Hvað eru jónir?

Þær knýja geimför og krydda matinn þinn. Þær kallast jónir og eru út um allt - en hvað eru þær?

BIRT: 05/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hvað eru jónir?

Jón eða fareind er frumeind eða samhangandi frumeindir með rafhleðslu. Hleðslan getur verið jákvæð eða neikvæð.

 

Jónir verða til þegar frumeindir missa eina eða fleiri rafeindir eða ef þeim bætast rafeindir, ein eða fleiri. Dæmi um jónir er Na+ og Cl- sem saman mynda venjulegt borðsalt.

 

Saltið hefur ekki rafhleðslu vegna þess að þessar tvenns konar jónir vega upp hleðslu hvor annarrar.

Jónir gagnast vísindamönnum

Massarófsmælir breytir frumeindum í jónir og með því að mæla hvernig segulsvið sveigir braut þeirra er unnt að ákvarða um hvaða efni er að ræða.

Jónahreyfill, t.d. í geimfari, breytir gasi í jónir sem síðan eru látnar ná upp hraða í segulsviði. Þegar þeim er síðan skotið út þrýsta þær geimfarinu áfram.

Öll frumefni geta myndað jónir og yfirleitt með mismunandi hleðslu. Mörg frumefni eiga sér þó tiltekna hleðslu sem hentar þeim best og ákvarðast af fjölda rafeinda í svonefndri ytri skel frumeindarinnar.

 

Jónir gegna þýðingarmiklu hlutverki í efnafræði og sem verkfæri í mörgum öðrum greinum; t.d. er hægt að nýta sér þann eiginleika jóna að hleðsla þeirra svignar í segulsviði.

 

Það nýta vísindamenn sér m.a. í svonefndum massarófsmælum sem notaðir eru til að efnagreina t.d. ís eða steinefni í minnstu smáatriðum.

BIRT: 05/03/2023

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © Andrew Brookes/National Physical Laboratory/SPL, © NASA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is