á báðum endum. Litur á halanum líkist höfðinu og þegar halinn er hreyfður á sama hátt er blekkingin þar með fullkomnuð. Og, jú, hausinn er á neðri endanum hér á myndinni." Lesa meira
Kakkalakkar eru stór hópur skordýra og alls hefur verið lýst meira en 3.500 tegundum. Þessi dýr hafa skapað sér óvinsældir með því að eyðileggja mat og valda óþægilegri lykt í híbýlum manna. Þau skordýr sem eru félagsverur nota iðulega ilmefni til tjáskipta. Efnin kallast ferómón og þau valda ákveðnum viðbrögðum hjá öðrum einstaklingum sömu tegundar. Á svipaðan hátt og hormón stýra ýmissi líkam Lesa meira
Engin hætta fylgir því að borða upphitaðan mat með spínati eða steinselju, svo fremi að þetta grænmeti hafi verið skolað vel fyrir matreiðsluna og matarleifarnar kældar eins og vera ber. Það gamla húsráð að óráðlegt sé að hita upp aftur mat með spínati, steinselju eða öðru smáblöðóttu grænmeti, jafnvel þótt hann hafi verið frystur, á rætur að rekja til þess að á þessum fíngerðu blöðum geta auðv Lesa meira
Spendýr eru ekki ein um að hafa tvær nasir, heldur gildir það líka um flest önnur dýr, svo sem fiska, froskdýr, skriðdýr og fugla. Meðal ástæðnanna er sú að lyktarskynið verður betra þegar inngangar fyrir ilmefni eru tveir. Á mörgum dýrum er talsvert bil á milli nasanna og þar með aukast líkur á að greina lykt í nágrenninu og ákvarða úr hvaða átt hún berst. Tvær nasir eru líka betri en ein að því Lesa meira
Kjúklingurinn andar ekki gegnum gogginn fyrr en rétt áður en hann klekst úr egginu. Þegar unginn er fullþroskaður goggar hann fyrst gat á himnuna innan við skurnina og andar að sér lofti úr litlum loftvasa í egginu. Því næst hamrar hann sig í gegnum skurnina sjálfa. Fóstrið hefur þó þörf fyrir súrefni allan tímann sem þroskinn tekur og það er skurnin sem sér fóstrinu fyrir súrefni. Eggskurn má Lesa meira
Logarnir við Darvaza stafa frá brennandi lofttegund, en gígurinn er svonefnt jarðfall sem á rætur að rekja til þess er Túrkmenistan var eitt Sovétríkjanna og þar var borað eftir gasi neðanjarðar. Til þess að gas geti hegðað sér líkt og á sér stað við Darvaza þurfa þrjú skilyrði að vera uppfyllt. Í fyrsta lagi verður umhverfið áður fyrr að hafa verið þannig úr garði gert að gas gæti myndast. Með Lesa meira
Sjáaldrið er op sem gegnir því hlutverki að stilla hversu miklu ljósmagni er hleypt inn í gegnum augað og að nethimnunni á bak við það. Í mjög björtu ljósi lokast sjáaldrið næstum alveg til að koma í veg fyrir að augað skaddist af of miklu ljósi, en í myrkri opnast það eins mikið og hægt er, til að það litla ljós sem greina má, nái alla leið að hinum ljósnæmu frumum nethimnunnar. Húskötturinn e Lesa meira
Allur heimurinn er samsettur úr frumefnum. Þetta hafa eðlisfræðingar vitað um aldir. Þeim hefur líka lengi verið ljóst að frumefnin eru gerð úr atómum, eða frumeindum. Erfiðara hefur reynst að ákvarða þyngd frumeindanna, enda eru þær svo smáar að ógerlegt er að nota hefðbundnar mælingaaðferðir. Þennan vanda leysti enski eðlisfræðingurinn J.J. Thomson árið 1912, þegar hann fann upp afar nákvæma Lesa meira
Eldflugur eru reyndar ekki flugur, heldur bjöllur af ætinni Lampyridae. Í heiminum öllum eru til um 2.000 tegundir af eldflugum og langflestar þeirra í hitabeltinu. Nafn sitt draga þær af því að afturbúkurinn gefur frá sér gulgrænt eða gult ljós þegar dýrin eru í mökunarhugleiðingum. Hver tegund notar sína sérstöku aðferð. Sumar senda t.d. frá sér stutt ljósblikk en aðrar lýsa nær stöðugt. Möku Lesa meira
1,5 metrar í þvermál. Svo stór eru allmörg fótspor eftir risaeðlur sem tveir franskir áhugamenn hafa nú fundið í grennd við Lyon. Marie-Hélene Marcaud og Patrice Landry eru félagar í vísindafélagi og meðlimirnir hafa lengi leitað að sporum á svæðinu. Og á gönguferð á síðasta ári höfðu þau heppnina með sér. Marcaud og Landry kölluðu strax til sérfræðinga frá Þjóðarrannsóknastofnun Frakklands og Lesa meira
Eitt stærsta rándýr í sögu heims er nú fundið í Perú. Risavaxinn hvalur með ógnvænlegar tennur. Fræðimenn hafa nefnt risann Leviathan melvillei til heiðurs rithöfundinum Hermann Melville sem árið 1951 skrifaði hina heimsfrægu sögu „Moby Dick“ um eltingarleikinn við hinn skelfilega hvíta búrhval. Beinagrindin er 12 – 13 milljón ára gömul og Oliver Lambert við Institut Royal des Senses Naturelle Lesa meira
Orðið tourbillon er franskt og merkir hvirfilvindur. Þetta er heiti á sérstakri gerð gangvirkis í vélrænum úrum og telst til þess allra besta. Í rauninni er þetta sérstök útgáfa af þeim hluta gangverksins sem nefnist gangráður og stýrir því hve hratt orkan í fjöðrinni er leyst úr læðingi – og hefur þar með úrslitaáhrif á nákvæmni úrsins. Það var franski úrsmíðameistarinn Abraham-Louis Breguet sem Lesa meira
Hjarta í spendýri vegur um 0,5% af líkamsþyngd dýrsins. Þetta má lesa í líffræðikennslubókum. Vísindamenn hafa þó lengi staðið í þeirri trú að gíraffinn svindlaði á þessu „náttúrulögmáli“ þar eð gamlar mælingar voru taldar hafa sýnt að hjarta í gíraffa væri tvöfalt stærra í hlutfalli við líkamsþyngdina. En nú verða vísindamennirnir að varpa þessari hugmynd fyrir róða, því þetta er alls ekki rétt. Lesa meira
Urðarmáni eða hnattelding tilheyrir óleystum ráðgátum í veðurfræði og eðlisfræði. Enn hefur mönnum ekki tekist að framkalla slíkt fyrirbrigði í rannsóknastofum og því ríkir nokkur vafi á hvort það sé í raun og veru til. Kenningalistinn er þó langur og skýringar sóttar í allt frá fiseindum til lítilla svarthola. Á sögulegum tíma hafa alla tíð verið til frásagnir af ljóskúlum sem skyndilega birtast Lesa meira
Eggið kom á undan hænunni. Svo mikið er alveg víst. Fyrstu eggin eða svipuð fyrirbæri hafa að líkindum orðið til með fyrstu fjölfrumungunum fyrir um milljarði ára. Fyrstu fuglseggjunum verptu svo fyrstu fuglarnir löngu síðar, eða fyrir svo sem 150 – 155 milljónum ára. En hænsnfuglar komu enn síðar fram. Líffræðingar eru reyndar ekki vissir en telja að þeir fyrstu hafi orðið til fyrir nálægt 70 mil Lesa meira
Milljarðar argentínskra maura hafa nú dreifst frá Suður-Ameríku til flestra heimshorna. En þótt maurarnir lifi nú á svo aðskildum stöðum sem t.d. Japan, Bandaríkjunum og við kringum Miðjarðarhaf, má segja að þeir telji sig allir tilheyra sameiginlegu ofurmaurabúi. Að þessari niðurstöðu komst Eiriki Sunamura hjá Tokyo-háskóla eftir að hafa tekið staka maura úr 2 maurabúum í Japan, 2 í Evrópu og 1 í Lesa meira
Málmgrænn litur bjöllunnar Chrysina gloriosa, af ættinni Scarabaeiadae, stafar af einstæðum frumum í ytri stoðgrind dýrsins. Vísindamenn hjá Tæknistofnun Georgíu í Bandaríkjunum hafa komist að því að frumurnar eru fljótandi og minna mjög á manngerða, fljótandi kristalla. Þessar kristalsfrumur eru fimm- sex- eða sjöhyrndar og fjöldinn í ákveðnum punkti ræðst af sveigju skjaldar bjöllunnar á hver Lesa meira
Líffræði Sumar köngulær láta vel að móður sinni og systkinum og halda þannig nánu sambandi. Þetta hafa bandarískir vísindamenn við Cornell-háskóla nú uppgötvað. Vísindamennirnir rannsökuðu tvær tegundir, Phrynus marginemaculatus, sem er algeng í Flórída og svo miklu stórvaxnari tegund, Damon diadema, sem lifir í Tansaníu og Kenýu. Báðar tegundirnar eru svonefndar fálmaraköngulær sem eru frábru Lesa meira
Vilji maður varðveita loftbólurnar í opinni kampavínsflösku á að stinga skeiðarskafti niður í flöskuhálsinn. Þannig hljóðar gamalt húsráð. Þetta er í þó besta falli alveg tilgangslaust og gæti jafnvel haft öfug áhrif. Það sýnir tómstundatilraun, gerð af Richard Zare, sem er prófessor í efnafræði við Stanford-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Tilraunin var reyndar ekki hávísindaleg en niðurs Lesa meira
Sterka efnið í chili heitir capsaícín og skapar brennandi tilfinningu í munni ásamt svita á enni. Efnið hefur áhrif á taugaenda í munni, nefi, maga og húð og þaðan berast heilanum boð eins og þegar við brennum okkur eða eitthvað ertir húðina. Taugarnar senda þessi boð með því að gefa frá sér sérstakt boðefni, kallað SP (substance P), og ef maður borðar chili að jafnaði, gengur á birgðir þessa efni Lesa meira
Nú rétt nýlega hafa ítalskir og franskir vísindamenn opinberað niðurstöður þriggja ára athugana á starrasveimum. Þeir fundu tvær mikilvægar skýringar á því hvernig sumar tegundir fugla geta flogið í mjög stórum hópum án þess að rekast á. Í fyrsta lagi er flughæfni þessara fugla framúrskarandi og tjáskipti þeirra líka afar vel þróuð. Fuglar sem fara í mjög stórum sveimum eru litlir, léttir og hr Lesa meira
Mildir skoskir vetur hafa síðustu 25 ár markað furðuleg spor í villt fé á litlu eyjunni Hirta nærri St. Kilda: féð verður einfaldlega minna. Þessi þróun hefur verið líffræðingum ráðgáta enda ætti þróunin að hafa gert sauðféð stærra. Í harðneskjulegu loftslagi Norður-Alantshafsins er það nefnilega vel þekktur kostur að hafa stærri skrokk, því stór lömb eiga betri líkur á að lifa af fyrsta veturinn. Lesa meira
Skýstrókar myndast aðeins þar sem þegar hefur orðið til öflugt þrumuský. Grunninn að skýinu leggur heitt loft sem sogast inn í skýið og gefur frá sér vatnsgufu í dropa sem svo falla til jarðar sem úrkoma. Slík ský myndast í óstöðugu lofti. Loftmassi er óstöðugur þegar tiltölulega lítil hitaaukning við yfirborð jarðar nær að flytja loftsameindir hátt upp í loftið. Á norðurhveli eykst óstöðugleik Lesa meira
Tré og plöntur á svæðum þar sem vetrarkuldi er mikill, standast kuldann vel, þó reyndar því aðeins að þeim gefist tóm til að búa sig smám saman undir veturinn, eins og oftast er raunin á haustin. Meðal allra harðgerðustu trjánna er norðlægt Síberíulerki sem þolir allt að 70 stiga frost yfir veturinn. Eins og öll önnur tré, myndi þetta lerki þó drepast af skyndilegu kuldakasti um mitt sumar, end Lesa meira
Fölsk augu reka óvini á flótta Oxytenis fiðrildi • Oxytenis Þegar lirfu Oxytenis fiðrildisins í Mið-Ameríku er ógnað þenur hún upp framhluta búksins, sem þá líkist slönguhaus, og vaggar til hliðanna. Þessi fölsku augu eru afar raunveruleg á að líta, með augasteinum, lithimnu og meira að segja litlum, hvítum bletti, sem minnir á ljósendurkast. Þessi ógnarmynd er þó einungis gabb, því lirfan er að Lesa meira
Taugakerfi flugna er eldfljótt í viðbrögðum. Frá því að flugan verður hættunnar vör, tekur það hana undir 100 millisekúndur að reikna heppilegustu flóttaleið. Og það tekur fluguna aðeins einn þúsundasta úr sekúndu að taka sig á loft. svo snöggt flugtak krefst meira en venjulegra vöðvahreyfinga. Flugur hafa eins konar fjöðrun innbyggða í fæturna. Þetta er gúmmíkennt prótín sem er læst í spen Lesa meira
Þegar menn reisa þéttbýli eða verksmiðjur er ám og lækjum iðulega beint í alveg beinan farveg, bæði dýra- og plöntulífi til mikils skaða. Nú hafa vísindamenn hjá Kaliforníuháskóla í Berkeley byggt líkan sem sýnir hvernig unnt er að endurskapa eðlilegan vatnsfarveg. Líkanið er 17 x 6 metrar og hallinn rétt nægur til að vatn renni. Bakkarnir eru gerðir úr sandi og refasmáraspírum sem notaðar eru til Lesa meira
Tré geta fengið ýmsar tegundir krabba vegna sýkinga af völdum baktería, sveppa og skordýra. Margar skordýralirfur geta sýkt laufblöð þannig að þau mynda æxli þar sem lirfurnar hreiðra um sig. Þetta gera lirfurnar með því að gefa frá sér efni sem virka á plöntuna eins og vaxtarhormón. Plöntuvefurinn vex og myndar æxli sem veitir lirfunni skjól fyrir rándýrum meðan hún vex og skaffar henni æti um Lesa meira
Hið vel þekkta kattarmal myndar húskötturinn með raddböndunum í barkakýlinu. Hljóðið myndast bæði þegar kötturinn andar inn og út. Kötturinn þarf ekki að hafa munninn opinn og hann getur haldið áfram að mala klukkustundum saman ef honum þóknast. Malhljóðið er reyndar öllum kattardýrum sameiginlegt, en meðal hinna stærri, t.d. hjá ljónum og tígrisdýrum, eru það yfirleitt aðeins ungarnir sem mala Lesa meira
Vísindamenn líta á „spegilsprófið“ sem mikilvægt tæki þegar þeir rannsaka sjálfsskilning dýra. Flest dýr bregðast við spegilmyndinni eins og þar sé annað dýr á ferð, en nokkrar tegundir hafa þó sýnt hæfni til að þekkja spegilmynd sína, m.a. höfrungar, simpansar, górillur og órangútanar. Ný rannsókn hefur líka sýnt að fílar virðast færir um að þekkja sjálfa sig í spegli. Vísindamenn settu upp sp Lesa meira
Hematítsteinar, einnig nefndir járnglans, eru úr járnoxíði. Vissulega lítur út fyrir að blæði úr þessu bergi þegar skorið er í það, a.m.k. ef notuð eru alvöruverkfæri þar sem vatn er notað til kælingar. Ástæða „blæðingarinnar“ er sú að hematít er efnafræðilega sama efni og ryð. Hér er í báðum tilvikum um að ræða járnoxíð og efnafræðiformúlan er Fe2O3. Þegar rykið úr skurðinum, eða sagarfarinu, bla Lesa meira
Ýmis frumefni, svo sem gull, silfur, blý og kvikasilfur hafa verið þekkt í margar aldir og enginn hefur hugmynd um hver fann þau fyrstur. Fyrsti áreiðanlegi vitnisburður sögunnar um uppgötvun frumefnis er frá 1669, þegar þýski gullgerðarmaðurinn og kaupmaðurinn Henning Brand uppgötvaði og einangraði fosfór. Í leit sinni að aðferð til að framleiða gull, lét hann fyrst eigið þvag standa í fötu í mar Lesa meira
Í öllum alheimi eru frumefni þyngri en vetni og helín afar fágæt. Í grófum dráttum samanstendur alheimur af þremur fjórðu hlutum vetnis og fjórðungi helín, meðan magn allra annarra frumefna samanlagt er undir 1%. Þetta stafar af því að alheimur var skapaður við Miklahvell með núverandi magn af vetni og helín. Öll önnur frumefni hafa síðan myndast í sólstjörnunum með mikilli fyrirhöfn. Það má sjá á Lesa meira
Í Shandong-háskóla í Kína hafa vísindamennirnir nú svipt dúfur sjálfstæðum vilja. Eftir að hafa komið fáeinum aðskotahlutum fyrir í heilanum geta vísindamennirnir nú með hjálp tölvu haft fullkomna stjórn á flugi fuglsins. Með því að örva ákveðnar heilastöðvar er hægt að láta dúfuna fljúga upp eða niður á við og og sveigja til hægri eða vinstri eftir atvikum. Þessa fjarstýrðu fugla má nota í hernað Lesa meira
Leið eggsins gegnum hænuna hefst í eggjastokknum, sem líkist vínberjaklasa með misþroskuðum eggjum. Hér þroskast ein eggfruma (rauðan) og rennur niður eggjaleiðarann þar sem hún fer í gegnum ýmis hólf. Eggfruman frjóvgast í „infunibulum“, ef hani hefur komið við sögu. Fáeinum mínútum síðar rennur eggfruman áfram í „magnum“ þar sem eggjahvítunni er bætt utan á, en hún kemur úr kirtlum í eggjalei Lesa meira
Heilar fimm skjaldbökur af tegund sem talin var útdauð, hafa nú fundist á fílaverndarsvæði í Burma. Arkan-skjaldbakan er reyndar til í dýragörðum en mjög erfitt hefur reynst að fá hana til að fjölga sér. Hópur sérfræðinga frá samtökunum „Wildlife Conservation Society“ hefur nú skipulagt vöktun svæðisins til að vernda skjaldbökurnar. Lesa meira
Yfirleitt tengir maður gróskumiklar plöntur við hreint og ferskt loft en nú hefur komið í ljós að tiltekin gerð illgresis mengar loftið. Þetta er kuji-baunin, sem dreifist eins og plága um Suðurríki BNA þar sem hún vex yfir tré og runna. Plantan tekur köfnunarefni úr loftinu og gefur frá sér mikið magn köfnunarildis sem er forstig ózons. Meðan ózon er gagnlegt hátt uppi í veðrahvolfinu, þar se Lesa meira
Öll hryggdýr sem lifa á landi eru vissulega komin frá fiskum sem þróuðu útlimi og námu land fyrir meira en 360 milljón árum. Skordýr eiga sér þó aðra sögu. Hjá skordýrum situr stoðkerfið utan á. Þetta eru svonefnd liðdýr og skiptist líkami þeirra í þrjá hluta, rétt eins og þau hafa ætíð sex fætur. Þegar hryggdýrin gengu á land voru önnur lífsform þegar þar til staðar. Plönturnar komu fyrir næst Lesa meira
Með flugum skal flugur uppræta. Þetta er hugmyndafræðin að baki sérstakri mexíkóskri verksmiðju í bænum Tuxtla Gutiérrez. Frá árinu 1976 hafa þar klakist út 354 milljarðar amerískra snigilflugna sem liður í tilraun til að uppræta stofn villtra flugna sömu tegundar. Latneskt heiti flugnanna er Cochliomyia hominivorax og úti í náttúrunni klekjast lirfurnar í opnum sárum lifandi dýra og þaðan liggur Lesa meira
Það er útbreidd skoðun að leðurblökur séu blindar, en svo er ekki. Vissulega eru sumar tegundir svo augnsmáar að augun ná ekki góðri mynd. Engu að síður dugar sjónin til að greina hreyfingu og sjá mun ljóss og myrkurs. Hið síðarnefnda er mikilvægt til að halda sólarhrings- og árstíðatakti, svo sem til að skynja hvenær eigi að afla fæðu á náttarþeli eða hvenær tími er til kominn að leggjast í vetra Lesa meira
Líffræði Þau rándýr í Mið-Afríku sem leggja sér froska til munns, mega stundum gera ráð fyrir óvæntri ógn. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að 11 undirtegundir af ættunum Astylosternus, Tricobatracus og Scotobleps geta varið sig með klóm sem í nauðvörn er stungið út í gegnum húðina. Það er hópur vísindamanna við Harvard-háskóla sem rannsakað hefur þessa froska, en þeir þykja m.a. mikið lostæti Lesa meira
Best varðveitta hauskúpa sem fundist hefur af Pelagornthidae-fugli, ætt mjög stórra sjófugla sem uppi var á tímabilinu fyrir 50 – 2,5 milljón árum, hefur nú fundist í Perú. Þetta nýjasta eintak er um 10 milljón ára. Hauskúpan er 40 sm löng og vænghafið hefur verið allt að 6 metrar. Flugtakið hefur ekki verið sérlega tignarlegt, segir Mario Urbina, steingervingafræðingur hjá Náttúruminjasafninu Lesa meira
Bit komodódrekans drepur bæði dýr og menn. Fram að þessu hefur verið talið að bakteríur í munnvatni skepnunnar ræni bráðina lífi, en nýjar rannsóknir sýna að þessi stóra eðla notar eins konar taugaeitur til verksins. Líffræðingurinn og eiturefnasérfræðingurinn Bryan Fry við Melbourne-háskóla í Ástralíu hefur skannað varðveitt höfuð komodódreka með MR-skanna og öllum að óvörum komu í ljós 6 eitu Lesa meira
Líffræði Silkiþræðir köngulóa eru meðal sterkustu efna í veröldinni. Nú hefur vísindamönnum við Kaliforníuháskóla í Riverside að einangra gen sem kóða fyrir tveimur próteinum í þræði svörtu ekkjunnar. Þessi tvö prótein hafa afgerandi þýðingu varðandi styrk þráðarins og til lengri tíma litið má nýta þessa uppgötvun til að framleiða slíkan þráð í formi gerviefnis. Þessa fjöldaframleiddu þræði má Lesa meira
Í Andesfjöllum í Suður-Ameríku hafa dýrafræðingar m.a. frá Tierkunde-safninu, uppgötvað nýja tegund froska sem komast auðveldlega fyrir á nögl þumalfingurs. Froskurinn er rétt ríflega 1 sm að lengd, hefur fengið heitið Noblella pygmaea og fór beint á listann yfir minnstu froska heims. Tegundin fannst í 3.100 metra hæð í Valle de Cosnipata í Perú. Þar lifir hann í röku skóglendi í bröttum fjalls Lesa meira
Frá sjónarhóli líffræðinnar mynda sveppir fylkingu út af fyrir sig, rétt eins og dýr, plöntur og bakteríur. Þeir aðgreinast frá bakteríum með því að hafa erfðamassa sinn í frumukjarna, frá dýrum með því að hafa frumuvegg og frá plöntum með því að frumuveggurinn er úr kítíni en ekki sellulósa. Öfugt við plöntur, en eins og dýr, er engin blaðgræna í sveppum þannig að þeir geta ekki stundað ljóstillí Lesa meira
Árlega enda um 20.000 höfrungar og grindhvalir á matarborði Japana. Hvalavöður eru reknar upp á grynningar þar sem hvalirnir eru skornir og kjötið fer síðan í kæliborð verslana. Vorið 2006 komst þó einn stakur höfrungur, nánar tiltekið stökkull, hjá þessum örlögum. Það var þó ekki vegna þess að smáhvalnum tækist að stinga af, heldur fyrir þá sök að fiskimennirnir tóku eftir að eitthvað var athugav Lesa meira
Undraverður fundur í Kína á lítilli plöntuétandi risaeðlu með frumstæðar frumfjaðrir bendir til að flestar smærri risaeðlur hafi verið þaktar fjaðrahami. Allt fram á síðasta áratug liðinnar aldar töldu steingervingafræðingar að fjaðrir fyndust einungis hjá fuglum og að þróun þeirra næði aðeins aftur að fyrsta fuglinum, Archaeopteryx, sem var uppi fyrir 115 milljón árum. En á síðustu árum hefur röð Lesa meira
Tyggigúmmí er gert úr náttúrugúmmíi eða gervigúmmíi. Í báðum tilvikum er í því að finna svonefnda pólímera, þar sem mörg þúsund tiltölulega einfaldar sameindir eru tengdar saman í langar keðjur. Til eru margar mismunandi gerðir en oft er hér sameindin ísópren sem hefur efnafræðiformúluna CH2=C(CH3)CH=CH2. Í gúmmíi er erfitt að rjúfa efnabindingar pólímera og þessi efni meltast því ekki. Jafnframt Lesa meira
Sólskinið er ákveðið form orku. Til að plöntur geti nýtt þessa orku í ljóstillífun þarf bylgjulengd ljóssins að vera á bilinu 400 – 700 nm. Þetta bil hefur verið nefnt PAR (Photosynthetically Active Radiation). Styrkur ljóssins þarf líka að vera nægur til að litaflögur plöntunnar nái að drekka í sig orkuna. Styrkurinn er mældur sem fjöldi ljóseinda sem skella á ákveðnum fleti innan ákveðins tímara Lesa meira
Allar köngulær sem spinna vefi til að fanga bráð, eru meðal tiltölulega fárra dýrategunda sem veiða bráð sína í gildru. Algengast er að sjá kringlulaga köngulóarvefi. Þegar könguló hefur lokið við kringlulaga vef, bíður hún þess að skordýr festist í honum. Sumar tegundir fela sig utan við netið, jafnvel í sérstökum felustað sem þær hafa spunnið í þeim tilgangi. Úr felustað sínum fylgist könguló Lesa meira
Súrefni er aukaafurð sem myndast við ljósttillífun plantna, sem nota geislaorku sólar til að vinna kolefni úr ólífrænum samböndum í loftinu og nýta það í lífræn sambönd sem aftur eru notuð til vaxtar. Tré þurfa líka súrefni, en talsvert gengur af og er sleppt út í andrúmsloftið þar sem það gagnast öðrum lífverum. Það er afar misjafnt hve mikið súrefni gengur af. súrefnismagnið fer m.a. eftir a Lesa meira
Bakteríur hafa hina undraverðustu hæfileika og nú hafa vísindamenn við tækniháskólann í Delft í Hollandi uppgötvað hæfni sem kom þeim á óvart. Sívalar bakteríur, svo sem E. coli og B. subtilis geta flatt sig út þegar þær þurfa að komast um þrengsli. Bakteríurnar eru yfirleitt um 1 míkrómetri í þvermál en í rannsóknastofunni gátu þær komist í gegnum rifu sem aðeins var hálfur míkrómetri. Væri rifan Lesa meira
Þótt hitamælirinn sýni hita yfir frostmarki, getur loftið virst ískalt þegar vindurinn blæs. Ástæðan er þó ekki sú að vindurinn kæli loftið, heldur verða loftskipti við húðina hraðari og hún nær því síður að verma upp loftlagið næst sér. Þetta fyrirbrigði kallast almennt vindkæling. Þegar líkaminn framleiðir hita, flytur blóðið hann til allra líkamshluta. Sé vindstyrkur lítill verða loftskiptin Lesa meira
Það er reyndar ekki alls kostar einfalt að svara því hvers vegna pappírspoki gefur frá sér svo mikinn hávaða þegar hann er blásinn upp og sprengdur. Sprengdir pappírspokar eru ekki meðal helstu viðfangsefna vísindamanna. Svo mikið er þó víst að hljóð myndast við þrýstingsbreytingu í loftinu og hávær hljóð eru til marks um mjög breyttan þrýsting. Slíkar þrýstingsbreytingar má framkalla með ýmsu Lesa meira
Skordýr sem lifa í vatni hafa þróað með sér ýmsar aðferðir til að fá súrefni undir yfirborðinu. Hundruð skordýrategunda lifa megnið af ævinni eða jafnvel alla ævi í vatni, þótt þau hafi ekki tálkn eins og önnur vatnsdýr. Einkum eru bjöllutegundirnar margar. Þar má t.d. nefna brunnklukkur, eða vatnabjöllur, sem eru af ættinni Dytiscidae, eða brunnklukkuætt. Sumar bjöllur sem lifa í vatni, sækja Lesa meira
Þegar við fáum vægt rafstuð og rafneisti hrekkur af okkur, er ástæðan svokallað stöðurafmagn. Án þess að hafa hugmynd um getum við oft orðið ofhlaðin eða vanhlaðin rafeindum. Þetta getur gerst þegar við göngum yfir gólf eða fötin núast við áklæði á húsgögnum. Þessi stöðurafmagnshleðsla getur valdið því að spennumunurinn fari yfir 2.000 volt og þá stekkur neisti á milli þegar maður snertir leiðandi Lesa meira
Vatn gufar ekki aðeins upp við suðu. Uppgufun stafar líka frá köldu vatni og jafnvel ís gefur frá sér dálitla uppgufun. Uppgufun vatns við lágt hitastig má t.d. sjá þegar þvottur er hengdur til þerris. Þvotturinn þornar einmitt vegna þess að vatnið í honum gufar upp. Baðherbergið fyllist af gufu vegna þess að uppgufun vatns eykst með hitastiginu. Sé horft á vatnssameindirnar sjálfar, þurfa þær Lesa meira
Meginhluti þeirrar fitu sem við borðum er uppbyggður úr þremur fitusýrum sem tengst hafa glyserol-sameind. Fitusýrurnar samanstanda af keðju kolefnis- og vetnisatóma og frávik í lengd keðjunnar og fjölda tenginga milli kolefnisatóma ákvarðar eiginleika fituefnanna. Mettaðar fitusýrur hafa undantekningarlaust stakar tengingar milli kolefnisatóma meðan ómettaðar fitusýrur hafa tvöfalda tengingu. Lesa meira
Nanótækni er í rauninni samheiti yfir fjöldamargt sem ekki á endilega neitt annað sameiginlegt en að vera alveg ótrúlega smágert. Og vísindamennirnir láta sig dreyma um að geta einn góðan veðurdag búið til svo fullkomin efni að eiginleika þeirra megi ákvarða með nákvæmni sem ekki skeikar svo miklu sem einni frumeind. Svo langt erum við að vísu ekki komin en nanótæknin hefur engu að síður þegar fær Lesa meira
Græneðlutegund sem lifir í suðausturhluta Bandaríkjanna er nú lýsandi dæmi um það hversu hröð þróunin getur orðið í dýraríkinu. Upp úr 1930 barst suður-ameríski eldmaurinn til Bandaríkjanna og á innan við 80 árum hafa afturfætur á eðlum, sem hafa búsetu á sömu svæðum og maurarnir, lengst og mælast nú 5% lengri en á eðlum á mauralausum svæðum. Þetta sýnir rannsókn gerð af Tracy Lee Langkilde, pr Lesa meira
Samkvæmt hinni frægu jöfnu Einsteins E = mc² eru orka og efni tvær hliðar á sama fyrirbrigðinu. Þessar tvær hliðar tengjast með fastri tölu sem reyndar er óheyrilega stór, nefnlega ljóshraðinn í öðru veldi. Sú tala væri skrifuð með 9 og 16 núllum á eftir. Efnismassi er þannig afar samþjappað form orku. Öreindaeðlisfræðingar virða jafnaðarlega fyrir sér hvernig hreyfiorka breytist skyndileg Lesa meira
Elding getur valdið allt að 30.000 stiga hita. Yfirleitt slær eldingu niður í það sem hæst ber, en þá sjaldan eldingu lýstur niður á flata jörð, verður talsverð sprenging sem skilur eftir sig holu og út frá henni margar sprungur sem geta greinst í aðrar smærri. Sé sandur í jarðveginum getur hár hiti brætt sandkornin saman í svokallaðar eldingarkvíslar, sérkennilegar, glerkenndar myndanir, nokk Lesa meira
Tígrisdýr hafa stærri heila og þar með að líkindum meiri greind en önnur stór kattardýr – ljón, hlébarðar og jagúarar. Í tölum er tígrisheilinn 16% stærri en ljónsheili, þegar bornar eru saman tvær jafn stórar beinagrindur. Hauskúpa tígrisdýrsins er þannig löguð að heilinn fær meira pláss. Það voru vísindamenn við Oxford-háskóla sem mældu höfuðkúpur stórra kattardýra. Þeir mældu bæði lengd haus Lesa meira
Mengað drykkjarvatn er mikið vandamál víðsvegar um heiminn en því kann „tepoki“ þróaður við Stellenbosch University í Suður-Afríku að ráða bug á. Innihald pokans getur nefnilega fjarlægt bæði eiturefni, bakteríur og óhreinindi úr vatni með því að setja bara pokann ofan í drykkjarflösku eða vatnsglas. Innri hliðin á hreinsipokanum er þakin þunnri filmu af bakteríudrepandi efni sem er ofið inn í Lesa meira
Veiðihár eru sérhæfð hár sem virka eins og skynjarar til að finna fæðu og rata um í myrkri. Hárin eru einatt nærri gini og umhverfis nefið en þau geta einnig setið á öðrum stöðum og kettir hafa t.d. slík veiðihár um allan feldinn. Hárin eru stíf og sterk en sveigjanleg og þau eru með hársekk umlukinn æðum og taugum er geta greint á milli smávægilegra hreyfinga. Kettir geta notað veiðihárin til Lesa meira
Geislunin frá sprengjunum yfir Hírósíma og Nagasakí 1945 varð mörgum að bana en tiltölulega lítil geislavirkni varð þó eftir. Ástæðan er sú að mest var af gammageislun sem hverfur fremur hratt. Um 10% var nifteindageislun sem getur valdið geislavirkni í efnum og um leið skilið geislavirkni eftir á svæðinu. En 80% af þeirri geislun hvarf þó strax á fyrsta sólarhringnum vegna þess að geislavirku efn Lesa meira
Mjólk súrnar vegna þess að bakteríur umbreyta náttúrulegum mjólkursykri, laktósa, í mjólkursýru. Við þetta fellur pH-gildið og það kemur prótínum til að þjappa sér saman, þannig að mjólkin þykknar. Margar sjúkdómsvaldandi bakteríur lifa ekki af í súrmjólkurvörum, svo sem súrmjólk eða jógúrt, sem hafa pH-gildi um 4,5. Sýrð mjólk endist því lengur en nýmjólk. Ekki geta allar bakteríur brotið niður l Lesa meira
Flestir sjá plöntur að líkindum fyrir sér sem þá grænu og brúnu plöntuhluta sem við sjáum standa upp úr jörð, en reyndar er meirihluti plöntunnar oft neðanjarðar í formi róta. Sumar plöntur hafa lagt miklu meira en helming lífmassa síns í rætur og rætur stórra trjáa teygja sig yfirleitt lengra til allra átta en trjákrónan. Tilraun sem gerð var á ræktaðri rúg-plöntu sýndi að eftir 4 mánuði í mold Lesa meira
Reiðin er tilfinningalegt ástand og eins og aðrar tilfinningar á hún upptök sín í svokölluðu randkerfi heilans (limbic system). Randkerfið tilheyrir að hluta þeim hluta heilans sem er gamall í þróunarsögunni og þess vegna svipaður og í fjölmörgum dýrum. En til kerfisins teljast einnig svæði í heilaberkinum, sem liggur yst og er um leið nýjasti hluti spendýraheilans. Í heilaberkinum stjórnast m.a. Lesa meira
Kandífloss samanstendur einvörðungu úr sykri og litarefnum og er einfalt í framleiðslu með réttum tólum. Í miðju kandífloss - vélar er hellt sykri í skál, hann er síðan hitaður upp þar til sykurinn breytist úr að vera kristallaður í fljótandi form. Þegar skálinni er snúið þrýstist fljótandi sykur í gegnum fjölda lítilla gata. Um leið og sykurinn kemst í snertingu við loftið kólnar hann, en fær ekk Lesa meira
Það er fallegur sumarmorgun á argentísku sléttunum fyrir 5 milljón árum. Lítill hópur af Brachytherium, spendýrum sem líkjast nokkuð hestum, eru á beit í morgunsólinni. Ekkert dýranna hefur uppgötvað feiknarmikinn ógnarfugl sem leynist þar nærri. Höfuð ránfuglsins hreyfist sitt á hvað í litlum rykkjum til að tryggja nákvæmt mat á fjarlægðinni til bráðarinnar. Skyndilega ræðst fuglinn fram með Lesa meira
Í býkúpu geta verið allt frá nokkur þúsund flugum upp í um 90.000. Og býflugurnar eru eljusamar. Til að safna 1 kg af hunangi þurfa þær að heimsækja 6 milljón blóm og fljúga alls 200.000 km í 25 ferðum á dag. Búið þarf að eiga um 15 kg af hunangi í vetrarforða. Lesa meira
Líffræði Brasilía er vel þekkt fyrir tegundafjölbreytni í dýraríkinu, en nú hafa fleiri bæst í hópinn. Nýlega hafa brasilískir vísindamenn uppgötvar 14 áður óþekktar tegundir í mánaðarlöngum leiðangri um Cerrado-svæðið, sem er eitt af 34 svæðum í heiminum þar sem fjölbreytni lífríkisins er hvað allra mest. Hér fundu vísindamennirnir átta tegundir fiska, eina hornkörtu, tvö skriðdýr, eitt spend Lesa meira
Hjá ástföngnu fólki virkjar samspil boðefnanna dópamíns og noradrenalíns þann hluta heilans sem nefnist rófukjarni. Þetta er frumstæður hluti heilans sem finnst einnig hjá dýrum þar sem hann trúlega gegnir svipuðu hlutverki. Rannsóknir á simpönsum, hundum og fílum hafa sýnt að stundum við makaval auðsýna þau eitthvað gagnvart hinum útvalda, sem líkja mætti við ástúð. Dýrin beina allri athygli Lesa meira
Á myndböndum lítur þessi tilraun mjög sannfærandi út, þetta er engu að síður fölsun, því orkan frá frá farsímunum er allt of lítil – sem betur fer. Jafnvel í sterku geislasviði í örbylgjuofni líður nokkur tími áður en svo mikil orka hefur náð inn í maískornin að þau taka að springa. Styrkurinn í ofninum er 700 wött eða meiri og örbylgjunum er beint í mjög ákveðna stefnu. Til samanburðar er geislu Lesa meira
Loft brennur ekki, jafnvel ekki þótt súrefnismagnið sé aukið. Súrefnið sjálft brennur ekki, heldur nærir eldinn og því getur verið hættulegt að kveikja eld þétt við mikla uppsprettu súrefnis. Ef t.d. er kveikt á kerti í lofti þar sem súrefni hefur verið aukið, brennur kertið hraðar og getur skapað hættu. Til að eldur kvikni þarf eldfimt efni, súrefni og hita. Þegar efni brennur gengur það í ef Lesa meira
Ástæða þess að vatn myndar dropa er yfirborðsspenna sem stafar af því að vatnssameindirnar dragast hver að annarri. Vatnssameindir eru bæði innan í dropanum og á yfirborði hans. Sameind inni í vatnsdropa verður fyrir aðdráttarafli frá öllum hliðum jafnt. Sameind á yfirborðinu togast hins vegar aðeins inn á við. Þannig er ákveðinn kraftur í yfirborðssameindunum og sá kraftur leitar inn á við. Þessi Lesa meira
Rétt eins og spendýr eru fuglar komnir af skriðdýrum sem höfðu komið sér upp kjálkum og tönnum. Um 150 milljón ára steingervingar af Archaeopteryx lithographica hafa bæði tennur og fjaðrir, en þessi skepna er frá upphafi þróunar fugla. En síðan hefur þróunin beinst að því að auka flughæfnina sem mest. Þáttur í þessu ferli var að létta líkamann alls staðar þar sem þess var kostur. Kjálkar og Lesa meira
Frá árinu 2000 hefur þýska rannsóknarskipið Polarstern sem tilheyrir Alfred Wegner-stofnuninni í Brimarhöfn verið einn ötulasti þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni, Census of Marine Life. Meira en 2.000 sérfræðingar frá ríflega 80 löndum hafa tekið þátt í tilraun til að lýsa dýralífi heimshafanna og svara fjórum einföldum en ákaflega mikilvægum spurningum: Hversu margar tegundir finnast, h Lesa meira
Jarðskjálftar stafa af hreyfingum jarðskorpuflekanna og styrkur þeirra er mældur á svonefndum Richterkvarða. Harðasti jarðskjálfti sem hingað til hefur mælst, varð í Chile árið 1960 og mældist 9,5 á Richter. Jarðskjálftinn í Indlandshafi 2004, sá hinn sami og leiddi af sér hina mannskæðu flóðbylgju, var 9,3 og því einnig meðal allra öflugustu skjálfta. Jarðskjálftar á bilinu 8-10 á Richter eru Lesa meira
Líffræði Svonefndir kerberar, blóm sem lifa á smádýrum, gefa frá sér slím sem heldur bráðinni æ fastar eftir því sem hún brýst meira um. Þetta sýnir ný frönsk rannsókn. Kerberar hafa fram að þessu ekki verið taldir beita beinum aðgerðum við dýraveiðar. Þessi blóm laða til sín bráðina með sætum blómasafa en barmur og innri hliðar bikarsins eru hálir og t.d. ef fluga sest, rennur hún niður í ens Lesa meira
Litur blóms er aldrei tilviljanakenndur, heldur nákvæmlega aðlagaður þeim dýrum sem annast frjóvgunina. Þetta er reyndar eina ástæðan fyrir litskrúði blómanna. Um 80% allra plantna láta dýr annast frjóvgun, langoftast skordýr, en kólibrífuglar og leðurblökur koma líka við sögu og jafnvel sandeðlur. Þótt flest þessara dýra geti lært að heimsækja blóm í öðrum litum, beinir eðlisávísunin þeim að á Lesa meira
Kóralar í sjó eru ekki ósvipaðir plöntum eða sveppum, en þeir teljast til dýraríkisins. Kóralar eru holdýr og fullorðnir sitja þeir fastir á sjávarbotni, ýmist stakir eða í hópum. Líkami dýrsins er að stærstum hluta magaholrúm og magaopið gegnir bæði hlutverki munns og endaþarms. Oft er kórölum skipt upp í mjúka og harða kórala. Í mjúkum kórölum er engin burðargrind til að skapa styrk og lögun, h Lesa meira
Þann 27. desember árið 2004 mældu stjörnufræðingar öflugustu orkusprengingu sem hefur nokkru sinni verið skrásett. Á einungis 0,2 sekúndum losnaði meiri orka en sólin sendir á 250 þúsund árum frá stjörnunni SGR 1806-20. Þær greiningar sem fylgdu í kjölfarið sýndu að gammageislarnir gátu einvörðungu verið upprunnir frá segulstjörnu, þ.e.a.s. nifteindastjörnu með ógnar öflugu þyngdarsviði. Þar með v Lesa meira
Hreyfingar skottsins eru mikilvægur hluti í samskiptum hjá öllum meðlimum hundafjölskyldunnar – auk hunda má nefna úlfa, refi, sléttuúlfa og sjakala. Hundar eru komnir af úlfum og þessar tvær tegundir greindust að fyrir um 100.000 árum. Það er skammur tími þróunarlega séð og því ekki að furða að margt sé líkt með samskiptum beggja tegunda. Auk þess að urra, gelta og góla eiga hundar og úlfar s Lesa meira
Tvö augu hafa a.m.k. fjóra kosti umfram aðeins eitt stakt auga. Í fyrsta lagi hefur dýrið auga til vara, ef annað augað skyldi eyðileggjast. Í öðru lagi verður sjónsviðið víðara. Eineygt fólk hefur 150 gráðu lárétt sjónarhorn en með tvö augu náum við 180 gráðum. Hjá mörgum fuglum eru augun á hliðunum og þeir ná því að sjá nánast allan hringinn án þess að snúa höfðinu. Í þriðja lagi veita tvö samhl Lesa meira
Heilabú frummanna fór skyndilega stækkandi þegar kólnaði í veðri og það var þá sem forfeður okkar þróuðust og urðu að Homo sapiens, hinum viti borna manni. Fyrir 2,5 milljónum ára voru aðstæður nákvæmlega réttar og leiddu til stækkunar heilans, segja vísindamenn hjá Howard-háskóla í Washington DC og Max Planck-lífefnastofnuninni í Jena. Fram að þessum tíma var loftslag á hnettinum um 2 gráðum h Lesa meira
Loftið er hið rétta heimkynni fuglanna og þeir geta því lent í vandræðum meðal kjötétandi spendýra og skriðdýra eftir að hafa misst flughæfnina. Til eru þó ófleygir fuglar, komnir af fleygum forfeðrum, sem hefur tekist ágætlega að laga sig að umhverfinu á jörðu niðri. Þetta gildir t.d. um mörgæsir, emúa og strúta. Í Norður-Ameríku og Evrópu hafa fundist steingerðar leifar af fleygum forfeðrum s Lesa meira
Líffræði Náttúrfræðingar á vegum samtakanna „Conservation International“ hafa uppgötvað fjölda dýrategunda í fjöllum á Daríen-svæðinu á landamærum Kólumbíu og Panama. Meðal áður óþekktra tegunda má nefna þrjá eiturfroska, þrjá glerfroska, einn trúðfrosk, eina salamöndru og tvær froskategundir af Pristimantis-ætt. Glerfroskarnir þrír eru af ættunum Nymphargus, Cochranelia og Centrolene, en eitur Lesa meira
Enginn veit nákvæmlega hvað tími er, en það hefur þó ekki neina afgerandi þýðingu í raunveruleikanum. Í eðlisfræði er tími ákveðin grundvallarstærð og notaður til að lýsa lengd ákveðins atviks eða hvenær það hefur orðið. Eðlisfræðingar geta mælt tíma og notað hann til útreikninga og meira að segja útskýrt að tíminn líði hægar í geimskipi sem nálgast ljóshraða. Tíminn er sem sagt stærð sem notuð er Lesa meira
Genabreytt mýfluga getur reynst vera það vopn gegn malaríu sem vísindamenn hafa leitað eftir í fjölmörg ár. Mýflugan, sem er breytt af Mikael Riehle og rannsóknarteymi hans við University of Arizona, getur nefnilega ekki smitað með sníkjudýrinu plasmodium sem orsakar sjúkdóminn. Mikael Riehle hefur komist að því að með því að breyta erfðafræðilega svonefndum Akt-efnahvata þannig að hann sé stöðug Lesa meira
Elding er stór neisti og við erum vön að neisti fari beinustu, stystu leið að marki sínu. Í tilviki eldingar í þrumuveðri þarf þó að leggja marga kílómetra að baki og ferlið við að mynda eldingu gerist því í minni þrepum. Neisti myndast vegna spennumismunar og hvað eldingar varðar er þetta spennumismunur milli þrumuskýsins og jarðar. Áður en elding myndast verður þessi gríðarlegi spennumunur ti Lesa meira
Börn jafnt sem afkvæmi dýra eru tvíburar þegar þau fæðast tvö í einu. Eineggja tvíburnar hafa þróast úr sama frjóvgaða egginu, sem þá hefur skipt sér í tvennt mjög snemma. Tvíeggja tvíburar þróast hins vegar úr tveimur frjóvguðum eggjum. Tvíburafæðingar eru vel þekktar í dýraríkinu, t.d. kemur fyrir að hryssur kasti tveimur folöldum, en þetta eru sjaldnast eineggja tvíburar, þótt það geti komið Lesa meira
Flest blóm loka sér yfir nóttina og það gildir einkum um blóm sem skordýr sjá um að frjóvga, en þau eru á ferli yfir daginn. Yfir nóttina gefst sem sé ekkert tækifæri til frjóvgunar og hagsmunum blómanna er því best borgið með því að vernda hin dýrmætu frjókorn gegn hættum sem stafað geta af dögg, meindýrum og örverum. Frjókorn í opnu blómi geta orðið vot af dögginni og geta þá ekki lengur lagst Lesa meira
Jarðfræði Jarðfræðingar, m.a. við Hawaii-háskóla í Manoa, hafa nú sýnt fram á ákveðið jarðefnafræðilegt ferli sem jafnar út magn koltvísýrings í gufuhvolfinu. Eftir að koltvísýringur berst út í gufuhvolfið, t.d. í eldgosi, dregur smám saman úr magninu vegna veðrunar sílikatríks bergs og mikið af koltvísýringi endar í setlögum á hafsbotni. Rannsóknin byggist á sjávarefnaupplýsingum og borkjörnu Lesa meira
Vissulega mætti ætla að hin ójafna skipting þurrlendis og hafsvæða ylli því að norðurhluti hnattarins væri þyngri en suðurhlutinn. En reyndar heldur jörðin sér í ágætu þyngdarjafnvægi. Ástæðuna nefna jarðfræðingar flotjafnvægi eða „isostasy“. Þegar fellingafjöll myndast eða meginland færist til safnast um leið upp mikið berg á ákveðnum stað. Þungi bergsins ryður öðrum efnum frá sér en það geris Lesa meira
Þegar flugvél fær meðvind í öflugum vindstreng getur hún aukið hraða sinn verulga. Hinir hröðu vindstrengir eru eiginlega hátt liggjandi fljót af loftstraumi. Slíka er jafnan að finna í 9000 - 10500 metra hæð yfir jörðu, einmitt í þeirri hæð sem flugumferð er hvað mest. Hraði vindstrengsins getur á vetrum náð allt að 400 km / klst. og þegar því er bætt við um 900 km / klst. sem er venjulegur hraði Lesa meira
Svo sem kunnugt er getur silfur orðið svart og því þarf maður reglubundið að fægja silfurmunina sína. Skýringin er sú að silfur er ekki jafn mikill eðalmálmur og gull. Hreinir eðalmálmar hafa þann eiginleika að mynda nánast alls ekki nein sambönd við efni í umhverfi sínu. Gull getur þannig haldist hreint öldum saman. Silfur telst líka eðalmálmur og hreint vatn eða loft hafa engin áhrif á það. En e Lesa meira
Kafloðnir mammútar, eða loðfílar, höfðust við á sléttum Norður-Ameríku miklu lengur en talið hefur verið. Þetta sýna rannsóknir á DNA-sameindum sem varðveist hafa í sífreranum í Alaska. Í meira en 100 ár hafa menn deilt um ástæður þess að loðfílar og fleiri stórvaxnar dýrategundir dóu út í lok ísaldar. Á tiltölulega skömmum tíma hurfu um tveir þriðju allra stórvaxinna spendýrategunda í Norður- Lesa meira
Þegar Mentos-töflur eru settar í gosflösku losnar mikið af C2O-gasi á örskömmum tíma. Pillurnar auka nefnilega hraðann á myndun loftbólna. Þegar koltvísýringur sem uppleystur er í gosvatni, myndar loftbólur, þarf bólan að yfirvinna hina öflugu yfirborðsspennu sem er í vatni. Til að þetta geti gerst þarf loftbólan helst að myndast á örlítilli ójöfnu á innra borði ílátsins eða við óhreinindaörðu Lesa meira
Hin ósýnilega geislun sólar samanstendur af innrauðu og útfjólubláu ljósi sem uppgötvaðist með aðeins eins árs millibili. Árið 1800 klauf þýski tónlistarmaðurinn og stjörnufræðingurinn William Hurschel (1738 – 1822) sólarljósið í alla liti regnbogans með glerstrendingi. Síðan mældi hann hitastigið í mismunandi litum og uppgötvaði að heitasta hluta litrófsins var að finna utan við rauða og sýnilega Lesa meira
Það er vel þekkt að höfrungar nýta sér bylgjur á yfirborði sjávar. Þeir hafa sést stökkva víða undan ströndum þar sem háar öldur myndast. Oft nýta þeir sér líka yfirborðsbylgjur frá skipum eða bátum og eiga til að fylgja minni bátum og synda eða stökkva í kringum þá. Ástæða þessa atferlis er líklegast sú að höfrungunum þyki þetta skemmtilegt. Kannski veita bylgjurnar þeim líka einhverja kitland Lesa meira
Kjarnorkuáætlun Þjóðverja hefur verið talsvert umdeild meðal sagnfræðinga, en þeir eru þó einhuga um að Þjóðverjar hafi ekki verið komnir neitt nálægt því að geta gert út um seinni heimsstyrjöldina með kjarnasprengjum. Ástæðan er einkum sú að í kjarnorkusprengju þarf úran-235, sem ekki er nema 0,7% af því úrani sem er að finna í náttúrunni. Að auki er forvinnsla úrans-235 erfið, því efnið þarf að Lesa meira
Flestir hænsnfuglar verpa mörgum eggjum á varptímanum. Sumar tegundir kornhænsna verpa allt að 30 eggjum í hreiðrið. Aðrar tegundir láta sér nægja færri egg en verpa oftar á ári. Rannsóknir á eggjastokkum tamdra hæna sýna að þær geta verpt mörg þúsund eggjum á ævinni. Það er þó sjaldgæft, þar eð hænur eru yfirleitt ekki látnar lifa svo lengi. Rétt eins og aðrir fuglar bregðast hænsfuglar við eg Lesa meira
Tveir bandarískir stærðfræðingar hafa sett upp tölvulíkan sem líkir nákvæmlega eftir myndun snjókorna. Reiknilíkanið er talið geta gagnast veðurfræðingum við að sjá fyrir hvaða áhrif mismunandi bygging snjókorna hefur á magn snjókomu úr ákveðnu skýi. Lesa meira
Í goshver verða miklar gufusprengingar, sem með reglulegu millibili skjóta vatns- og gufustrók upp úr jörðinni. Strókurinn getur orðið mjög hár, jafnvel allt að 100 metrar. Drifkrafturinn felst í miklum jarðhita sem aftur stafar frá hraunkviku á litlu dýpi, oft 4-5 km. Flestir goshverir eru þess vegna á svæðum þar sem jarðskorpuflekar mætast og bráðið hraun streymir upp úr möttlinum. Að auki þu Lesa meira
Lífshættulegar matarvenjur setja nú pokamörðinn í Norðaustur-Ástralíu í mikla hættu. Þessi dýr eiga til að éta eitraða tegund froskdýra, svonefndar sykurreyrkörtur. Svo eitruð er tegundin að ein karta dugar til að drepa pokamörð. En nú veita menn tegundinni aðstoð. Vísindamenn hjá Sydneyháskóla hafa kennt 30 pokamörðum að forðast sykurreyrkörturnar. Þeir fönguðu pokamerðina og gáfu þeim litla ska Lesa meira
Líffræði Köngulóarvefir eru iðulega gerðir af mikilli útsjónarsemi og sumar tegundir leggja að auki mikla vinnu í mynstur og aðrar skreytingar. Það hefur fram að þessu verið óljóst hvers vegna köngulærnar spinna slík mynstur sem óneitanlega gera vefina mun sýnilegri en ella. En nú hafa vísindamenn á Taívan fundið hugsanlega skýringu. Í skógsvæði einu á Taívan settu vísindamennirnir upp tökuvél Lesa meira
Flugtækni hunangsflugunnar er hreint afleit og hún verður að beita afli til að vega upp á móti skorti á loftaflsfræðilegri aðlögun á flugi sínu. Þetta segja vísindamenn við Oxford-háskóla í Englandi eftir að hafa rannsakað tegundina Bombus terrestris. Þeir komu hunangsflugum fyrir í vindgöngum með aðlaðandi frjókornablómum. Þegar flugurnar tóku stefnuna á blómin slepptu vísindamennirnir reyk in Lesa meira
Kýr drekkur allt upp í 100 lítra vatns á sólarhring og getur að meðaltali mjólkað yfir 20 lítra á dag. Ríflega 80% mjólkurinnar eru vatn. Þetta er þó dálítið misjafnt eftir kúakynjum. Lesa meira
Líffræði Komododrekinn er stærsta eðla á jarðarkringlunni og ógnvekjandi rándýr sem lagt getur jafnvel stóra bráð að velli. Nú sýna hins vegar nýjar rannsóknir við háskólann í Nýja Suður-Wales að bitstyrkur eðlunnar er ekki mikill. Ef styrkur bitsins væri allt sem máli skipti, væri þessi eðla illa sett og gæti þá aðeins lagt að velli smærri dýr, en ekki t.d. kýr eða geitur. Höfuðkúpa eðlunnar er Lesa meira
Flest fjöll myndast við árekstur milli tveggja af rekplötum jarðar. Hafi báðar plöturnar meginland til að bera, þrýstast þær upp í langar fjallakeðjur þar sem meginlöndin eru of létt til að sökkva niður í iður jarðar. Þetta á sér m.a. stað í Himalaya, heimsins hæsta fjallgarði, þar sem indverska meginlandið hefur á síðustu 50 milljón árum rekist inn í evrasíska meginlandið. Slík fjöll hækka afar h Lesa meira
Fornleifafræði Svonefnd girih-mynstur sem prýða margar íslamskar byggingar frá miðöldum reynast nú leyna á sér. Eðlisfræðingar við Harvard og Princeton-háskóla í Bandaríkjunum segja að í þessum flatarmálsmynstrum leynist flókin hugsun sem sýni að byggingameistararnir bjuggu yfir mikilli þekkingu á stærðfræðilögmálum sem menn á Vesturlöndum uppgötvuðu ekki fyrr en 500 árum seinna. Mynstrin byggja Lesa meira
Kettir eru óvanaleg heimilisdýr. Þeir eru einfarar af náttúrunnar hendi og vernda eigin yfirráðasvæði, sem jafnframt táknar að þeir bindast frekar tilteknum stöðum en fólki. Það er víst ekki djúpt í árina tekið að halda því fram að kettir fari ekki eftir fyrirmælum annarra og þegar við hugsum til þess að flest önnur villt dýr, bæði fyrr og nú, hafa verið tamin vegna kjötsins, ullarinnar, mjólku Lesa meira
Súrefni er lífsnauðsynlegt öllum dýrum enda er það mikilvægur þáttur í önduninni sem aftur er svo forsenda þess efnaferlis sem brýtur niður fæðuna og vinnur orku úr henni. Hlutverk súrefnisins er að bindast vetni og lokaafurðir öndunarinnar eru vatn og koltvísýringur. Öll hryggdýr sem anda að sér lofti nota lungu til að vinna súrefnið úr loftinu. Þegar loftinu er andað inn í lungun verða þar sk Lesa meira
Í Kongófljóti eru ýmsar tegundir af ætt ranafiska og eiga fyrir bragðið á hættu að para sig þvert á tegundir. En á þessum vanda hafa fiskarnir fundið sér lausn. Til að hrygnan geti valið sér maka af réttri tegund myndar hængurinn vægt rafstuð í sporðinum. Hver tegund hefur sitt eigið afbrigði sem laðar að hrygnur af sömu tegund. Breski atferlislíffræðingurinn Philline Feulner við Sheffield-h Lesa meira
Sums staðar í heiminum má sjá þessi furðulegu fyrirbæri: stórar klapparsúlur þar sem engu er líkara en einhver hafi vandað sig við að koma fyrir stórum steini uppi á toppnum. Einkanlega í Bandaríkjunum er að finna klettalandslag þar sem slíkar súlur standa, t.d. í Bryce-gili í Utah. Klapparsúlur af þessu tagi hafa myndast við veðrun. Vatn hefur náð að grafa sig niður í yfirborðsklöpp og áfram n Lesa meira
Á eyjunni Borneo hafa líffræðingar uppgötvað áður óþekktan 4 sm langan bertálkna. Snigillinn fannst í fjallaskógi í 1.900 m hæð og er með óvenjulega langan halalíkan afturenda. Í hvíld vefur hann halanum um sig eins og sofandi köttur. Og við mökun skýtur hann litlum örvum af kalsíumkarpónati inn í magann. Þar leysir efnið hormón úr læðingi sem líklega eykur líkur á frjóvgun. Lesa meira
Móteldur er eldur, sem kveiktur er framan við aðsteðjandi eld. Móteldinum er ætlað að brenna upp eldsmat og skapa autt belti sem aðaleldurinn nær ekki að komast yfir. Ef vel tekst til má þannig stöðva aðaleldinn, en jafnframt getur verið hætta á að menn missi tök á móteldinum og hann breiðist út og ástandið versni þannig enn. Það er því ekki á færi annarra en mjög reyndra manna að kveikja móteld. Lesa meira
Það er ekki hægt að segja að þessir litir séu beinlínis litir náttúrunnar. „Náttúran“ er afar vítt hugtak og bláan lit má t.d. víða finna. Bláan lit má bæði sjá á himni og hafi og ýmis blóm eru blá að lit. Fuglar geta líka verið með bláar fjaðrir í fiðurskrúði sínu. Öllu nær lagi væri að tala um rautt, brúnt, gult og grænt sem algengustu plöntuliti. Frumuveggir plantna eru að mestum hluta úr se Lesa meira
Undan vesturströnd Indlands eru leifar af gríðarstórum gíg sem myndaðist þegar loftsteinn féll til jarðar fyrir um 65 milljónum ára. Eldhnötturinn sem skall til jarðar hefur trúlega verið 40 km í þvermál og hann skildi eftir sig 500 km víðan gíg. Þetta er álit vísindamanna hjá Tækniháskóla Texas, sem rannsakað hafa svonefnda Shiva-jarðmyndun sem nú er að hluta grafin undir hafsbotni. Standist þet Lesa meira
Líffræði Hópur sjávarlíffræðinga frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu hefur nú uppgötvað neðansjávarfjall á Macquarie-hryggnum suður af Nýja-Sjálandi. Þarna er nánast eingöngu að finna svonefndar slöngustjörnur sem eru náskyldar krossfiskum. Dýrin skipta milljónum á þessu litla svæði. Það er óvenjulegt að finna svo mikið af slöngustjörnum á neðansjávarfjöllum þar sem kórallar eru yfirleitt meira áberand Lesa meira
Þróunin hefur skapað einstakt dýralíf á eyjunni Bioko undan ströndum Vestur-Afríku. Þar eru aparnir stærstu jurtaætur eyjanna og stærsta rándýrið er minna en köttur. Þar lifa 900 kg þungar sæskjaldbökur og antilópur sem eru minna en 5 kg að þyngd. Þarna hafa apar og hálfapar fundið sér griðastað án rándýra. Níu af alls ellefu öpum og hálföpum sem lifa á eyjunni eru sérstakar tegundir eða undirtegu Lesa meira
Langflestar gerðir sótthreinsiefna til handþvotta innihalda 70-85% alkóhól og fjarlægja af þeim sökum meira en tífalt fleiri bakteríur en venjulegur handþvottur. Alkóhól er rokgjarn vökvi sem gufar hratt upp og því þarf maður ekki að þurrka hendurnar eftir sótthreinsun. Þetta sparar ekki aðeins tíma heldur kemur líka í veg fyrir að nýjar bakteríur berist úr handklæðinu. Uppgufun krefst hins Lesa meira
Til að afhöfða mann í einu höggi þarf sterk og beitt sverð. Bæði sverð Rómverja, evrópskra miðaldarmanna og japanskra samúræja höfðu þann styrk og bit sem þarf til að höggva höfuð af manni. Þó er ekki líklegt að mörg slík hálshögg hafi átt sér stað á vígvellinum. Auk styrk sverðsins og skerpu þurfti nefnilega óhemju öflugt og nákvæmt högg til að skilja höfuð frá búki. Hins vegar hefur verið nok Lesa meira
Fiskar anda með tálknum í vatninu. Þetta eru þynnur með næfurþunnu húðlagi og draga auðveldlega til sín súrefni úr vatninu. Súrefnisþéttni vatnsins er misjöfn og afar næmir viðtakar í tálknunum skynja súrefnismagnið. Verði súrefni í vatninu of lítið, bregst fiskurinn við með því að auka vatnsflæðið eða synda burt og finna sér súrefnisríkara vatn. Það kemur þó fyrir að fiskar lendi í vatni þar s Lesa meira
Krossfiskurinn Pisaster ochraeus á við vanda að etja. Þegar sjór fellur út lendir hann í sólskini sem getur þurrkað upp vökvann úr líkamanum. Vísindamenn, m.a. hjá Suður-Karólínuháskóla í Bandaríkjunum hafa nú uppgötvað að Pisaster, sem lifir við vesturströnd Norður-Ameríku, hefur þróað krók á móti bragði. Dýrið fyllir hólf í örmunum með köldum sjó, sem viðheldur kælingu í líkamanum. Sjórinn lækka Lesa meira
Það skiptir meginmáli fyrir dýr með harðan skjöld á bakinu, svo sem bjöllur og skjaldbökur, að geta snúið sér við, ef þau skyldu lenda á bakinu. Að öðrum kosti biði þeirra aðeins dauðinn. Dýrin geta lent á bakinu af ýmsum ástæðum, t.d. oltið niður af ójöfnu eða þá þegar karldýr takast á. Hjá sumum skjaldbökutegundum tíðkast meira að segja að karldýrin reyna að snúa hvort öðru á bakið. Mismunand Lesa meira
Þegar langfætlur fara um, þá hangir búkur þeirra í e.k. stoðvirki ganglima sem eru afar stöðugir. Sumar tegundir eru með hreyfanlegan lið á endanum – rétt eins og griphali apa – sem má vefja utan um t.d. stöngla til að tryggja festu, stöðugleika og aukna klifurgetu. Sést hefur til þeirra grípa um limi annarra langfætlna með slíkum hætti. Langfætlurnar geta auk þess losað sig við ganglimi ef óvi Lesa meira
Blómsturplöntur hafa stilka sem gerðir eru úr mismunandi vefjum. Yst eru lög sem koma í veg fyrir að plantan tapi vökva og í þeim eru líka trefjar sem gefa plöntunni styrk. Innar er svo sáldvefur (phloem) og viðarvefur (xylem), eins konar æðar sem flytja vatn, steinefni og sykur sem til verður í ljóstillífun. Innst er svo mergurinn sem í mörgum plöntum er mjúkur og svampkenndur. Mergurinn gegnir h Lesa meira
Segja má að það sé „kalt hraun“, en það er engu að síður nokkuð heitt. Hraun sem upp kemur í eldgosi er yfirleitt fljótandi við meira en 900 gráðu hita. Í Tanzaníu er að finna eldfjall þar sem upp kemur hraun sem aðeins er um 500 stiga heitt. Fjallið heitir Oldoino Lengai, sem merkir Fjall guðanna á masaímáli. Fjallið er eitt margra á jarðflekamótum í Austur-Afríku. Yfirleitt sjáum við nýtt hra Lesa meira
Ógnvekjandi skriðdýr sem lifði í sjó á krítartímanum hefur nú fundist á Spitzbergen í Svalbarðaeyjaklasanum. Skepnan telst ekki til forneðlanna (dynosaurus) heldur annarar gerðar sem nefnist pliosaurus. Hér er um að ræða alveg nýja tegund og hugsanlega nýja ætt þessara sjávarskriðdýra. Af steingervingunum má ráða að skepnan hafi verið a.m.k. 15 metra löng og vegið um 45 tonn. Hauskúpan va Lesa meira
Stál er að mörgu leyti ákjósanlegt efni. Það er sterkt og fast fyrir en þó sveigjanlegt. Stál er auðvelt að forvinna og sjóða saman og til viðbótar er það ódýrt. Það hefur því öðlast hefð sem byggingarefni í bíla. Engu að síður hefur stál vissa ókosti. Þeir stærstu eru þyngdin og tilhneigingin til að ryðga. Að þessu leiti hefur álið vinninginn. Það ryðgar ekki og er aðeins þriðjungur af þyngd s Lesa meira
Eyðimerkurmaurar af tegundinni Cataglyphis cursor gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa vini í neyð. Þegar vísindamenn við Mount Holyake-skólann í Suður-Hadley í Massachusetts í Bandaríkjunum tóku maur, bundu hann niður með nælonsnúru og grófu hálfan niður í sand, leið ekki á löngu áður en björgunarleiðangur birtist á vettvangi glæpsins í rannsóknastofunni. Björgunarmaurarnir bitu Lesa meira
Það eru svonefndar húsflugur sem oft má sjá flögra í óreglubundna hringi í stofunni. Mörg skordýr laðast að ljósi en það er ekki ástæða hins sérstæða hringsóls húsflugunnar. Flugurnar flögra nefnilega líka kringum peruna þótt slökkt sé á henni. Það eru reyndar aðeins karlflugurnar sem fljúga kringum ljósaperu sem hangir í loftinu. Skýringarinnar mun vera að leita í náttúrulegum heimkynnum þessa Lesa meira
Í leiðangri sínum um frumskóga á Papúa Nýju-Gíneu hafa vísindamenn nú fundið fjölda áður óþekktra dýrategunda. Þeirra á meðal eru þrjár sérstæðar tegundir köngulóa, sem teljast ekki aðeins nýjar tegundir, heldur er ættkvíslin einnig áður óþekkt. Ein þessara köngulóa er stökkköngulóin Tabuina varirata og tilheyrir undirætt sem aðeins er til á Papúa Nýju-Gíneu. Stökkköngulær eru reyndar afar fjöl Lesa meira
Víða um heim virðast froskar og körtur helst kjósa kynmök í tunglskini. Það er Rachel Grant hjá breska Open University-háskólanum sem hefur uppgötvað þetta. Atferlið hefur verið staðfest á Ítalíu, Englandi og Wales og þar að auki á Jövu. Því verður að teljast sennilegt að sama gildi um froska og körtur alls staðar í heiminum. Lesa meira
Stærðfræði Allir sem ferðast hafa með farþegaþotum þekkja þann vanda sem skapast þegar farþegar koma um borð. Gangurinn stíflast þegar fólk er að koma handtöskum fyrir í farangurshólfum og það getur oft tekið langan tíma. Þennan vanda hefur pirraður geimvísindamaður nú leyst. Orðinn hundleiður á biðinni ákvað Jason Steffen hjá Fermilab í Illinois að nota svokallaðan Monte Carlo-algóritma til að f Lesa meira
Laxfiskar lifa í flókinni hringrás þar sem margar tegundir verja fyrsta hluta ævinnar í ferskvatnsám. Þegar laxarnir hafa náð tilskildum þroska halda þeir út í sjó þar sem þeir stækka við át á m.a. smáfiski og krabbadýrum. Þegar kynþroska er náð eftir nokkra mánuði eða ár halda þeir aftur til að fjölga sér í þeirri á sem þeir uxu upp í – oft getur ferðalagið numið mörg þúsund kílómetrum. Áður Lesa meira
Allt fram undir lok 17. aldar álitu menn að ljós bærist "samstundis", en árið 1675 uppgötvaði danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer "bið ljóssins" eins og hann nefndi fyrirbærið. Rømer komst að því að eftir því sem meiri fjarlægð var milli jarðar og Júpíters, því lengur tók það ljósið frá Io, tungli Júpíters, að ná hingað. Hann reiknaði út að það tæki ljósið um 22 mínútur að berast um vegalengd Lesa meira
Ljósleitur börkur er hentugur trjám sem vaxa norðarlega. Börkurinn endurkastar þannig meira sólarljósi og fyrir bragðið er trénu auðveldara að halda jöfnu og lágu hitastigi yfir veturinn. Það kann að virðast mótsagnakennt en í köldu loftslagi getur verið mikilvægt að halda hitastiginu lágu. Ef hitinn í trénu sveiflast upp og niður fyrir frostmark á hverjum sólarhring er hætta á frostskemmdum, t Lesa meira
Steingervingafræði Hver lagði fyrstur undir sig loftið? Voru það fuglar eða spendýr? Steingervingafræðingar í Kína telja sig nú hafa fundið svar við þessari spurningu eftir að hafa grafið upp um 130 milljón ára gamlan steingerving af dýri sem helst líkist íkorna og fengi hefur nafnið Volaticotherium antiquus. Vísindamennirnir álíta að íkorninn hafi náð valdi á flugi um sama leyti eða jafnvel fyrr Lesa meira
Prófaðu að setja krítarmola ofan í væga sýru, t.d. edik. Það líður ekki á löngu þar til krítin leysist upp. Ekki ósvipaðar aðstæður gætu komið upp í heimshöfunum og bitnað á lífverum sem byggja upp beinagrindur eða skeljar úr kalki, ef ekki tekst að draga hratt úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Höfin drekka í sig a.m.k. fjórðung losunarinnar á ári hverju og þá myndast kolsýra sem veldur þ Lesa meira
Það veldur sársauka að fá salt í sár, vegna þess að salt hefur örvandi áhrif á tilfinningataugar, en þær bregðast við áreiti til að vekja strax athygli heilans á því sem sársaukanum veldur. Tilfinningataugarnar bregðast við þrýstingi og miklum hitabreytingum ásamt efnabreytingum. Salt virkjar taugarnar og gerir þær næmari en ella og sársaukinn í sárinu verður því meiri. Chili hefur sama eiginleika Lesa meira
Gífurlegur fjöldi styrjuhrygna í Kaspíahafi leitar upp árnar í átt að bestu hrygningarstöðunum. Þær eru útþandar af eggjum sem þær nú hrygna í klösum sem fljóta um á árbotninum. Fyrr en varir er aragrúi af hængum mættur á svæðið og þeir frjóvga eggin með því að sprauta svili sínu yfir þau. Að viku liðinni hafa frjóvguð eggin svo breyst í litlar styrjur sem synda sjálfar um. Þannig var þessu að Lesa meira
Tilgangurinn með hita- og kuldaskyni er fyrst og fremst að viðhalda stöðugum líkamshita. Þegar heilanum berast stöðugt upplýsingar frá hitanæmum taugafrumum, notar hann þessar upplýsingar til að stýra blóðflæði til húðarinnar, efnaskipta og ýmislegs annars sem hefur þýðingu fyrir hitajafnvægið. Eitt af því sem heilinn getur haft áhrif á er hegðun okkar. Þegar við förum út í snjóinn í bol og Lesa meira
Þrumugnýr er höggbylgja hljóðs og myndast vegna skyndilegrar og ofboðslegrar hitunar lofts kringum eldinguna. Ýmsar ástæður eru fyrir því að þrumugnýrinn varir lengur en þær fáu míkrósekúndur sem sjá má eldingarblossann. M.a. berast hljóðbylgjur frá mörgum stöðum á ferli eldingarinnar milli skýja og jarðar og tímamunurinn veldur þessum sérkennilega gný. Jafnframt geta hljóðbylgjurnar endurkasta Lesa meira
Hinir litskrúðugu flamingóar standa iðulega á öðrum fæti og vísindamenn hafa lengi undrast þetta. Nú hafa bandarískir vísindamenn hjá Saint Josephs-háskóla í Fíladelfíu uppgötvað ástæðuna. Þegar fuglarnir draga annan fótinn upp að líkamanum, helst þeim betur á líkamshitanum. Það er einkum í vatni sem það dregur úr hitatapi að standa á öðrum fæti. Lesa meira
Tíkin Laika, sem skotið var út í geiminn um borð í Spútnik 2. í nóvember 1957, drapst úr hita og streitu fáeinum klukkustundum eftir geimskotið. Spútnik 2. var skotið á loft aðeins mánuði á eftir Spútnik 1. Öllum undirbúningi var hraðað sem framast var kostur og mönnum var því fullljóst að ekki yrði unnt að ná tíkinni aftur til jarðar. Engu að síður var ætlunin að gera henni lífið sæmilega bæri Lesa meira
Efnafræði En nú hafa vísindamenn við Nebraska-Lincoln-háskóla í Bandaríkjunum komist að raun um að 15, 16, 17 eða 18 frumeindir geti náð saman og myndað lítið gullbúr. Inni í gullbúrinu er rými fyrir eina frumeind af annarri gerð og þessi uppgötvun opnar þann möguleika að nýta slík búr sem flutningatæki, t.d. þegar setja á lyf í blóðrásina. Þannig má koma í veg fyrir að lyfið sé brotið niður í me Lesa meira
Af næstum 40.000 þekktum tegundum köngulóa eru ríflega 20 tegundir þar sem karl- og kvendýr lifa saman í stórum hópum, jafnvel þúsundum saman. Sumar afrískar og asískar tegundir af ættinni Stegodyphus eru þeirrar gerðar að dýrin geta lifað saman og gera í sameiningu stóran, þrívíðan vef og sjá sameiginlega um viðhald hans. Slíkur vefur getur umlukið heilt tré. Þessar köngulær sjá sameiginlega u Lesa meira
Vindurinn getur sveiflað hengibrúm til hliðanna og við réttar aðstæður geta litlar hreyfingar á brúnni styrkt hver aðra. Sé brúin ekki rétt hönnuð getur allt brúargólfið tekið að sveiflast stjórnlaust með hinum óhugnanlegustu afleiðingum. Þetta varð mönnum ljóst þegar Tacoma Narrows Bridge í Bandaríkjunum hrundi árið 1940, ári eftir að smíði hennar lauk. Þetta slys opnaði augu brúarsmiða fyrir Lesa meira
Líffræði Jafnvel eftir að kvensvalan hefur valið sér maka fyrir varptímann, er eins gott fyrir karlinn að halda sér vel til. Víxlspor í kynlífinu eru algeng meðal þessara fugla og sé fiður karlfuglsins ekki í toppstandi, getur hann átt á hættu að þurfa að ala önn fyrir fjölda unga sem hann á ekkert í. Það eru vísindamenn við Cornell-háskóla í New York sem nú hafa sýnt fram á þetta með því að lita Lesa meira
Steingervingafræði Steingervingafræðingar í Perú hafa nýlega fundið rafklumpa sem innihalda afar vel varðveittar leifar smádýra og plantna. Áætlað er að rafið sé 12 - 15 milljón ára gamalt og hér er að finna steingervinga af býflugum, vespum, flugum, mýi, bjöllum, maurum og blóðmaurum - og að auki smásæjar leifar frjokorna, sveppa, mosa, þörunga, baktería og spora. Þannig hafa vísindamennirnir fu Lesa meira
Þarna! Magnús bendir í norðurátt. Hann hefur komið auga á blástur rostungs, en á sjónum er nokkur bræla. Gúmmíbáturinn skoppar á öldunum og við getum varla greint útblástur rostungsins frá hvítfyssandi öldutoppunum. Þetta er gamalt karldýr sem liggur í yfirborðinu og andar þar. Einungis höfuðið er sjáanlegt, en við heyrum greinilega til hans úr nokkurra metra fjarlægð þegar hann fnæsir loftinu Lesa meira
Á öðrum reikistjörnum, þar sem ekki er unnt að miða við yfirborð sjávar, er nauðsynlegt að finna einhvers konar meðalhæð á hnettinum til viðmiðunar. Í þeim tilgangi eru gerðar hæðarmælingar með leysi eða radar. Á Mars hefur hæðarmunur verið mældur mjög nákvæmlega frá gervihnettinum Mars Global Surveyor. Á grundvelli mælinga með leysitækinu “Mars Orbiter Laser Altimeter” var hægt að ákvarða meðalge Lesa meira
Líffræði Þetta nagdýr er á stærð við íkorna og því var fyrst lýst vísindalega árið 2005, en sú lýsing var gerð á grundvelli steingervinga og vísindamenn töldu yfirleitt að þessi rottutegund hefði dáið út fyrir um 11 milljón árum. Áður hefur verið farið í leiðangra um Suðaustur-Asíu til að ganga úr skugga um hvort þetta dýr væri í rauninni útdautt, eða bara svona óhemju sjaldgæft. En Redfield er f Lesa meira
Líffræði Með því að fylgjast með leik höfrunga hefur sálfræðingurinn Stan Kuczaj komist að þeirri niðurstöðu að þessi skynsömu sjávardýr búi yfir eins konar menningu sem þau kenni afkomendum sínum. Eftir margra ára rannsóknir hefur Kuczaj og sá hópur vísindamanna sem hann stýrir skjalfest að höfrungarnir gera leiki sína smám saman flóknari, hugsanlega í þeim tilgangi að læra meira af þeim. “Þe Lesa meira
Um þriðjungur fólks sem borðar ís fær stöku sinnum höfuðverk á eftir. Oftast byrjar höfuðverkurinn fáeinum sekúndum eftir að maður hefur borðað mikið af ís og mjög hratt. Höfuðverkurinn nær hámarki eftir um hálfa mínútu, en er svo liðinn hjá eftir um tvær mínútur. Verkirnir stafa af því að ísinn kælir niður vöðva og æðar í munni og andliti. Þetta veldur því að æðarnar dragast fyrst hratt saman Lesa meira
Hin sérkennilega hegðun bylgna uppi við land byggist á aðstæðum á botninum og þá fyrst og fremst dýpinu. Úti á opnu hafi, langt frá ströndinni, skiptir dýpið engu máli og hér hreyfast bylgjurnar undan vindi. Af þessu getur leitt að þær taki skáhalla stefnu að landi. En eftir því sem grynnkar þrýstist vatnið í bylgjunni saman og um leið dregur úr hraðanum. Þetta þýðir að sá hluti bylgjunnar sem Lesa meira
Seguleldavél virkar allt öðruvísi en önnur hitunartæki. Á slíkri eldavél hitnar aðeins potturinn eða pannan að nokkru ráði. Hellan sjálf verður ekki mjög heit. Leyndardómurinn er fólginn í rafsegulspólu undir hellunni. Þegar straumi er hleypt á spóluna myndar hún hátíðnisegulsvið sem aftur veldur rafstraumi í pottbotninum og vegna mikillar mótstöðu hitnar málmurinn í pottinum og hitinn berst sv Lesa meira
Steingervingafræði Kristallar með vel varðveittu erfðaefni í steinrunnum beinaleifum glæða nú vonir um að hægt verði að ákvarða skyldleika milli löngu horfinna dýra og manna af mikilli nákvæmni. Yfirleitt er erfðaefnið fljótt að brotna niður í rotnunarferlinu en nú hafa vísindamenn, m.a. hjá Weizmann-vísindastofnuninni í Ísrael uppgötvað að erfðaefni finnst einnig í steinefnakristöllum sem myndas Lesa meira
Líffræði Nýuppgötvuð tegund fiðrilda, Heliconus heurippa í Mið-Ameríku, má með sanni kallast líffræðilegt undur. Tegundin reynist sem sé vera blendingur tveggja annarra fiðrildategunda á svæðinu. Þetta er afar sjaldgæft fyrirbrigði í þróunarsögunni, enda eru blendingar tveggja aðskilinna tegunda yfirleitt ófrjó, eins og t.d. múldýr sem eru afkvæmi hests og asna. Nýjar tegundir myndast yfirleitt Lesa meira
Blöðin eru eins konar sólfangarar og í þeim fer ljóstillífunin fram að mestu leyti. Til hennar nota plönturnar koltvísýring sem laufblöðin drekka m.a. í sig gegnum kantana. Tennurnar stækka þannig þetta innsogssvæði. Flestir grasafræðingar eru þeirrar skoðunar að tennurnar skapi lauftrjám ábata á vaxtarskeiðinu og vísindamenn við Pennsylvaníu-háskóla hafa einmitt nýlega fært sönnur á þetta. Þeir s Lesa meira
Heimurinn er fullur af dýrum sem grafa sig í jörð. Nefna má moldvörpur, beltisdýr, ánamaðka, kínverska krabba og körtur sem grafa sig í jörð. Mörg þessara dýra teljast meindýr og valda umtalsverðum skaða og þau geta mörg grafið á ótrúlegum hraða. Jarðvegurinn er góður felustaður og í honum er víða að finna næringarríkar rætur og jafnvel önnur dýr sem eru vel æt. Það þarf því engan að undra að m Lesa meira
Líffræði Vísindamennirnir sem rannsökuðu bakteríuna þurftu að beita afli sem svarar til um 800 kg á fersentimetra til að rífa hana lausa og þar með er þetta lím hið sterkasta sem til er í náttúrunni. Nú hyggjast menn reyna að líkja eftir þessu lími, sem virkar jafnt á vott sem þurrt yfirborð. Gerviefnisútgáfa límsins gæti t.d. komið að góðum notum á sviði verkfræði og læknisfræði. Lesa meira
Það tekur á taugarnar þegar farsíminn verður rafmagnslaus hafi maður gleymt að hlaða hann. Það væri nokkuð sniðugt ef að slík tól gætu hlaðið sig sjálf, t.d. ef rafmagnstæki gætu bara sogað til sín orku eftir þörfum, svo að maður þurfi ekki á innstungu og hleðslutæki að halda. Það voru slíkar vangaveltur sem urðu til að Marin Soljacic frá hinu Bandaríska Massachusetts Institute of Technologie Lesa meira
Reyndar hafa margir af helstu kenningasmiðum síðustu alda, þ.m.t. Albert Einstein, eytt drjúgum starfstíma í að skýra hvers vegna málum er svo háttað. Hinn heimsfrægi enski stærðfræðingur Roger Penrose við Oxford – háskóla hefur aldrei fyllilega sætt sig við skýringar þeirra. Hann hefur nú sett fram nýja tilgátu þar sem þyngdaraflið gegnir meginhlutverki. Hafi Penrose á réttu að standa getum við e Lesa meira
Líffræði Tveir líffræðingar við Kaliforníuháskóla í San Francisco í Bandaríkjunum hafa nú uppgötvað að lirfur bjöllunnar Meloe franciscanus hafa með sér samstarf til að draga karlkyns býflugur á tálar. Atferlið hefst þannig að kvenbjallan verpir eggjum sínum við rót ákveðinnar plöntu. Um leið og lirfurnar hafa klakist þjappa þær sér saman og skríða því næst í einum klumpi upp eftir jurtinni. Þega Lesa meira
Jöklafræði Japanskir vísindamenn hafa nú sótt elsta ískjarna heims niður á 3 km dýpi á Suðurskautslandinu. Elsta lag ískjarnans er um milljón ára gamalt og það er búið að taka tvö ár að bora niður á þetta dýpi frá Dome Fuji-stöðinni á Suðurskautslandinu. Í ísnum eru loftbólur og gróðurhúsalofttegundir í þeim geta nú gefið alveg einstæða mynd af loftslaginu á þessum tíma. Auk loftbólnanna er í Lesa meira
Í raunveruleikanum er ógjörningur að stökkva inn í fjarflutningstæki í Evrópu og stíga út í Ástralíu, en í heimi atómanna, sem stýrast af lögmálum skammtafræðinnar, geta eðlisfræðingar beitt ýmsum brögðum. Vissulega geta þeir ekki sent hlutlæg fyrirbæri, eins og atóm, langt burt í tíma og rúmi með fjarflutningi, en þeir geta eyðilagt ljósgeisla á einum stað og fengið sanna eftirmynd af geislanum t Lesa meira
Í óbyggðum Alaska er að finna eldfjallið Pavlof. Þetta keilulaga eldfjall er frábrugðið nær öllum öðrum eldfjöllum fyrir þær sakir að það gýs á tilteknum tímum árs. Langflest gosin verða á haustin og að vetri til, þegar lágur loftþrýstingurinn veldur hækkun vatnshæðar. Samkvæmt heimildum frá Alaska Volcano Observatory þrýstir aukið vatnsmagnið bergkviku upp úr eldfjallinu, líkt og gerist þegar tan Lesa meira
Svarthol er ákveðinn staður í geimnum þar sem efnismassinn er svo þéttur að hvorki efni né geislun í nokkru formi sleppur út úr þyngdaraflssviði massans. Þess vegna er vissulega ógerlegt að sjá svartholið sjálft. En aftur á móti má stundum sjá þau áhrif sem svartholið hefur á umhverfi sitt. Sé efni að finna í nágrenni svartholsins, sogast það í áttina til þess. Þetta efni, hvort heldur um er að Lesa meira
Það er einkum meðal spendýra sem karldýr eru stærri en kvendýr. Mesta stærðarmun kynjanna er að finna hjá sæfílum. Tarfarnir geta orðið allt að 4 tonn en kýrnar eru ekki nema um 500 kg. Það gerist líka alloft að kýrin kremjist til bana við kynmök. Líkast til hafa tarfarnir þróast í þessa stærð vegna þess að þeir þurfa sannarlega á sem mestum styrk að halda í blóðugum átökum um mökunarréttinn. Lesa meira
Vorið 1904 gekk hinn snjalli franski stærðfræðingur Henri Poincaré um og gruflaði í vandamáli sem hann fann enga lausn á. Það fólst í að lýsa eiginleikum rúmfræðilegra forma í æðri víddum. Poincaré hafði hugmynd um hvernig formin myndu verða en gat ekki sannað það. Þess vegna setti hann fram svonefnda tilgátu Poincarés, sem hefur síðan orðið ein helsta gáta stærðfræðinnar. Ótal stærðfræðingar Lesa meira
Líffræði Bandarískir sjávarlíffræðingar hafa nú með dvergkafbátnum Alvin uppgötvað áður óþekkta, ljósa humartegund með löng, ljós hár á klónum. Þessi sérkennilega lífvera fannst á 2.300 metra dýpi um 1.500 km suður af Páskaeyju. Humarinn hélt sig hér í grennd við hitauppsprettu á hafsbotni, svonefndan svartstrók. Enn er ekki vitað til hvers dýrið notar hárin, en vísindamennirnir geta sér þess Lesa meira
Í gamla daga var talað um peningalykt frá t.d. síldarbræðslum, en er það ekki tilfellið að greina megi málmlykt af smápeningum? Það getur fundist nokkuð ákveðin málmlykt af smápeningum og reyndar ýmsum öðrum málmhlutum sem við komumst í snertingu við, t.d. lyklum, skartgripum eða hnífapörum. En nú hafa efnafræðingar hjá Virginia Tech í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að efnafræðile Lesa meira
Líffræði Það hefur lengi verið ráðgáta, hvernig þau örsmáu gullkorn sem finnast í jarðvegi og árfarvegum, eru tilkomin. Nú telja jarðfræðingar við ástralska stofnun, sem heitir því langa nafni “Cooperative Research Center for Landscape Environments and Mineral Exploration”, sig hafa fundið ummerki þess að gullkornin gætu verið komin úr bakteríum. Á gullkornunum fundu vísindamennirnir örþunnt l Lesa meira
Það er alltaf skaðlegt að drekka mikið magn áfengis, en það er reyndar hægt að grípa til ákveðinna ráða til að draga úr þeirri vanlíðan sem í daglegu tali kallast timburmenn. Það er t.d. góð þumalputtaregla að því dekkra sem brennt vín er á litinn, því verri verði timburmennirnir. Þetta stafar af því að timburmönnum valda að hluta ákveðin efni sem myndast ýmist við gerjun eða geymslu og eru mör Lesa meira
Samvaxnir tvíburar eru ekki óþekkt fyrirbrigði í dýraríkinu. Oftast sést þetta meðal húsdýra og í dýragörðum. Ástæða þess er þó líklega sú að þessi dýr eiga litla lífsmöguleika úti í villtri náttúru. Undantekningar finnast þó. Í september árið 2005 fannst ung tvíhöfða skjaldbaka á Kúbu. Þessi skjaldbaka var vandlega rannsökuð af sérfræðingum sædýrasafns í nágrenninu og reyndist fullfrísk og heilbr Lesa meira
Algengt er að heyra um mikla fjölgunarhæfni kanína eða t.d. músa, en meistarar dýraríkisins í þessu efni eru þó blaðlýs. Ævihringur þessara skordýra er að vísu nokkuð misjafn eftir tegundum, en þar eð þær fjölga sér yfirleitt kynlaust og fæða þar að auki lifandi unga, fjölgar stofninum mjög hratt. Blaðlús eignast yfirleitt unga tíunda hvern dag og þar eð ungu Blaðlýsnar þurfa ekki að viðhafa n Lesa meira
Fiseindir eru án nokkurs vafa leyndardómdsfyllstar allra öreinda á sviði eðlisfræðinnar. Tilvist þeirra var sögð fyrir á fræðilegum forsendum árið 1930. Það gerði austurríski eðlisfræðingurinn Wolfgang Pauli og tilgangurinn var að skýra það fyrirbrigði sem kallast “betageislun”. Við slíka geislun umbreytist kjarni frumeindar skyndilega og um leið losar hún frá sér eina rafeind. En orkan varðveitti Lesa meira
Líffræði Lélegur brandari, gæti maður haldið, en nýjar rannsóknir sýna reyndar að háralitur hunds hefur afgerandi þýðingu varðanda árásargirnina. Spænskir vísindamenn hafa gert persónuleikapróf á 51 hundi - öllum enskum - af völdum kynstofnum og í mismunandi litum, allt frá ljósum og flekkóttum til alsvartra hunda. Allir hundarnir voru greindir á hvolpsaldri. Þannig var gengið úr skugga um að eðl Lesa meira
Samkvæmt lögmálum eðlisfræðinnar getur orka hvorki orðið til né horfið, heldur aðeins breyst í annað form. Hvernig stendur þá á því að alheimurinn skuli enn þenjast út? Til þess hlýtur að þurfa mikla orku. Útþensla alheimsins krefst reyndar engrar orku. Allt efni hreyfist og fjarlægist vegna þess öfluga “sparks” sem það fékk í Miklahvelli og fylgir nú öðru grundvallarlögmáli eðlisfræðinnar, nefni Lesa meira
Líffræði Árið 2008 á norski fræbankinn að vera tilbúinn. Byggingaframkvæmdir eru þegar komnar á fullt á Svalbarða þar sem ætlunin er að varðveita þrjár milljónir plöntutegunda í formi fræja. Tilgangurinn er að eiga varaforða af fræjum ef t.d. náttúruhamfarir eða loftslagsbreytingar skyldu útrýma einhverjum tegundum. Fræbankinn verður byggður inn í fjall á eynni Spitzbergen og staðurinn var val Lesa meira
Í upphafi síðustu aldar voru hestar sem gátu reiknað vinsælir í fjölleikahúsum. Fremstur í flokki var þýski hesturinn Klóki Hans. Hann gat lagt saman, dregið frá, margfaldað og deilt, og engu líkara var en að hann kynni skil á dagatali. Þá þegar höfðu fræðimenn rætt í mörg ár hvort dýr hefðu greind, og hvort þau gætu t.d. talið. Klóki Hans var rannsakaður og svo virtist sem hann hefði tileinka Lesa meira
Líffræði Allt fram á síðasta haust stóðu vísindamennirnir í þeirri meiningu að þeir þekktu allar tegundir spendýra í Evrópu. En þá tilkynnti Thomas Cucci við Durham-háskóla á Englandi að hann hefði uppgötvað nýja músategund á Kýpur. Tegundina kallar hann Mus cyprianos. Músin er að því leyti ólík öðrum evrópskum músum að eyrun eru lengri, höfuðið stærra og augu og tennur eru meira áberandi. Fornl Lesa meira
Árið 1860 byrjuðu menn að mæla hitastig á jörðinni og frá þeim tíma hefur meðalhiti við yfirborðið hækkað um 0,8 stig. Árið 2005 var svo hlýtt að það nánast jafnaði metárið 1998. Og þessi tvö ár eru ekki alveg ein á báti, því af 10 hlýjustu árum alls tímabilsins frá 1860 eru 9 á tímabilinu frá 1995. Árið 2001 komst loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC að þeirri niðurstöðu “að megnið af þeirr Lesa meira
Það er ógerlegt að slá því nákvæmlega föstu hve margar tegundir dýra eru til í heiminum. Að hluta til stafar þetta af því að nýjar tegundir finnast jafnt og þétt, einkum nýjar tegundir skordýra og annarra hryggleysingja. En að hluta til gildir um marga flokka dýra að aldrei hefur verið gerð alvarleg tilraun til að telja hversu mörgum tegundum hafi verið vísindalega lýst. Ekki er til neinn einn sam Lesa meira
Er til einhver matur sem líkaminn getur nýtt alveg þannig að maður þurfi ekki á klósettið? Það er reyndar til matur sem meltingarfærin geta nýtt sér að fullu. Þetta gildir t.d. um mat geimfara. En jafnvel þótt maður leggi sér ekki annað til munns, verður eftir sem áður nauðsynlegt að fara á salernið. Þurrefni í saur er nefnilega ekki matarafgangur nema að einum þriðja. Afgangurinn er samsettur úr Lesa meira
Geimfararnir þrír, Thomas P. Stafford, John W. Young og Eugene Cernan, settu hraðamet þegar þeir fóru í gegnum gufuhvolf jarðar á 11.107 metra hraða á sekúndu - eða næstum 40.000 km hraða - árið 1969 í Apollo 10. eftir að hafa verið á braut um tunglið. Mennirnir þrír biðu engan skaða af og í sjálfu sér eru engin takmörk fyrir því hve hratt er hægt að fara. Hraðaaukingin getur valdið vandræðum v Lesa meira
Ástralskur krabbi notar litsterka bláa bakskel til samskipta við aðra krabba sömu tegundar. En nú hafa dýrafræðingar uppgötvað að þessir krabbar geta breytt litnum á skelinni. Hún verður gráleit þannig að krabbarnir falla vel í inn í umhverfið þegar soltnir ránfuglar eru á sveimi í kring. Lesa meira
Það eru þrír mikilvægir kraftar sem hafa á áhrif á skrúfubolta. Í fyrsta lagi þyngdaraflið sem dregur boltann niður, í öðru lagi loftmótstaðan sem virkar gegn stefnu boltans og í þriðja lagi “magnúskrafturinn” sem í er fólgin aðalskýringin á hegðun skrúfubolta. Þessi kraftur dregur nafn sitt af brautryðjendaverki þýska eðlisfræðingsins Gustav Magnus frá árinu 1852. Bolti eða kúla tekur að snúas Lesa meira
Marglyttur eru ekki sérlega færar sundskepnur og blási öflugur vindur eða straumar eru sterkir, eiga þær ekki annars kost en láta berast með. En í kyrru vatni geta þær þó vel flutt sig til af eigin rammleik. Vegna takmarkaðrar sundgetu ásamt þeim vana að synda í sömu stefnu með tilliti til ljóss, vinds og straums, hafa marglyttur tilhneigingu til að safnast fyrir á sama svæði. Mökunin gerist vi Lesa meira
Þrátt fyrir nafnið hafa fæstar tegundir nema örfá hundruð fóta. Metið er 750 fætur og þeir voru taldir á dýri af tegundinni Illacme plenipes. Þessi tegund fannst í Kaliforníu árið 1926. Skömmu síðar hugðust nokkrir vísindamenn ná fleiri eintökum en þá brá svo við að þau fundust alls ekki. Það var ekki fyrr en 2006 sem tegundin sást aftur og nú kom í ljós að útbreiðslusvæði hennar er aðeins um 0,8 Lesa meira
Steingervingafræði Í Patagóníu í Suður-Argentínu hafa vísindamennirnir fundið steingerða hauskúpu af áður óþekktum forsögulegum krókódíl sem hefur herjað í höfunum fyrir um 135 milljónum ára. Skepnan, sem nú hefur hlotið latneska heitið Dakosaurus andiniensis, virðist eins konar blanda af kródódíl og Tyrannosaurus-eðlu. Hauskúpan er um 80 sm löng og vísindamennirnir telja að skrokkurinn hafi v Lesa meira
Líffræði Starfsfólk grasagarðsins í Lyon gerði nýlega merkilega uppgötvun. Þegar starfsmenn litu niður í blóm kjötætuplöntunnar Nepenthes trunctata, blasti við þeim hálfmelt mús. Samkvæmt fræðibókum er einmitt þessi tegund reyndar fær um að melta lítil spendýr og fugla. Í blómum hennar er nefnilega að finna sýrur og ensím sem geta leyst upp lítil dýr. Dýraát plöntunnar hefur þó ekki áður fengist Lesa meira
Þótt vísindamennirnir hafi ekki á reiðum höndum neina endanlega skýringu, á þetta fyrirbrigði að líkindum rætur að rekja til þess náttúrulögmáls sem sér til þess að fuglar læra að syngja og gefa frá sér hljóð tegundar sinnar. Flestir fuglar hafa meðfædda eiginleika sem ákvarða hljóð þeirra en læra þó fyrir alvöru með því að hlusta á foreldra sína og líkja eftir hljóðum þeirra. En hin villta nát Lesa meira
Hryggdýr fjölga sér yfirleitt þannig að sáðfruma karldýrs og eggfruma kvendýrs renna saman og verða að nýjum einstaklingum. Þannig tryggir náttúran erfðafræðilega fjölbreytni. Í einstaka tilvikum hefur þó komið fyrir að kvendýr t.d. fiskar eða slöngur, hafi eignast afkvæmi án afskipta karldýrs. En nú hefur það gerst í tveimur breskum dýragörðum að indónesískar komodo-eðlur hafa eignast afkvæmi Lesa meira
Líffræði Til hvers að éta bragðvond sníkjudýr þegar nóg er af sætu slími? Þetta virðist einfalt val en málið er þó ekki svo einfalt, því þótt fægifiskunum þyki gott það sykurríka slím sem verndar hreistur sumra kóralfiska, leyfist þeim ekki að éta það nema þeir hreinsi jafnframt í burtu sníkjudýrin. Kóralfiskarnir fylgjast nefnilega vel með afköstum einstakra fægifiska meðan þeir hreinsa aðra Lesa meira
Sandstormar í eyðumörkum eru ógnvænleg fyrirbrigði. Hversu mikill sandur berst með slíkum stormi og hve langt getur hann farið? Útreikningar sýna að ef vindur er hvass og sandurinn þurr getur sandburðurinn orðið allt að 30 kg á hvern metra á klukkustund. Þetta þýðir að í miklum sandstormi geta margar milljónir tonna af sandi og ryki flutt sig úr stað. Sandstormur byrjar þegar vindhraði fer yfi Lesa meira
Jarðfræðingurinn Dereje Ayalew var varla stiginn úr þyrlunni þegar ósköpin dundu á: Jörðin nötraði undir fótum hans og tók að rifna í sundur. Hver sprungan á fætur annarri, sumar metri á dýpt, opnuðust í eyðimerkursandinum. Eftir fáeinar sekúndur var hættan liðin hjá og rykið tók að setjast. Dereje Ayalew gat dregið andann léttar. Hann vissi sem var að þetta svæði gat boðið upp á miklar hræringar, Lesa meira
Líffræði Þegar sjávarhitinn hækkar deyja þörungarnir og kóraldýrin missa þar með lífsviðurværi sitt. Þegar þetta gerist missa kórallarnir lit sinn og fölna. Þess vegna hafa vísindamennirnir lengi talið föla kóralla annað hvort vera dauða eða deyjandi. En nú kemur í ljós að a.m.k. ein tegund kóraldýra hefur getað fundið sér alveg nýja fæðu. Líffræðingar við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum hafa upp Lesa meira
Sagan um ekkert er reyndar einnig sagan um allt. Nýjar rannsóknir tengja nefnilega orkuna í hinu tóma rúmi við örlög alheims. Í áranna rás hafa rannsóknir á tómarúminu veitt margs konar vísindalega þekkingu og samkvæmt eðlisfræði dagsins í dag á neindin sér enga tilvist. Tómarúmið er blekking. Jafnvel fullkomnasta lofttæmi reynist innihalda aragrúa af virkni á öreindasviðinu. Það sem næst má k Lesa meira
Tré geta að líkindum náð meira en 4.000 ára aldri, en það er þó hreinasti hégómi í samanburði við sumar aðrar plöntur, einkum þó þá plöntu sem tvímælalaust á metið, Lomatica tasmanica, sem aðeins vex á litlu svæði í fjalllendi á Tasmaníu. Þessi planta er ófrjó, vegna þess að af einhverjum ástæðum hefur hún þrjá litninga í stað tveggja. Hún getur því ekki framleitt fræ heldur aðeins breiðst út m Lesa meira
Árþúsundum saman hefur fjölbreytni náttúrunnar bæði komið mönnum á óvart og vakið hrifningu. Forn-Grikkirnir Aristóteles og Teófrast reyndu að setja saman endanlega lista yfir þau dýr og plöntur sem til væru í heiminum, en urðu að viðurkenna að áður óþekktar tegundir bættust jafnharðan við. Þetta hefur ekkert breyst. Í hvert sinn sem menn hafa gert tilraun til að áætla heildarfjölda dýrategunda he Lesa meira
Líffræði Eftir átta mánaða starf í Andesfjöllunum höfðu grasafræðingarnir safnað nægu magni til að geta hafist handa við greiningar sínar. Með greiningum á erfðaefni þeirra 85 lúpínutegunda sem þeir fundu á svæðinu, tókst þeim að búa til nákvæmt ættartré sem úr mátti lesa skyldleika allra tegundanna. Í ljós kom að 81 tegund var af sama uppruna og átti ættir að rekja til lúpínutegundar sem barst h Lesa meira
Reyndar er ekki öllum köttum illa við vatn. Sem dæmi má nefna Van-köttinn tyrkneska sem á heimkynni við Van-vatn í Austur-Tyrklandi. Þessi tegund er þvert á móti hrifin af vatni og kettirnir synda í vatninu sér til mikillar ánægju. Sú staðreynd að margir húskettir hræðast vatn, tengist að líkindum hita og kulda. Pels katta er fremur þurr. Hann verður því gegnblautur á skömmum tíma og glatar þar Lesa meira