Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Torfur búrhvala samanstanda einvörðungu af kúm og afkvæmum þeirra. Í þessum sambýlum aðstoða kýrnar hver aðra við barnagæslu en karldýrum er hins vegar meinaður aðgangur, nema þá í sjaldséðar heimsóknir þar sem tilgangurinn er einungis að eðla sig með kúnum.

BIRT: 07/11/2024

Sólin er enn ekki komin upp en dauf morgunbirtan leiðir í ljós að hér er búrhvalur á leið til veiða. Shane Gero og hinir vísindamennirnir frá Dominica Sperm Whale Project fylgjast með þegar sporður kýrinnar slæst í hafflötinn áður en hún hverfur ofan í dýpið úti fyrir Dóminíku í Karíbahafi.

 

Næstu 40 mínúturnar skilur hún kálfinn sinn eftir í sjávarborðinu, líkt og hún sé að bjóða háhyrningum í grenndinni upp á matarbita. Engin ástæða er þó að óttast um kálfinn, hvorki fyrir móðurina né vísindamennina.

 

Á meðan móðirin leitar uppi kolkrabba í dýpinu syndir annað kvendýr út úr torfunni með það eitt fyrir augum að gæta kálfsins. Kýrnar hafa skipulagt sig í sambýli einstæðra mæðra þar sem karldýrin fá einungis boðsmiða þegar þörf er fyrir sæði þeirra.

 

Líkaminn er stilltur á sparnaðarkerfi

Hvalasérfræðingurinn Shane Gero frá Dalhousie háskólanum í Kanada hefur fylgst með búrhvalatorfunni frá árinu 2005 og þekkir hvert einstakt dýr í útliti, jafnvel án þess að berja augum mjög svo einkennandi sporðugga dýranna.

 

Shane hefur varið ótalmörgum klukkustundum um borð í bát rannsóknarverkefnisins og skoðað ógrynni ljósmynda, auk DNA-sýna, í því skyni að kynnast daglegu lífi hvalanna sem best.

 

Shane Gero veit að kvendýr búrhvalsins lifa að öllu jöfnu í kvennasambýlum. Þær hafa skipulagt sig í fastmótuðum mæðrahópum sem yfirleitt samanstanda af 7-14 fullvöxnum búrhvalskúm og eru gjarnan skyldar innbyrðis og halda jafnan hópinn alla ævi. Karldýrin aðstoða ekki við barnagæslu og hjálpsemi annarra kúa er lífsnauðsynlegur hluti daglegs lífs kvendýranna.

 

Búrhvalskálfar eru syndir strax eftir fæðingu og þeim lærist fljótt að kafa undir sjávarborðið en geta raunar ekki kafað niður á 300-600 metra dýpi þar sem eftirlætisfæðu búrhvalanna, kolkrabba, helst er að finna.

90 mínútur er það lengsta sem búrhvalir geta haldið niðri í sér andanum á meðan þeir kafa niður á 2.250 metra dýpi í leit að kolkröbbum. Fullvaxið karldýr getur vegið rúm 40 tonn og hver tarfur étur á bilinu 350 til 700 kolkrabba dag hvern.

Þetta getur fullvaxinn búrhvalur hins vegar gert. Fá spendýr leika það eftir honum að kafa svo djúpt en hann kemst hæglega niður á rösklega tveggja km dýpi í leit að djúpsjávarkolkröbbum.

 

Þrýstingurinn frá sjávarflæminu er gríðarlega mikill á tveggja kílómetra dýpi og sá langi tími sem kafað er gerir miklar kröfur til súrefnisbirgðanna. Þó svo að búrhvalir búi yfir þeim einstaka hæfileika að geta fyllt líkamann af súrefni og notað takmarkaðar súrefnisbirgðirnar af kostgæfni þá reynir það gífurlega á líkama dýranna að synda tveggja kílómetra vegalengd niður að botni og sama spöl aftur upp á hafflötinn, án þess að draga andann.

 

Hver hópur á sína eigin mállýsku

Þegar sólin rís sér Shane Gero búrhvalskúna nálgast hafflötinn aftur. Kálfurinn syndir á móti móður sinni í von um að fá hjá henni örlítinn mjólkurdreitil.

 

Í hvalatorfunni eru móðursystur og ömmusystur ekki einungis að gæta lítilla frændsystkina sinna heldur hafa þær þau jafnframt á spena. Líffræðingar álíta að kálfarnir séu vandir af spena á bilinu 2 til 3½ árs gamlir en að einstöku kálfur haldi áfram á spena fram til 13 ára aldurs.

 

Þegar kálfurinn hefur drukkið hjá móðurinni í svolitla stund slakar móðirin á í sjávarborðinu í átta mínútur til að fylla súrefnisbirgðir líkamans. Síðan hægir hún á sér áður en hún hverfur niður í dýpið á nýjan leik. Saurinn er gulls ígildi fyrir vísindarannsóknir Shanes Gero sem stefnir bát sínum að þeim fyrirhafnarlaust og safnar ríkulegum saurnum saman á haffletinum.

Búrhvalir hægja á sér áður en þeir leggja af stað í allt að 90 mínútna köfun. Saur gefur rannsakendum mikilvægar upplýsingar um fæðu hvalanna.

Saurinn getur komið upp um fæðu búrhvalanna og húðflögur á sjávarborðinu fela í sér erfðaefni þess hvals sem saurinn stafar frá og með því móti er unnt að bera kennsl á einstaka hvali, auk þess sem myndir af sporðum þeirra eru notaðar til að auðkenna þá.

 

Fyrstu erfðaefnissýni búrhvalanna við Dóminíku leiða í ljós að þeir mynda sérstakan stofn og hafa ekki tekið inn í torfuna dýr annarra stofna, á borð við hvalina sem lifa í Þanghafinu, einungis 1.800 km norðar.

Húðflögur koma upp um ætterni

Húðflögur sem losnað hafa af dýrunum, fljóta í sjónum og þar getur hvalafræðingurinn Shane Gero safnað þeim saman. Húðin felur í sér erfðaefni hvalanna en það, ásamt ljósmyndum af sporðum dýranna, er notað til að bera kennsl á stök dýr.

 

Erfðaefnisrannsóknir á hvölum eru ekki eins fullkomnar og sambærilegar rannsóknir á mönnum en Shane vinnur að því hörðum höndum að útbúa fullkomnari greiningaraðferðir þannig að rannsaka megi skyldleika allra stofnanna úti fyrir Dóminíku og nærliggjandi eyjum, þar sem minnst 400 hvalir lifa.

Líffræðingarnir um borð í rannsóknarskipinu reyna að hlusta eftir smelluhljóðum kvendýrsins á meðan hún hverfur á nýjan leik niður í djúpið. Torfan hefur yfir að ráða sínum eigin smelluhljóðum sem talin eru gagnast dýrunum til að halda fjölskyldunni saman og flytja upplýsingar um ferðir einstaka dýra.

 

Líffræðingar hafa komist að raun um að einstöku búrhvalsstofnar á hafi úti eiga í samskiptum á sinni eigin mállýsku sem kálfarnir að öllum líkindum tileinka sér.

10 tonn er þyngd nefsins í stærstu búrhvölunum. Nefið er gert með það fyrir augum að skapa, magna og beina á réttan stað gífurlega háum smelluhljóðum búrhvalsins.

Fyrstu þrjár mínúturnar eftir að kýrin kafar eru tíðindalitlar. Kýrin syndir þögul í átt að botninum en að þremur mínútum liðnum rýfur hún þögnina.

 

Fyrir utan merkjamál hjarðarinnar eiga allar mæður samskipti við afkvæmi sín á þeirra eigin máli, svo hugsanlega er hún að senda kálfinum sínum skilaboð sem aðrir ekki skilja. Síðan hefst hún handa við bergmálsmiðun. Hún sendir með stuttu millibili gegnum dýpið hæsta hljóð sem nokkurt dýr er fært um að gefa frá sér.

Veiðismellir langt yfir sársaukamörkum

Mjög fáir hvalir notfæra sér myndun hljóða í sama mæli og við á um risavaxna búrhvalina sem gefa frá sér þau hljóð sem hæsta tíðni hafa af öllum dýrum dýraríkisins og greina með því móti bráð sína í niðdimmu sjávardýpinu.

1. Hljóðið magnast upp af olíu

Loft þrýstist gegnum himnu sem gengur undir heitinu „apavarir“ en um er að ræða eins konar raddbönd. Sveiflurnar í nefgöngunum framkalla smelluhljóð sem magnast þegar þau berast gegnum hartnær 2.000 lítra af olíu (lýsi) í nefi búrhvalsins.

2. Breiður hljóðgeisli skýst út

Þegar smelluhljóðið lendir á loftsekk aftast í nefinu endurkastast það fram á við gegnum hólf sem full eru af lýsi. Hljóðið beinist áfram í geisla sem er álíka digur og ljósastaur og myndar bresti í sjónum með hljóðstyrk sem nemur alls 245 db.

3. Kolkrabbar endurkasta smellunum

Styrkur veiðismellanna er svo gífurlegur að jafnvel nötrandi, beinlaus kolkrabbabúkur getur endurkastað hljóðinu aftur til soltins hvalsins. Búrhvalurinn lætur þá til skarar skríða og slafrar þessari eftirlætisbráð sinni í sig.

Veiðismellir langt yfir sársaukamörkum

Mjög fáir hvalir notfæra sér myndun hljóða í sama mæli og við á um risavaxna búrhvalina sem gefa frá sér þau hljóð sem hæsta tíðni hafa af öllum dýrum dýraríkisins og greina með því móti bráð sína í niðdimmu sjávardýpinu.

1. Hljóðið magnast upp af olíu

Loft þrýstist gegnum himnu sem gengur undir heitinu „apavarir“ en um er að ræða eins konar raddbönd. Sveiflurnar í nefgöngunum framkalla smelluhljóð sem magnast þegar þau berast gegnum hartnær 2.000 lítra af olíu (lýsi) í nefi búrhvalsins.

2. Breiður hljóðgeisli skýst út

Þegar smelluhljóðið lendir á loftsekk aftast í nefinu endurkastast það fram á við gegnum hólf sem full eru af lýsi. Hljóðið beinist áfram í geisla sem er álíka digur og ljósastaur og myndar bresti í sjónum með hljóðstyrk sem nemur alls 245 db.

3. Kolkrabbar endurkasta smellunum

Styrkur veiðismellanna er svo gífurlegur að jafnvel nötrandi, beinlaus kolkrabbabúkur getur endurkastað hljóðinu aftur til soltins hvalsins. Búrhvalurinn lætur þá til skarar skríða og slafrar þessari eftirlætisbráð sinni í sig.

Hljóðin hafa fyrst og fremst þann tilgang að aðstoða dýrið við að rata og finna kolkrabba.

 

Karldýrin eru einfarar

Á meðan kýrin er á veiðum birtist skyndilega eldri sonur hennar sem langar að leika við litla bróður sinn. Hann er á bilinu 11 til 17 ára gamall og fyrir vikið umbera hin dýrin hann en hann er samt orðinn svo gamall að það styttist í að hinar kýrnar reki hann úr hópnum. Þegar það hefur verið gert á hann sennilega aldrei aftur eftir að sjá móður sína og móðursysturnar.

 

Umbreytingin frá örugga lífinu í faðmi hjarðarinnar er gríðarlega mikil fyrir tarfana sem verja bróðurparti ævinnar aleinir í ísköldum sjónum í grennd við Norðurheimskautið eða Suðurskautið. Ungir tarfar mynda stundum óhefðbundnar piparsveinahjarðir en fullvöxnu karldýrin eru hins vegar einfarar.

 

Þeir leita einungis uppi félagsskap meðan á fengitímanum stendur en þá synda þeir mörg þúsund kílómetra vegalengd til að leita uppi eðlunarfús kvendýr í kúahópum í tempruðum eða heittempruðum sjó.

Tarfurinn hér að ofan er á biðilsbuxunum og hefur berað reður sinn. Tarfurinn getur orðið rösklega 20 metrar á lengd sem er þrefalt stærra en smávaxin kýrin.

Óþekkt karldýr geta hvenær sem er slegist í för með hópnum í Karíbahafi um stutta stund. Eini tilgangurinn er þá að eðla sig með kú sem ber 100 kg þungum kálfi að 15-18 mánuðum liðnum. Fram að því er kýrin önnum kafin.

 

Á milli þess sem kýrin kafar eftir fæðu þarf hún jafnframt að gæta annarra kálfa hjarðarinnar og svo verður hún að veiða kolkrabba hvern dag sem vega þrjá hundraðshluta af þyngd hennar. Þess vegna heldur hún áfram að kafa löngu eftir að dimma tekur í Karíbahafi.

 

Sum leyndarmálin tekur hún með sér niður á hafsbotn, önnur hafa hún og önnur dýr hjarðarinnar þegar afhjúpað fyrir Shane Gero og hinum líffræðingunum. Þeir vita nú að daglegt líf búrhvala felst í vinnu, barnagæslu, leikfélögum og áhugalausum feðrum.

,,Ég fæ bara örlitla innsýn í líf þeirra. Það er heilt samfélag í djúpinu sem ég er aðeins farinn að skilja“.
Shane Gero, hvalasérfræðingur

HÖFUNDUR: Anders Priemé

Shutterstock,© Franco Banfi Biosphoto/Imageselect

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

Maðurinn

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Lifandi Saga

Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is