Lifandi Saga

Hvað er dómsdagsklukkan?

Þegar dómsdagsklukkan slær á miðnætti er mannkynið dæmt til tortímingar, þ.e. ef marka má vísindamennina að baki klukkunni. En hversu nálægt erum við miðnætti?

BIRT: 09/10/2024

Þegar dómsdagsklukkan sýnir miðnætti er úti um mannkynið. Þannig hljóðar ímynduð sviðsmynd vísindamanna sem reyna að átta sig á hversu nærri því mannkynið er að útrýma lífi á jörðinni.

 

Dómsdagsklukkan er táknmynd klukku sem telur niður að tortímingu lífs á jörðu, sökum hamfara af mannavöldum. Úrið var hannað af nokkrum þeim vísindamönnum sem áttu þátt í bandaríska Manhattan verkefninu og tóku þátt í þróun fyrstu kjarnorkusprengjunnar í síðari heimsstyrjöld.

 

Eftir að kjarnorkusprengjurnar voru sprengdar yfir Hírosíma og Nagasakí reyndu vísindamennirnir að nota dómsdagsklukkuna til að einblína á með hvaða hætti vinna þeirra við kjarnorku gæti haft banvænar afleiðingar á mannkynið.

„Við erum föst í ógnvekjandi tíma sem hvorki færir okkur stöðugleika né öryggi“.
 Sharon Squassoni, prófessor við George Washington háskólann.

Jörðin tortýmist á miðnætti

Dómsdagsklukkan var kynnt til sögunnar árið 1947 og hugmyndin var sú að jörðin myndi tortímast þegar klukkan slægi 12 á miðnætti. Tímasetningin er því til marks um hversu nærri tortímingu mannkynið sé.

 


Dómsdagsklukkan er táknmynd á vegum sjálfseignarstofnunarinnar „The Bulletin of the Atomic Scientists“ og það eru vísindamenn á hennar vegum sem stilla klukkuna.

 

Þeir hittast einu sinni á ári til að meta hversu nærri eftirlitslausar vísindalegar og tæknilegar framfarir eru því að tortíma lífi á jörðu.

 

Meðal þess sem þeir hugleiða eru neikvæðar afleiðingar kjarnavopna sér í lagi, loftslagsbreytingar, svo og nýleg tækniþróun.

 

„Við erum föst í ógnvekjandi tíma“

Þegar klukkan fyrst var kynnt til sögunnar sýndi hún 23.53. Síðan þá hefur klukkan verið færð aftur alls átta sinnum og fram alls sjö sinnum.

 

Mannkynið komst lengst frá tortímingu árið 1991 þegar klukkan sýndi 23.43. Næst gjöreyðingu vorum við í janúar 2023 þegar klukkan sýndi 23.58.30 en það táknar að hún hafi einungis verið 90 sekúndur frá tortímingu.


Ástæðan fyrir því hversu langt fram klukkan var færð var stríðið í Úkraínu og auk þess takmarkaðri möguleikar á að ná niðurlögum loftslagsbreytinga sökum sama stríðs.

 


„Við erum föst í ógnvekjandi tíma sem hvorki færir okkur stöðugleika né öryggi“, mælti Sharon Squassoni, prófessor við George Washington háskólann. Hann er einn þeirra sem eiga þátt í að stilla dómsdagsklukkuna.

 

MYNDSKEIÐ: Níu staðreyndir um dómsdagsklukkuna

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

Maðurinn

Kjaftasaga afsönnuð: Áfengi breytir ekki skapgerð þinni

Heilsa

Hér er ein stærsta ástæða hjarta- og æðasjúkdóma sem oft er horft fram hjá

Læknisfræði

Leiðarvísir að eilífri æsku

Náttúran

14.000 ára skögultönn afhjúpar dauða loðfíls

Tækni

Stærsta seglskip heims með flugvængi

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is