Hinn stökki og gullni kjúklinganaggur byrjaði líf sitt sem uppáhalds skyndibitinn á rannsóknarstofu við Cornell háskóla í New York.
Hér vann Robert C. Baker, prófessor í næringarfræði og matvælum, á fimmta áratugnum að því að leysa einn höfuðverkinn sem bandarískir matvælaframleiðendur höfðu glímt við um árabil. Þeir gátu ekki fundið út hvernig hægt væri að fá hakkað kjúklingakjöt til að haldast saman við steikingu þegar beinin og skinnið hafði verið fjarlægt.
Baker gerði ótal tilraunir á rannsóknarstofu sinni þar til hann fann loksins réttu aðferðina: Prófessorinn blandaði í kjúklingahakkið t.d. ediki og þurrmjólk áður en kjötinu er dýft í deig úr eggjum og hveiti og því var skellt á pönnuna.
Útkoman varð stökkir, vel steiktir kjúklingabitar sem Baker kallaði upprifinn „chicken crispies“.
Í stað þess að skrá einkaleyfi á þessari nýju aðferð sinni ákvað Acadian Baker að deila henni með umheiminum og sendi uppskrift sína til hundruða fyrirtækja sem unnu með alifuglakjöt.
Kjúklinganaggar hafa notið vinsælda síðan á fimmta áratugnum.
Uppfinningamaðurinn fékk enga peninga
Eitt af þeim fyrirtækjum sem kættist hvað mest yfir aðferð Baker’s var skyndibitakeðjan McDonald’s.
Veitingastaðir fyrirtækisins settu Chicken McNuggets sína á matseðilinn árið 1979 og áttu mikinn þátt í vinsældum gylltu kjúklinganagganna.
Sú fæða felur oftast hvorki í sér jurtir né dýr og andstætt við landbúnað í dag sem dælir koltvíoxíði út í andrúmsloftið, er nýju matvælaframleiðslunni ætlað að hreinsa loftið.
Veitingastaðir og matvælaiðnaðurinn græddu gífurlega á þessari vöru og talið er að enn séu um 37 milljónir kjúklinganagga seldar á dag.
Baker sá aldrei svo mikið sem dollara fyrir uppfinningu sína en það sló hann ekki út af laginu. Hann hélt tilraunum sínum áfram og gerði u.þ.b. 40 aðrar uppfinningar fyrir alifuglaiðnaðinn. Robert C.
Baker auðgaði því líka heiminn með t.d. kalkúnabeikoni, kalkúnaskinku, kjúklingapylsum og vél til að úrbeina kjúklinga.