Menning

Samsæriskenningar gerðar til að plata heilann

Jörðin er flöt, menn hafa aldrei lent á tunglinu, árásin á tvíburaturnana í New York var verk bandarískra yfirvalda og ummerki um flugvélar eru í raun hættuleg spilliefni. Þótt samsæriskenningarnar séu snargalnar eru þær lífseigar. Heilinn vill nefnilega finna rökrétt samhengi – jafnvel þótt það sé ekki til staðar.

BIRT: 31/07/2023

Tökuvélin fer í gang. Fyrir miðri mynd stendur maður við lítinn bíl, strandbíl á stórum og breiðum dekkjum. Hlífin hefur verið losuð af bensíntanknum og maðurinn hellir í hann eldsneyti.

 

En þessi tæri vökvi er ekki bensín. Maðurinn er að hella venjulegu kranavatni í tankinn. Skömmu síðar fer vélin í gang og bílnum er ekið af stað.

 

Myndskeiðið er ættað úr fréttasendingu frá árinu 1996, þar sem uppfinningamaðurinn Stanley Meyer sýnir að nýi bíllinn hans gangi fyrir vatni. Vélin klýfur vatnið í  vetnis- og súrefnissameindir og vetnið nýtist sem eldsneyti og skilar orku til venjulegs brennsluhreyfils.

 

Úrgangurinn er bara vatn, sem nota má í næstu umferð og bíllinn getur þannig í rauninni haldið áfram endalaust.

 

Fáeinum árum síðar deyr uppfinningamaðurinn skyndilega og jafnskjótt verður til sérstæð skýring á andláti hans: Valdamiklir menn hjá stóru olíufélögunum létu eitra fyrir Stanley Meyer og tilgangurinn var að koma í veg fyrir að honum tækist að gera bensín óþarft.

 

Sjáðu myndskeiðið hér:

Heilinn er reiðubúinn að draga þessa ályktun vegna þess að náttúran hefur forritað mannsheilann þannig að hann leitist við að finna samhengi.

 

Þessi viðbrögð heilans koma fylgjendum samsæriskenninga til að trúa furðulegustu kenningum – jafnvel þótt þær stríði algerlega gegn vísindalegum sönnunum.

 

Í raunveruleikanum stóð olíuframleiðendum engin ógn af nýju vélinni. Vatnsvélin er nefnilega fullkomlega ósamrýmanleg grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar.

 

Það þarf orku til að kljúfa vantssameindir í vetni og súrefni og af því leiðir að án utanaðkomandi orku leiða náttúrulögmálin sjálfkrafa til þess að vatnsvélin tapar orku og stöðvast.

 

Eilífðarvél Stanleys Meyer var sem sagt tómt bull og dánarorsök hans var í raun og veru heilablóðfall.

 

Bæði fréttamyndskeiðið um Stanley Meyer og samsæriskenningin um dauða hans eru hvort tveggja snemmbornar útgáfur af því sem nú kallast falsfréttir eða „fake news“.

 

Þetta hugtak er mikið til umræðu um þessar mundir og lýsir hættulegri tilhneigingu. Fjölmargir, jafnt stjórnmálaleiðtogar, sem forstjórar stórfyrirtækja eða leiðtogar samtaka og þrýstihópa, dreifa falsfréttum með góðum árangri – oft með eigin ávinning í huga og án þess að viðtakendur gruni neitt.

Samsæriskenningin: Þotuslóðir eru í raun hættuleg efni

Þotur skilja eftir sig greinilegar hvítleitar slóðir á himninum. En þetta er ekki vatnsgufa frá þotuhreyflunum eins og forsvarsmenn flugiðnaðarins segja.

 

Í rauninni eru þetta hættuleg, manngerð efni, sem má nota til að stjórna veðri og eru notuð í tilraunum með lífefnavopn eða hafa áhrif á frjálsa hugsun til að yfirvöld eigi auðveldar með að hafa stjórn á fólki.

 

Þannig hljóma samsæriskenningar um þotuförin á himninum. Öflugasta röksemdin er sú að slóðin sést á himni mun lengur en vatnsgufa gæti gert. Þess vegna hljóta að vera þarna önnur og óþekkt efni, segja menn.

 

(Sjáðu skýringuna neðar í greininni.)

Þetta blómaskeið falsfrétta stafar af því að aðstæður til að dreifa þeim eru betri en nokkru sinni fyrr.

 

Hröð dreifing á netinu skapar kjöraðstæður til að dreifa falsfréttum bæði mjög víða og á mjög skömmum tíma. Mun fleiri tileinka sér samsæriskenningar en fyrr – áður en vísindamönnum gefst tóm til að leggja staðreyndirnar á borðið.

 

Heilinn er móttækilegur

Samsæriskenningar ná að sannfæra fólk vegna þess að þær falla oft vel að sálfræðilega eðlilegum starfsháttum mannsheilans.

 

Þessar kenningar höfða til inngróinna síunaraðferða sem forfeður okkar þróuðu sem veiðimenn og safnarar.

 

Heilinn hefur þróað með sér hæfni til að greina mynstur vegna þess að sú hæfni eykur möguleika mannskepnunnar til að lifa af.

 

Þegar forfeður okkur fengu yfir sig rigningu marga daga í röð gátu þeir dregið þá ályktun að regntímabilið væri hafið og þess vegna skynsamlegt að færa búðir sínar á nýjan stað.

 

Og rækjust þeir oft á sams konar fótspor, gátu þeir dregið þá ályktun að hættulegt rándýr héldi sig á þessu svæði.

 

Nú notar heilinn þessa ályktunarhæfni m.a. til að tengja rautt skilti við eitthvað sem er bannað. Slík sjálfvirk síun auðveldar okkur að finna réttu leiðina í flóknu umhverfi – en heilinn er svo þrautþjálfaður í að greina mynstur að hann sér þau líka þar sem þau eru í rauninni ekki til staðar.

LESTU EINNIG

Vísindamaðurinn Mark Lorch hjá Hullháskóla sýndi fram á þetta í ágúst 2017 þegar hann setti upp vasaútgáfu af stærri tilraun á Twitter.

 

Skilaboðin voru þessi: Hæ, Twitterheili, ég þarf á hjálp þinni að halda. Geturðu greint mynstur í þessu?

 

Á eftir textanum kom talnaröðin 00110010010011 og svo niðurstaða, sem þátttakendur gátu svarað með já eða nei.

 

56% þeirra sem svöruðu í þessari litlu tilraun svöruðu játandi, þótt Mark Lorch hefði sett þrautina upp af handahófi.

 

Tilraunin sýnir ofurnæmi heilans gagnvart mynstrum. Í nútímasamfélagi berast heilanum stanslaus straumur upplýsinga og því er hætt við að heilinn finni iðulega samhengi milli orsakar og afleiðingar án þess að nokkurt samhengi sé til staðar. Og einmitt það er kjarni hverrar samsæriskenningar.

 

Þetta gerðist t.d. 2017, þegar NASA birti myndir af sérkennilegum klapparmyndunum á Mars. Frá vísindamönnum NASA fylgdu þær skýringar að þarna væru tilviljanakenndar leifar setlaga.

 

Áhugamenn um geimverur voru hins vegar fljótir að sjá þarna loftrásakerfi neðanjarðarborgar Marsbúa, sem þeir álitu að yfirvöld væru að reyna að leyna.

 

Einfaldanir rugla

Heilinn finnur líka upp annars konar mynstur. Hann er ekki nægilega þróaður til að leysa umfangsmiklar, óhlutbundnar þrautir og þess vegna skiptir hann stórum vandamálum upp í mörg smærri, en það leiðir síður en svo alltaf til réttrar niðurstöðu.

 

Gott dæmi um þetta „rökvilla fjárhættuspilarans“ eða „gamblers fallacy“. Margir hneigjast til að trúa því að þegar peningi hefur verið kastað fjórum sinnum upp í loft og sama hliðin snúið upp í öll skiptin, hljóti hin hliðin að koma upp í næsta kasti.

Svart 26 sinnum í röð

„Rökvilla fjárhættuspilara“ er einnig kölluð „Monte Carlo fallacy“. Í Monte Carlo spilavítinu 18. ágúst árið 1913 sáu leikmenn litlu kúluna lenda á svörtum reit 26 sinnum í röð. Líkurnar á að það gerist eru um 1 á móti 66,6 milljónum, að því gefnu að hver umferð gangi nákvæmlega eins fyrir sig.

 

Atvikið kostaði leikmennina ótal franka vegna þess að þeir töldu ranglega að leikurinn væri ekki lengur tilviljanakenndur. Því oftar sem boltinn lenti á svörtu, því meiri líkur eru á að hann lendi á rauðu næst. Jafnvel eftir að boltinn lenti loksins á rauðu héldu margir leikmenn áfram að tapa því þeir gerðu nú ráð fyrir að boltinn myndi lenda á rauðu oftar en svörtu – jafnvel allt að 26 sinnum.

Í rauninni eru þó eftir sem áður aðeins helmingslíkur á að það gerist og fimmta kastið því háð alveg sömu tilviljun og hin fjögur.

 

En í stað þess að horfa á hinar margsönnuðu, tölfræðilegu líkur, einbeitir heilinn sér að því hversu ósennilegt það er fyrirfram að sama hliðin komi upp fimm sinnum í röð.

 

Þegar heilinn tengir sig svo fast við nýliðna atburði í stað þess að skoða þá í víðara samhengi, verða ákveðnir atburðir enn ótrúlegri – svo sem ef sama hliðin á peningnum kemur enn og aftur upp í fimmta kastinu.

 

Í sálfræðinni kallast þetta „recency bias“ og er í rauninni ein af einföldunaraðferðum heilans.

 

Afbrigði af þessu fyrirbrigði mátti sjá í kjölfar óvenju harkalegrar fellibyljatíðar í BNA árið 2017, þegar Harvey og Irma herjuðu.

 

16 sinnum frá árinu 1900 hafa fleiri látið lífið á fellibyljatímanum en árið 2017.

 

En í stað þess að skoða þessar hamfarir í sögulegu samhengi einblíndu margir á hversu harkaleg útreiðin var miðað við meðalár.

 

Og þegar einhver atburður virðist ótrúlegur, reynir heilinn að finna aðrar og handfastari skýringar en þær sem vísindin hafa að bjóða.

 

Eftir að þessir tveir stóru fellibylir gengu yfir voru margir þeirrar skoðunar að slíkar hamfarir gætu ekki átt sér náttúrulega orsakir. Í staðinn skelltu menn skuldinni á rannsóknarstofnunin HAARP, sem notar útvarpsbylgjur til að rannsaka fyrirbrigði í gufuhvolfinu.

 

HAARP hefur áður verið kennt um að valda náttúruhamförum, svo sem flóðum, þurrkum eða jarðskjálftum. Í því samhengi virðist engu skipta þótt útvarpsbylgjurnar hafi aðeins áhrif úti í jónahvolfinu og geti því ekki með nokkru móti haft áhrif á veður eða valdið náttúruhamförum.

Skýringin á þotuslóðum: Ískristallar sjást lengi á himni

Hvítu þotuslóðirnar eru vatnsgufa frá hreyflunum. Í svo mikilli hæð frýs gufan og ískristallarnir geta auðveldlega sést talsvert lengi.

 

  • Í hreyflinum er kveikt í samþjappaðri blöndu lofts og eldsneytisins kerosen, sem í eru kolefnis- og vetnisfrumeindir. Efnunum er þeytt út til að knýja þotuna áfram.

 

  • Kolefnið binst við súrefnið í brunanum og mynda koltvísýring. Í brunanum myndast líka köfnunarefnisoxíð, brennisteinsoxíð og fleiri úrgangsefni.

 

  • Vetni binst súrefni og myndar vatnsgufu við þennan mikla hita. Kalt loft í svo mikilli hæð getur ekki drukkið í sig gufuna og hún frýs þess vegna.

 

  • Meiri vatnsgufa hleðst utan á ískjarnana, sem vaxa upp í ískristalla. Kristallarnir eru þó nógu litlir til að haldast svífandi í loftinu, jafnvel klukkutímum saman.

Skýringar freista heilans

Náttúruhamfarir eru einmitt sérlega vel til þess fallnar að valda samsæriskenningum, þar eð ógerlegt er að hafa nokkra stjórn á þeim.

 

Sálfræðingar hafa rannsakað þankagang áhangenda samsæriskenninga og komist að þeirri niðurstöðu meiri líkur séu til að einstaklingur leggi trúnað á slíka kenningu ef hún tengist atburði sem veldur þeirri tilfinningu að maður hafi ekki vald á aðstæðum.

 

 Heilinn reynir að finna einhverja til að draga til ábyrgðar og finna samhengi til að gera atburðinn skiljanlegri. Þannig verður vandamálið skýrara og auðveldara úrlausnar.

 

Þetta á einnig við í annars konar hörmungum og gott dæmi er ein frægasta samsæriskenningin: Árásin á World Trade Center í Bandaríkjunum þann 11. september árið 2001 sem er sögð vera verk bandarískra yfirvalda.

 

Atburðirnir voru bæði óskiljanlegir og óhugsandi venjulegu fólki og því dafnaði samsæriskenningin í því skyni að reyna að koma með áþreifanlega skýringu og fjarlægja máttleysistilfinninguna.

 

Langflestir telja hins vegar hina opinbera skýringu yfirvalda að þetta hörmulega atvik hafi verið hryðjuverkaárás – en það styrkir reyndar samsæriskenninguna.

Álpappírshúfa til verndar t.d. gegn geislun er orðin að táknmynd fyrir áhangendur samsæriskenninga.

Einkenni allra góðra samsæriskenninga                     

Skyndileg hugdetta um líf á Mars nær ekki áhangendum og umræðu ein og sér. Góð samsæriskenning þarf ákveðin innihaldsefni til að virka sannfærandi – t.d. er gott slagorð ein mikilvægasta forsenda þess að kenningin nái flugi.

 

  • Sérstætt efni

Samsæriskenningar ná að hrífa fólk ef þær byggjast á sérstæðum atburðum, svo sem miklum hamförum. En þær geta líka byggst á táknum sem eru endurtekin í mismunandi samhengi. Fólk eða atburðir sem vekja athygli í fjölmiðlum eru prýðisgóður efniviður í samsæriskenningu.

 

  • Grípandi slagorð

Samsæriskenningu þarf að vera unnt að stytta niður í eina auðskilda setningu, svo sem „menn hafa aldrei komist til tunglsins“.  Fullyrðingin getur líka öðlast aukinn trúverðugleika ef aðalröksemdin er innifalin, t.d. „Tvíburaturnarnir hrundu vegna vandlega undirbúinna sprenginga“.

 

  • Öflugar sannanir

Sönnunarbyrðina má létta með alls kyns gögnum – hljóðupptökum, myndskeiðum, ljósmyndum, blaðaúrklippum eða vísindaformúlum. Mikilvægast er að einvörðungu séu notuð gögn sem styðja samsæriskenninguna, en allt sem gæti skapað efasemdir sé síað frá.

 

  • Augljósir skúrkar

Þekktar stofnanir, svo sem Sameinuðu þjóðirnar og NASA, eða valdamiklir menn á borð við forseta eða ráðherra eru upplagðir syndaselir. Oft má saka þá um að sinna eigin hagsmunum og  þá má draga upp samhengi milli þeirra og sannana kenningarinnar.

 

  • Sérfræðingar

Öflugustu samsæriskenningarnar hafa vísindamenn, lækna, arkítekta eða rithöfunda meðal fylgismanna. Staða þeirra skapar efasemdir meðal almennings, sem þess vegna verður síður reiðubúin að trúa opinberum skýringum.

Í tilraun með 1.000 manns fundu þýskir vísindamenn skýra fylgni á milli þess hversu mikið það skiptir máli fyrir fólk einstakt og öðruvísi og hversu auðvelt það átti með að trúa á samsæriskenningar.

 

 Einnig kom í ljós að þátttakendur í tilrauninni höfðu meiri tilhneigingu til að leggja trúnað á samsæriskenningu – jafnvel óþekkta kenningu sem einungis var upphugsuð til að nota í tilrauninni – ef þeim var sagt að kenningin ætti sér fá aðdáendur.

 

Ofan á allt annað bætist svo að maðurinn er félagsvera og leitar eftir félagsskap annarra. Þess vegna geta áhangendur samsæriskenninga náð saman og myndað hóp þar sem allir styðja hver annan í þessari sérstöku sýn á umheiminn.

 

Þess vegna er ekki nóg að segja fólki, sem trúir því að jörðin sé flöt, að hún sé í rauninni kúlulaga. Árangursríkast er láta reyna á hina röngu heimsmynd samsæriskenninga og falsfrétta með einhvers konar náttúruvísindalegri prófraun, sem leiðir af sér hina óhrekjanlegu niðurstöðu: Nei, jörðin er ekki flöt.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ESBEN SCHOUBOE

Shutterstock/NASA, © Henning Dalhoff/shutterstock,

Alheimurinn

Næsti tungljeppi NASA verður hálfsjálfvirkur

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

Maðurinn

Straumur í heila hressir þunglynda

Maðurinn

Straumur í heila hressir þunglynda

Maðurinn

„Við kvefumst frekar á veturna“

Maðurinn

Hvers vegna aka Bretar á vinstri vegarhelmingi?

Náttúran

Vísindamenn varpa ljósi á taugakerfi plantna

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

Náttúran

Hvers vegna eru sólin og tunglið ekki með sama lit? 

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

Lifandi Saga

Guðfaðir hrollvekjunnar: Edgar Allan Poe: Enn hvílir dulúð yfir meistara myrkranna

Menning og saga

Stórt nef arfur fortíðarinnar

Heilsa

Sannleikurinn um vítamín

Jörðin

Jarðskjálftar geta raskað tíma og rúmi

Jörðin

Loftslagsbreytingar munu bitna harkalegast á Kína

Náttúran

Fyrsta rándýrið kannski uppgötvað í Ástralíu

Heilsa

Átta merki þess að þú drekkir of lítið vatn

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

Náttúran

Hvers vegna eru sólin og tunglið ekki með sama lit? 

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

Lifandi Saga

Guðfaðir hrollvekjunnar: Edgar Allan Poe: Enn hvílir dulúð yfir meistara myrkranna

Menning og saga

Stórt nef arfur fortíðarinnar

Heilsa

Sannleikurinn um vítamín

Jörðin

Jarðskjálftar geta raskað tíma og rúmi

Jörðin

Loftslagsbreytingar munu bitna harkalegast á Kína

Náttúran

Fyrsta rándýrið kannski uppgötvað í Ástralíu

Heilsa

Átta merki þess að þú drekkir of lítið vatn

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Besta leiðin til að verjast lús

Heilsa

Besta leiðin til að verjast lús

Heilsa

Hversu oft á að þvo rúmfötin?

Heilsa

Hversu oft á að þvo rúmfötin?

Maðurinn

Konur finna fyrir meiri sársauka en karlar

Lifandi Saga

Fasisti stal líki Mussolinis: Hinsta ferð harðstjórans

Lifandi Saga

Fimm ástæður þess að nasistar flúðu til Suður-Ameríku

Lifandi Saga

Grínari setti London á annan endann

Vinsælast

1

Heilsa

Átta merki þess að þú drekkir of lítið vatn

2

Heilsa

Getur þvagblaðran sprungið, ef maður heldur of lengi í sér?

3

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

4

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

5

Náttúran

Vísindamenn varpa ljósi á taugakerfi plantna

6

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

1

Heilsa

Átta merki þess að þú drekkir of lítið vatn

2

Heilsa

Getur þvagblaðran sprungið, ef maður heldur of lengi í sér?

3

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

4

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

5

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

6

Maðurinn

Straumur í heila hressir þunglynda

Jörðin

Er mögulegt að vara við flóðbylgjum?

Heilsa

Fimm atriði sem þú ættir að þekkja til að öðlast heilbrigðari lífstíl.

Maðurinn

Samkennd. Hvað táknar það að vera fær um að sýna samkennd?

Lifandi Saga

Pöddufullur bakari Titanic lifði af á viskíi

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

7 ósannar mýtur um líkamann

Þurfum við virkilega að bíða í heila klukkustund með að fara í sund eftir máltíð? Fáum við gigt af því að láta smella í fingrunum? Hér ætlum við að velta fyrir okkur sjö lífseigum mýtum um líkamann.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is