Verið til staðar á hrjóstrugustu svæðum Grænlands, ellegar glatið þeim!
Einhvern veginn á þessa lund hljóðuðu skilaboðin til Dana þegar alþjóðadómstóllinn í Haag kvað upp dóm árið 1933 í málaferlum milli Dana og Norðmanna. Kjarninn í ágreiningi landanna tveggja voru stóru, óbyggðu svæðin í norðausturhluta Grænlands sem Norðmenn gerðu kröfu um að komast yfir.
Svæðin tilheyrðu þó Danmörku, ákvarðaði dómstóllinn. Ef Danir hins vegar hygðust halda yfirráðum ríkjasambandsins yfir norðausturhluta Grænlands yrðu þeir jafnframt að sjá til þess að vera sýnilegir á svæðinu.

Hermennirnir 12 sem skipa Sirius-sveitina hafa verið þjálfaðir í að standast svo gott sem allar raunir á heimskautasvæðum.
Fyrir vikið settu Danir á stofn Sleðasveit Norðaustur-Grænlands árið 1941 en í hennar stað kom svo ný sveit árið 1950 sem farið var að kalla Sleðasveitina Sirius árið 1953, í höfuðið á skærustu stjörnunni í stjörnumerkinu „Stóri hundur“.
Sirius-sveitin fékk það verkefni að hafa eftirlit með 16.000 km langri, óbyggðri strandlengjunni meðfram einhverju kaldasta og hrjóstrugasta svæði jarðar, þar sem hitastigið getur farið niður í 50 stiga frost.
Í dag gegnir Sirius-sveitin hlutverki sérsveitar sem samanstendur af 12 hermönnum sem að afstaðinni sjö mánaða þjálfun eru sendir til Grænlands þar sem þeir gegna tveggja ára herþjónustu.
Þar ferðast mennirnir 12 á sleðahundum og litlu skipi um svæði sem er fjórum sinnum stærra en Danmörk.