Alheimurinn

Hvar í sólkerfinu er árið lengst?

Það tekur Jörðina 365 daga að fara hring um Sólina en hvar í sólkerfinu er lengsta árið?

BIRT: 01/01/2025

Plánetan með lengsta umferðartímann um sólina og þar með lengsta árið í sólkerfinu er Neptúnus. Það tekur hvorki meira né minna en 60.182 jarðardaga að fara einn hring um Sólina, sem samsvarar tæplega 165 jarðarárum.

 

Á Neptúnusi myndi jafnvel elsta manneskja jarðar til þessa, hin franska Jeanne Calment, sem varð 122 ára og 164 daga gömul, ekki einu sinni geta haldið upp á eins árs afmælið sitt.

 

Umferðartími reikistjarnanna eykst með fjarlægð frá sólu. Þessu er lýst í 3. lögmáli þýska stjörnufræðingsins Johannes Kepler sem hljóðar svo: “Umferðartími reikistjarna í öðru veldi er í réttu hlutfalli við fjarlægðina til sólar í þriðja veldi”.

 

Þetta þýðir til dæmis að ef reikistjarna A er fjórum sinnum lengra frá sólu en reikistjarnan B, þá verður umferðartími A átta sinnum lengri en B.

 

Það er því nokkuð eðlilegt að Neptúnus, sem er ysta reikistjarnan, hafi lengsta árið á meðan umferðartíminn styttist fyrir hverja þá plánetu sem nær er sólu.

 

Dvergreikistjarna á metið

En sólkerfið nær lengra en til Neptúnusar. Mörkin eru oft sett þar sem gasþrýstingur utan úr geimnum og þrýstingur frá sólvindi jafna hvort annað. Það gerist ca. 150 milljarða km frá sólu.

 

Himintunglið með lengstu brautina, sem heldur sig ávalt innan marka sólkerfisins, er dvergreikistjarnan Eris sem fannst árið 2005.

Í samanburði við reikistjörnurnar hefur dvergreikistjarnan Eris mjög ílanga og verulega lengri braut um sólina. Sporbraut Neptúnusar er teiknuð hér með bláu.

Braut þessa litla hnattar er 559 jarðár. Ef við notum tímareikning Jarðar á Eris, væri nú árið 4 e.Kr.

Neptúnus er 30 sinnum lengra frá sólu en jörðin. Séð frá Neptúnusi er sólskífan því mun minni.

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is