Það fer eftir því hvaða orkugjafa við berum jarðgasið saman við hversu grænt eða svart það er. Þótt jarðgas komi beint úr náttúrunni er ekki þar með sagt að notkun þess sé sérlega heppileg fyrir loftslagið.
Í jarðgasi er metan 70-90%. Sem gróðurhúsalofttegund er jarðgas því um 25% öflugra en koltvísýringur.
Efnaformúla metans er CH4 sem þýðir að sameindin er samsett úr einni kolefnisfrumeind og fjórum vetnisfrumeindum. Þetta er sem sagt kolvetnissameind rétt eins og kol og olía og þar með jarðefnaeldsneyti.
Jarðgasið skipar sér þó í skárri endann á röð orkugjafa úr jörðu. Það býr yfir meiri orku en kol og nýtir orkuna líka betur við brennslu. Að því leyti má kalla það grænna.
Jarðgas lendir í miðjunni
Bein koltvísýringslosun er mest af kolakyndingu en af völdum sól- og vindorku er losun aðeins óbein og sárlítil.
1. Kolin losa mest
Brennsla kola er sú aðferð sem losar mestan koltvísýring eða um 1.000 grömm á framleidda kílóvattstund.
2. Jarðgas losar minna
Brennsla jarðgass losar 350-490 grömm af koltvísýringi á hverja framleidda kílóvattstund – miðað við að ekkert jarðgas leki fram hjá brennslunni.
3. Sólar- og vindorka er græn
Framleiðsla sólþilja og vindmyllna losar dálítinn koltvísýring en að teknu tilliti til þess er heildarlosunin aðeins um tuttugasti hluti af losun af völdum jarðgass.
Endurnýting er auðvitað góð og gild en gagnast það loftslaginu að ég flokki ruslið mitt?
En í samanburði við orkugjafa á borð við sól og vind sortnar ímynd jarðgassins hins vegar mikið. Vindmyllur og sólþiljur losa engan koltvísýring við rafmagnsframleiðslu og það gera vatnsaflsvirkjanir ekki heldur.
Brennsla jarðgass losar hins vegar 350-490 grömm af koltvísýringi á kílóvattstund.
Sé litið á allt framleiðsluferli vindmyllu ásamt nauðsynlegri förgun að líftíma loknum verður kolefnislosun af völdum vindmyllunnar samt aðeins 5% af losun við brennslu jarðgass miðað við sama magn orkuframleiðslu.