Ef þú ert einn þúsunda Íslendinga með húðflúr á líkamanum ertu líka í aukinni hættu á að fá sérstaka tegund krabbameins í ónæmiskerfinu.
Þetta er niðurstaða stórrar rannsóknar frá Svíþjóð.
Á undanförnum árum hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir sem hafa tengt efnin í húðflúrbleki við ýmis konar krabbamein.
En nýja rannsóknin er sú fyrsta til að draga fram tengsl við eitlakrabbamein.
Rannsóknin gagnrýnd af fagfólki
Í þessari nýju rannsókn hafa vísindamenn frá háskólanum í Lundi tengt saman heilsufarsgögn tæplega 12.000 Svía með svörum frá tæplega helmingi þáttakenda við spurningalista um m.a. lífsstíl þeirra og húðflúr.
Tæplega 3.000 þeirra voru með eitilfrumukrabbamein, en hinir 9.000 ekki.
Af krabbameinssjúklingum var 21 prósent með að minnsta kosti eitt húðflúr en aðeins 18 prósent af samanburðarhópnum.
Þegar vísindamennirnir höfðu tekið tillit til krabbameinsvaldandi þátta í lífsháttum þátttakenda – eins og reykinga og mataræðis – fundu þeir út að einstaklingar með húðflúr eru í 21 prósent meiri hættu á að fá eitlakrabbamein en fólk með svipaðan lífsstíl en var ekki með húðflúr.
Vísindamenn vita þó ekki með vissu hvers vegna húðflúr virðist auka hættuna á þessari tilteknu tegund krabbameins.
En þeir hafa kenningu:
„Rannsóknir hafa sýnt að blekið helst ekki bara í húðinni, eins margir halda, heldur berst það líka í eitlana,“ segir aðalhöfundur nýju rannsóknarinnar, Christel Nielsen við dönsku fréttastofuna TV2.
Eitlar eru á stærð við baun og samanstanda m.a. af B og T frumum hvítu blóðkornanna. Þessar eitilfrumur gegna mikilvægu hlutverki við að stjórna vökvajafnvægi líkamans, en þær eru einnig verðir ónæmiskerfisins, fanga framandi örverur eins og bakteríur og vírusa og gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn smitsjúkdómum og krabbameini.
Um 85 prósent sjúklinga sem greinast með eitlakrabbamein lifa af.
Vísindamenn á Norðurlöndunum hafa notað tvö náttúruleg efni í tilraun til að hægja á þróun hjarta- og æðasjúkdóma, svo og öldrun. Rannsóknir þeirra gætu stuðlað að bættri heilsu okkar langtum lengur en nú þekkist.
Bandaríska fréttaveitan CNN fékk óháða sérfræðinga til að fara yfir rannsóknina og margir þeirra gagnrýndu rannsóknina fyrir að ýkja fylgnina.
Christel Nielsen viðurkennir að vísindin viti ekki enn nógu mikið um hina „undirliggjandi líffræði“ og það þyrftu frekari rannsóknir til að skilja betur tengslin og hugsanlega áhættu.