Hvað gerist þegar ég hnerra?

Af hverju stafar hnerri og er hættulegt að halda aftur af honum?

BIRT: 05/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Það fer kitlandi tilfinning um nefið og svo … Aaattjúúú!

 

Hnerri er mikilvægt viðbragð sem þeytir örverum og aðskotahlutum, svo sem ryki eða hárum, burt úr öndunarveginum og kemur í veg fyrir sýkingar.

 

Þetta getur þó orðið þreytandi, t.d. fyrir fólk með frjókornaofnæmi. Reyndar getur hnerri líka verið lífshættulegur fyrir sjúklinga sem geta átt á hættu að lungun falli saman eða ef til staðar eru æðagúlpar sem geta sprungið.

 

Stjórnstöð hnerrans er í heilastofninum sem tengir saman heila og mænu. Þegar heilastofninum berast boð frá taugafrumum í nösunum eru boð send til lungnanna og þindarinnar sem setur hnerrann af stað.

Hnerrinn er ósjálfráður

Hnerraviðbrögð eru sjálfvirk og hefjast þegar óboðna gesti er að finna í nösunum.

1. Nasataugar virkjast

Taugaviðtakar í nefi uppgötva örverur eða frjókorn. Frumurnar losa boðefnið neuromedin B sem berst til heilastofnsins.

2. Hnerrastöð sendir boð

Í heilastofninum eru stjórnstöðvar hnerrans. Boðefnin binda sig við taugafrumur á svæði sem kallast SpV. Þaðan berast boð til stöðva sem stýra útöndun.

3. Lungun hleypa af

Taugaboðin ná niður til þindarinnar sem í snatri tekur djúpa innöndun. Síðan dragast vöðvar í brjóstholinu saman og þeyta lofti upp úr lungunum.

Mesta þörf fyrir hnerra hefur líkaminn þegar við glímum við veirusýkingu eða fáum ofnæmisviðbrögð. Rannsóknir hafa sýnt að með einum hnerra geta um 40 þúsund úðadropar með veirum þeyst út í loftið, þar sem þeir geta haldist á svifi í allt að tíu mínútur og borist í 7-8 metra fjarlægð.

 

Til samanburðar framleiðir fimm mínútna samfellt hóstakast í mesta lagi 3.000 úðadropa. Hnerri er sem sagt hin fullkomna aðferð til að dreifa veirum.

 

Hnerri veldur mestum skaða ef við reynum að hafa hemil á honum. Vísindamenn hafa mælt allt að 7.000 paskala þrýsting í barkanum fyrir hnerra. Þrýstingurinn er hins vegar aðeins um 200 pasköl þegar fólk er mótt eftir líkamsrækt eða átök.

 

Takist að halda hnerranum í skefjum getur þessi mikli þrýstingur leitt af sér mikla sköddun, t.d. sprengt hljóðhimnur og skaddað æðar eða jafnvel brotið rifbein.

BIRT: 05/04/2023

HÖFUNDUR: JONAS MELDAL

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock & Lotte Fredslund. © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is