Menning

Hver var síðasti geldingasöngvarinn? 

Á 16. öld máttu konur ekki lengur syngja í kirkjukórum vegna banns frá Vatíkaninu. Í þeirra stað voru fengnir ungir drengir sem búið var að fjarlægja eistun úr. 

BIRT: 22/09/2024

Þegar hinn ítalski Alessandro Moreschi varpaði síðusta andardrættinum þann 21. apríl 1922 hlaut hann sess í sögubókum sem síðasti geldingasöngvari heims. 

 

Með honum dó út hefð þar sem eistum ungra drengja hafði um aldaraðir verið fórnað til að þeir gætu sungið eins og englar. 

 

Hugmyndin að umbreyta drengjum í söngfugla með geldingu kom fram á 16. öld þegar Vatíkanið forbauð konum að syngja í kirkjukórum. 

 

Í stað kvennanna komu menn sem búið var að fjarlægja eistun úr áður en þeir náðu kynþroska og þannig varðveittu þeir sínar björtu drengjaraddir. Án eistanna framleiddi líkami þeirra nefnilega ekki karlahormónið testósterón. 

 

Þrátt fyrir að gelding væri formlega sögð ólögleg fékk hún þó blessun Sixtusar 5. páfa árið 1589 en það gerði hann til þess að geldingasöngvarar gætu sungið í kór Péturskirkjunnar.

Myndband Heyrðu síðasta ​​geldingasöngvarinn syngja

Þúsundir misstu eistun

Á næstu öldum létu þúsundir ítalskra foreldra gelda drengi sína í von um að þeir næðu frægð og frama sem söngvarar. Á árunum í kringum aldamótin 1700 einum saman voru um 4.000 drengir geldir þannig ár hvert. 

 

Geldingar fengu stöðu í mörgum stórum kirkjukórum en síðar einnig í óperum. En afar fáir náðu þó því ríkidæmi og frægð sem þeir sóttust eftir. 

Þúsundir hermanna skemmtu fjöldanum í Róm með banvænum bardögum, hirðfífl drógu úr pólitískri spennu á miðöldum og á 19. öld voru hirðfífl og „djögglarar“ meistarar afþreyingarinnar.

Þess í stað lifðu þeir lífi fullu af sársauka, m.a. vegna þess að án kynhormónanna héldu bein þeirra áfram að vaxa. 

 

Samband kirkjunnar við geldinga beið hnekki á 18. öld þegar kvensöngvurum var á ný hleypt inn í kirkjurnar. Endanlegi punkturinn var síðan settur árið 1878 af Leó 13. páfa sem bannaði kirkjunni að ráða geldingasöngvara. 

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

Wikimedia Commons/LiliGraphie/Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is