Íbúar Mesópótamíu til forna virðast hafa rekið út illa anda og djöfla fyrstir allra en þetta var fyrir um 5.000 árum.
Mesópótamíumenn voru einkar hjátrúarfullir og sannfærðir um að alls kyns yfirnáttúrulegar verur gætu ýmist skaðað fólk eða gagnast því.
Særingar voru fyrir vikið daglegt brauð þar sem helgisiðum, göldrum og verndargripum var beitt í miklum mæli í því skyni að losna við sjúkdóma og óhöpp.
Særingarnar voru yfirleitt í höndum presta sem fóru með eins konar galdraþulur sem ætlað var að reka út illa anda. Í sumum tilvikum voru særingarnar skráðar á leirtöflur sem grafnar voru eða komið fyrir á heimilum þeirra sem grunur lék um að haldnir væru illum anda.

Kaþólska kirkjan lét semja leiðbeiningar um hvernig reka skyldi út illa anda í bókinni „Rituale Romanum“ sem kom út á 16. öld en þá bók nota einhverjir prestar enn þann dag í dag.
Á 19. öld voru kirkjan og verksmiðjueigendur sammála um eitt: Verkafólk átti að strita eins lengi og kostur var – þeirra sjálfra vegna. Meiri frítími myndi bara leiða til meiri drykkjuskapar, hórdóms og slagsmála.
Kirkjan rekur enn út illa anda
Djöflasæringar hafa síðan breiðst út til margra ólíkra trúarbragða en eru þó í dag einkum bundnar við kaþólsku kirkjuna en slíkar særingar eiga sér rætur í biblíunni. Jesús rak illa anda út úr ýmsum, m.a. litlum dreng sem gnísti tönnum og var með froðu um munninn.
Postularnir Pétur og Páll hröktu enn fremur á brott illa anda og ekki leið á löngu áður en farið var að leggja stund á slíkt innan kristinnar kirkju í fyrstu tíð hennar. Særingar voru með ýmsu móti allt þar til á 16. öld þegar kaþólska kirkjan lét setja fastar reglur um særingar. Reglur þessar var að finna í ritinu „Rituale Romanum“, þar sem lýst er helgisiðum og bænum sem nota skal þegar djöflar eru hraktir á brott.
Særingum er stöku sinnum beitt innan kaþólsku kirkjunnar á okkar dögum, eftir að fórnarlambið hefur verið rannsakað bæði andlega og líkamlega og djöflaútrekstur þá reyndur þegar allt annað þrýtur.