Í bandarísku borginni Phoenix mældist hitinn yfir 100 gráður á Fahrenheit – 38 gráður á Celsíus hundraðasta daginn í röð, þriðjudaginn 3. september.
Frá þessu greinir bandaríska veðurstofan (NWS).
,,100 dagar í röð með miklum hitum – 100 gráður á Fahrenheit eða hærra. Phoenix náði þessum áfanga í dag og búist er við að hitabylgjan haldi áfram. Við erum löngu búin að slá met”, segir í fréttatilkynningu.
Lengsta hitabylgjan sem mælst hafði í Phoenix stóð yfir í 76 daga árið 1993.
Núverandi hitabylgja hófst þann 27. maí sem þýðir að í Phoenix hefur mælst 38 gráðu hiti eða meira í allt sumar.
Phoenix er fimmta stærsta borg Bandaríkjanna með yfir 1,6 milljónir íbúa.
Ekkert lát er á hitabylgjunni en gert er ráð fyrir að í suðvesturhluta Bandaríkjanna fari hitinn sums staðar í allt að 50 gráður á Celsíus.
Hitinn breiðist út
Ríkin Washington og Oregon verða m.a. fyrir barðinu á þessu miklu hitum. Þetta segir veðurfræðingurinn Richard Bann frá veðurspástöð NWS.
„Búist er við gríðarlegum hitum næstu daga þar sem hitinn mælist yfir 100 gráður (á Farenheit, ritstj.),“ segir hann.
Hann útskýrir að háþrýstingur sé að myndast á svæðinu.
Mjög stór skógarsvæði verða skógareldum að bráð og draga þúsundir til dauða víðs vegar um heim. Hér gefur að líta þau fimm svæði heims sem í mestri hættu eru.
Háþrýstingurinn fjarlægir ský, kalt loft, skúrir og þrumuveður, sem að öllu jöfnu skapar kælingu.
Stórborgin Los Angeles á einnig von á miklum hita á næstu dögum.
Borgarstjóri borgarinnar, Karen Bass, hefur fyrirskipað opnun kælistöðva í borginni þar sem fólk, sem ekki hefur aðgang að loftkælingu, getur nýtt sér.
Hátt hitastig er ekki óvenjulegt á þessum árstíma í suðvesturhluta Bandaríkjanna, þar sem eru stór eyðimerkursvæði.
En vísindamenn telja að loftslagsbreytingar af mannavöldum hjálpi til við að breyta norminu og skapa óstöðugra veður.