Til eru sögur um hina lifandi dauðu í Grikklandi til forna en Grikkir grófu nokkur lík með steinum ofan á svo þau gætu ekki risið upp. Hugmyndir nútímans um uppvakninga á sér hins vegar rætur í haítískum vúdútrúarbrögðum.
Samkvæmt karabískri hjátrú eru uppvakningar sagðir vera lík sem vúdúprestar hafa endurlífgað. Síðan er hinum látnu breytt í óviljuga þræla sem vinna fyrir eiganda sinn.
Á tímum hernámsára Bandaríkjamanna í Haítí á árunum 1915-34 birtust fréttir í vestrænum fjölmiðlum um hina svokölluðu lifandi dauðu á eyjunni og fljótlega fór að bera á uppvakningum í bókum, leikritum og kvikmyndum. Mannætuuppvakningar bitu sig fyrst fyrir alvöru í dægurmenninguna árið 1968 með kvikmyndinni Night of the Living Dead þar sem hópur fólks reynir að bjarga lífi sínu í uppvakningabæ.
Myndskeið: Sjáðu stiklu úr myndinni Night of the Living Dead
Kvikmyndir gerðu uppvakninga vinsæla
Myndin notar aldrei orðið uppvakningur (zombie) og kallar þess í stað hina lifandi dauðu „Ghouls“, en í ótal kvikmyndadómum voru hin illa útlítandi mannætuskrímsli myndarinnar kölluð uppvakningar og nafnið fékk hljómgrunn hjá almenningi. Í kjölfar myndarinnar voru framleiddar fjöldi kvikmynda sem notuðu hugtakið zombie um þessi skrímsli, þar á meðal framhald Romeros sjálfs “Dawn of the Dead” frá árinu 1978.
Í dag eru uppvakningar svo rótgrónir í menningu okkar að bandaríska eftirlitsstofnunin Centers for Disease Control and Prevention sendi frá sér yfirlýsingu árið 2011 með leiðbeiningum um hvað borgarar ættu að gera ef uppvakningar tækju yfir heiminn.
LESTU EINNIG
