Amason-regnskógurinn er heimkynni stærstu og þyngstu – en ekki lengstu – snákategundar á jörðinni: Græna anakondan.
Þökk sé bandaríska leikarans Will Smith og frábæru og hugrökku tökuliði hans hefur nú komið í ljós að það sem menn héldu eina tegund er í raun tvær.
Hingað til óþekkt tegund fannst á botni stöðuvatns í Amazon – og hún gæti verið jafnvel stærri en frænka hennar.
Synti með 200 kílóa ferlíki
Grænar anakondur skríða um í hitabelti Suður-Ameríku, eins og Amason, Orinoco og Esequibo árnar, auk nærliggjandi vatnasvæða.
Slangan er þekkt fyrir getu sína til að kreista lífið úr stórri bráð með því að vefja sig utan um dýrið, kæfa það og gleypa í heilu lagi.
Þessi nýja, tröllvaxna tegund, fannst við tökur á heimildarþáttaröðinni Pole to Pole, með leikaranum Will Smith í fararbroddi, þegar tökuliðið var á bátsferð um á eina.
Alþjóðlegir vísindamenn skriðu fljótt út úr skrifstofum sínum til að rannsaka þessar nýuppgötvuðu slöngur, sem hafa fengið nafnið Eunectes akaima, á Waoranisvæðinu í Ekvador.
Þeir lýsa því hvernig slangan leynist í grynningunni, þar sem hún bíður eftir bráð.
Þessi gríðarþunga slanga vegur meira en 200 kg og er að sögn með höfuð á stærð við mannshöfuð.
Ef þú ert engin aðdáandi snáka skaltu nú líta undan.
”Stærð þessara stórkostlegu skepna er ótrúleg. Eitt kvendýrið sem við fundum mældist tæplega 6,3 metrar,“ segir aðalhöfundurinn og líffræðingurinn Bryan Fry frá háskólanum í Queensland.
Í fréttatilkynningu segja vísindamennirnir frá sögusögnum heimamanna í Waorani, sem segjast hafa séð slöngu sem er yfir 7,5 metrar að lengd og vegur um 500 kg.
Slangan sem nefnist anakonda getur vegið rösklega 200 kíló og orðið yfir átta metrar á lengd. Þessi risavaxna kyrkislanga lifir í frumskógum Suður-Ameríku og getur murkað lífið úr krókódíl á örfáum mínútum, svo og gleypt hjartardýr í heilu lagi.
Þessi nýja tegund er erfðafræðilega frábrugðin hinum þekkta ættingja sínum um liðlega 5,5 prósent.
Til að setja þetta í eitthvert samhengi er munurinn á mönnum og simpönsum aðeins um 2 prósent.