Hratt yfir sögu / Kúbudeilan

Október 1962: Frá almennum borgurum til háttsettra hershöfðingja ríkti mikil spenna, bæði í austri og vestri. Vopnakapphlaupið er á yfirsnúningi og afhjúpandi gervihnattamyndir frá Kúbu eru við það að breyta köldu stríði yfir í heitt.

BIRT: 15/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

 

Hvenær?

14.-28. október 1962

 

Hvar?

Á Kúbu, í BNA og Sovétríkjunum

 

Hvernig?

Þann 14. október myndar bandarísk njósnaflugvél sovéskar, meðaldrægar kjarnorkuvopnaflaugar á Kúbu.

 

Þegar John F. Kennedy Bandaríkjaforseti sér myndirnar kallar hann saman herráð í Hvíta húsinu. Margir ráðgjafa hans vilja ráðast á herstöðina en Kennedy setur löndunarbann á Kúbu og sendir flotann til að framfylgja því.

 

Leiðtogi Sovétríkjanna, Nikita Krústsjoff, lýsir því yfir að flaugarnar eigi að nýtast til að verjast mögulegri bandarískri innrás á Kúbu.

 

,,Okkur dugar að leggja Bandaríkin í rúst einu sinni.“

Viðbrögð Krústsjoffs við þeim ummælum Kennedys að Bandaríkin hefðu bolmagn til að leggja Sovétríkin í rúst – tvisvar sinnum.

 

Jafnframt verður ljóst að sovésk flutningaskip eru á leið til Kúbu með viðbótarbúnað fyrir eldflaugarnar sem þegar hafa verið settar upp á Kúbu.

 

Heimurinn stendur á öndinni og fjölmargir óttast að kjarnorkustyrjöld milli stórveldanna sé í uppsiglingu.

 

En sovésku skipin nema staðar utan við bannlínu Bandaríkjamanna. Eldflaugarnar á Kúbu eru engu að síður fullkomlega starfhæfar. Krústsjoff fellst svo á að flytja þær burt gegn loforði Bandaríkjamanna um að ráðast ekki á Kúbu.

 

Bandarísk njósnavél var skotin niður yfir Kúbu 27. október en Kennedy samþykkti samkomulagið engu að síður.

 

Rúmum þremur árum fyrir Kúbudeiluna fór Nikita Krústsjoff í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna.

Hvers vegna?

Fidel Kastró og skæruliðar hans steyptu einræðisherranum Batista af stóli í ársbyrjun 1959.

 

Hann naut stuðnings Bandaríkjanna. Kastró þjóðnýtti mörg bandarísk fyrirtæki á Kúbu og upprætti fjárhættuspil og vændishús sem bandaríska mafían rak að stórum hluta.

 

Stórum jarðeignum var skipt milli bænda og sósíalísku þjóðskipulagi komið á.

 

Margir andstæðingar Kastrós flúðu til BNA og leituðu ákaft eftir stuðningi til að steypa Kastró. Í lok valdatíðar Eisenhowers var gerð innrásaráætlun sem John F. Kennedy fékk í arf og samþykkti.

 

Með stuðningi frá BNA var gerð innrás í Svínaflóa á Kúbu 1961 en hún misheppnaðist algerlega og í kjölfarið leitaði Kastró eftir stuðningi Sovétríkjanna til að verja Kúbu.

 

cubakrise_shot2

Morðið á JFK skók ekki bara bandarísku þjóðina heldur allan heiminn.

Hvað gerðist svo?

Það sem í rauninni leysti Kúbudeiluna var leynisamkomulag þar sem Kennedy féllst á að Bandaríkjamenn fjarlægðu kjarnorkuflaugar sínar frá Tyrklandi gegn því að Sovétmenn flyttu sínar flaugar frá Kúbu.

1963

Beintengdri símalínu var komið upp milli Hvíta hússins og Kremlar til að koma í veg fyrir að misskilningur gæti í framtíðinni leitt til alvarlegra átaka. Tengingin varð þekkt sem „The hot line“ eða „heita línan“.

 

1963

Þann 22. nóvember var John F. Kennedy myrtur í Dallas í Texas. Hinn grunaði, Lee Harvey Oswald, var svo sjálfur skotinn áður en til réttarhalda kom. Ein af mörgum samsæriskenningum um Kennedy-morðið gengur út á að kúbanskir útlagar hafi skipulagt það.

 

1964

Nikita Krústsjoff steypt af stóli í Moskvu og Brésneff kemst til valda.

 

2016

Fidel Kastró deyr en hafði þá fyrir fáum árum falið Raúl Kastró, bróður sínum, völdin.

BIRT: 15/02/2023

HÖFUNDUR: Åke Steinwall

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © World History Archive / Imageselect

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is