Lifandi Saga

Hver er versta hákarlaárás sögunnar?

Í júlí árið 1945 sökkti japanskur kafbátur bandarísku herskipi á miðju Kyrrahafi. Skipbrotið varð upphafið að margra daga blóðugri martröð sjómannanna.

BIRT: 16/11/2024

Skömmu eftir miðnætti 30. júlí árið 1945 rauf hávær hvellur hljóðláta nóttina úti á Kyrrahafi.

 

Tveimur dögum áður hafði bandaríska herskipið USS Indianapolis siglt úr höfn í Guam með stefnu á Filippseyjar þar sem áhöfninni var ætlað að undirbúa sig fyrir innrásina á Japan.

 

Kl. 00.15 hinn 30. júlí hæfðu tvö tundurskeyti sem skotið var frá japönskum kafbáti, bandaríska skipið Indianapolis með þeim afleiðingum að eldur komst í eldsneyti skipsins, svo og vopnabirgðir þess.

 

Einungis tólf mínútum síðar hafði skipið brotnað í tvennt og sokkið til botns. Um 900 af alls 1.200 áhafnarmeðlimum komust lífs af úr skipinu og reyndu að bjarga sér úti í myrku og djúpu hafinu.

 

Þegar sólin kom upp næsta morgun blasti við hryllileg sýn þar sem brot úr skipsflakinu flutu í öldunum innan um lík sjómannanna.

MYNDBAND: Eftirlifandi sjómaður talar um hákarlaárásina

Þeir sem komust lífs af börðust um plássið í þeim fáu björgunarbátum sem voru til taks en komust brátt að raun um að miskunnarlaus sólin, svo og skortur á fæðu og vatni, gerðu það að verkum að líkurnar á að komast lífs af voru af skornum skammti.

 

Til að bæta gráu ofan á svart komu brátt í ljós glorsoltnir hákarlar en blóðlyktin hafði komið þeim á spor mannanna í sjónum.

 

Hákarlarnir byrjuðu strax að gæða sér á líkunum í sjónum og tóku því næst til við að ráðast á þá sem höfðu komist lífs af.

 

„Það voru hákarlar alls staðar, mörg hundruð dýr … Þegar svo allt varð kyrrt heyrum við skyndilega öskur og þá vissum við að hákarl hafði gómað einn okkar“, sagði sjómaðurinn Woody James síðar meir.

Nýir útreikningar sýna hvernig hinn tröllvaxni forsögulegi hákarl hefur sennilegast litið út. Hann virðist hafa verið hraðsynt rándýr og mögulega líka hrææta.

James og hinir sjómennirnir reyndu örvæntingarfullir að halda lífi svo dögum skipti, allt þar til áhöfn bandarískrar flugvélar kom auga á þá í öldunum á fjórða degi eftir skipbrotið.

 

Þann dag komu að fleiri flugvélar, svo og skip, með þeim afleiðingum að þá tókst að bjarga alls 316 af þeim 1.200 áhafnarmeðlimum sem upphaflega höfðu verið um borð.

 

Ekki er vitað hversu marga sjómenn hákarlarnir átu en talið er að allt að 150 sjómenn hafi orðið fórnarlömb þessarar verstu hákarlaárásar sem vitað er um.

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

ARTYuSTUDIO/ Shutterstock & U.S. Navy.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

Maðurinn

Þess vegna bragðast ávaxtasafi ekki vel eftir að þú burstar tennur

Maðurinn

Þjálfið heilann: Málgreind

Lifandi Saga

Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is