Maðurinn

Heilinn man handskrifaðar glósur best

Nýleg rannsókn bendir til að heilinn sé virkari þegar skrifað er í höndunum.

BIRT: 24/10/2024

Í takt við það hvernig tölvur og snjallsímar koma æ meira í stað pappírs og penna verður æ sjaldgæfara að fólk handskrifi glósur í skólum eða háskólum.

 

Á stöku stað má þó enn sjá einstaka nemanda skrifa hjá sér með gamla laginu líkt og í rómantískri eftirsjá.

 

En hvaða aðferðir eru eiginlega best fallnar til skilnings þegar við þurfum að tileinka okkur nýjan lærdóm?

 

Vísindamenn hjá Tækni- og raunvísindaháskóla Noregs hafa nú rannsakað málið, fundið svarið og skrifað það niður – þó líklega á lyklaborð.

 

Yddaðu blýantinn

40 norskir stúdentar voru með skynjara á höfði látnir skrifa niður orð sem birtust á skjá – sumir á blað en aðrir á tölvu. Vísindamennirnir fylgdust með heilavirkninni á meðan.

 

Einkum var fylgst með þeim heilastöðvum sem tengjast lærdómi og alveg sérstaklega með taugatengingum milli þessara heilastöðva.

 

Lærdómur er flókið ferli og margar heilastöðvar koma þar við sögu, m.a. svonefndur dreki (hippocampus) sem talinn er tengjast lærdómsferli og minni og gegna stóru hlutverki við myndun nýrra minninga.

QWERTY lyklaborðið, sem fékk nafn sitt af röð fyrstu sex takkanna í efstu bókstafaröðinni, kemur frá ritvélum í kring um árið 1860. Það er hannað þannig að algengustu stafapörin séu ekki við hliðina á hvort öðru, sem gerir það hraðvirkara og skilvirkara en önnur lyklaborð.

Eftir endurteknar tilraunir virtist niðurstaðan alveg ljós.

 

Þeir sem handskrifuðu notuðu fleiri mismunandi heilastöðvar.

 

Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina segja það þýða að stærri hluti heilans sé í notkun þegar handskrifað er og vilja tengja það meiri beitingu vitsmuna sem aftur stafi af því að þegar skrifað er á blað þurfum við jafnóðum að taka skýrari afstöðu til upplýsinganna.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Alheimurinn

Jörðin er að tæmast af málmum: Næst fer leitin fram úti í geimnum 

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Tækni

Unnt er að breyta koltvísýringi og metangasi í hreinan orkugjafa með nýrri tímamótatækni

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is