Oktantala bensíns segir til um sjálfkveikihættu bensínsins.
Til að bensínvél nýti orkuna sem best þarf að kvikna í bensínblöndunni á nákvæmlega réttum tíma.
Þetta er gert með rafneista úr kertinu.
Ef kviknar í blöndunni augnabliki of snemma heyrist bank í vélinni og þetta reynir óþarflega mikið á bulluna og sveifarásinn.
Bensínið er blandað með lofti og bullan þrýstir blöndunni saman á leið sinni upp um strokkinn.
Þegar lofti er þrýst saman hækkar hitastigið og þetta getur leitt til þess að það kvikni sjálfkrafa í bensínblöndunni og það á sem sagt ekki að gerast í bensínvél.
En afl bensínvélar ræðst líka af því hversu mikið bensínblöndunni er þjappað saman áður en kveikt er í henni.
Meiri þjöppun skilar meira afli. Þess vegna gefur bensínið eftir, því meira afl, sem það þolir meiri þjöppun áður en kviknar í því.
Þessi eiginleiki er táknaður með oktantölu og því hærri sem oktantalan er, því meiri þjöppun þolir bensínblandan.