Tækni

Hvað gerist ef díselolíu er dælt á bifreið sem knúin er bensíni?

Hvaða áhrif hefur það á bílvélina að dæla díselolíu á bensínbifreið – eða öfugt?

BIRT: 13/12/2024

Bensínvél og díselvél starfa í grunninn á ólíkan hátt.

 

Í bensínvél kveikja neistar frá kveikjunni í eldsneytinu en í díselvél brennur eldsneytið þegar það þjappast saman við loft.

 

Þetta skýrir hvers vegna hvorug þessara tveggja bílvéla er starfhæf með eldsneyti hinnar vélarinnar. Ef röngu eldsneyti er dælt á tank bifreiðar kann vélin því að skemmast þegar bílinn er settur í gang.

 

Díselolía er langtum kraftmeira eldsneyti en bensín og sé henni dælt á bensínvél myndast fljótt fita í eldsneytiskerfinu með þeim afleiðingum að skipta þarf um eldneytissíu. Að auki myndi brennsla díselolíu valda sótmyndun í útblásturkerfinu.

 

Því meiri díselolíu sem blandað er við bensínið, þeim mun meira lækkar svokallað oktangildi blöndunnar og þetta heftir taktinn sem gert er ráð fyrir að stimpilvélin snúist á. Í versta falli er hætt við að stimplarnir skemmist.

 

Hafi einungis örfáum lítrum af díselolíu verið dælt á tank sem ætlaður er fyrir bensín má gera ráð fyrir að vélin geti starfað vandkvæðalaust án þess að skemmast. Hafi tankurinn hins vegar verið fylltur af díselolíu fer bifreiðin alls ekki í gang og nauðsynlegt er að láta tæma tankinn og hreinsa hann.

 

Bensín á díselbíla er verst

Enn verra verður ástandið ef bensíni er dælt á tank bifreiðar með díselvél.

 

Bensín býr ekki yfir sömu smureiginleikunum og við á um díselolíu. Í raun réttri verkar hún á öfugan hátt með því að hreinsa og þurrka upp hreyfanlega hluta eldsneytiskerfisins.

 

Afleiðingarnar verða þær að hlutarnir snerta hver annan, sem orsakað getur málmagnir sem kunna að eyðileggja alla vélina.

Þannig má takmarka skaðann

  • Stöðvið vélina – eða setjið hana helst ekki í gang.

 

  • Kallið á aðstoð og látið flytja bílinn á verkstæði.

 

  • Fáið bifvélavirkjana til að tæma og hreinsa eldsneytiskerfið.

 

  • Gætið þess að eldsneytissíunni sé skipt út.

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

© Phoenixns/Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is