Hreinlífsstefnan sem naut mikilla vinsælda í Bandaríkjunum á 17. öld, átti í mesta basli með eðlun.
Strangar lífsreglur stefnunnar leyfðu ekki að ungt fólk hittist og daðraði á uppskeruhátíðum og hvernig átti þá fólk sem aðhylltist hreinlífsstefnuna að eignast maka?
Svarið var fólgið í daðurröri. Ungur ástleitinn maður gat aðeins hitt sína útvöldu á einum tilteknum stað, þ.e. á heimili stúlkunnar. Húsin í Nýja-Englandi voru lítil í þá daga og oft bjuggu margar kynslóðir undir einu og sama þakinu.
Einkalíf var óþekkt hugtak sem leiddi það af sér að unga fólkið þurfti að skiptast á ástarorðum gegnum svokallað daðurrör. Um var að ræða tveggja metra langt viðarrör sem var holt að innan og oft útbúið trekt á báðum endum rörsins.
Unga fólkið gat svo talað saman lágum rómi gegnum rörið þar sem þau sátu sitt í hvorum enda sófans, með fjölskyldu stúlkunnar á milli sín sem tryggði að ekkert ósiðlegt gæti átt sér stað.
Samkvæmt hefðinni á sérhver „true Scotsman“ (ekta Skoti) að vera allsber undir pilsinu. En er það virkilega rétt
Hreintrúarfólkið hafði yfirgefið England sökum þess að meðlimirnir álitu mótmælendakirkjuna í Englandi vera allt of kaþólska.
Strangir lifnaðarhættirnir réðu ríkjum í stórum hluta nýlendunnar Nýja-Englands sem stjórnað var sem eins konar klerkaveldi, allt þar til straumur nýrra landnema olli því að þeir voru orðnir minnihlutahópur undir lok aldarinnar.