Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

Þegar dýr eða menn eru samvistum við einstaklinga sem þau tengjast sterkum böndum, hefur það mjög skýr áhrif á heilann.

BIRT: 30/09/2024

Þú þarft ekki annað en að grípa í hönd kærastans eða kærustunnar til að ómeðvituð verðlaun streymi til verðlaunastöðva heilans.

 

Það er nefnilega ekki nóg með að ástin liggi í loftinu – hún liggur líka í heilanum.

 

Ástin lýsir upp heilann

Vísindamenn hjá Coloradoháskóla í Boulder hafa rannsakað hvað gerist í heilanum þegar við erum samvistum – eða þráum samvistir – við fólk sem okkur er kært.

 

Til rannsóknarinnar voru notaðar amerískar hagamýs sem rétt eins og mannfólkið hafa tilhneigingu til að mynda langtímasambönd, stofna heimili og ala afkvæmin upp saman. Mýsnar virðast líka syrgja ef þær missa maka sinn.

 

Í tilraun voru mýs sem höfðu valið sér maka, aðskildar og þurfti önnur að opna dyr til að ná saman. Í annarri tilraun þurftu þær að komast yfir girðingu.

 

Músunum gekk þetta misjafnlega og hvort heldur tilraunir þeirra tókust eða mistókust var fylgst með virkni í verðlaunastöðvum heilans, nuccleus accumbens.

 

Niðurstöðurnar sýndu að heilinn framleiddi meira af hamingjuhormóninu dópamíni þegar mýsnar náðu saman.

 

Eins konar vinátta

„Þetta bendir til þess að dópamín sé ekki aðeins mikilvægt til að hvetja okkur til að ná samvistum við makann, heldur streymi það beinlínis um verðlaunastöðvar heilans, þegar við náum þessari samveru,“ segir Anne Pierce, heilasérfræðingur hjá háskóladeildinni í Boulder.

 

Þetta gilti líka um mýs sem eygðu möguleika á að komast til annarra músa sem þær þekktu, sem sagt vina sinna.

Vinátta er vanabindandi

Lækkandi hormónastig og virkar heilastöðvar – nýtt vináttusamband setur af stað lífefnaferli sem gerir vináttuna að lokum mjög vanabindandi.

 

1. Hormónaskortur ýtir undir vináttu

Lítið magn karlhormónsins testósteróns og streituhormónsins kortisol eykur líkurnar á því að þú stofnir til vináttusambands. Dragi enn frekar úr magni þessara hormóna þegar þið hittist er vináttan komin vel áleiðis.

 

2. Tenginet skapar gleði og samkennd

Vináttan er orðin traust þegar samveran virkjar heilastöðvarnar möndluna, drekann og ennisblöðin. Virkni í þessu tengineti heilastöðva vekur jákvæðar tilfinningar, góðar sameiginlegar minningar og mikla samkennd.

 

3. Vináttan verður einskonar fíkn

Samveran veldur virkni í miðju verðlaunastöðva heilans, nuccleus accubens. Það skapar ekki aðeins notalega gleði, heldur verður beinlínis að eins konar fíkn og þú hefur beina þörf fyrir samvistirnar.

„Það sem við höfum fundið er einskonar líffræðileg staðfesting í heilanum. Hún sýnir að ákveðin tengsl skilja eftir greinileg efnaáhrif í heilanum,“ segir Pierce í fréttatilkynningu.

 

Von fyrir brostin hjörtu

Í annarri tilraun var músunum haldið aðskildum í fjórar vikur sem vísindamennirnir segja nógu langan tíma til að mýs taki að leita sér að nýjum maka.

 

Þegar parið fékk aftur að vera saman virtust mýsnar greinilega þekkja hvor aðra en hin einkennandi aukning dópamíns var því sem næst horfin.

 

„Þetta má líta á sem eins konar núllstillingu sem gerir dýrunum kleift að halda lífi sínu áfram og mynda mögulega önnur tengsl,“ segir Zoe Donaldson lektor í atferlistaugalíffræði og meðhöfundur niðurstöðugreinarinnar.

Þakkið fyrir vini ykkar því án þeirra eykst hættan á ótímabæru andláti. Þakkið jafnframt fyrir nef ykkar því það er sennilega nefið sem hefur hjálpað ykkur að þefa uppi bestu vinina.

Það má líta á þetta sem góðar fréttir fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum sársaukafullan skilnað eða misst maka sinn, þar eð það bendir til að heilinn búi yfir innbyggðri vernd gegn endalausri ástarsorg og óhamingju.

 

Vísindamennirnir leggja þó áherslu á að meiri rannsóknir þurfi áður en unnt er að yfirfæra niðurstöður sem þessar beint á mannfólkið.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

Heilsa

Langvinnur hósti er ef til vill arfgengur

Tækni

Þvinguð ófrjósemisaðgerð átti að uppræta heimsk börn

Maðurinn

Hvernig meðhöndla menn kviðslit?

Heilsa

Ef til vill er mjög einföld skýring á svefnleysi þínu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is