Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Þeir sem hrutu mest voru í mun meiri hættu á að fá hjartasjúkdóm, segja vísindamennirnir.

BIRT: 15/07/2024

Það er ekki bara frekar pirrandi að vakna við hrotur svefnfélagans. Hroturnar geta verið merki um veikindi hjá þeim sem hrýtur.

 

Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var á 12.287 manns af vísindamönnum frá Flinders háskólanum í Ástralíu.

 

Þar kom í ljós að hrotur geta tengst ástandi sem getur leitt til alvarlegra sjúkdóma og einn hópurinn er í sérstakri áhættu.

 

Hrotur geta nefnilega verið merki um háan blóðþrýsting.

 

Margir hrutu yfir 20 prósent næturinnar

Þátttakendur í tilrauninni sváfu í hálft ár með mælitæki undir dýnunni. Þannig gátu vísindamenn fundið út að 15 prósent einstaklinganna hraut meira en fimmtung nætur. Þetta kemur fram í rannsóknargreininni sem birtist í Nature Digital Medicine.

 

Á sama tíma voru þátttakendur með mælitæki til að mæla blóðþrýsting heima hjá sér.

 

Niðurstöður rannsóknarinnar, þar sem vísindamenn gerðu ráð fyrir sjúkdómum, kyni, líkamsþyngdarstuðli og eins kæfisvefni, sýndu að hærra hlutfall þeirra sem hrutu höfðu einnig ómeðhöndlaðan háan blóðþrýsting.

 

„Við tókum eftir því að þeir sem hrutu reglulega voru í mun meiri hættu á að vera líka með ómeðhöndlaðan háan blóðþrýsting,“ segir Danny Eckert, vísindamaður við Flinders háskólann, í fréttatilkynningu.

 

Einn markhópur í sérstakri hættu

Að sögn vísindamannanna benda niðurstöðurnar þannig til að hrotur geti tengst háum blóðþrýstingi. Og það getur verið alvarlegt því það eykur hættuna á m.a. blóðtappa í hjarta.

Hjörtu okkar slá 100.000 sinnum á sólarhring. Vísindamenn hafa nú komist að raun um að hver einasti sláttur hefur áhrif á heilann þannig að skynfærin slævast, sársaukaþröskuldurinn hækkar og tilfinningarnar verða næmari.

Þátttakendur rannsóknarinnar voru aðallega karlar í yfirvigt og vísindamennirnir telja því að þessi hópur geti nýtt sér þessar niðurstöður sem best.

 

Vísindamennirnir telja einnig að niðurstöður þeirra ættu að beinast að því að hrotur geta verið vísbending um háan blóðþrýsting. Ennfremur geta hrotur skert svefngæði verulega og það getur aukið hættuna á háum blóðþrýstingi, segja þeir í fréttatilkynningunni.

HÖFUNDUR: STINE HANSEN

© PeopleImages.com - Yuri A /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Kona fann stein í læk, sem reyndist vera 120 milljón króna virði

Heilsa

Viðamikil rannsókn: Tvennt getur tvöfaldað líkurnar á að lifa af krabbamein

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Maðurinn

Læknar færa til mörkin milli lífs og dauða

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Nýleg uppgötvun: Vinsælar fæðutegundir geta hraðað öldrun

Náttúran

Gætu hafa haft rangt fyrir sér: Leyndarmál einnar hættulegustu köngulóar heims

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is