Fylgstu með okkur á Twitter Sjáumst á FaceBook Gerast áskrifandi

Nýjasta greinin
Orðin gefa til kynna hvaða leið var farin

Tungumálin sem við tölum segja álíka mikið til um uppruna okkar og erfðavísarnir gera og málin er hægt að rannsaka á svipan hátt og genin. Nýlundan í öllu þessi er þó sú að nú hafa vísindamenn notað líffræðilegar aðferðir til að útbúa ættartré yfir hin ýmsu tungumál sem töluð eru í grennd við Kyrrahafið. Niðurstöðurnar hafa fært okkur nákvæmar upplýsingar um það hvernig einangruðu eyjarnar í Kyrrahafi byggðust á nokkrum þúsundum ára.

Á Hawaii er sagt „lua“, á Samóa „e lua” og á Fijieyjum segja menn „e rua”. Maórar á Nýja Sjálandi segja „rua” og á Filippseyjum segja menn „duha”. Jafnvel þótt 10.000 kílómetrar aðskilji eyjarnar tákna orðin töluna 2 á öllum tungumálunum. Tungumálin sem töluð eru á eyjum Kyrrahafsins eru svo lík hvert öðru að ekki getur verið um tilviljanir að ræða. Þvert yfir gríðarlegt flæmi hafsins, allt frá Súmötru í vestri, til Páskaeyja í austri, norður til Tævan og allt suður til Nýja Sjálands eru töluð mjög skyld tungumál. Fornleifafræðingar hafa fundið dæmigerðar axir, skartgripi úr skeljum, fatnað úr berki, húðflúr og snoturlega skreytta leirmuni, sem allt er til marks um að ein og sama menningin hafi sett spor sín um allt þetta víðfeðma svæði. Fram til þessa hafa sérfræðingar þó verið ósammál Lesa meira

Greinalisti

Hver notaði orðið „robot“ fyrstur?

Árið 1920 skrifaði tékkneski rithöfundurinn Karel Capek leikritið „R.U.R.“. Heitið var skammstöfun fyrir „Rossum‘s Universal Robots“. Það var bróðir hans, Josef sem stakk upp á „robot“ fyrir „robota“ sem þýðir „vinna“ á tékknesku, rússnesku og fleiri slavneskum málum. Leikritið fjallar um verksmiðju sem framleiðir gervimenn, sem svo á endanum ógna tilvist mannkyns. Lesa meira

Var sjálfur ólæs en fann upp ritmál fyrir indíána

Cherokee-indíáninn Sequoya kunni hvorki að lesa né skrifa, en þegar hann sá hvernig hvítu mennirnir gátu tjáð sig með táknum á pappír, varð það honum mikil opinberun og hann ákvað að finna upp Cherokee-stafróf. Árið 1812 var hann í bandaríska hernum sem þá átti í stríði við Englendinga og horfði öfundsjúkur á hina hvítu félaga sína skrifa bréf heim. Eftir heimkomuna úr stríðinu lagði hann alla Lesa meira

Ítali fann upp dulmálshjól

Ítalinn Leon Battista Alberti var einn af þúsundþjalasmiðum endurreisnartímans. Hann var rithöfundur, listamaður, arkitekt og áhugamaður um dulmál. Árið 1467 lýsti hann kóðahjóli sem samsett var úr tveimur málmskífum. Sú ytri var föst en þeirri innri mátti snúa. Á ytri skífunni voru bókstafirnir í stafrófsröð en mynstrið á innri skífunni var annað. Með hjálp kóðahjólsins var hægt að senda skila Lesa meira

Tungumálið sem engir vísindamenn skilja

Bandaríski málfræðingurinn Daniel Everett frá Illinois háskóla hefur varið alls sjö árum í regnskóginum í Amasónhéraði í Brasilíu. Þar hefur hann lagt stund á rannsóknir á indíánatungumálinu pirahã, sem aðeins u.þ.b. 300 veiðimenn og safnarar tala í litlum þorpum meðfram þverám við Amasónfljót. Hann varð sífellt meira undrandi eftir því sem hann lærði tungumálið betur og komst að raun um hve sérst Lesa meira

Hvernig varð enska að heimsmáli

Sú staðreynd að enska skuli nú vera útbreiddasta tungumálið, stendur í nánu samhengi við stofnun og úbreiðslu breskra nýlendna. Um aldamótin 1600 var enska aðeins töluð í Englandi og suðaustur-hluta Skotlands. Aðeins um 7 milljónir manna voru enskumælandi. En í upphafi 17. aldar jókst áhugi Englendinga á verslun og nýlendum. Jafnframt því sem Englendingar lögðu undir sig landsvæði og stofnuðu n Lesa meira

20 kynja tungumál

Karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn eru okkur kunn málfræðihugtök. Í afríska tungumálinu fulfulde, er þetta nokkru flóknara. Fulfulde er talað á Sahel-beltinu fyrir sunnan Sahara og er að líkindum það tungumál sem hefur flest málfræðileg kyn, nefnilega um 20. Málvísindamenn koma sér ekki fyllilega saman um nákvæma tölu, í þessu tungumáli er ákveðið kyn haft um litla, kringlótta hluti, en annað um fla Lesa meira

Röntgen afhjúpar ósýnilegt fornaldarletur

Tækni Nú hafa bandarískir vísindamenn við Cornell-háskóla þróað tækni sem fær þessa horfnu bókstafi til að skína. Smásæjar járnleifar úr meitli leturhöggvarans og blýi í litnum sem notaður var til að mála letrið, sitja enn á steininum. Þegar svonefndu röntgenflúorljósi er beint að þeim, taka þær að skína. Steinninn sjálfur lýsir líka í þessu ljósi en áhrifin á hann eru þó ekki hin sömu og því má Lesa meira

Er “afturábakboðskapur” notaður?

Bítlarnir, Led Zeppelin, The Eagles og fleiri hljómsveitir hafa verið sakaðar um að dylja svokallaðan “afturábakboðskap” í textum sínum. Hljómsveitin Judas Priest sætti ákæru árið 1985 fyrir að hafa orðið völd að sjálfsvígum tveggja pilta með djöflatrúarboðskap. Hljómsveitin var þó sýknuð, m.a. vegna þess að verjandanum tókst að sýna fram á að heyra mætti ámóta boðskap í trúarlegri tónlist ef menn Lesa meira

Auglýsing
ELÍSA GUDRÚN EHF. - Útgáfufélag Lifandi Vísinda
  • Klapparstígur 25
  • 101 Reykjavík
  • Sími: 570-8300
  • Opnunartími: 9 - 12 alla virka daga
  • lifandi@visindi.is
Höfundarréttur: isProject ehf. © 2010. Allur réttur áskilinn.