Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Nefertítí var ein af valdamestu persónum Egyptalands þegar hún skyndilega hvarf gjörsamlega um 1340 f.Kr. Það eina sem eftir lifði voru ótalmargar kenningar sagnfræðinga um hver örlög drottningarinnar dularfullu hefðu verið.

BIRT: 29/08/2024

Í annálum Egyptalands til forna hafa fáar persónur látið eftir sig jafn merk eftirmæli og Nefertítí drottning.

 

Hún var þekkt fyrir einstaka fegurð og stjórnmálalega snilligáfu og hún ríkti við hlið eiginmanns síns, faraósins Akenatons, á einhverju viðburðaríkasta tímabili í gjörvallri sögu Egyptalands á 15. öld f.Kr.

 

Hún innleiddi fyrstu eingyðistrú sögunnar, ásamt eiginmanni sínum og var í forsvari fyrir ríki í mikilli þróun, allt þar til skyndilega var hætt með öllu að geta hennar í sagnfræðiheimildum Egypta á 12. stjórnarári eiginmannsins en söguheimildir Egypta þóttu annars einkar nákvæmar.

 

Sagnfræðinga og sérfræðinga í menningu Forn-Egypta greinir á um hvað orðið hafi um Nefertítí.

 

Sérfræðingar hafa birt ýmsar kenningar þess eðlis að þessi fornfræga drottning hafi af ýmsum ástæðum getað fallið í ónáð hjá eiginmanni sínum, Akenaton sem hafi hrakið hana á brott úr hirðinni.

 

Önnur tilgáta er sú að Nefertítí hafi ofur einfaldlega andast, annað hvort af eðlilegum orsökum eða þá af völdum einhvers af mörgum faröldrum þess tíma.

Nefertítí er þekkt fyrir fegurð sína og glæsibrag en hún gegndi jafnframt mikilvægu hlutverki í sögu Egyptalands.

Tók Nefertiti sér nýtt nafn?

Þriðja kenningin og sú sem hvað flestir hafa aðhyllst í seinni tíð, er sú að Nefertítí hafi í raun skipt um nafn og ríkt undir öðru nafni eftir andlát Akenatons.

 

Þessi kenning byggir á áletrun sem fannst árið 2012 þar sem gefið er til kynna að Nefertítí kunni að vera sama persóna og Neferneferuaten, kvenfaraó sem ekki hafði tekist að bera kennsl á áður og sem ríkt hafi eftir dag Akenatons.

Þær gátu unnið eins og karlmenn, drukkið sig fullar þar til þær ældu og jafnvel orðið guðdómlegir drottnarar landsins. Egypskar konur voru öllum konum frjálslegri á fornöld.

Tilgáta þessi er studd af þeirri staðreynd að Nefertítí hefur verið sýnd sem faraó á mörgum fornminjum sem fundist hafa, m.a. þar sem hún ekur í stríðsvagni eða tilbiður guðinn Aton.

 

Þrátt fyrir mýmargar kenningar skortir sagnfræðinga þó enn mikilvægan hluta af ráðgátunni um Nefertítí og örlög hennar eru fyrir vikið enn sveipuð dulúð.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Magnus Manske

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is