Lifandi Saga

Hvenær byrjuðu indíánar að ríða hestum?

Nýleg rannsókn leiddi í ljós að hestar skiptu sköpum fyrir indíána áður en fyrstu evrópsku landnemarnir komu á sléttuna. Hins vegar er ráðgáta hvernig þeir innfæddu komust yfir hrossin sín.

BIRT: 25/05/2024

Sagnfræðingar hafa til þessa talið að norðuramerískir sléttuindíánar hafi ekki farið að ríða hestum fyrr en eftir 1680 þegar indíánar í Nýju-Mexíkó hafi rekið spænsku landnemana á brott og komist yfir hross þeirra.

 

Nýleg rannsókn hefur hins vegar leitt í ljós að þeir innfæddu voru farnir að ríða hrossum sínum meira en hálfri öld áður, þ.e. áratugum áður en fyrstu evrópsku landnemarnir stigu fæti á sléttuna.

 

Rannsóknin hófst á því að hópur vísindamanna frá 15 ólíkum löndum rannsökuðu 33 hrossabeinagrindur sem fundist höfðu innan um aðrar fornminjar hér og þar í Bandaríkjunum og sem vitað er fyrir víst að hafa tilheyrt hinum ýmsu indíánaþjóðflokkum.

 

Beinin voru síðan rannsökuð með m.a. geislakolsaldursgreiningu og erfðarannsóknum til að ákvarða aldur og uppruna beinanna og leiddu niðurstöðurnar í ljós að tveir hestanna hefðu lifað í upphafi 17. aldar.

Hesturinn fór fljótt að gegna einkar mikilvægu hlutverki í menningu indíánanna eftir að þeir komust í kynni við hross á 17. öld.

Dýrin fædd í Ameríku

Samanburður á erfðaefni dauðu hestanna annars vegar og nútímahesta hins vegar, leiddi auk þess í ljós skyldleika milli indíánahestanna og landnemahrossanna og að öll hrossin hefðu fæðst í Ameríku.

 

Ekki er vitað fyrir víst hvernig sléttuindíánarnir hafa komist yfir hesta sína en fræðimenn geta sér til um að indíánarnir hafi annað hvort keypt skepnurnar af Spánverjum í suðurhluta Bandaríkjanna ellegar tamið hross sem sloppið hafi frá landnemunum.

 

„Öllum þessum upplýsingum hefur nú verið safnað á einn stað og þær segja okkur yfirgripsmikla og nákvæma sögu sem þeir innfæddu ávallt hafa þekkt en sem hefur aldrei fengist viðurkennd“, segir sagnfræðingurinn Jimmy Arterberry sem tók þátt í rannsókninni.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Oregon State University

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is