Hvenær fóru Skotar að nota skotapils?

Skotapilsið var fljótt sameiningartákn Skota en var þyrnir í augum Breta sem bönnuðu það um tíma.

BIRT: 22/10/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þjóðbúningur Skota, skotapilsið, á rætur að rekja allt aftur til 16. aldar þegar karlar í hálöndum Skotlands fóru að klæðast féileadh mór, eins konar ullarteppi sem þeir vöfðu utan um líkamann og héldu föstu með belti.

 

Neðri hluti klæðisins lafði niður á hnén en efri hlutinn gegndi hlutverki eins konar hlýrrar skikkju.

 

„Ullarteppi“ þessi voru einungis notuð í hálöndunum þar sem þau vörðu eigendur sína gegn vindum og veðri og gerðu þeim kleift að hreyfa sig að vild á svæði sem enga vegi var að finna á.

 

Á láglendinu sem einkenndist af meiri framförum, klæddust karlar síðbuxum og litu á feileadh mòr sem frumstæðan klæðnað sem enginn vildi láta sjá sig í.

 

Nútímalega, stutta skotapilsið er gert úr hefðbundnu ullarklæði og leit fyrst dagsins ljós í kringum 1720 þegar enski kaupsýslumaðurinn Thomas Rawlinson rak járnvinnslu í borginni Inverness.

 

Rawlinson hafði fengið sig fullsaddan af féileadh mór Skotanna sem hann áleit vera klunnalegan klæðnað og óþægilegan. Lausn hans fólst í því að klippa klæðið í tvennt, þannig að notendurnir þyrftu aðeins að klæðast neðri hlutanum. Þessi nýjung Rawlinsons vakti athygli íbúanna á staðnum og brátt breiddist siðurinn einnig um allt hálendið.

 

Árið 1746 bönnuðu Bretar skotapils og önnur skosk einkenni en Bretar höfðu þá lagt Skota undir sig með valdi.

Málverk af Georg 4. í heimsókn sinni til Edinborgar árið 1822. Hátíðahöldin vegna heimsóknarinnar gerði hið sérstaka munstur að einskonar þjóðarmerki landsins.

Þegar bannið var numið úr gildi undir lok 18. aldar breyttist skotapilsið úr vefnaðarbút yfir í þjóðernisrómantískt tákn sem Skotar sameinuðust um.

BIRT: 22/10/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © David Wilkie/Royal Collection/Wikimedia

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is