Maðurinn

Hve skaðlegt er veipið?

Það er sagt skaðlegt að anda að sér svonefndum veipgufum en á hinn bóginn á að teljast hollt að anda að sér sjóðheitum gufum í gufubaði. Hvernig fær það staðist?

BIRT: 22/08/2024

Rafsígarettur eða hið svokallaða veip vinnur stöðugt á sem hollari valkostur en hefðbundið tóbak.

 

Öfugt við venjulegar sígarettur verða veipgufurnar ekki til við bruna krabbameinsvaldandi efna. Engu að síður vara margir vísindamenn og sömuleiðis heilbrigðisyfirvöld við slíkri innöndun.

 

Þótt veipið sé ekki jafn skaðlegt og tóbaksreykur, er það ekki jafn skaðlaust og t.d. gufan í gufubaði. Það skiptir verulegu máli að í veipvökvanum eru efni á borð við nikótín, leysiefni og ýmis viðbótarefni. Í gufubaði andar fólk einungis að sér vatnsgufu.

 

Lungnavefurinn veikist

Við hitun mynda sum veipefnin heilsuspillandi úða, svo sem formaldehýð, acetaldehýð og acrolín. Þessi efni virka ertandi á lungnavefinn.

 

Í öndunarfærunum eru bifhár sem fjarlægja skaðleg efni og örverur. Heitt og rakt loft hefur jákvæð áhrif á bifhárin en nikótíngufur veipsins hafa skaðleg áhrif á þau og minnka hæfni þeirra til að losa öndunarfærin við efniseindir og örverur.

 

Skannanir hafa sýnt að veiparar hafa meiri bólgur í lungunum en bæði fólk sem reykir sígarettur og reykir alls ekki.

Veipið er þó enn tiltölulega nýtt fyrirbæri og vísindamenn hafa því enn ekki heilsteypta þekkingu á áhrifum þess á heilsufarið.

Bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós hvernig gufur frá rafsígarettum geta haft hættuleg áhrif á lungun.

Gufur skemma lungun
  • Skaðleg efni myndast: Veip myndar heilsuskaðandi efni, svo sem formaldehýð, acetaldehýð og acrolín.

 

  • Bifhárum fækkar: Nikótíngufur veikla bifhár í öndunarvegi og þau glata hæfni til að fjarlægja skaðlegar efniseindir og örverur.

 

  • Stíflur í öndunarveg: Nikótíngufur þykkja slím í öndunarvegi og gera það límkenndara. Það eykur hættu á sýkingum.

 

  • Bólgur í lungunum: PET-skannanir sýna að veiparar hafa meiri bólgur í lungunum en fólk sem reykir.

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© Aliaksandr Barouski/Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is