Lifandi Saga

Hvaðan kemur hversdagsleg hjátrú?

Hvers vegna bönkum við undir borðið, setjum barnatennur undir koddann og göngum aldrei undir stigann? 

BIRT: 20/08/2022

Hvers vegna bönkum við undir borðið? 

Ef einhver stærilátur maður heldur því fram að hann verði aldrei veikur, banka sumir jafnframt þrisvar sinnum á næsta tréborð.

 

Hugmyndin er sú að maður hafi þar með storkað örlögunum en að maður geti jafnframt komið sér undan refsingu með því að banka á tré. Þessi hjátrú kom fram fyrir ævalöngu. 

 

Margir þjóðflokkar til forna, einkum keltar, töldu að andar lifðu í trjánum. Með því að banka á tré var verið að biðja um aðstoð andanna. 

 

Þessa hjátrú má finna í ýmsum tilbrigðum bæði í Evrópu og BNA. Til er frægt lag sem David Bowie tók upp, en heitir einmitt „Knock on Wood“. 

 

Á Íslandi er t.d. algengt að fólk segi upphátt – 7 – 9 – 13 – meðan bankað er á tréplötuna. 

Áður fyrr trúðu menn því að góðir andar byggju í trjánum eins og t.d. álfar og trjádísir.

Af hverju setjum við barnatennur undir koddann? 

Tannálfurinn er frekar nýleg uppfinning en byggir á gamalli bábilju. 

 

Ekki er vitað hvenær sú hjátrú kom fram að gefi maður barnatönn t.d.  mús, þá yrði ný fullorðinstönn jafn sterk og tönn í nagdýr. 

 

Út frá þessari þjóðsögu varð síðar til snemma á 20. öld í BNA frásögn þar sem músin var orðin að tannálfi, sem kom um nætur og nældi sér í barnatönnina undir koddanum. 

 

Hér á Íslandi var barnatönn gjarnan sett undir kodda og barninu síðan verðlaunað með einhverju smáræði, sem var sett í staðinn undir koddann. 

 

Hvers vegna óskum við okkur við stjörnuhrap? 

Hjátrúin um að gott sé að óska sér við stjörnuhrap til að óskin uppfyllist er komin frá gríska stjörnufræðingnum Ptólemæosi. 

 

Um árið 250 e.Kr. skrifaði hann að stjörnuhrap stafaði af því að guðirnir væru að kíkja niður á jörðina utan úr geimnum. 

 

Þess vegna var einkar heppilegt að óska sér þegar stjörnurnar sáust því það þýddi að guðirnir væru sérlega eftirtektarsamir um hag mannanna. 

Ptólemæos taldi stjörnuhröp verða þegar guðirnir kíktu niður á mennina. 

Hvers vegna boða svartir kettir ógæfu? 

Egyptar til forna litu á ketti sem guðdómlegar verur og tilbáðu gyðjuna Bastet sem bar kattahöfuð. 

 

Víkingar höfðu einnig ketti í hávegum enda töldu þeir m.a. að kettir færu fyrir vagni ástargyðjunnar Freyju. 

 

Þegar kristnidómur barst til Evrópu breyttist sýn manna á ketti verulega. 

 

Kristnir menn óttuðust kettina, sem ólíkt fjölmörgum öðrum dýrum gátu séð og veitt í myrkri. 

 

Að þeirra mati stafaði slíkur hæfileiki af því að kötturinn væri í slagtogi með djöflinum og nornum. 

 

Einkum voru svartir kettir – litur myrkursins – taldir færa mikla ógæfu – einkum ef þeir gengu þvert yfir leið manns. 

 

Óttinn við svarta ketti var svo mikill að bara það eitt að eiga eða fóðra svartan kött gat endað með fangelsisvist eða aftöku. 

 

Kettir voru þannig drepnir í þúsundatali hvarvetna í Evrópu vegna þessarar bábilju sem ennþá lifir góðu lífi á mörgum stöðum í Evrópu. 

 

Dýraverndarsamtök áætluðu t.d. árið 2007 að allt að 60.000 svartir kettir væru drepnir á ári hverju í Ítalíu vegna þessarar gömlu hjátrúar. 

Kristnir menn töldu að kötturinn væri í slagtogi með nornum. 

Hvers vegna má ekki stíga á strikin? 

Mörg börn hafa leikið sér við að ekki megi stíga á strikin milli gangstéttarhellanna.

 

Þetta kann að eiga sér rætur frá miðöldum þar sem sprungur í vegum, gólfum og veggjum voru taldar eins konar gáttir til undirheimanna og því bæri að forðast allar slíkar glufur. 

 

Þessi gamla hjátrú fékk endurnýjaða lífdaga undir lok 19. aldar þegar rasískt barnakvæði varð vinsælt í Englandi. Bresk börn sungu þá: “Step on a crack, and your mother’s baby will be black” – stigið á strik og barn mömmu þinnar verður svart. 

 

Hvers vegna á ekki ganga undir stiga?


Margir forðast enn þann dag í dag að ganga undir stiga – sem er eiginlega nokkuð skynsamlegt því enginn vill verða fyrir slysi við það að fá stigann í hausinn. 

 

En að baki þessu liggur aldagömul hjátrú. Á miðöldum mátti finna gálga í öllum stærri bæjum Evrópu þar sem afbrotamenn voru hengdir. 

Stiginn var táknrænn fyrir gálgann og því umlukinn hjátrú.

Allt sem varðaði gálgann var umlukið ýmis konar bábiljum og kerlingarbókum. 

 

Við aftökur þurftu böðlarnir oft stiga til að komast upp og niður frá gálganum. 

 

Undir þríhyrningnum milli stigans og gálgans hengu þeir sem teknir voru af lífi og fólk taldi þess vegna að nærvera dauðans væri sérlega mikil þar. 

 

Samkvæmt hjátrúnni myndi fólk sem gekk undir stiga verða fyrir óhappi eða jafnvel deyja. 

Það er til önnur kenning um stigann:

Að uppreistur stigi myndi þríhyrning sem samkvæmt kristni táknar heilaga þrenningu – guð, son og heilagan anda. Að ganga undir stigann þótti því vera helbert guðlast.

Það er til önnur kenning um stigann:

Að uppreistur stigi myndi þríhyrning sem samkvæmt kristni táknar heilaga þrenningu – guð, son og heilagan anda. Að ganga undir stigann þótti því vera helbert guðlast.

Hvers vegna ber brúðurin slör? 

Þegar brúður gengur nú upp kirkjugólfið ber hún jafnan hvítt slör. 

 

Fæstir vita þó ekki að slör þetta er komið frá 2000 ára gamalli hjátrú. 

Rómverjar til forna trúðu því að illir andar væru á sveimi í kringum verðandi hjón í von um að geta gert einhvern grikk. 

 

Brúðurin þótti sérlega berskjölduð og því var hún sveipuð með brúðarslöri til að gabba þessa illu anda. 

 

Því hefur verið haldið fram að síðan hafi brúðarmeyjar bæst við til þess að rugla þessa illu anda í rýminu svo að þeir gætu ekki fundið sjálfa brúðina. 

 

Hefðin um að maður eigi að bera brúðina yfir dyraþröskuldin er einnig komin frá Rómverjum. Þeir töldu að illir andar héldu til í þröskuldnum.

 

Samkvæmt hjátrúnni gátu þessir illu andar komist í tæri við brúðina í gegnum iljar hennar. Þess vegna var henni lyft upp og hún borin inn í húsið. 

Í fornöld og á miðöldum var brúðurin talin auðvelt skotmark fyrir djöfla og illa anda. 

Hvers vegna færir það manni ógæfu að missa niður salt? 

Óttinn við að ógæfa fylgi því að missa niður salt er líklega komin frá sögunni um Júdas Ískaríot. 

 

Í málverki Leonardo DaVincis, “Síðasta altarissakramentið” frá 1498 veltir Júdas saltkari um koll og er litið á það sem viðvörun við svik hans við Jesús. 

Myndir af málverki Leonardos frá 16. öld sýna saltkar sem hefur oltið nærri hönd Júdasar. 

Þó er allt eins líklegt að hjátrú þessi um saltið sé mun eldri. 

 

Salt var þannig ákaflega dýrmæt vara sem á einhvern undarlegan máta gat aukið geymsluþol kjötmetis. Salt var svo dýrmætt að t.d. Grikkir gátu keypt sér þræla í skiptum fyrir salt. 

 

Samkvæmt hjátrúnni má þó forðast yfirvofandi ógæfu með því að kasta dálitlu af salti yfir vinstri öxl sína. 

 

Sagt var nefnilega að djöfullinn sjálfur væri þar í leyni, en með því að kasta salti færi það í augu hans og blindaði hann. 

 

Hvers vegna segjum við “guð hjálpi þér” þegar aðrir hnerra? 

Á mörgum stöðum bregðast menn strax við þegar þeir heyra hnerra. Bretar segja t.d. “Bless you”, Þjóðverjar “Gesundheit” og Danir “Prosit”. 

 

Þetta er ævagömul hefð. 

 

Rómverjar töldu t.d. að hnerri væri viðvörun um sjúkdóm eða skjótan dauðdaga og sögðu “Absit omen!” – “Megi það ekki rætast!”. 

 

Pelagius II páfi smitaðist árið 590 e.Kr. af farsótt í Róm og dó í miðjum hnerra. Þannig varð til óttinn við “hinn illa hnerra” enda taldi almenningur að hnerri og pest væru nátengt. 

 

Eftirmaður hans, Gregor páfi, fyrirskipaði því öllum undirsátum sínum að biðja fyrir öllum hnerrandi mönnum með “guð blessi sig” til að koma í veg fyrir sjúkdóma. 

 

Nú til dags er það fyrst og fremst óþægilegt að hnerra og hnerrinn er aðeins mögulega til marks um kvef eða ofnæmi, þó að vissulega hafi Covid sett strik í þann reikning.

Lestu meira:

  • Harry Oliver: Black Cats and April Fools: Origins of Old Wives Tales and Superstitions in Our Daily Lives, Metro Publishing, 2006.

 

  • Rudolph Brasch: How Did It Begin?: The Origin of Our Curious Customs and Superstitions, MJF Books, 1993.

LESTU EINNIG

Menning og saga

HÖFUNDUR: Lasse Yde Hegnet

© Bridgeman/Shutterstock,© AKG-Images & Bridgeman,© Alamy/Imageselect

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is