Sagnfræðingar telja að rússnesk rúlletta hafi fyrst komið fram á 19. öld meðal rússneskra hermanna.
Fyrsta vísun í þennan banvæna leik er að finna í rússnesku skáldsögunni „Hetja vorra tíma“ eftir Mikael Lermantov frá árinu 1839.
Þar tekur rússneskur liðsforingi þátt í veðmáli og skýtur úr marghleypu að gagnauga sínu sem enginn veit hvort er hlaðin til að sanna að það sé ekkert til sem heitir örlög.
Á Vesturlöndum varð rússnesk rúlleta í fyrsta sinn umtöluð árið 1937 í sögunni „Russian Roulette“ eftir bandaríska rithöfundinn George Surdez sem sjálfur fann upp á þessari nafngift. Í sögu hans spila rússneskir liðsforingjar spilið í fyrri heimsstyrjöldinni.
Sagan er sögð hafa hrundið af stað bylgju dauðsfalla sem tengdust rússneskri rúllettu í BNA.
MYNDSKEIÐ: Sjáðu atriðið með rússnesku rúlletunni í myndinni Deer Hunter
Ári eftir að bókin kom út fjölluðu fjölmörg tímarit um fyrsta þekkta fórnarlamb rússneskrar rúllettu þegar 21 árs gamall maður í Texas skaut sig í höfuðið. Sama ár voru minnst fjögur önnur tilvik tilkynnt í BNA.
Eins er að finna dæmi um frægt fólk sem spilaði rússneska rúllettu. Til dæmis viðurkenndi aðgerðasinninn Malcolm X í sjálfsævisögu sinni að hann hefði leikið þennan leik þegar hann var á glæpastigum. Markmiðið var að sanna fyrir félögum sínum að hann væri alls ekkert hræddur við dauðann.

Rússnesk rúlletta er spiluð með einu skothylki í skothylkjahólknum. Honum er snúið áður en þátttakandinn tekur í gikkinn.
Bylgja dauðsfalla vegna kvikmyndar
Uppúr 1978 kom svo ný bylgja af sambærilegum dauðsföllum eftir að kvikmyndin The Deer Hunter var frumsýnd.
Í myndinni voru bandarískir hermenn neyddir til að spila rússneska rúllettu í Víetnam-stríðinu og samkvæmt sumum heimildum má rekja allt að 35 dauðsföll til kvikmyndarinnar.