Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Hópur stjörnufræðingar hefur nú endurskapað þann viðburð sem gæti hafa skapað þetta sérkennilega svæði.

BIRT: 20/11/2024

Á yfirborði dvergplánetunnar Plútós er að finna 1.600 km breitt svæði sem er þakið köfnunarefnisís og hefur valdið vísindamönnum heilabrotum síðan það uppgötvaðist árið 2015.

 

Þá flaug NASA-geimfarið New Horizons fram hjá þessum litla íshnetti og myndirnar sem bárust til jarðar komu að sumu leyti á óvart.

 

Þarna uppgötvuðu stjörnufræðingar stóra, hjartalaga sléttu sem var áberandi bjartleit í samanburði við örum þakið yfirborðið í kring.

 

Svæðið hefur fengið heitið Tombaugh Regio til heiðurs bandaríska stjörnufræðingnum Clyde Tombaugh sem uppgötvaði Plútó árið 1930, en lést árið 1997.

 

Þessi sérkennilega slétta hefur bæði vakið aðdáun og valdið heilabrotum.

 

Árekstur við himinhnött

En nú telja vísindamenn hjá Bernháskóla í Sviss sig hafa fundið skýringuna og hún felst í næsta voveiflegum atburði langt aftur í forsögu dvergplánetunnar.

 

Stjörnufræðingarnir keyrðu ýmis tölvulíkön til að komast að því hvernig íshellan Sputnik Planitia hefði myndast, en hún myndar vesturhluta Tombaugh Regio-sléttunnar. Líkönin sýndu mestar líkur á því að Plútó hefði orðið fyrir árekstri við himinhnött, sem verið hefði um 700 km í þvermál.

Listræn lýsing á því hvernig hinn hægi, skáhalli árekstur hins 700 kílómetra breiða hnattar gæti hafa litið út.

Þetta er reyndar alls ekki í fyrsta sinn sem uppruni sléttunnar er rakinn til árkekstrar, en svissnesku vísindamennirnir munu vera hinir fyrstu sem tekist hefur að lýsa atburðinum sjálfum og reikna út stærð þess himinhnattar sem skildi eftir sig þessi ummerki á yfirborði Plútós.

 

Tölvulíkönin sýndu að árekstrarhnötturinn hefur skollið skáhallt niður á Plútó og þess vegna skilið eftir sig hina aflöngu sléttu Sputnik Planitia.

 

Þetta svæði er um 1.200 sinnum 2.000 kílómetrar að stærð og myndar lægð í yfirborð Plútós, en vísindamennirnir telja að dýpri dæld hafi flótlega eftir árekstur að mestu fyllst af kílómetraþykkum ís.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Nature Astronomy.

HÖFUNDUR: Nanna Vium

© © University of Bern, Illustration: Thibaut Roger

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is