Hvað er glertæring?
Glertæring myndar smásæja bletti eða rifur í yfirborð glers. Fyrir bragðið verður glerið hvítleitt og þokukennt.
Glertæring felst í því að kalsíum-jónir hverfa úr ysta lagi glersins. Gamalt eða ódýrt gler er viðkvæmast fyrir tæringu.
Hraðast tærist gler þegar það er vott. Til verndar gegn tæringu eru t.d. forn drykkjarglös á söfnum varðveitt í þurru lofti.
Matt gler, t.d. í klósettglugga er meðhöndlað með sterkri sýru.
Hvernig hreinsar maður glertæringu?
Ef gler hefur orðið fyrir tæringu er ekki hægt að snúa því við.
Gler getur þó fengið svipaða áferð af öðrum ástæðum. Þetta getur t.d. stafað af of miklum uppþvottalegi eða að kalkhúð hafi myndast. Sé kalk ástæðan má setja glasið í heitt, edikblandað vatn.
Kalkhúð er nefnilega gerð úr föstu kalsíumkarbónati sem myndast úr lausum kalsíum- og karbónatjónum úr uppþvottavatninu.
Þegar glös eru sett í blöndu vatns og ediks verða viðbrögð milli sýru og basa í blöndunni, þannig að tvær ediksýrusameindir losa hvor sína vetnisjónina til karbónatsins.
Og í takt við að frjálsum karbónatjónum fjölgar, leysist kalkhúðin upp og losar fleiri jónir í vatnið.