Lifandi Saga

Hvernig sinntu forfeður okkar tannhirðu áður en tannburstinn kom til sögunnar?

Maðurinn hefur í árþúsundir verið meðvitaður um mikilvægi tannhirðu en aðferðirnar sem beitt var við tannhreinsun voru afar ólíkar. Sumir notuðust við hunang á meðan aðrir aðhylltust eggjaskurn.

BIRT: 09/03/2025

Maðurinn hefur verið sér meðvitaður um mikilvægi munnhirðu í minnst 130.000 ár.

 

Tennur Neandertalsmanna sem fundust í helli einum í Króatíu bentu til þess að tennurnar hafi ítrekað verið hreinsaðar með tannstöngli.

 

Fornleifafræðingar hafa ekki fundið ummerki um forsögulega tannstöngla en gera því skóna að forsögulegir menn hafi hreinsað tennurnar með oddhvössum beinum.

 

Meðal þeirra fyrstu sem útbjuggu eins konar tannkrem voru Egyptar sem neru á tennurnar dufti, gerðu úr m.a. mulinni eggjaskurn, myrru og ösku brenndra nautsklaufa.

 

Duftið hlýtur að hafa verið hart viðkomu fyrir glerunginn en hefur dugað vel til að hreinsa skán af tönnunum. Síðar meir fóru Persar að útbúa eins konar tannkrem úr snigla- og ostruskeljum sem hunangi og jurtum var blandað saman við.

Munnhirða var ekki hátt skrifuð í Evrópu á miðöldum. Tennurnar voru í besta falli hreinsaðar með fingri eða tannstöngli og munnurinn skolaður með vatni.

Fyrstu tannburstarnir voru prik

Rómverjar líktu eftir dufti þessu og bættu í það viðarkolum og trjáberki til að vinna bug á andremmu. Fyrstu tannburstarnir hafa fundist í gröfum Egypta og Babýlóníumanna og hefur verið unnt að tímasetja tannburstana frá um það bil 3.500 f.Kr.

 

Burstar þessir samanstóðu aðeins af kvistum sem endarnir höfðu verið tuggðir á til að trefjarnar flosnuðu og mynduðu þannig eins konar bursta. Kvistar þessir hafa að öllum líkindum haft sín áhrif því þeir voru gerðir úr viði sem bjó yfir þeim eiginleikum að vinna bug á bakteríum sem sennilega hefur komið í veg fyrir myndun tannskemmda og sýkingar.

 

Fyrstu eiginlegu tannburstarnir voru gerðir fyrir rösklega 1.100 árum þegar Kínverjar tóku upp á því að bursta tennurnar með stífum villisvínshárum á bambusskafti.

Biksvartar tennur voru tákn um fegurð fram á 19. öld í Japan, þar sem þeir sem eitthvað máttu sín, svo sem eins og samúræjar og geisjur, svertu í sér tennurnar með sérlegri efnablöndu. 

Um svipað leyti notuðust Evrópubúar á miðöldum aðeins við fingurna eða tannstöngla til að hreinsa tennurnar og skoluðu síðan munninn með vatni sem m.a. salvíu og myntu hafði verið bætt í, til þess að andardrátturinn yrði ferskur.

 

Þeir metnaðargjörnustu notuðu klúta sem dýft hafði verið í salt eða kol til að fjarlægja óhreinindi af tönnunum.

 

Evrópubúar öðluðust ekki aðgang að betri munnhirðu fyrr en Englendingurinn William Addis hóf að fjöldaframleiða tannbursta árið 1780.

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Wellcome Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is