Bensínvél og díselvél starfa í grunninn á ólíkan hátt.
Í bensínvél kveikja neistar frá kveikjunni í eldsneytinu en í díselvél brennur eldsneytið þegar það þjappast saman við loft.
Þetta skýrir hvers vegna hvorug þessara tveggja bílvéla er starfhæf með eldsneyti hinnar vélarinnar. Ef röngu eldsneyti er dælt á tank bifreiðar kann vélin því að skemmast þegar bílinn er settur í gang.
Díselolía er langtum kraftmeira eldsneyti en bensín og sé henni dælt á bensínvél myndast fljótt fita í eldsneytiskerfinu með þeim afleiðingum að skipta þarf um eldneytissíu. Að auki myndi brennsla díselolíu valda sótmyndun í útblásturkerfinu.
Því meiri díselolíu sem blandað er við bensínið, þeim mun meira lækkar svokallað oktangildi blöndunnar og þetta heftir taktinn sem gert er ráð fyrir að stimpilvélin snúist á. Í versta falli er hætt við að stimplarnir skemmist.
Hafi einungis örfáum lítrum af díselolíu verið dælt á tank sem ætlaður er fyrir bensín má gera ráð fyrir að vélin geti starfað vandkvæðalaust án þess að skemmast. Hafi tankurinn hins vegar verið fylltur af díselolíu fer bifreiðin alls ekki í gang og nauðsynlegt er að láta tæma tankinn og hreinsa hann.
Bensín á díselbíla er verst
Enn verra verður ástandið ef bensíni er dælt á tank bifreiðar með díselvél.
Bensín býr ekki yfir sömu smureiginleikunum og við á um díselolíu. Í raun réttri verkar hún á öfugan hátt með því að hreinsa og þurrka upp hreyfanlega hluta eldsneytiskerfisins.
Afleiðingarnar verða þær að hlutarnir snerta hver annan, sem orsakað getur málmagnir sem kunna að eyðileggja alla vélina.
Þannig má takmarka skaðann
Stöðvið vélina – eða setjið hana helst ekki í gang.
Kallið á aðstoð og látið flytja bílinn á verkstæði.
Fáið bifvélavirkjana til að tæma og hreinsa eldsneytiskerfið.
Gætið þess að eldsneytissíunni sé skipt út.