Glæpir

Hver var fyrst látinn laus gegn tryggingu?

Fyrir hartnær 2.500 árum drap rómverskur maður annan mann. Réttarhöldin sem fylgdu í kjölfarið voru þau fyrstu þeirrar tegundar sem enn þann dag í dag er stuðst við í bandarískum réttarhöldum.

BIRT: 15/11/2024

Í ýmsum löndum hefur tíðkast að láta fanga lausa gegn tryggingu, m.a. í Bandaríkjunum, Frakklandi og Bretlandi.

 

Í slíkum tilvikum getur dómari leyft að ákærði losni úr varðhaldi ef hann getur tryggt að hann verði viðstaddur réttarhöldin þegar þau fara fram, yfirleitt með því að reiða fram tiltekna peningaupphæð sem tryggingu.

 

Þó svo að það að láta fanga lausa gegn tryggingu sé einn af hornsteinum refsilöggjafarinnar í mörgum löndum nú til dags, á þetta fyrirkomulag sér eldgamlar rætur og nær aftur til fyrstu fornu menningarsamfélaganna.

 

Sem dæmi má nefna að fornleifafræðingar hafa fundið leirtöflu frá því um 2750 f.Kr., þar sem sagt er frá því að kaupmaður nokkur frá borginni Akkud í Mesópótamíu hafi greitt tryggingu fyrir bónda einn til þess að sá hinn sami yrði losaður úr varðhaldi.

 

Bóndinn hafði undirgengist samkomulag og lofað að hann, gegn greiðslu, skyldi sá, bera á og uppskera akur annars manns á meðan sá síðarnefndi gegndi herþjónustu.

 

Til þess að tryggja að maðurinn stæði við sinn hlut samkomulagsins gekkst kaupmaðurinn í ábyrgð fyrir bóndann og skuldbatt sig til að reiða fé af hendi stæði bóndinn ekki við sinn þátt.

 

Trygging gegn því að fangar gengju lausir í tengslum við réttarhöld hefur m.a. tíðkast frá því í Rómarborg til forna. Í einu af fyrstu tilvikunum sem vitað er um hafði aðalsmaðurinn Caeso Quinctius verið ákærður fyrir að hafa myrt mann nokkurn árið 461 f.Kr.

 

Öldungaráðið tók ákvörðun um að láta Quinctius lausan gegn tryggingu en þegar sá hinn sami svo lét sig hverfa úr borginni neyddist faðir hans til að „selja allar sínar eigur“ til þess að greiða fyrir tryggingu sonarins.

Morðtíðnin í Oxford á 14. öld var 50 sinnum meiri en raunin er núna í enskum stórborgum og hópslagsmál þar sem öxum var beitt voru algeng. Ný rannsókn fer í saumana á morðunum og varpar ljósi á ofbeldið. 

Til forna, svo og á okkar dögum, er unnt að borga sig lausan gegn tryggingu ef dómstólarnir meta sem svo að lítil hætta sé á að viðkomandi stingi af eða að samfélaginu stafi ógn af honum.

 

Þessi háttur hefur aldrei tíðkast á Íslandi en í nágrannalöndum okkar, t.d. í Danmörku, er í einstaka tilvikum unnt að fá sig keyptan lausan gegn tryggingu en því ákvæði er afar sjaldan beitt.

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

Daniel Schwen & Unsplash.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is