Tólfflötungur er lítill, holur smíðisgripur – oft úr málmi – sem er með tólf flatar hliðar. Hver hlið er fimmhyrningur með gati og á hornunum eru yfirleitt litlar kúlur.
Þessir dularfullu munir eru frá tímabilinu milli 100 og 300 e.Kr. og hafa þeir fundist víðsvegar í í rómverska ríkinu – einkum í Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu.
Frá árinu 1739 hafa ríflega 130 slíkir munir fundist en enginn veit til hvers Rómverjar notuðu þá. Ekki hafa fundist neinar skriflegar heimildir eða myndir sem vísa til þeirra og því neyðast fræðimenn til að geta sér til um notkun tólfflötunganna.

Rómverskur tólfflötungur er jafnan með milli fjögurra og 11 cm þvermál. Í Englandi einu saman hafa fornleifafræðingar 33 stykki af þessum dularfullu smíðisgripum.
Sumir fræðimenn telja að mögulega geti þetta verið einhverjar mælieiningar meðan aðrir telja þá vera einhvers konar helgigripi eða jafnvel skrautmuni.
Eins hafa komið fram hugmyndir um að þetta geti verið leikföng eða tæki til kennslu í rúmfræði.
Hinn þekkti mælskusnillingur Marcus Tullius Cicero gaf kost á sér sem ræðismaður í Róm árið 64 f.Kr. Bróðir hans, Quintus, samdi ritið „Handbók um kosningabaráttu“.
Öllu hugmyndaríkari hugdettur ganga út á að tólfflötungarnir hafi verið verkfæri í saumaskap eða jafnvel að spákonur hafi rýnt í framtíðina með þessum smíðisgripum.
Engin þessara tillagna hefur hlotið brautargengi meðal fræðimanna og því er notkun þeirra ennþá hreinasta ráðgáta.