Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO enda 30 prósent af öllum meðgöngum með þungunarrofi. Vísindamenn hafa því kannað hvort inngripið hafi áhrif á heilsu kvenna.
Útbreiddur misskilningur er að þungunarrof skerði frjósemi og minnki líkurnar á að verða barnshafandi aftur. En samkvæmt finnskri rannsókn á 57.406 mæðrum, sem eignuðust barn í fyrsta sinn og þar sem 5.167 þeirra höfðu áður farið í þungunarrof, skiptir það engu máli.
Reyndar þurftu aðeins tvö prósent kvennanna sem áður höfðu farið í þungunarrof á frjósemismeðferð að halda til að verða barnshafandi. Konur sem ekki höfðu áður farið í þungunarrof var talan fimm prósent.
Þungunarrof dregur úr hættu á meðgöngueitrun
Hár blóðþrýstingur skapast hjá 5-10 prósent kvenna á meðgöngu og getur leitt til meðgöngueitrunar. Rannsókn ein sýnir að hættan á of háum blóðþrýstingi var 31% lægri hjá konum sem höfðu farið í þungunarrof heldur en hjá konum á fyrstu meðgöngu. Hættan á meðgöngueitrun var 5 % lægri.
Þar sem meðganga verndar gegn brjóstakrabbameini hafa sumir vísindamenn velt því fyrir sér hvort þungunarrof dragi úr þessari vörn.
Rannsóknir sýna þó að ekki er aukin hætta á brjóstakrabbameini hjá konum sem hafa farið í þungunarrof.
Það getur á hinn bóginn valdið meiri sálrænum skaða að fara ekki í þungunarrof. Konur sem hafði verið meinað að fara í þungunarrof þjáðust í meira mæli af kvíða, lágu sjálfsmati og minni lífsánægju en konur sem voru nýbúnar að fara í þungunarrof.