Maðurinn

Hvernig er hægt að reykja alla ævi án þess að fá krabba?

Fyrst reykingar eru svona skaðlegar hvernig er þá hægt að keðjureykja sígarettur alla ævi án þess að fá lungnakrabba?

BIRT: 23/02/2025

Reykingar drepa meira en 8 milljónir manna á hverju ári og eru orsök allt að 90% allra lungnakrabbameinstilvika. Vísindamenn álíta að fólk sem reykir eigi 15-30 sinnum frekar á hættu að fá lungnakrabbamein en aðrir.

 

Krabbameinsvaldandi efni skadda lungnafrumurnar og valda stökkbreytingum í erfðaefni þeirra. Genagreiningar hafa leitt í ljós að á einu ári verða 150 nýjar stökkbreytingar í lungnafrumum þeirra sem reykja einn pakka á dag.

 

Stökkbreytingar geta komið frumunum til að breyta hegðun sinni, t.d. með því að fara að fjölga sér hömlulaust en það getur einmitt leitt til myndunar krabbameinsæxlis. Fjöldi stökkbreytinga í lungnafrumum er nátengdur því magni reyks sem þær hafa orðið fyrir. Þess vegna eykst hættan á lungnakrabba eftir því sem meira er reykt.

 

Keðjureykingamenn gera við DNA skemmdir á skilvirkari hátt

Nýjar rannsóknir sýna nú að stökkbreytingum hættir að fjölga þegar fólk hefur reykt í 23 ár. Þetta er talið skýra hvers vegna sumir stórreykingamenn ná hárri elli án þess að fá lungnakrabba.

 

Lungnafrumurnar virðast aðlagast sífelldum reykingum með því að leggja aukna áherslu á að gera við skaddanir í erfðamassanum og sleppa þannig við stökkbreytingarnar.

 

Vísindamenn hyggjast nú rannsaka hvers vegna frumur í sumu fólki eru þess umkomnar að lagfæra skemmdir í erfðaefni en ekki í öðrum. Niðurstöðurnar gætu gagnast til að segja fyrir um einstaklingsbundna áhættu á lungnakrabba vegna reykinga.

15-30 sinnum meiri er hættan á lungnakrabba hjá þeim sem reykja en þeim sem reykja ekki.

Bandarískir og kínverskir vísindamenn hafa reiknað út að tvær tegundir tilfinninga virðast auka öldrun hraðar en reykingar.

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

Lifandi Saga

Guð bannaði hjónaskilnaði

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is