Lifandi Saga

Hvað er GUGI? 

Í kalda stríðinu komu Rússar á laggirnar leynilegu djúphafsrannsóknarverkefni sem var ætlað að vakta BNA og NATO lönd. Núna er stofnun þessi öflugri en nokkru sinni og gæti lamað Vesturlönd komi til stríðs. 

BIRT: 22/09/2024

Árið 2017 staðhæfði breski flugmarskálkurinn Sir Stuart Peach að NATO þyrfti sem skjótast að verja neðansjávarkapla Vesturlanda mót ógninni frá nútímavæðingu rússneska flotans. 

 

Það liggja um 875.000 km af köplum á sjávarbotni sem tengja saman Vesturlönd og eru m.a. grunnur fjarskipta á heimsvísu. Auk þess tryggja kaplarnir millifærslur fjármálastofnana og geta færslurnar numið meira en 130 milljörðum króna á degi hverjum. 

 

„Neðansjávarkaplar eru bráðnauðsynlegir Vesturlöndum, bæði hvað varðar nútímalíf okkar sem og stafrænt efnahagslíf en samt sem áður eru kaplarnir illa varðir og afar viðkvæmir fyrir hvers konar árásum,“ sagði Peach. 

 

Núna eru kaplar Vesturlanda á sjávarbotni viðkvæmari en nokkru sinni fyrr, því frá árinu 2017 hefur Rússland aukið stórfelldlega getu sína til að bæði kortleggja hafsbotninn og fremja hermdarverk gegn þessum taugaþráðum Vesturlanda. 

GUGI-floti Rússa inniheldur m.a. einn af heimsins stærstu kafbátum, hinn kjarnorkuknúna Belgorod sem er 184 metrar að lengd. 

GUGI er álitsverkefni Pútíns

Það sem ræður yfirburðum Rússanna er leynilegt hernaðarverkefni sem kallast Djúphafsrannsóknarstofnunin – á rússnesku stytt í GUGI. 

 

Frá flotastöð í Barentshafi hafa skip og kafbátar um áratuga skeið haldið út til hafs til að kortleggja neðansjávarkapla Vesturlanda, hvort heldur er um að ræða flutning á rafmagni, gasi eða internetið til að undirbúa sig fyrir mögulegt neðansjávarstríð. 

Árið 1981 strandar sovéskur kafbátur í sænska skerjagarðinum. Moskva vísar á bug öllum ásökunum um njósnir – en undirbýr líka kjarnorkuvopnaátök.

GUGI-verkefninu var komið á laggirnar árið 1960 í kalda stríðinu og var því ætlað að vakta óvinaferðir og safna upplýsingum um þá. Eftir fall Sovétríkjanna var GUGI tekið í gagnið af Rússlandi sem síðan hefur fjárfest gríðarlega í verkefninu. 

 

Gugi stendur núna langt framar vöktun Vesturlanda og hefur þannig tryggt Rússlandi stöðu sem eiginlegum einvaldi á hafsbotni. 

 

Hve mörg farartæki er að finna hjá Gugi stofnuninni er óvitað en þar má telja bæði kafbáta, rannsóknarskip sem og önnur skip. 

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© FriskyAnYantos

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Alheimurinn

Jörðin er að tæmast af málmum: Næst fer leitin fram úti í geimnum 

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Tækni

Unnt er að breyta koltvísýringi og metangasi í hreinan orkugjafa með nýrri tímamótatækni

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is