Menning

Heimsþekktir síamstvíburar

Chang og Eng Bunker voru fluttir til Bandaríkjanna sem „viðundur“ sem ætlunin var að ráða til starfa sem skemmtikrafta á sýningum en brátt kom í ljós að þeir voru langtum meira en það. Þeir efnuðust á landbúnaði og gengu að eiga tvær systur en eitt upplifðu þeir þó aldrei.

BIRT: 09/01/2025

Hinn 13. apríl árið 1843 varð uppþot í litlu sveitabyggðinni Traphill í fylkinu Norður-Karólínu.

 

Tvíburarnir Chang og Eng Bunker óku í opnum vagni um sveitina ásamt systrunum Adelaide og Söru Yates, þar sem þeir kunngjörðu að þeir hygðust ganga í hjónaband með systrunum. Þessi hugdetta féll ekki í góðan jarðveg, ekki einungis í sveitinni þeirra, heldur í gjörvöllum Bandaríkjunum.

 

Chang og Eng voru nefnilega ekki einatt Asíubúar, á þeim tíma þegar hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum voru bönnuð, heldur voru þeir jafnframt síamstvíburar.

 

Dagblöð um allt land fjölluðu um þessi ósamstæðu pör og ýmist hæddu pörin eða sýndu þeim fyrirlitningu. Í einu dagblaðinu voru þessi komandi hjónabönd sögð vera svívirðileg og sagt var að íbúarnir í Traphill væru nú sokknir dýpra en íbúarnir í Sódómu sem getið er um í Biblíunni.

 

Bræðurnir Chang og Eng neituðu hins vegar að láta kúga sig og sagan af ástarlífi þeirra er einungis eitt dæmi um það hvernig þeir þurftu að berjast allt lífið.

 

Tvíburarnir vildu ekki láta líta á sig sem furðuverur

Chang og Eng Bunker voru fæddir í Tælandi sem áður hét Síam, árið 1811. Faðir þeirra hafði flust þangað frá Kína og stundaði fiskveiðar en móðirin annaðist drengina og sjö önnur systkini þeirra.

 

Börnin ólust upp við gott atlæti þar sem þeir léku við systkini sín á árbakkanum, syntu í ánni og reru á báti föðurins.

 

Drengirnir voru fullkomlega eðlileg börn, að því undanskildu að þeir voru samvaxnir. Þeir voru það sem í dag kallast síamstvíburar en börn þessi voru þannig nefnd eftir föðurlandi drengjanna, Síam. Flestir síamstvíburar létust skömmu eftir fæðingu en Chang og Eng óxu og döfnuðu og móðirin valdi að ala þá upp sem eðlilega drengi, án þess að leiða hugann um of að fötlun þeirra.

 

Allt átti þetta þó eftir að breytast þegar skoski farandkaupmaðurinn Robert Hunter sá „furðulegt dýr“ synda í ánni Chao Phraya norður af Bangkok. Þegar hann áttaði sig á að um var að ræða tvo drengi eygði hann samstundis gróðavon.

 

Árið 1829 greiddi hann móður drengjanna 300 pund sem samsvarar um það bil sjö milljón íslenskum krónum á núvirði, fyrir að fá að hafa drengina með sér á sýningarferðalag þar sem áhorfendur í leit að furðulegum uppákomum fengju að berja þá augum.

Tvíburunum græddist fljótt mikið fé og þeir urðu færir um að kaupa sér fallegan fatnað og hesta.

Ferðin hófst á siglingu til Boston í Bandaríkjunum en á leiðinni komust drengirnir í kynni við skipstjórann Abel Coffin sem gerðist umboðsmaður þeirra og stjórnaði lífi þeirra mestmegnis héðan í frá. Hann átti þátt í að skipuleggja sýningar með drengjunum sem hann kallaði „tvöföldu síamsdrengina“, á ýmsum furðuverusýningum þar sem þeir m.a. sýndu heljarstökk, svo og gífurlegan styrk sinn.

 

Brátt komust á kreik sögusagnir þess eðlis að tælensku drengirnir tveir væru þrælar í eigu Coffins. Þetta áttu tvíburarnir erfitt með að sætta sig við því þeir fengu í raun greidd góð laun fyrir sýningar sínar sem þúsundir áhorfenda komu að sjá.

 

Ótalmargir læknar í Bandaríkjunum höfðu skoðað þá og gert á þeim ýmiss konar tilraunir sem m.a. fólust í að stinga nálum í þann hluta húðarinnar sem festi þá saman.

 

Þegar svo læknir einn lýsti því yfir eftir skoðun sína að konur og börn gætu farið að sjá þá, án þess að „bíða skaða af eða að líða fyrir“ voru upplýsingar þessar strax auglýstar og miðasalan jókst til muna.

Chang (t.v.) og Eng ásamt eiginkonum sínum og tveimur barnanna.

Tvíburarnir tóku smám saman að breytast. Ekki var lengur um að ræða auðtrúa drengi, því þeir höfðu lært ensku og óskuðu þess að aðrir sýndu þeim virðingu. Þetta virtist aftur á móti vera nánast ógerlegt að fara fram á í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum löndum sem þeir komu til.

 

Þetta endaði með ýmsum árekstrum og réttarhöldum, því bræðurnir voru hafðir að háði og spotti þegar þeir t.d. reyndu að fara á veiðar, líkt og venjulegir Bandaríkjamenn gerðu. Enga hjálp var að hafa hjá Coffin og eiginkonu hans sem skömmuðust og rifust því þau voru þess fullviss að tvíburarnir væru að eyðileggja óflekkað mannorð þeirra.

 

Þegar Coffin neitaði að veita þeim launahækkun fengu bræðurnir loks nóg og yfirgáfu hann. Héðan í frá skyldu þeir sjálfir stjórna viðskiptum sínum.

 

Barneignir vöktu reiði

Þegar tvíburarnir voru orðnir 28 ára gamlir höfðu þeir fengið sig fullsadda af stöðugri athyglinni og þeim viðbjóði sem þeir virtust valda meðal almennings. Þeir hættu að koma fram á sýningum og keyptu þess í stað stóran búgarð í Traphill, þar sem tólf þrælar sinntu öllum bústörfunum.

 

Í Traphill kynntust þeir systrunum Adelaide og Söru Yates sem þeir gengu að eiga, þrátt fyrir hávær mótmæli íbúanna í sveitinni. Reiðin minnkaði ekki þegar bæði pörin eignuðust sitt fyrsta barn en börn þeirra fæddust með aðeins sex daga millibili.

Eftir átta vikur sáu vísindamenn ýmsan mun á öllum tvíburapörunum.

Líf tvíburanna í Traphill fór smám saman að ganga sinn vanagang, þó svo að nágrannarnir litu þá enn hornauga, einnig vegna kynþáttar þeirra.

 

Árið 1853 mátti lesa eftirfarandi í dagblaðinu Raleigh Register:

 

„Þetta er fyrirbæri sem við eigum hugsanlega ekki eftir að upplifa hér í landi aftur, að sjá Asíubúa breytast í góða bandaríska borgara, ekki einvörðungu hvað tungumálið snertir heldur einnig tilfinningalega séð“.

 

Tvíburarnir eignuðust alls 21 barn og útgjöld fjölskyldunnar jukust í svo miklum mæli að þeir þurftu að fara í nokkrar sýningarferðir til viðbótar. Árið 1870 fékk Chang heilablóðfall og lamaðist í hluta líkamans. Hann byrjaði að drekka óhóflega og heilsu hans fór ört hrakandi.

 

Hinn 17. janúar árið 1874 vaknaði Eng við rödd örvæntingarfulls sonar síns sem tjáði honum að „Chang frændi væri látinn“.

 

Þá er Eng sagður hafa svarað: „Þá er ég einnig á förum héðan!“

 

Jafnvel eftir andlátið var tvíburunum ekki sýnd sú virðing sem þeir höfðu alla tíð þráð. Í krufningarskýrslunni nefndi læknirinn þá „skrímslið sem hér liggur fyrir augum okkar“.

HÖFUNDUR: Bue Kindtler-Nielsen

© Wikimedia Commons. © Wellcome Collection.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is