Þegar dómsdagsklukkan sýnir miðnætti er úti um mannkynið. Þannig hljóðar ímynduð sviðsmynd vísindamanna sem reyna að átta sig á hversu nærri því mannkynið er að útrýma lífi á jörðinni.
Dómsdagsklukkan er táknmynd klukku sem telur niður að tortímingu lífs á jörðu, sökum hamfara af mannavöldum. Úrið var hannað af nokkrum þeim vísindamönnum sem áttu þátt í bandaríska Manhattan verkefninu og tóku þátt í þróun fyrstu kjarnorkusprengjunnar í síðari heimsstyrjöld.
Eftir að kjarnorkusprengjurnar voru sprengdar yfir Hírosíma og Nagasakí reyndu vísindamennirnir að nota dómsdagsklukkuna til að einblína á með hvaða hætti vinna þeirra við kjarnorku gæti haft banvænar afleiðingar á mannkynið.
„Við erum föst í ógnvekjandi tíma sem hvorki færir okkur stöðugleika né öryggi“.
Sharon Squassoni, prófessor við George Washington háskólann.
Jörðin tortýmist á miðnætti
Dómsdagsklukkan var kynnt til sögunnar árið 1947 og hugmyndin var sú að jörðin myndi tortímast þegar klukkan slægi 12 á miðnætti. Tímasetningin er því til marks um hversu nærri tortímingu mannkynið sé.
Dómsdagsklukkan er táknmynd á vegum sjálfseignarstofnunarinnar „The Bulletin of the Atomic Scientists“ og það eru vísindamenn á hennar vegum sem stilla klukkuna.
Þeir hittast einu sinni á ári til að meta hversu nærri eftirlitslausar vísindalegar og tæknilegar framfarir eru því að tortíma lífi á jörðu.
Meðal þess sem þeir hugleiða eru neikvæðar afleiðingar kjarnavopna sér í lagi, loftslagsbreytingar, svo og nýleg tækniþróun.
„Við erum föst í ógnvekjandi tíma“
Þegar klukkan fyrst var kynnt til sögunnar sýndi hún 23.53. Síðan þá hefur klukkan verið færð aftur alls átta sinnum og fram alls sjö sinnum.
Mannkynið komst lengst frá tortímingu árið 1991 þegar klukkan sýndi 23.43. Næst gjöreyðingu vorum við í janúar 2023 þegar klukkan sýndi 23.58.30 en það táknar að hún hafi einungis verið 90 sekúndur frá tortímingu.
Ástæðan fyrir því hversu langt fram klukkan var færð var stríðið í Úkraínu og auk þess takmarkaðri möguleikar á að ná niðurlögum loftslagsbreytinga sökum sama stríðs.
„Við erum föst í ógnvekjandi tíma sem hvorki færir okkur stöðugleika né öryggi“, mælti Sharon Squassoni, prófessor við George Washington háskólann. Hann er einn þeirra sem eiga þátt í að stilla dómsdagsklukkuna.