Samkvæmt hinu almenna þyngdarlögmáli Newtons er seilingarvídd þyngdaraflsins óendanleg. Þetta má sjá í formúlunni fyrir aðdráttarafl massa sem einmitt er mælt í einingum sem kallast newton.
Eitt newton samsvarar nokkurn veginn þeim þrýstingi sem þú finnur í lófanum þegar þú heldur á rúmlega 100 gramma epli.
Í formúlunni eru massar tveggja hluta margfaldaðir saman og útkoma margfölduð með svonefndum þyngdarfasta. Niðurstaðan er alltaf stærri en núll en aldrei óendanleg.
Í þessa niðurstöðu er svo loks deilt með fjarlægðinni milli hlutanna í öðru veldi. Sú tala er alltaf stærri en núll en aldrei óendanleg.
Þegar tvær tölur eiga það sameiginlegt að vera stærri en núll en ekki óendanlegar og deilt í aðra með hinni verður útkoman alltaf stærri en núll. Þetta þýðir að þyngdarkrafturinn getur aldrei farið alveg niður í núll og þar með horfið. Það er þess vegna fræðilega séð rétt að svarthol í mestu mögulegri fjarlægð í alheiminum togi í okkur hér á jörðinni.
Á móti kemur að aðdráttaraflið milli tveggja hluta lækkar um fjórðung þegar vegalengdin milli þeirra tvöfaldast. Fjarlægasta svarthol sem stjörnufræðingar þekkja er í 13,2 milljarða ljósára fjarlægð frá okkur. Þetta svarthol er í miðju stjörnuþokunnar UHZ1 og massi þess er talinn 10-100 milljón sólmassar.
Ef við gerum t.d. ráð fyrir að massinn sé 55 milljón sólmassar og reiknum aðdráttaraflið milli svartholsins og jarðar fáum við 2,8 newton. Aðdráttaraflið milli sólar og jarðar er um 10 trilljörðum ( 1 með 22 núllum) sinnum meira.
Aðdráttarkraftur veltur á massa og fjarlægð
Jörð-Sól: 3,43 til 3,66×1022 newton
Fjarlægð: 149.000.000 km
Jörð-tungl: 1,76 til 2,21×1020 newton
Fjarlægð: 384.000 km
Jörð-Júpíter: 8,06 til 21,8×1017 newton
Fjarlægð: 714.000.000 km
Jörð-Neptúnus: 1,84 til 2,21×1015 newton
Fjarlægð: 4.540.000.000 km