Þegar náttúran kallar er sama hvernig við setjumst.
Árið 2003 var gerð rannsókn á hversu áhrifaríkan hátt prófþegar losuðu sig við hægðir eftir því í hvaða stellingu setið var – á venjulegu salerni, lágu salerni og með því að sitja. Niðurstaðan var sú að sú síðastnefnda leiddi til hraðari og auðveldari tæmingar á þörmunum.
Stellingin hefur slakandi áhrif á endaþarmsvöðvann sem liggur eins og stútur frá neðri hluta endaþarmsopsins.
Þegar við sitjum á klósetti spennist vöðvinn örlítið og þrengir endaþarmsgöngin sem kemur í veg fyrir auðveldari útgöngu. En ef þú situr á hækjum þér slakar vöðvinn á og hægðir renna auðveldlega. Staðan virkjar einnig kviðvöðvana sem stuðlar enn frekar að hröðum hægðum.
Upp með hnén
Í venjulegri sitjandi stöðu á salerni verður endaþarmsvöðvinn örlítið spenntur og stífnar í kringum endaþarmsgöngin. Þrengingin veldur síðri tæmingu í þarmana.
Ef þú lyftir hnjánum, slaknar endaþarmsvöðvinn og losar um spennuna í kringum endaþarmsgöngin. Niðurstaðan er auðveldari, hraðari og fullkomnari tæming á þörmum.