Læknisfræði

Gríðarleg aukning apabólusmita í Evrópu

Sexföldun staðfestra apabólutilfella síðasta mánuðinn veldur því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hvetur heilbrigðisyfirvöld – einkum í Evrópu – til hæsta viðbúnaðarstigs.

BIRT: 29/07/2022

Aljóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, varar við því að apabólufaraldurinn í Evrópu geti orðið stjórnlaus.

 

Þessi viðvörun birtist samhliða því að WHO lýsir því yfir að faraldurinn sé orðinn að heilbrigðisógn á heimsvísu.

 

Þessi dramatíska hækkun viðbúnaðarstigs kemur í kjölfar þess að apabólutilvikum fjölgar hratt. Fjöldi staðfestra smita hefur sexfaldast á innan við einum og hálfum mánuði.

 

Fyrstu þrjú tilvikin uppgötvuðust í Bretlandi í maí og nú hafa yfir 21.000 smit verið skráð í meira en 75 löndum. Fimm andlát hafa verið tilkynnt.

 

Langflest smit hafa fundist í Evrópu og Bandaríkjunum og Vestur-Evrópa er það svæði þar sem tilvikum fjölgar hraðast.

Við erum alveg við það að hafa misst af tækifærinu til að hemja þennan faraldur.

Boghuma Kabisen Titanji, aðstoðarprófessor í læknisfræði hjá Emoryháskóla í Atlanta, BNA.

Um helmingur allra staðfestra smita á heimsvísu (21.148 þann 28. júlí 2022) hefur greinst í aðeins fjórum ríkjum: Spáni, Þýskalandi, Englandi og Frakklandi.

 

Fleiri ríki í Vestur-Evrópu skora einnig nokkuð hátt: Holland, Portúgal, Ítalía, Belgía og Sviss.

 

Bandaríkin eru sem stendur á toppi listans með nærri 5.000 staðfest smit en Ísland er samkvæmt þessum tölum í 41. sæti með 9 smit (28. júlí). Miðað við höfðatölu eru smitin þó mun fleiri hérlendis en í Bandaríkjunum.

 

„Það er mat Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að hætta á apabólufaraldri sé enn viðráðanleg um allan heim nema í Evrópu þar sem við teljum hættuna verulega,“ segir framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus, í fréttatilkynningu þar sem heilbrigðisyfirvöld voru hvött til að lýsa yfir hæsta viðbúnaðarstigi.

Appelsínugulu deplarnir tákna staðfest smit og stærð þeirra ræðst af fjöldanum. Bláu deplarnir sýna þau sex Afríkuríki þar sem apabóla er landlæg.

Alþjóðlegar tölur

Þrjú fyrstu staðfestu apabólusmitin voru skráð í Englandi 7. og 13. maí í ár en strax um miðjan júní voru staðfest smit orðin fleiri en 3.000 í alls 47 ríkjum.

 

Innan við einum og hálfum mánuði síðar, 25. júlí, hafði fjöldinn sexfaldast og var kominn yfir 18.000 í 75 ríkjum, að langstærstum hluta í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Þremur dögum síðar hafði smitum fjölgað um 3.000. Þessar tölur miðast við 28. júní.

 

1.  BNA – 4.906
 
2. Spánn – 3.738
 
3.  Þýskaland – 2.540
 
4.  Bretland – 2.432
 
5.  Frakkland – 1.837
 
6.  Holland – 878
 
7.  Kanada – 745
 
8.  Brasilía – 696
 
9.  Portúgal – 588
 
10.  Ítalía – 426

Leggst einkum á sam- og tvíkynhneigða karlmenn

Aðeins ein rannsókn hefur verið gerð á útbreiðslu apabólunnar. Samkvæmt niðurstöðum hennar smitast fyrst og fremst karlmenn sem haft hafa kynmök við aðra karla.

 

Alls voru 528 smitaðir í 16 löndum rannsakaðir og spurðir og niðurstöðuskýrsla rannsóknarinnar var birt í New England Journal of Medicin þann 21. júlí í ár.

 

Þar kemur fram að af hinum smituðu voru 98% karlar sem skilgreindu sig sem samkynhneigða eða tvíkynhneigða. Af þeim voru 41% einnig með HIV-smit.

 

Samkvæmt niðurstöðunum má rekja 95% smittilvika til kynferðislegs samneytis.

 

„Smitið er einkum meðal karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum – einkum þeirra sem eiga sér fleiri bólfélaga,“ segir framkvæmdastjóri WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus.

 

Apabóla er skyld miklum skaðvaldi

Apabóluveiran er skyld bólusóttarveirunni og sjúkdómurinn hefur verið þekktur í mönnum síðan hann greindist árið 1970.

 

Dánartíðni er hins vegar miklu lægri en af völdum bólusóttar, virðist vera um 1% en bólusótt dró um 30% til dauða.

 

Bólusótt hafði endanlega verið útrýmt 1980 eftir mikla bólusetningarherferð en apabóla hefur ekki verið áberandi. Hún hefur einkum fundist í Vestur- og Mið-Afríku, þar sem hún er nú landlæg í sex löndum.

 

Að sjúkdómur sé landlægur merkir að hann er stöðugt til staðar en útbreiðslan sé hins vegar fyrirsjáanleg og tiltölulega viðráðanleg.

Kýli á handleggjum, fótum og kynfærum eru eitt helsta einkenni apabólu.

Einkenni apabólu

Meðgöngutími apabólunnar, sá tími sem líður frá smiti þar til einkenni koma fram, er að meðaltali á bilinu 6-16 dagar en getur þó verið bæði styttri og lengri.

 

Sjúklingurinn smitar ekki aðra meðan hann er einkennalaus. Helstu einkennin eru þessi:

 

 • Hiti

 

 • Kuldahrollur

 

 • Höfuðverkur

 

 • Vöðvaverkir

 

 • Þreyta

 

 • Bólga í kirtlum

 

 • Blöðrukýli og/eða útbrot á kynfærum, endaþarmsopi, hand- og fótleggjum eða á hálsi. Kýlin gróa en skilja eftir sig varanleg ör.

Enn hefur ekki fengist nein vísindaleg skýring á því hvers vegna apabóla – og þá sérstaklega vestur-afríska afbrigðið – dreifist nú á miklum hraða um allan heim.

 

Áður hafa verið færðar sönnur á að í Afríku hefur bólan breiðst út við nána, líkamlega snertingu við sjúkling eða vegna snertingar við t.d. rúmföt eða handklæði sem sjúklingur hefur notað.

 

Munnvatnsdropar liggja líka undir grun sem smitberar en ekkert bendir til að smitið sé loftborið eins og t.d. Covid-19.

 

Það hafa heldur ekki verið færðar sönnur á að sjúkdómurinn smitist beinlínis við kynmök – sem sagt við að líkamsvessar frá kynfærum berist milli einstaklinga.

 

Það hefur vissulega tekist að finna leifar erfðaefnis veirunnar í sæði, munnvatni, þvagi og saur – en virkar veirur hafa hingað til ekki fundist í sæði smitaðra karla.

 

„Umframbirgðir“ af bóluefni gætu komið til bjargar

Eftir að bólusóttinni var endanlega útrýmt 1980 var hætt að bólusetja börn við þeim skæða sjúkdómi.

 

Árið 2008 var þó varað við því í skýrslu að einmitt apabóla gæti orðið að heimsfaraldri ef hún næði fótfestu í óbólusettu mannkyni.

 

Evrópska lyfjastofnunin, EMA, hefur reyndar einmitt viðurkennt bólusóttarbóluefnið Imvanex til notkunar gegn apabólu í Evrópusambandinu. Bóluefnið er þróað af danska fyrirtækinu Bavarian Nordic.

Bólusóttarbóluefnið Imvanex er nú viðurkennt til meðferðar gegn apabólu í ESB.

Imvanex hefur verið viðurkennt í ESB síðan 2013 og nú vonast menn til að bóluefnið dugi líka gegn apabólu en apabóluveiran er náskyld bólusóttarveirunni.

 

Síðasta útkall

Og alþjóðlegt átak er aðkallandi. Veirufræðingurinn Boghuma Kabisen Titanji, aðstoðarprófessor í læknisfræði hjá Emoryháskóla í Atlanta, BNA, sló því nýlega alveg föstu á alþjóðlegri ráðstefnu.

 

„Við erum alveg við það að hafa misst af tækifærinu til að hemja þennan faraldur.“

 

Bandarískur prófessor í faraldursfræði talaði á sömu ráðstefnu um sjúkdóm sem hefði fengið að ganga óáreittur í Afríku og sagði:

 

„Við höfum gefið sjúkdómnum svigrúm til að þróast og breiðast meira út en nokkru sinni fyrr – og nú er hann skyndilega orðinn að vandamáli okkar allra.“

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: AF JAKOB PRIESS

Who,© Centers for Disease Control and Prevention (CDC),© Bavarian Nordic / PR

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

6

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Menning og saga

Ólíkar þjóðir í Evrópu á ísöld

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Mörg dýr geta verið hættuleg okkur mönnunum, en hvaða dýr deyðir flesta?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is