Lifandi Saga

Hver spilaði fyrstur rússneska rúllettu? 

Á 19. öld fundu rússneskir hermenn upp nýtt banvænt spil til að sanna hugrekki sitt. Þegar það barst til Vesturlanda mátti sjá blóðuga slóð af dauðum ungum mönnum sem léku þennan háskaleik.

BIRT: 10/02/2025

Sagnfræðingar telja að rússnesk rúlletta hafi fyrst komið fram á 19. öld meðal rússneskra hermanna.

 

Fyrsta vísun í þennan banvæna leik er að finna í rússnesku skáldsögunni „Hetja vorra tíma“ eftir Mikael Lermantov frá árinu 1839.

 

Þar tekur rússneskur liðsforingi þátt í veðmáli og skýtur úr marghleypu að gagnauga sínu sem enginn veit hvort er hlaðin til að sanna að það sé ekkert til sem heitir örlög. 

 

Á Vesturlöndum varð rússnesk rúlleta í fyrsta sinn umtöluð árið 1937 í sögunni „Russian Roulette“ eftir bandaríska rithöfundinn George Surdez sem sjálfur fann upp á þessari nafngift. Í sögu hans spila rússneskir liðsforingjar spilið í fyrri heimsstyrjöldinni.

 

Sagan er sögð hafa hrundið af stað bylgju dauðsfalla sem tengdust rússneskri rúllettu í BNA. 

 

MYNDSKEIÐ: Sjáðu atriðið með rússnesku rúlletunni í myndinni Deer Hunter

Ári eftir að bókin kom út fjölluðu fjölmörg tímarit um fyrsta þekkta fórnarlamb rússneskrar rúllettu þegar 21 árs gamall maður í Texas skaut sig í höfuðið. Sama ár voru minnst fjögur önnur tilvik tilkynnt í BNA.

 

Eins er að finna dæmi um frægt fólk sem spilaði rússneska rúllettu. Til dæmis viðurkenndi aðgerðasinninn Malcolm X í sjálfsævisögu sinni að hann hefði leikið þennan leik þegar hann var á glæpastigum. Markmiðið var að sanna fyrir félögum sínum að hann væri alls ekkert hræddur við dauðann.

Rússnesk rúlletta er spiluð með einu skothylki í skothylkjahólknum. Honum er snúið áður en þátttakandinn tekur í gikkinn.

Bylgja dauðsfalla vegna kvikmyndar

Uppúr 1978 kom svo ný bylgja af sambærilegum dauðsföllum eftir að kvikmyndin The Deer Hunter var frumsýnd.

 

Í myndinni voru bandarískir hermenn neyddir til að spila rússneska rúllettu í Víetnam-stríðinu og samkvæmt sumum heimildum má rekja allt að 35 dauðsföll til kvikmyndarinnar. 

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is