Þegar hinn ítalski Alessandro Moreschi varpaði síðusta andardrættinum þann 21. apríl 1922 hlaut hann sess í sögubókum sem síðasti geldingasöngvari heims.
Með honum dó út hefð þar sem eistum ungra drengja hafði um aldaraðir verið fórnað til að þeir gætu sungið eins og englar.
Hugmyndin að umbreyta drengjum í söngfugla með geldingu kom fram á 16. öld þegar Vatíkanið forbauð konum að syngja í kirkjukórum.
Í stað kvennanna komu menn sem búið var að fjarlægja eistun úr áður en þeir náðu kynþroska og þannig varðveittu þeir sínar björtu drengjaraddir. Án eistanna framleiddi líkami þeirra nefnilega ekki karlahormónið testósterón.
Þrátt fyrir að gelding væri formlega sögð ólögleg fékk hún þó blessun Sixtusar 5. páfa árið 1589 en það gerði hann til þess að geldingasöngvarar gætu sungið í kór Péturskirkjunnar.
Myndband Heyrðu síðasta geldingasöngvarinn syngja
Þúsundir misstu eistun
Á næstu öldum létu þúsundir ítalskra foreldra gelda drengi sína í von um að þeir næðu frægð og frama sem söngvarar. Á árunum í kringum aldamótin 1700 einum saman voru um 4.000 drengir geldir þannig ár hvert.
Geldingar fengu stöðu í mörgum stórum kirkjukórum en síðar einnig í óperum. En afar fáir náðu þó því ríkidæmi og frægð sem þeir sóttust eftir.
Þúsundir hermanna skemmtu fjöldanum í Róm með banvænum bardögum, hirðfífl drógu úr pólitískri spennu á miðöldum og á 19. öld voru hirðfífl og „djögglarar“ meistarar afþreyingarinnar.
Þess í stað lifðu þeir lífi fullu af sársauka, m.a. vegna þess að án kynhormónanna héldu bein þeirra áfram að vaxa.
Samband kirkjunnar við geldinga beið hnekki á 18. öld þegar kvensöngvurum var á ný hleypt inn í kirkjurnar. Endanlegi punkturinn var síðan settur árið 1878 af Leó 13. páfa sem bannaði kirkjunni að ráða geldingasöngvara.