Lifandi Saga

Hvenær fréttu bandamenn fyrst af helförinni?

Það var ekkert leyndarmál að nasistar ofsóttu og drápu gyðinga, en hið skelfilega umfang útrýmingarbúða Hitlers kom ekki í ljós fyrr en í lok stríðsins.

BIRT: 18/05/2023

Bandamenn höfðu vitneskju um að nasistar myrtu gyðinga nokkrum árum áður en síðari heimsstyrjöld lauk.

 

Bandarískir fréttamenn sem dvöldu í Þýskalandi vorið 1942 lýstu því að Þjóðverjar hundeltu gyðinga í Eystrasaltslöndunum og hefðu að öllum líkindum þá þegar myrt um 100.000 gyðinga í þeim löndum einum.

Þúsundir fanga úr útrýmingarbúðum létu lífið eftir að hafa verið leystir úr haldi, sökum þess að örmagna líkamar þeirra þoldu ekki skyndilega fæðuinntöku. Fyrir vikið urðu fangarnir smám saman að læra að borða á nýjan leik.

Síðar þetta sama ár kunngjörði pólska útlagastjórnin í London skýrslu sem staðfesti að hersveitir Hitlers söfnuðu saman pólskum gyðingum með skipulegum hætti og myrtu þá.

 

Upplýsingarnar voru meira að segja birtar í dagblöðum í Englandi og Bandaríkjunum.

 

„Fjöldamorð á gyðingum – meira en ein milljón gyðinga látin frá því að styrjöldin hófst“, mátti t.d. lesa í London Times.

 

Hinn 13. desember 1942 mátti heyra útvarpsmanninn Edward R. Murrow lesa þessa frétt:

 

„Milljónum manna, aðallega gyðingum, er safnað saman á einstaklega grimmilegan hátt og þeir myrtir. Orðið fangabúðir lýsir ástandinu engan veginn lengur og orðið útrýmingarbúðir er öðru fremur réttnefni fyrir búðirnar“.

 

Fjórum dögum síðar sendu Bretland, Bandaríkin og Sovétríkin frá sér yfirlýsingu þar sem staðhæft var að Þjóðverjar hefðu nú hrint í framkvæmd þeim ásetningi Hitlers að útrýma öllum gyðingum í Evrópu“.

Fangar flestra útrýmingarbúða voru frelsaðir á lokaári síðari heimsstyrjaldar þegar Þjóðverjar hörfuðu frá m.a. Póllandi.

Fangabúningar

voru einungis notaðir af yngstu og sterkustu föngunum sem voru færir um að vinna þrælkunarvinnu. Rendurnar á búningunum auðvelduðu fangavörðunum að koma auga á fangana ef þeir reyndu að flýja.

Vasar

voru einkar sjaldséðir á fangabúningum í útrýmingarbúðunum og þá aðallega á búningum þeirra fanga sem sinntu stjórnunarstörfum. Vasarnir gerðu föngunum kleift að fela m.a. aukalega matarskammta.

Bandaríkjamenn

frelsuðu fangana í Dachau hinn 29. apríl 1945 og nýttu útrýmingarbúðirnar þar fyrir viðamikil réttarhöld gegn þýskum stríðsglæpamönnum. Mestöll yfirstjórn fangabúðanna var dæmd til dauða.

Fangar flestra útrýmingarbúða voru frelsaðir á lokaári síðari heimsstyrjaldar þegar Þjóðverjar hörfuðu frá m.a. Póllandi.

Fangabúningar

voru einungis notaðir af yngstu og sterkustu föngunum sem voru færir um að vinna þrælkunarvinnu. Rendurnar á búningunum auðvelduðu fangavörðunum að koma auga á fangana ef þeir reyndu að flýja.

Vasar

voru einkar sjaldséðir á fangabúningum í útrýmingarbúðunum og þá aðallega á búningum þeirra fanga sem sinntu stjórnunarstörfum. Vasarnir gerðu föngunum kleift að fela m.a. aukalega matarskammta.

Bandaríkjamenn

frelsuðu fangana í Dachau hinn 29. apríl 1945 og nýttu útrýmingarbúðirnar þar fyrir viðamikil réttarhöld gegn þýskum stríðsglæpamönnum. Mestöll yfirstjórn fangabúðanna var dæmd til dauða.

Umfang helfararinnar varð þó engan veginn ljóst fyrr en fangar útrýmingarbúðanna voru frelsaðir á árunum 1944-45.

 

„Hersveitum okkar mætti hrikaleg sjón, hljóð og lykt sem var ofar skilningi heilbrigðra manna, því misþyrmingin hafði verið svo skelfileg að venjulegir menn gátu ekki meðtekið þetta“, ritaði bandarískur hershöfðingi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ & BUE KINDTLER-NIELSEN

© Shutterstock, ImageSelect

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is