Lifandi Saga

Hver var fyrsti milljónamæringur heims?

John Law var fjárhættuspilari, svallari og morðingi. Árið 1716 var hann settur í að reisa við efnahag Frakklands sem tókst með ágætum. Það gerði hann að fyrsta milljónamæringi heims en á endanum varð hann blásnauður.

BIRT: 29/01/2025

Sagan greinir frá mörgum moldríkum persónum en orðið „milljónamæringur“ var í fyrsta sinn notað um skoska hagfræðinginn John Law.

 

Law fæddist inn í fjölskyldu bankamanna árið 1671 og tók við starfsemi fjölskyldunnar þegar faðir hans féll frá. Hann var þó alls ekki ábyrgur maður og vanrækti skyldur sínar en ferðaðist oft til Lundúna þar sem hanna svallaði og stundaði fjárhættuspil.

 

Árið 1694 endaði þetta gjálífi skyndilega þegar hann drap mann í einvígi. Hann var dæmdur til dauða en tókst að flýja úr fangelsinu. Hann fór til meginlands Evrópu og ferðaðist þar um árum saman þar til hann endaði í Frakklandi.

 

Þar var efnahagurinn í rúst eftir margra ára stríðsrekstur en Law tókst að heilla konung Frakklands með málskrúði sínu og var settur sem fjármálaráðherra í ríkisstjórninni.

MYNDBAND: John Law og Mississippi kúlan

Law fékk leyfi til að stofna franskan þjóðarbanka árið 1716 sem tókst svo vel að hann kom á laggirnar fyrirtækinu Compagnie du Mississippi – almenningshlutafélagi sem hafði einokun á öllum viðskiptum við nýlendur Frakka í Ameríku.

 

Verðgildi hlutabréfanna jókst hratt og steig um einhver 3.500 prósent – aðallega vegna spákaupmennsku sem og loforðum Laws um stórkostlegt ríkidæmi í nýlendunum.

 

Hlutbréf Laws hækkuðu svo mikið í verði að hugtakið „milljónamæringur“ var í fyrsta sinn notað á prenti til að lýsa því hversu moldríkur Law var nú orðinn.

Peningar borga sig ekki! Greiðslukort og símgreiðslur hafa leyst af hólmi kostnaðarsama peningaseðla, svo og mynt. 

Árið 1720 fór að halla verulega undan fæti hjá Law. Franska ríkið prentaði peningaseðla í miklum mæli sem fjárfestar nýttu til að kaupa fleiri hlutabréf en þegar afraksturinn frá nýlendunum stóð ekki undir væntingum þeirra greip örvænting um sig meðal fjárfesta.

 

Þeir kepptust nú við að selja hlutabréf sín sem skjótast og verðgildi þeirra hrundi.

 

Efnahagskreppa skall á í Frakklandi og John Law neyddist til að flýja land.

 

Aftur þvældist hann um Evrópu, þar sem hann eyddi tíma sínum helst í fjárhættuspilum allt þar til hann lést blásnauður aðeins 57 ára gamall í Feneyjum árið 1729.

Ríkur, ríkari og ríkastur

Fyrsti margmilljónamæringur sögunnar varð ríkur af loðfeldum og fasteignum á 19. öld. Hundrað árum síðar skapaði olían fyrsta milljarðamæring heimsins. Nú berjast þrír auðmenn um að verða fyrsti billjónamæringurinn.

Fyrsti margmilljónamæringurinn

Nafn: John Jacob Astor

Ár: 1763-1848

Atvinna: Pelsa- og fasteignasali

 

John Jacob Astor fæddist í Þýskalandi, flutti árið 1783 til BNA, þar sem hann endaði sem einn auðugasti maður landsins. Astor aflaði auðævanna á sölu pelsa og snéri sér síðar að fjárfestingum í fasteignum – einkum í New York borg þar sem hann festi kaup á stórum landsvæðum sem urðu síðar að verðmætum borgarhverfum. Hann stofnaði Astor-ættarveldið sem varð eitt það valdamesta í Bandaríkjunum.

Fyrsti milljarðamæringurinn

Nafn: John D. Rockefeller

Ár: 1839-1937

Atvinna: Olíubarón

 

John D. Rockefeller var einn af auðugustu mönnum sögunnar. Árið 1870 stofnaði hann olíufyrirtækið Standard Oil og náði yfirburðastöðu innan geirans með harðfengi í viðskiptum sem útrýmdi fjölmörgum keppinautum hans. Standard Oil náði nánast einokunarstöðu og árið 1916 varð Rockefeller fyrsti milljarðamæringur sögunnar í dollurum talið. Þá námu auðævi hans tveimur hundraðshlutum af vergri landsframleiðslu BNA.

Fyrsti billjónamæringurinn?

Frá árinu 2020 hafa fimm auðugustu menn heims tvöfaldað auðævi sín og eftir nokkur ár gætum við fengið fyrsta dollara-billjónamæringinn – auðmann hvers auðævi eru metin á 1.000 milljarða dollara eða meira. Þetta sýnir rannsókn frá Oxfam en það eru samtök sem berjast gegn fátækt í heiminum.

Þeir þrír kandidatar sem eru líklegir til að komast í sögubækurnar eru auðkýfingurinn Bernard Arnault (223 milljarðar dala), Tesla-eigandinn Elon Musk (195 milljarðar dala) og eigandi Amazon, Jeff Bezos (194 milljarðar dala).

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© National Portrait Gallery. © Public Domain. © Jérémy Barande/Ecole polytechnique Université Paris-Saclay & Trevor Cokley/USAFA & Daniel Oberhaus.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

Heilsa

Hvers vegna verður okkur kalt þegar hitinn hækkar?

Náttúran

Bakteríur grafa eftir gulli

Lifandi Saga

Barbarossa: Illskeyttur sjóræningi soldánsins fór ránshendi á Miðjarðarhafi

Maðurinn

Gleymdu erfðum og umhverfi: Persónuleikinn stafar af tilviljunum

Maðurinn

Af hverju hressumst við af koffeini?

Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Lifandi Saga

Bernska útilegunnar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is