Maðurinn

Hvað gerist þegar ég hnerra?

Af hverju stafar hnerri og er hættulegt að halda aftur af honum?

BIRT: 05/04/2023

Það fer kitlandi tilfinning um nefið og svo … Aaattjúúú!

 

Hnerri er mikilvægt viðbragð sem þeytir örverum og aðskotahlutum, svo sem ryki eða hárum, burt úr öndunarveginum og kemur í veg fyrir sýkingar.

 

Þetta getur þó orðið þreytandi, t.d. fyrir fólk með frjókornaofnæmi. Reyndar getur hnerri líka verið lífshættulegur fyrir sjúklinga sem geta átt á hættu að lungun falli saman eða ef til staðar eru æðagúlpar sem geta sprungið.

 

Stjórnstöð hnerrans er í heilastofninum sem tengir saman heila og mænu. Þegar heilastofninum berast boð frá taugafrumum í nösunum eru boð send til lungnanna og þindarinnar sem setur hnerrann af stað.

Hnerrinn er ósjálfráður

Hnerraviðbrögð eru sjálfvirk og hefjast þegar óboðna gesti er að finna í nösunum.

1. Nasataugar virkjast

Taugaviðtakar í nefi uppgötva örverur eða frjókorn. Frumurnar losa boðefnið neuromedin B sem berst til heilastofnsins.

2. Hnerrastöð sendir boð

Í heilastofninum eru stjórnstöðvar hnerrans. Boðefnin binda sig við taugafrumur á svæði sem kallast SpV. Þaðan berast boð til stöðva sem stýra útöndun.

3. Lungun hleypa af

Taugaboðin ná niður til þindarinnar sem í snatri tekur djúpa innöndun. Síðan dragast vöðvar í brjóstholinu saman og þeyta lofti upp úr lungunum.

Mesta þörf fyrir hnerra hefur líkaminn þegar við glímum við veirusýkingu eða fáum ofnæmisviðbrögð. Rannsóknir hafa sýnt að með einum hnerra geta um 40 þúsund úðadropar með veirum þeyst út í loftið, þar sem þeir geta haldist á svifi í allt að tíu mínútur og borist í 7-8 metra fjarlægð.

 

Til samanburðar framleiðir fimm mínútna samfellt hóstakast í mesta lagi 3.000 úðadropa. Hnerri er sem sagt hin fullkomna aðferð til að dreifa veirum.

 

Hnerri veldur mestum skaða ef við reynum að hafa hemil á honum. Vísindamenn hafa mælt allt að 7.000 paskala þrýsting í barkanum fyrir hnerra. Þrýstingurinn er hins vegar aðeins um 200 pasköl þegar fólk er mótt eftir líkamsrækt eða átök.

 

Takist að halda hnerranum í skefjum getur þessi mikli þrýstingur leitt af sér mikla sköddun, t.d. sprengt hljóðhimnur og skaddað æðar eða jafnvel brotið rifbein.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JONAS MELDAL

© Shutterstock & Lotte Fredslund. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is