Árið 2017 staðhæfði breski flugmarskálkurinn Sir Stuart Peach að NATO þyrfti sem skjótast að verja neðansjávarkapla Vesturlanda mót ógninni frá nútímavæðingu rússneska flotans.
Það liggja um 875.000 km af köplum á sjávarbotni sem tengja saman Vesturlönd og eru m.a. grunnur fjarskipta á heimsvísu. Auk þess tryggja kaplarnir millifærslur fjármálastofnana og geta færslurnar numið meira en 130 milljörðum króna á degi hverjum.
„Neðansjávarkaplar eru bráðnauðsynlegir Vesturlöndum, bæði hvað varðar nútímalíf okkar sem og stafrænt efnahagslíf en samt sem áður eru kaplarnir illa varðir og afar viðkvæmir fyrir hvers konar árásum,“ sagði Peach.
Núna eru kaplar Vesturlanda á sjávarbotni viðkvæmari en nokkru sinni fyrr, því frá árinu 2017 hefur Rússland aukið stórfelldlega getu sína til að bæði kortleggja hafsbotninn og fremja hermdarverk gegn þessum taugaþráðum Vesturlanda.
GUGI-floti Rússa inniheldur m.a. einn af heimsins stærstu kafbátum, hinn kjarnorkuknúna Belgorod sem er 184 metrar að lengd.
GUGI er álitsverkefni Pútíns
Það sem ræður yfirburðum Rússanna er leynilegt hernaðarverkefni sem kallast Djúphafsrannsóknarstofnunin – á rússnesku stytt í GUGI.
Frá flotastöð í Barentshafi hafa skip og kafbátar um áratuga skeið haldið út til hafs til að kortleggja neðansjávarkapla Vesturlanda, hvort heldur er um að ræða flutning á rafmagni, gasi eða internetið til að undirbúa sig fyrir mögulegt neðansjávarstríð.
Árið 1981 strandar sovéskur kafbátur í sænska skerjagarðinum. Moskva vísar á bug öllum ásökunum um njósnir – en undirbýr líka kjarnorkuvopnaátök.
GUGI-verkefninu var komið á laggirnar árið 1960 í kalda stríðinu og var því ætlað að vakta óvinaferðir og safna upplýsingum um þá. Eftir fall Sovétríkjanna var GUGI tekið í gagnið af Rússlandi sem síðan hefur fjárfest gríðarlega í verkefninu.
Gugi stendur núna langt framar vöktun Vesturlanda og hefur þannig tryggt Rússlandi stöðu sem eiginlegum einvaldi á hafsbotni.
Hve mörg farartæki er að finna hjá Gugi stofnuninni er óvitað en þar má telja bæði kafbáta, rannsóknarskip sem og önnur skip.