Hve margar eru víddirnar?

Síðan Einstein setti fram hugtakið rúmtími hafa menn gjarnan lýst alheiminum sem fjórvíðum, með þeirri þrívídd sem við skynjum og svo tímanum sem fjórðu víddinni. En nýjar eðlisfræðrannsóknir benda til að víddirnar gætu verið allt að ellefu.

BIRT: 14/11/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Hvað vitum við?

Ekki eru til neinar handfastar sannanir fyrir fleiri víddum en þeim fjórum sem Einstein notaði. Sumir eðlisfræðingar eru þó þeirrar skoðunar að víddirnar séu fleiri. Ástæðan er sú að til að ýmsar mikilvægar kenningar eðlisfræðinnar gangi upp, þarf fleiri víddir. Einkum gildir þetta um hina svonefndu strengjakenningu, sem ekki fær staðist án sjö vídda til viðbótar.

 

Strengjakenningin er nú sú kenning sem eðlisfræðingum þykir henta best til að skýra og fella saman öll þekkt náttúrulögmál. Kenningin lýsir smæstu eindum ekki sem punktum heldur strengjum sem geti titrað. En til að titra þurfa strengirnir fjölvítt rúm. Að slíkt rúm þurfi að hafa einmitt 11 víddir er niðurstaða afar flókinna útreikninga.

 

Þar eð aldri hefur tekist að skynja þessa sjö viðbótarvíddir, gera menn því skóna að þær séu njörvaðar saman í svonefndu Calabi-Yau-rúmi. Og að víddirnar séu svo agnarsmáar  – allavega frá okkar sjónarhóli séð – gerir eðlileg að verkum að þær er afar erfitt að rannsaka með eðlisfræðilegum tilraunum.

 

Getum við fengið svar?

Með tilraunum í öreindahraðli, einna helst þá í CERN-hraðlinum, gæti reynst mögulegt að slá því föstu að þyngdarafl, efni eða orka geti „lekið inn“ í aðrar víddir og þar með sanna að þær séu til. Slíkar tilraunir eru þó á ystu mörkum hins framkvæmanlega þannig svar í formi niðurstaðna úr tilraunum fæst að líkindum ekki fyrr en eftir mjög mörg ár.

 

BIRT: 14/11/2022

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is