Lifandi Saga

Henry Kissinger: Kaldrifjaður erindreki í kalda stríðinu 

Hann leiddi erkióvini að samningaborðinu einn daginn og lét sprengjum rigna yfir almenna borgara hinn. Fyrir Henry Kissinger helgaði tilgangurinn alltaf meðalið. Að baki hæglátu fasi leyndist miskunnarlaus klækjarefur með eitt markmið: Að leiða BNA til sigurs í kalda stríðinu. 

BIRT: 19/01/2025

Hann samdi frið við Sovétríkin og ruddi brautina fyrir friðarviðræður milli erkióvinanna Ísraels og Egyptalands.

 

Hann var einnig arkitektinn á bak við blóðugt valdarán gegn lýðræðislega kjörnum forseta Chile, Salvador Allende og skipulagði Kissinger einnig ægilegar sprengjuárásir á Kambódíu og Víetnam sem kostuðu hundruðir þúsunda fólks lífið. 

 

Hér er stiklað á stóru um embættisferil Henry Kissingers sem áleit að hugsjónir væru bara til trafala. Og einnig lagði hann til að nota bæri kjarnorkuvopn í takmörkuðum mæli. 

Bláa bókin

  • Nafn: Henry Alfred Kissinger
  • Fæddur: 1923 
  • Dáinn: 2023
  • Helstu afrek: Þekktur fyrir að vera höfuðpaurinn í byltingarkenndum og stundum umdeildum ákvörðunum í bandarísku utanríkispólitíkinni frá 1960 til 1980. 
  • Vissir þú? Að Kissinger var mikill aðdáandi fótboltaliðs fæðingarbæjar síns Fürth og krafðist þess að úrslit í leikjum þess væru látin fylgja vikulegum skýrslum sem hann fékk sem öryggisráðgjafi á hverjum mánudagsmorgni.

Gyðingabræðurnir Heinz (t.v.) og Walter fengu að kenna á miskunnarleysi Hitlersæskunnar. Móðirin tók af skarið og flúði með fjölskylduna til BNA. 

Hvernig varð Henry Kissinger Bandaríkjamaður? 

Henry Kissinger kom í heiminn þann 27. maí 1923 sem Heinz Alfred Kissinger í Fürth í Bayern, Þýskalandi. Fjölskyldan var af gyðingaættum og við valdatöku Hitlers árið 1933 urðu miklar breytingar á högum hennar.

 

Faðirinn, Lewis, missti vinnu sem menntaskólakennari þar sem gyðingar máttu ekki lengur gegna opinberum embættum. Bæði Heinz og bróðir hans Walter voru oft tuskaðir til af strákum úr Hitlerjugend. 

 

Faðirinn dró sig inn í skel en hin þrautseiga móðir hans Paula sá til þess að fjölskyldan gat flutt til BNA með hjálp frænda þeirra. 

 

Þar breytti Heinz nafni sínu í Henry. Árið 1933 var hann kvaddur í herinn og tók þátt í blóðugum bardögum í Ardenna-fjöllum. Hann hlaut einnig bandarískan ríkisborgararétt. 

 

Kissinger hafnaði síðan öllu tali um að reynsla hans undir stjórn nasista hefði haft mikil áhrif á hann en margir sagnfræðingar telja þó að sá tími hafi kennt Kissinger gildi mikilla valda og stöðugleika. 

„Það mikilvægasta við veruna í hernum var að þar leið mér eins og Bandaríkjamanni“

Henry Kissinger

„Hann sá heim sinn hrynja til grunna og hvernig faðir hans sem hann dáði, varð að hjálparvana vesalingi. Það varð til þess að hann sóttist ævinlega eftir stöðugleika“, var mat æskuvinar hans Fritz Kramer. 

Hvað gerði hann áður en hann varð stjórnmálamaður? 

Að stríði loknu gerði þýskur bakgrunnur Kissingers hann sjálfkjörinn til að gegna veigamiklu hlutverki í afnasistavæðingu Þýskalands. Hann var fyrst útnefndur sem umsjónarmaður fyrir bæinn Krefeld í Nordrhein-Westfalen. 

 

Síðan gekk hann í leyniþjónustu hersins, hina svokölluðu Counter Intelligence Corps. Þar átti hann þátt í að bera kennsl á og handsama meðlimi í einhverjum skelfilegasta flokki nasista, leynilögreglunni Gestapo. Fyrir framtak sitt hlaut hann heiðursorðuna Bronze Star Medal. 

 

Eftir heimkomuna hlaut Kissinger inngöngu inn í hinn virta Harvard-háskóla þar sem doktorsritgerð hans var heiðruð með hinum eftirsóttu Charles Sumner-verðlaunum.

 

Doktorsritgerðin aflaði Kissinger stöðu sem prófessors við Harvard. En hann hlaut fyrst verulega frægð þegar hann gaf út bókina „Nuclear Weapons and Foreign Policy“, árið 1957. 

Í bók sinni frá 1957 setti Kissinger fram umdeilda hugmynd sína um að Bandaríkin gætu háð ,,takmarkað kjarnorkustríð" gegn völdum skotmörkum.

Í bókinni fjallaði Kissinger um hugmyndir sínar um takmarkað kjarnorkustríð: Að ekki bæri að líta einvörðungu á kjarnorkuvopn sem verkfæri til að viðhalda ógnarjafnvægi, heldur mætti einnig nota þau í einangruðum taktískum árásum. 

 

Í sumum hópum fékk Kissinger mikið lof fyrir hugmyndir sínar og gaumgæfilegar greiningar á stöðu mála. Í öðrum var hann sakaður um að stigmagna skelfilega notkun kjarnorkuvopna.

 

Þetta var hreint ekki fyrsta sinn sem Kissinger átti eftir að verða umdeildur. 

Varð Kissinger einhvern tímann utanríkisráðherra?

Bók Kissingers fangaði athygli repúblikanans Nelsons Rockefeller og hann kynnti bókina fyrir valdamönnum innan flokksins. Þegar Richard Nixon var valinn frambjóðandi repúblikana árið 1968 var framabrautin greið fyrir Kissinger. 

 

Hápunkti sínum náði Kissinger þegar hann var útnefndur utanríkisráðherra árið 1973 en þekktastur er Kissinger líklega fyrir hlutverk sitt sem þjóðaröryggisráðgjafi.

 

Ráðgjafinn vinnur náið með forsetanum og færir honum sjálfur skýrslur sínar um stöðu mála, nokkuð sem veitti Kissinger kost á að móta sjálfur utanríkispólitík Bandaríkjamanna. 

 

Þennan möguleika nýtti Kissinger sér t.d. þegar hann hélt með mikilli leynd tvisvar sinnum til kínverska alþýðulýðveldis Maós árið 1971 en BNA hafði um áratugaskeið neitað að taka upp diplómatískt samband við Kína.

 

Þessar heimsóknir ruddu brautina fyrir ferð Nixons til Kína á næsta ári og mikla þíðu í samskiptum stórveldanna. 

 

Þessar diplómatísku þreifingar Kínverja og BNA urðu til þess að reka fleyg á milli Sovétríkjanna og Kína, tveggja stærstu kommúnísku stórveldanna á þessum tíma en það styrkti verulega stöðu BNA í kalda stríðinu.

Rakarinn Friedrich Trump stofnaði fjölskylduætt sem átti eftir að ná völdum í Hvíta húsinu með hjálp gullæðisins í Klondike, gjaldþrotum spilavíta og Ku Klux Klan.

Fyrir hvað hlaut hann Nóbelinn? 

Betra samband við Kína var einungis einn þáttur í metnaðarfullri utanríkisstefnu Nixons og Kissingers. Einnig vildu þeir betrumbæta samskiptin við erkióvininn Sovétríkin en til þess að það gæti raungerst þurfti að ryðja mikilvægri hindrun úr vegi.

 

Nú var orðið ljóst að ekki var hægt að vinna stríðið í Víetnam og því skipti höfuðmáli fyrir BNA að komast sem best frá þeim hildarleik án þess að bíða mikinn álitshnekki. 

 

Árið 1970 skundaði Kissinger því til Parísar að hitta norður-víetnamska samningamanninn Le Duc Tho til að ræða friðarhorfur.

 

Samningaviðræður drógust á langinn en eftir fjölmarga maraþonfundi sem Kissinger stýrði gátu þessar stríðandi fylkingar náð samkomulagi árið 1973. 

„Segið Kambódíumönnum að við viljum vera vinir þeirra. Þetta eru morðóðir barbarar en við látum það ekki trufla okkur“

Henry Kissinger um ríkisstjórn Kambódíu.

Þrátt fyrir að bardögum hafi fyrst lokið í apríl 1975 þegar her suðurvíetnama leystist upp aflaði friðarsamkomulag Kissinger og Le Duc Tho þeim Nóbelsverðlaunin. 

 

Bandaríkjamenn voru svo ánægðir með Kissinger og framtak hans að í Gallupkönnunum á árunum 1973 og 1974 var hann „kosinn dáðasti maður í Bandaríkjunum“. 

Var Kissinger stríðsglæpamaður? 

Gagnrýnendur Kissingers benda á að stefna hans hafi leitt til gríðarlegs mannfalls. 

 

Bandaríski sagnfræðingurinn og Yale-prófessorinn Greg Grandin komst að þeirri niðurstöðu að tala fallinna færi nærri þrem milljónum. Ógjörningur er að sannreyna þessa tölu og Kissinger hefur aldrei þurft að svara til saka fyrir mannfallið. 

 

Allir eru þó sammála um að stefna hans hafi kostað fjölmörg mannslíf. Sprengjuherferðir Bandaríkjamanna í Kambódíu árið 1969 og 1973 eru þannig sagðar hafa kostað 150.000 almenna borgara lífið. 

 

Kissinger gegndi auk þess mikilvægu hlutverki í valdaráni sem ruddi brautina fyrir morðóðar ríkisstjórnir, bæði í Chile og Argentínu.

,,Raunpólitík" Kissingers gékk m.a. út til að hjálpa hinum óprúttna Augusto Pinochet til valda í Chile.

Þessar aðgerðir réttlætti Kissinger með því að vísa til nauðsynjar þess að viðhalda valdastöðu BNA.

 

Það átti einnig við um stuðning við Rauðu Khmerana í Kambódíu – ríkisstjórn sem Kissinger leit á sem nauðsynlegt mótvægi við Norður-Víetnam sem Sovétríkin studdu. 

 

„Segið Kambódíumönnum að við viljum vera vinir þeirra. Þetta eru morðóðir barbarar en við látum það ekki trufla okkur“, tilkynnti hann utanríkisráðherra Tælands í nóvember 1975. 

Hvað gerði Kissinger að ofurdiplómata? 

Greind Kissingers og starfsorka gerði það að verkum að hann náði afar góðum tökum á öllum krókum og kimum diplómasíunnar. Þessi kostur gerði hann, ásamt miklu innsæi og klókindum, að ofurdiplómata. 

 

Þannig tókst honum t.d. árið 1974 með svokallaðri „shuttle diplomacy“ – þar sem hann ferðaðist ótt og títt með flugvélum til að hitta hina og þessa valdamenn – að ávinna sér traust þeirra. 

 

En hann hikaði ekki við að ljúga, ef það gæti hentað stefnu BNA.

Í áratug bjó Henry Kissinger nánast um borð í flugvél á leið til og frá átakasvæðum heimsins.

Kissinger var heilinn á bak við kaldastríðspólitík BNA

Sem öryggisráðgjafi og síðan utanríkisráðherra stóð Henry Kissinger á bak við utanríkispólitík BNA sem hafði eitt meginmarkmið: Að grafa undan erkióvininum Sovétríkjunum. 

1. Sprengjuregn á Kambódíu (1969-1973)

Kissinger lagði persónulega blessun sína yfir 3.875 sprengjuferðir sem á árunum 1969 - 1973 hrelldu íbúa Kambódíu. Þessar sprengjuherferðir urðu til þess að stórveldið var fyrirlitið bæði heima sem erlendis. 

2. Þreifingar í Kína (1971)

Með mikilli leynd heimsótti Kissinger Kína og ruddi brautina fyrir diplómatískt samband við alþýðulýðveldið sem BNA hafði fram til þess neitað að viðurkenna. Löndin tvö viðurkenndu hvort annað árið 1979. 

3. Afvopnunarsamkomulag við USSR (1972)

Þegar Nixon forseti og Leonid Bresnev, aðalritari kommúnistaflokksins, rituðu undir afvopnunarsamkomulagið SALT 1 gegndi Kissinger þar stóru hlutverki. Samkomulagið dró verulega úr spennustiginu milli landanna. 

4. Valdarán hersins í Chile (1973)

Kissinger samþykkti stuðning CIA við valdarán á kjörnum forseta Chile, Salvador Allende. Sambærileg inngrip áttu sér stað í Argentínu árið 1976 sem laskaði verulega orðspor BNA hjá vinveittum þjóðum. 

5. Friðarsamkomulag (1974)

Með mikilli þrautseigju tókst Kissinger að fá Ísraela og Araba til að hefja friðarviðræður. Samningaviðræður þessar lögðu grunninn að byltingarkenndu samkomulagi milli Ísraela og Egypta árið 1979. 

Þetta sýndi hann m.a. í maí 1974 en þá gaf hann Ísrael og Sádi-Arabíu ósamrýmanleg loforð um rýmingu á Golan-hæðum sem Ísrael hafði hertekið.

 

Í þetta sinn var árangurinn ekki sérlega mikill en þó tókst honum að stöðva vítahring bardaga og ofbeldis sem um áratugaskeið hafði einkennt þetta svæði og tryggði auk þess áhrif BNA á svæðinu. Segja má að hann hafi verið meistari málamiðlunar.

 

Þessi pragmatíska diplómasía þótti einkenna störf Kissingers svo mikið að stjórnmálafræðingar um heim allan nefna hana realpolitik – sem er borið fram á þýsku, móðurmáli Kissingers. 

Var hann umvafinn kvenfólki?

Kissinger var fremur lágvaxinn og þybbinn og leit ekki út fyrir að vera dæmigert kyntákn en áhuga frá kvenmönnum skorti hann aldrei. 

Kissinger var lítill vexti og þéttvaxinn – en engu að síður umvafinn kvenfólki. Hér sést hann í augnhæð við Dolly Parton. 

„Hann var heimsborgari með góðan húmor, fágaður og sannkallaður herramaður“, útskýrði vinkona hans Joyce Haber sem starfaði við Los Angeles Times. 

 

„Áhugaverðasti maðurinn í ríkisstjórn Nixons og glaumgosi Hvíta hússins“, kölluðu kvennablöðin hann. 

 

Á sínum yngri árum og eins á tíu ára skeiði milli tveggja hjónabanda var Kissinger oft með fagrar dömur upp á arminn. Meðal vinkvenna Kissingers voru Candice Bergen, Shirley Mclaine og Lee Ullmann ásamt Jill St. John sem var fyrsta bandaríska Bond stúlkan. 

 

Vinkonan Barbara Howar hafði ekki háar hugmyndir um stöðu Kissingers sem kyntákns.

„Völd eru mesti frygðaraukinn“.

Henry Kissinger 

„Fyrir Henry jafngildir kynlíf því að hann dregur lítillega úr hraðanum á bíl sínum þegar hann setur þig út á einhverju götuhorni,“ sagði hún þurrlega. 

 

Kissinger sjálfur var aldrei í vafa um hvað það væri í fari hans sem konur dáðu mest.

 

„Völd eru mesti frygðaraukinn“, var haft efir honum.

Hve margir forsetar leituðu ráða hjá Kissinger? 

Ósigur Geralds Ford í forsetakosningunum árið 1976 markaði endalok á störfum Kissingers í ríkisstjórninni en þá var hann 53 ára gamall.

 

En hann var alls ekki hættur að skipta sér af utanríkispólitík.

 

Á næstu árum sóttu fjölmargir háttsettir stjórnmálamenn og nánast hver einasti forseti í reynslubrunn þessa þrautreynda embættismanns. 

 

Jafnvel repúblikaninn George W. Bush sem og demókratarnir Jimmy Carter, Bill Clinton og Barack Obama leituðu í ráðgjöf hans. 

Kissinger var ráðgjafi Nixons forseta á áttunda áratugnum og vann áfram fyrir aðra forseta, m.a. Donald Trump sem tók við embættinu 2017. 

Í kosningunum 2016 ráðlagði Kissinger demókratanum Hillary Clinton sem og repúblikanum Donald Trump. Þegar Trump vann kosningarnar leitaði hann strax eftir ráðgjöf þessa aldraða manns. 

 

Kissinger var þó „minna áhugasamur“ eftir að hafa hitt Trump persónulega, eins og hann sagði á diplómatískan máta í viðtali við sjónvarpsstöðina PBS árið 2022. 

 

Því miður fyrir Kissinger gat hann sjálfur ekki orðið forseti. Embættinu geta einungis þeir gegnt sem hafa fæðst í BNA. 

Rússar prófuðu kjarnorkuvopn sín á dreifbýlum steppunum í Kazakstan og Bandaríkjamenn vildu grafa nýjan Panamaskurð með vetnissprengjum. En engin var eins öflug og Zar-sprengjan sem var sprengd árið 1961.

Leiðir BNA ennþá „Realpolitik“?

Á 7. og 8. áratugnum urðu þátttaskil fyrir BNA. Ósigurinn í Víetnam varð Bandaríkjamönnum mikið áfall sem fól í sér að ráðamenn þar drógu sig fremur til hlés, heldur en að lenda í langvinnum stríðum. 

 

Stórveldið lét einnig vera að skipuleggja valdarán sem á tíma Kissingers í utanríkispólitíkinni varð viðtekin venja þegar svo bar undir. 

 

Og árið 1976 bannaði ný löggjöf (Executive order 11905) leyniþjónustunni CIA að myrða andstæðinga BNA. 

 

Eftir Watergate-hneykslið árið 1972 kom auk þess fram ný löggjöf sem jók gagnsæi í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og markaði þannig enda á realpolitik Kissingers.

 

Sýn hans á valdabrölt og pólitísk afstaða breyttist þó ekki neitt.

 

Í viðtali skömmu eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar, þar sem kínverski herinn myrti hundruði mótmælenda þann 4. júní 1989 lýsti Kissinger yfir skilningi á ákvörðun ráðamanna þar.

 

Völd en ekki siðferði, voru leiðarstjarna Kissingers. „Land sem krefst siðferðilegrar fullkomnunar í utanríkispólitík getur hvorki náð fullkomnun né öryggi“, staðhæfði hann. 

Lesið meira um Henry Kissinger 

  • Walter Isaacson: Kissinger – A Biography, Simon & Schuster, 2005

 

  • Thomas A. Schwartz: Henry Kissinger and American Power – A Political Biography, Hill and Wang, 2020

 

HÖFUNDUR: Else Christensen

© Getty Images, US Air Force, Shutterstock. © Getty Images. © Abe Books. © reuters/scanpix. © USMC. © Oliver Atkins. © The White House Photo Office. © Horacio Villalobos. © CIA. © Tony Palmieri. © Shealah Craighead.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is