Það er ekki bara frekar pirrandi að vakna við hrotur svefnfélagans. Hroturnar geta verið merki um veikindi hjá þeim sem hrýtur.
Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var á 12.287 manns af vísindamönnum frá Flinders háskólanum í Ástralíu.
Þar kom í ljós að hrotur geta tengst ástandi sem getur leitt til alvarlegra sjúkdóma og einn hópurinn er í sérstakri áhættu.
Hrotur geta nefnilega verið merki um háan blóðþrýsting.
Margir hrutu yfir 20 prósent næturinnar
Þátttakendur í tilrauninni sváfu í hálft ár með mælitæki undir dýnunni. Þannig gátu vísindamenn fundið út að 15 prósent einstaklinganna hraut meira en fimmtung nætur. Þetta kemur fram í rannsóknargreininni sem birtist í Nature Digital Medicine.
Á sama tíma voru þátttakendur með mælitæki til að mæla blóðþrýsting heima hjá sér.
Niðurstöður rannsóknarinnar, þar sem vísindamenn gerðu ráð fyrir sjúkdómum, kyni, líkamsþyngdarstuðli og eins kæfisvefni, sýndu að hærra hlutfall þeirra sem hrutu höfðu einnig ómeðhöndlaðan háan blóðþrýsting.
„Við tókum eftir því að þeir sem hrutu reglulega voru í mun meiri hættu á að vera líka með ómeðhöndlaðan háan blóðþrýsting,“ segir Danny Eckert, vísindamaður við Flinders háskólann, í fréttatilkynningu.
Einn markhópur í sérstakri hættu
Að sögn vísindamannanna benda niðurstöðurnar þannig til að hrotur geti tengst háum blóðþrýstingi. Og það getur verið alvarlegt því það eykur hættuna á m.a. blóðtappa í hjarta.
Hjörtu okkar slá 100.000 sinnum á sólarhring. Vísindamenn hafa nú komist að raun um að hver einasti sláttur hefur áhrif á heilann þannig að skynfærin slævast, sársaukaþröskuldurinn hækkar og tilfinningarnar verða næmari.
Þátttakendur rannsóknarinnar voru aðallega karlar í yfirvigt og vísindamennirnir telja því að þessi hópur geti nýtt sér þessar niðurstöður sem best.
Vísindamennirnir telja einnig að niðurstöður þeirra ættu að beinast að því að hrotur geta verið vísbending um háan blóðþrýsting. Ennfremur geta hrotur skert svefngæði verulega og það getur aukið hættuna á háum blóðþrýstingi, segja þeir í fréttatilkynningunni.