Það er engin skýr skilgreining á því hvað hugtakið „heimsálfa“ nær yfir. Þess vegna eru mismunandi skoðanir á því hversu margar heimsálfur eru á jörðinni.
Í Bandaríkjunum og flestum Evrópulöndum er algengast að skipta heiminum í sjö heimsálfur: Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu, Afríku, Ástralíu og Suðurskautslandinu.
Þetta líkan er landfræðileg skipting, sem m.a. byggir á stærð svæðanna sem og sögulegum og menningarlegum aðstæðum sem binda þau saman.
Jarðfræðingar sameina heimsálfur
Frá jarðfræðilegu sjónarhorni er þetta öðruvísi. Hér er fjöldinn minni vegna þess að landsvæði sem deila landgrunni eru talin tilheyra sömu heimsálfu.
Þetta þýðir til að mynda að Norður- og Suður-Ameríka eru ein heimsálfa undir nafninu Ameríka. Sama á við um Evrópu og Asíu sem saman heita Evrasía. Þetta líkan færir þannig fjöldann niður í fimm.
En sumir ganga enn lengra.
Hér mynda Evrópa, Asía og Afríka eina heimsálfu sem kallast Afró-Evrasía, því landsvæðin væru tengd saman ef ekki væri fyrir manngerðan Súez-skurð. Í þessu líkani er fjöldi heimsálfa því kominn niður í fjórar.
Að lokum telja sumir að Suðurskautslandið eigi ekki að teljast heimsálfa þar sem það er ekki byggt af mönnum. Ef þú blandar mismunandi „kröfum“ fyrir heimsálfu saman getur fjöldinn því farið niður í þrjár.

Hefðbundin landfræðileg skipting heimsins sýnir sjö heimsálfur (A), en jarðfræðileg sýnir fimm (B) – eða aðeins fjórar ef Evrópa, Asía og Afríka eru teknar saman (C).